Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 20
20 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 Sigrún Magnúsdóttir, fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík: Byggðaþróun í Reykjavík í hvemig borg viljum við búa? Hvemig viljum við að borgin okkar þróist? Hverjum eiga yfirvöld í Reykjavík að þjóna? Þetta em áleitnar spumingar sem eðlilegt er að Reykvíkingar spyrji og að við sem bjóðum okkur fram til að taka þátt í stjóm borgarinnar reynum að svara. Á kjörtímabilinu, sem senn lýkur, var samþykkt nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem gildir til 2004. Aðal- skipulag á að vera forskrift að þróun borgarinnar og rammi um flesta þætti okkar nánasta umhverfis. Það er því mjög mikilvægt stjómtæki. I 17. kafla skipulagsins segir m.a.: „til að tryggja að þróun byggðar í borginni á hveijum tíma verði sem best í samræmi við að- alskipulagið, er stefht að því að endur- skoða það í upphafi hvers kjörtímabils, í fyrsta skipti árið 1990. I endurskoðuninni 1990 verður farið yfir þróun borgarinnar á liðnu kjör- tímabili og hún borin saman við áætl- anir og markmið skipulagsins." Efndir á fyrirheitum En hvemig hefur sjálfstæðismönnum gengið að starfa eftir þeim áætlunum og markmiðum sem þeir settu sjálfir um stjóm borgarinnar? Afar illa tel ég, t.d. áætluðu þeir að byggja 160 þúsund fermetra af versl- unarhúsnæði á skipulagstímabilinu eða 8 þúsund fermetra á ári, en í lok ársins 1989 var búið að byggja þessa 160 þúsund fermetra, eða það var byggt á fjórum árum sem áætlað var í aðal- skipulagi að gera á tuttugu árum. Á þessu sést, sem hinn almenni borgari hefur vitað, að í Reykjavík er búið að byggja langt umfram þarfir undanfarin ár af verslunarhúsnæði. Gjaldþrot og þrengingar í kjölfar offjárfestingar Hér er sýnilega um geysilega offjár- festingu að ræða. Þetta hlýtur að leiða af sér miklar þrengingar fyrir verslun- ina í borginni á næstu árum. Einnig leiðir þessi ofíjárfesting af sér skriðu gjaldþrota og þau koma niður á hinum almenna neytanda. Það eru neytendur sem á sama hátt verða að „Nú er helsta vonin að ríkisvaldlð rétti miðbæinn eitthvað við meö þvf að gera Útvegsbankahúsiö að dómhúsi." borga nýju flnu verslunarhallimar. Allt þetta hefúr orðið til þess að miðbærinn hefúr grotnað niður, eignir þar orðið verðlitlar og verslunarhúsnæði þar stendur autt. Dómhús viö Lækjartorg? Nú er helsta vonin að ríkisvaldið rétti miðbæinn eitthvað við með því að gera Útvegsbankahúsið að dómhúsi. Það myndi t.d. laða lögmenn til að koma aftur upp skrifstofúm í Miðbæn- um. Einnig tel ég að þegar ráðhúsið er fúllbúið stuðli það að líflegra borgarlífi í Kvosinni. Þá eru uppi hugmyndir um að tengja höfhina betur gangandi um- ferð með því að gera undirgöng fyrir bílaumferð. Stórtækir veitingamenn Þá er vert að gefa gaum að því hver þensla hefur verið í byggingum og rekstri veitingahúsa á vegum borgar- innar. Reykjavíkurborg er á góðri leið með að verða einn umsvifamesti aðil- inn i veitingarekstri í borginni. Hita- veita Reykjavíkur er að byggja íburð- armikið veitúigahús í Öskjuhlíð og á síðasta ári keypti Reykjavíkurborg veitingahúsið Broadway. I orði kveðnu var áformað að nota Broadway sem fé- lagsmiðstöð og skemmtistað fyrir ung- linga en sú hefúr ekki orðið raunin nema að litlu leyti. Broadway, sem nú heitir Glymur, hefúr að mestu leyti verið notað til árshátíðahalds fyrir fyr- irtæki og félög utan úr bæ. Svo eigum við Viðeyjarstofú. Þetta er þó atvinnurekstur sem nógir em til að annast. íbúðarhúsnæði í borginni Ef við athugum byggingu íbúðarhús- næðis í boiginni þá er þróunin allt önn- ur. Á ánmum 1972-1979 vom fullgerðar 727 íbúðir á ári til jafnaðar, en á þeim árum stóð íbúatala í borginni í stað. Á árunum 1980-1989 fjölgaði Reykvík- ingum um 13 þúsund. Þó vom á síð- asta ári ekki fúllgerðar nema 713 íbúð- ir eða nokkm færri en var á þeim árum sem íbúatalan stóð í stað. Fjöldi íbúða segir heldur ekki alla söguna, t.d. kall- ar sívaxandi fjöldi fráskilinna á fleiri íbúðir. Framkvæmdagleðin hefúr ekki beinst að byggingu íbúðarhúsnæðis. Húsa- leiga í borginni er mjög há og sannar að hér er mikil þörf á leiguhúsnæði. Hér vantar tilfinnanlega fleiri íbúðir í verkamannabústaðakerfið og aðrar fé- lagslegar íbúðir. Það er að mínu mati æskilegt að sem flestir búi í eigin hús- næði. Á hinn bóginn þarf að sjá fyrir þörf þeirra sem ekki hafa efhi á að fjár- festa í íbúðum. Ungt fólk þarf að eiga tímabundið kost á ódým leiguhúsnæði. Okrað á öldruðum Undanfarið hefúr verið byggt mikið af söluíbúðum fyrir aldraða á vegum Samtaka aldraðra og Félags eldri borg- ara, en það sem vekur fúrðu er að ein- ungis tvö byggingafyrirtæki hafa feng- ið að srnna þessu verkefhi og úthlutun Sigrún Magnúsdóttir borgarfúlltrúi lóða verið háð því að Ármannsfell eða Gunnar og Gylfi væm byggingaraðil- inn. Þessar íbúðir hafa síðan verið seldar öldruðum á mjög háu verði. Þetta fyr- irkomulag hef ég leyft mér að gagn- rýna harðlega í borgarstjóm. Fólkið er látið borga húsverð fyrir litla ibúð vegna þess að það telur að það sé að boiga fyrir ákveðið öryggi í ellinni og að kaupa ákveðna þjónustu. Þetta er ekki rétt. Reykjavíkurborg byggir og rekur ákveðna þjónustu fyrir aldraða, oft í tengslum við þessar íbúðablokkir, en það á ekki að verða til að hækka það verð sem aldraðir greiða fyrir tilteknar íbúðir. Þjónustumið- stöðvamar em byggðar fyrir alla aldr- aða íbúa viðkomandi hverfis. Skuldlaus eign dugar ekki... Sömu söguna má segja af Vesturgötu 3, sem borgin byggði fyrir aldraða. Þar em íbúðimar flestar mjög litlar en ran- dýrar. Allar þessar íbúðir em söluíbúðir og vegna þess hve dýrar þær em dugar ekki til þó að fólk eigi skuldlausa góða íbúð, samt þarf það að steypa sér í skuldir. Á öllu kjörtímabilinu hefur boigin ekki byggt neina leiguíbúð fyrir aldraða. Mér finnst eðlilegt að borgin keypti nokkrar íbúðir í þessum blokk- um, sem byggðar em fyrir aldraða, og leigði þær út. Við framsóknarmenn höfúm bæði í borgarstjóm og borgarráði gagnrýnt harðlega hvemig staðið er að þessum málum. Við báðum m.a. um saman- burð á kostnaði á íbúðum aldraðra hér og þeim íbúðum sem Sunnuhlíðarsam- tökin byggðu í Kópavogi. í Kópavogi tókst þeún að byggja Ijómandi íbúðir fyrir miklu lægra verð en það sem við þekkjum í Reykjavík. Hvers vegna? Við munum krefjast þess að þessi mál verði endurskoðuð og fúndin lausn, t.d. farin sama leið og í Kópavogi. Til þess að auka öryggi aldraðra verð- um við að stórefla heimaþjónustu en til þess að það takist verðum við að meta þessi störf mun betur til launa. Borgaryfirvöldum ber að stuðla að byggúigarþróun sem gerir mannlífið í borginni betra. Fyrir því munum við ffamsóknarmenn ótrauðú- beita okkur. Gleðilega páska. BÆKUR V: : Islamskur ferðalangur á 14. öld Ross E. dunn, The Advetures of Ibn Battua, 357 + XVI bls.,Croom Hlem, £ 22,00. Ibn Battua var fæddur í Tangier 1304. Um 30 ára skeið, frá 1325 til 1355, átti hann í ferðalögum um Austurlönd, nær og fjær. Hann fór til Austur-Afríku og Kína og dvald- ist 8 ár á Indlandi. Að boði soldáns- ins í Marokko skráði Ibn Jerzayy frásögn hans. Best þykir nú útgáfa Defremery og Sanguinetti á hinum arabiska texta bókar þeirra, en hún kom út í Parfs 1853-58. Að enskri þýðingu textans vann Sir Hamilton Gibb, er hann lést, en við þýðing- unni tók Charles Beckingham próf- essor, (en útgáfa þýðingarinnar hef- ur enn ekki verið boðuð). í bók þessri, sem ætlaður er víður lesendahópur, er frásögn Ibn Battua rakin, og er hennar vinsamlega getið í English Historical Review f júlí 1989. Rýnir. Charles Fourier Jonathan Beecher, Charles Fourier: The Visionary and His World, 601-xvii bls., University of California Press, $ 49.50. Þessi ævisaga Charles Fourier, sem alla jafna er talinn einn braut- ryðjenda jafnaðarstefnunnar, kom út 1986, en höfundur hennar Jonath- an Beecher, gaf 1971, ásamt Richard Bienvenu, út úrval úr ritsmíðum Fouriers, The Utopian Vision of Charles Fourier. - í ritdómi um ævisögu þessa í American Historical Review í október 1988 segir: „Ævisögunni er skipt í þrjá stóra hluta. í hinum fyrsta rekur Beecher ævi Fouriers frá fæðingu hans í Besancon 1772, uns hann birti 1822 öndvegisrit sitt, Traité de Passociat- ion domestique-agricole (Ritgerð um sambýli í sveitum). Þá gerir hann hlé á frásögn sinni til að fjalla um meginþætti kenninga Fouriers með tilvísan í Traité og aðrar ritsmíðar hans. Síðan hefur hann frásögn af ævi Fouriers frá 1822 til dauðadags hans í París 1837.“ „Fyrir honum vakti satt að segja að grundvalla ný vísindi að hætti Newt- ons með gildum þáttum úr „lyonna- is“ (Lyon-borgar) dulhyggju, sið- fræði upplýsingarskeiðsins, (hug- myndum) Rousseau og Bernardin de Saint-Pierre, og skilur þar með Fourier og sæg sjálfstílaðra Fourier- ista, sem töldu sig taka upp málstað hans á fjórða og fimmta tugi 19. aldar“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.