Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 29

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 29
Fimmtudagur 12. apríl 1990 Tíminn 29 r~ Lwnnoo i Mnr Fundir og viðtalstímar á Suðurfjörðum og Höfn Jón Kristjánss. Jón Kristjánsson alþingismaður verður til viðtals og situr fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið á Höfn og Suðurfjörðum sem hér segir: Þriðjudagur 17. apríl Setið fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið í kaffistofu Hraðfrystihúss- ins kl. 20.30. Miðvikudagur 18. apríl Viðtalstímar á skrifstofu Stöðvarhrepps (gamla bókasafnsherbergið) kl. 10-12. Á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík, kl. 14-16. Setið fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið í félagsmiðstöðinni, Djúpa- vogi, kl. 20.30. Fimmtudagur 19. apríl Viðtalstími á Hótel Höfn frá kl. 9-11. Allir velkomnir. Jón Kristjánsson Framsóknarfólk, Reykjanesi Ráðstefna til undirbúnings sveitarstjórnarkosningunum 1990 verður haldin þriðjudaginn 17. apríl n.k. kl. 20:00-23:30 í Félagsheimili Framsóknarf lokksins í Keflavík að Haf nargötu 62. DAGSKRÁ: Kl. 20:00-20:10 Kl. 20:10-20:30 Kl. 20:30-20:45 Kl. 20:45-21:30 Kl. 21:30-21:50 Kl. 21:50-22:30 Kl. 22:30-23:30 Setning Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Tekjustofnar sveitarfélaga - heilbrigðismál Jóhann Einvarðsson Verkaskipting - skolamal Níels Árni Lund Fyrirspurnir og almennar umræður KAFFIHLÉ Undirbúningur kosninganna Eiríkur Valsson Fyrirspurnir og almennar umræður Stjórn K.F.R. Ráðstefna um sveitastjórnarmál verður haldin á vegurn Framsóknarflokksins laugardaginn 28. apríl í Reykjavík. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið húsað Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547. Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Selfossi Keflavík Almennur fundur um kosningastarfið verður haldinn í félagsheimilinu, Hafnargötu 62, laugardaginn 14. apríl kl. 11. Allir velkomnir. Stjórnin REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Michael Landon, 53 ára, heldur sér ungum með lyftingum Margir muna enn eftir vinsælu sjónvarpsþáttunum „Húsið á slétt- unni“ og þá muna auðvitað allir eft- ir pabbanum á heimilinu, sem leik- inn var af Michael Landon. Pabbinn var bæði góður, sterkur og karl- mannlegur, og á nýjum myndum af leikaranum má sjá, að hann er enn hörkumyndarlegur. Michael Landon lék sem ungur maður í „Bonanza“-sjónvarpsþátt- unum, sem vom ffægir og gengu ár- um saman. Þar lék hann yngsta bróðurinn, hann „Litla Jóa“. Síðan em um 30 ár, en svo tóku við þætt- imir um „Húsið á sléttunni“. I nýlegu viðtali við Landon, segist hann vilja gefa mönnum góð ráð í sambandi við líkamsrækt. Það er um að gcra, segir hann, að venja sig ekki á að borða of mikið. Hann seg- ist ekki vera í megmnarkúr, en vera mjög vandlátur á, hvað hann láti of- an i sig, - og alls ekki vera að narta á milli mála. Michael er giftur konu, sem er töluvert yngri en hann. Hann segir um hana: „Konan mín, hún Cindy, er með heilsuræktardellu, og hún hefur alveg vanið mig af því að borða stórar steikur og sósur, en við borðum fisk, kjúklinga, ávexti og grænmeti. - En ég fæ að ráða því, að við borðum stundum „pasta“, því það er uppáhaldsmaturinn minn.“ En það em æfíngamar sem Micha- el leggur mikla áherslu á. „Auðvitað þýðir ekkert fyrir óvana að skella sér í erfiðar æfingar. Þeir þurfa þá góða leiðsögn og það er um að gera að fara hægt í sakimar í byijun.“ Sjálfur segist hann fara í æfinga- salinn um kl. 9 á morgnana og æfa lyftingar og þrekæfingar í tvo tíma. Michael segir að það sé um að gera að hafa fastar reglur við æf ingamar. Hann er sjálfur gott dæmi upp á það. „Ég fæ að ráða því að við borðum spagettí og pasta einstöku sinnum, því það er uppáhalds- maturinn minn,“ segir Michael.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.