Tíminn - 12.04.1990, Qupperneq 21

Tíminn - 12.04.1990, Qupperneq 21
Fimmtudagur 12. apríl 1990 Tíminn 21 Alfreð Þorsteinsson, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík: íhaldið misnotar að- stöðu sína í Reykjavík Hin eiginlega kosningabarátta týrir borgarstjómarkosningamar í Reykjavík hefst tæplega fýrr en undir mánaðamótin apríl-maí. Það má því búast við stuttri en snarpri kosningahríð hér í Reykjavík, en sem kunnugt er fara kosningamar fram laugar- daginn 26. maí. Skoðanakannanir undanfarið benda til yfirburðastöðu Sjálfstæðis- flokksins. Hefur honum verið spáð yfir 70% fylgi og allt að 12 borgar- fulltrúum. Reynslan hefur hins vegar sýnt að fylgið við flokkinn er alltaf töluvert minna þegar á hólminn er komið. Væringar á vinstri kantinum að undanfömu hafa leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Ósennilegt er hins vegar að sjálf- stæðismenn nærist meira á þeirri sundmngu eftir að Alþýðuflokkur- inn og hluti Alþýðubandalagsins hafa komið sér saman undir merkj- um „Nýs vettvangs“. Erfiðleikar í þjóðfélaginu En Sjálfstæðisflokkurinn hefur nærst á fleim en sundmngu á vinstri vængnum. Sem helsta stjómarand- stöðuaflið á Alþingi hafa sjálfstæðis- menn fært sér í nyt þá erfíðleika sem víða hafa steðjað að í þjóðfélaginu hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Víða gengur illa hjá fjölskyldum að láta enda ná saman. Staða margra fýrirtækja er þannig að nauðsynlegt hefúr reynst að draga saman seglin. Það hefur þýtt minni yfirvinnu og þar af leiðandi minni ráðstöfunar- tekjur. Þá hafa fyrirtæki einnig neyðst til að loka og segja fólki upp störfum. Er satt að segja ömurlegt ástand víða vegna samdráttar og lok- unar fyrirtækja. Einkum er erfitt fyr- ir fólk á miðjum aldri að verða sér úti um atvinnu á nýjan leik. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sem betur fer virðast mestu erfið- leikamir að baki. Ýmsar ráðstafanir ríkisstjómarinnar til bjargar atvinnu- fyrirtækjum, svo og hækkandi verð- lag á afurðum okkar valda því að bjartara er framundan. Hinu má ekki gleyma að Sjálfstæð- isflokkurinn ber verulega ábyrgð á þeim vandamálum sem íslenska þjóðin hefur átt við að glíma að und- anfomu. Okurvextir, sem hafa verið að sliga almenning og fyrirtæki í landinu, eru fyrst og fremst verk frjálshyggjupostulanna í Sjálfstæðis- flokknum. Ábyrgð þeirra á gjald- þroti einstaklinga og fyrirtækja er mikil, og komist þessir aðilar affur til valda mun markaðshyggjan ná völdum á nýjan leik. Stefna Sjálf- stæðisflokksins hefúr illu heilli leitt V f rjjnrl ■ OT *«•»» % ■»L J xi •m íj » ' mmm mm jt \ * 11 P 1—mÁ K* fci , i. L* ' ffl til misskiptingar auðs í þessu þjóðfé- lagi. Þannig hafa þeir ríku orðið rík- ari og hinir fátæku fátækari. Vörumerki ættanna 15 Auðsöfnun ættanna 15 er lýsandi dæmi um þróunina sem hér hefur orðið. Verðandi formaður Sjálfstæð- isflokksins, Davíð Oddsson borgar- stjóri, er eins konar vörumerki fyrir ættimar og fær þá virðingarstöðu að vera fúndarstjóri á aðalfundi móður- skipsins, Eimskipafélags íslands. Aðstöðu sína sem borgarstjóri notar hann til ýmiss konar fyrirgreiðslu til þessara aðila. Ljótasta dæmið var fyrirgreiðslan til ísbjarnarins og upphaf og endir Granda hf. fyrir Reykjavíkurborg. Þar vom ijármunir borgarbúa beinlínis færðir á milli i því skyni að bjarga gjaldþrota einka- fyrirtæki. Of mikil völd spilla Undanfarið hefur almenningur á Vesturlöndum fylgst grannt með þeim breytingum sem orðið hafa í Austur- Evrópu, þar sem einræði kommúnismans hefur beðið skip- brot. Nú væri út í hött að líkja einræðinu í Austur-Evrópu við einræði Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík eða að líkja borgarstjóranum i Reykjavík við fallinn einræðisherra í Rúmeníu. Hins vegar eiga þessir aðilar eitt sameiginlegt — þeir hafa haft mikil völd. Og það er alkunna að of mikil völd leiða oft og tíðum til misbeit- ingar þeirra og hvers kyns spillingar. Og eftir þvi sem menn hafa verið ör- uggari með sig, því hálla verður þeim á svellinu. Lóðabrask í Reykjavík Það er opinbert leyndarmál að lóðabrask hefur viðgengist í Reykja- vík um langt skeið. Líta má á lóðir til einstaklinga og Alffeð Þorsteinsson. fyrirtækja sem nokkurs konar hlunn- indi til þeirra sem úthlutun fá, eink- um og sér í lagi ef lóðir eru vestan við Elliðaár. Hjá byggingameistur- um ganga slíkar lóðir kaupum og sölum. Sama má segja um fjölbýlis- húsalóðir þegar eflirspumin er miklu meiri en framboðið. Á þessu sviði hefur Sjálfstæðis- flokkurinn látið til sín taka. Skrif- stofa borgarverkfræðings hefúr verið eins konar fyrirgreiðslustofnun eða banki — og yfirbankastjóri lóða- bankans er sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík. Lóðabraskarar verðlaunaðir Á sl. ári kom upp allsérstætt mál í sambandi við lóðabrask sem tengdist einum af borgarfúlltrúum Sjálfstæð- isflokksins. Ekki einasta hafði við- komandi borgarfulltrúi fengið út- hlutað lóð fyrir fyrirtæki sitt á eftir- sóttum stað í borginni heldur hafði skipulagi verið breytt honum í hag og lóðinni úthlutað án auglýsingar. Til viðbótar gerðist það að viðkom- andi borgarfulltrúi seldi meginhluta reksturs fyrirtækis síns og lét hafa eftir sér í viðtali að nú hygðist hann snúa sér af fúllum krafti að borgar- málefúum. Forsenda lóðarúthlutunarinnar var þar með brostin og eðlilegast að borgarfulltrúinn skilaði lóðinni til baka. En það gerði hann ekki, enda taldi hann sig vera með mikil verð- mæti í höndum. Raunar er komið verðmætamat á lóðina síðan, því að síðar auglýsti Reykjavíkurborg mjög hliðstæða lóð til sölu og seldi hana á 14 milljónir króna fyrir utan gatna- gerðargjöld. I öllum siðuðum þjóðfélögum hefði viðkomandi borgarfulltrúi orðið að draga sig í hlé. En hinn sterki maður í Sjálfstæðisflokksins, borgarstjórinn Reykjavík, brást öðruvísi við. I stað þess að taka máiið föstum tök- um, ákvað hann að gera þetta lóða- brask að sínu rnáli og beitti sér síðar fyrir því að viðkomandi borgarfúll- trúi væri verðlaunaður með því að setja hann ofar á framboðslista flokksins. Bifreiðamál borgarstjóra Uppákomur af þessu tagi eru ekki traustvekjandi. En af því að of mikil völd hafa safnast á fáar hendur leyfa valdhafar sér ýmislegt sem þeir gerðu annars ekki. Bifreiðamál borgarstjóra eru dæmi- gerð að þessu leyti. Umfram alla ráðherrana, sem löngum hafa legið undir gagnrýni vegna bifreiðamála, eyrnamerkir borgarstjóri sér tvær bifreiðar til eigin nota. Enginn borg- arstjóri, fyrr eða síðar, hefúr leyft sér slíkan munað, enda hefúr núverandi borgarstjóri ekki getað gefið neinar haldbærar skýringar á þessu fram- ferði sinu. Reykvíkingar vilja gera vel við borgarstjóra sinn í launum og eðli- legum fríðindum. En í þessu máli hefur núverandi borgarstjóri orðið uppvís að dómgreindarleysi sem enginn í eigin flokki hefur þorað að benda honum á. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþyöubankínn hf Framhaldsaðalfundur í samræmi við ákvörðun aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankinn hf., sem haldinn var hinn 27. janúar s.l., er hér með boðað til framhaldsaðalfundar í félaginu, sem haldinn verður í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, sunnudaginn 29. apríl n.k. og hefst kl. 15.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar4.06 í samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðs- mönnum þeirra í íslandsbanka hf., Laugavegi 31,3. hæð, frá 25. apríl n.k. og á fundarstað. Ársreikningur félagsins ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggjafyrirfundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 20. apríl n.k. Reykjavík, 3. apríl 1990. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.