Tíminn - 12.04.1990, Síða 30

Tíminn - 12.04.1990, Síða 30
30 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 Auglýsing frá félagsmálaráðuneytinu Félagsmálaráðuneytið hefur að ósk hlutaðeigandi sveitar- stjórna heimilað að almennar sveitarstjórnarkosningar fari fram 9. júní 1990 í eftirtöldum sveitarfélögum: Skorradalshreppur, Lundarreykjadalshreppur, Norðurárdalshreppur, Hvítársíðuhreppur, Stafholtstungnahreppur, Miklaholtshreppur, Skógar- strandarhreppur, Hörðudalshreppur, Haukadalshreppur, Hvammshrepp- ur, Fellsstrandarhreppur, Skarðshreppur, Dalasýslu, Saurbæjarhreppur, Dalasýslu, Rauðasandshreppur, Mýrahreppur, Vestur-ísafjarðarsýslu, ögurhreppur, Reykjarfjarðarhreppur, Nauteyrarhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Kirkjubólshreppur, Fellshreppur, Strandasýslu, Óspakseyrarhreppur, Bæjarhreppur, Strandasýslu, Staðarhreppur, Vest- ur-Húnavatnssýslu, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þorkelshólshreppur, Sveinsstaðahreppur, Skaga- hreppur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Skagafjarðarsýslu, Lýt- ingsstaðahreppur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur, Hálshreppur, Bárð- dælahreppur, Reykdælahreppur, Öxarfjarðarhreppur, Presthólahreppur, Svalbarðshreppur, Hlíðarhreppur, Jökuldalshreppur, Fljótsdalshreppur, Tunguhreppur, Skriðdalshreppur, Mjóafjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðar- hreppur, Geithellnahreppur. í öðrum sveitarfélögum en ofantöldum skulu kosningar til sveitarstjórna fara fram 26. maí 1990. Dagsetningar vegna sveitarstjórnarkosninga 9. júní 1990 Kjörskrá skal hafa verið lögð fram eigi síðar en...........8. apríl Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi með 300 íbúa eða færri berist oddvita (yfir)kjörstjórnar, bréflega, eigi síðar en.27. apríl Sveitarstjórnarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal tilkynna (yf- ir)kjörstjórn þá ákvörðun sína eigi síðar en ............5. maí Kjörskrá skal liggja frammi til og með...................6. maí Framboðsfrestur rennur út..................................11. maí Framlengdur framboðsfrestur, ef aðeins kemur fram einn listi, rennur út ................................13. maí (Yfir)kjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist.................14. apríl Kærufrestur tii sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út..25. maí Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá eigi síðar en . 28. maí Sveitarstjórn boðar fund til afgreiðslu á kærum fyrir......29. maí Sveitarstjórn úrskurðar kærur og undirritar kjörskrá eigi síðar en . 1. júní (Yfir)kjörstjórn auglýsir, hvenær kjörfundur hefst fyrir... 6. júní Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi, svo og hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir. Kjörstjórn tilkynni (oddvita yfirkjörstjórnar, svo og) hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og dómur er genginn. (Yfir)kjörstjórn augiýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrirvara á undan kosningum. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. (Yfir)kjörstjórn setur notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni, þegar kosning er óbundin. Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni eða bæjarfógeta innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. (Yfir)kjörstjórn eyðir innsigluðum kjörseðlum að kærufresti loknum eða að fullnaðarúrskurði uppkveðnum hafi kosning verið kærð þegar kosning er óbundin, sbr. 19. Félagsmálaráðuneytið, 10. apríl 1990. r TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fYrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 /---------------------\ Gói rái eru til ai fara eftir þeim! Eftireinn -ei aki neinn Drengjalandslið islands Evrópumeistaramót drengja í körfuknattleik: sigur á Belgum íslenska drengjalandsliðið í körfu- knattleik byrjaði glæsilega á Evrópu- meistaramóti drengjalandsliða með glæsilegum sigri í hörkuspennandi leik, 91-89 eftir að staðan í halfleik hafði verið 59-45 okkar mönnum í vil. Islenska liðið var mun betri aðilinn í leiknum og leit lengi út fyrir ömggan Islandssigur, eða allt fram í miðjan síðari hálfleik. Þá höfðu Belgar náð að saxa verulega á forskot islenska liðsins og komast einu stigi yfir 68-69. Belgar voru yfir allt þar til um þijár mínútur vom eftir en þá náði ffostpinnamir að jafna metinn og þegar um fimm sek- úndur vora eftir náði Nökkvi Jónsson að skora sigurkörfúna. Þessi íslenski sigur verður að teljast góð frétt fyrir íslenskan körfubolta, þar sem Belgar hafa góðu körfubolta- liði á skipa. Meðalhæð Belgíska liðs- ins er um 1,98, en þess íslenska að- eins 1,88. Þá hafa Belgamir þijá leik- menn yfir tvo metra og er sá stærsti 2,07. Það skemmir ekki fyrir strákun- um okkar að Belgamir hafa undanfar- ið verið að ná ágætis árangri, unnu m.a. Svía og V-Þjóðverja með 30 stiga mun, en þetta gerir aðeins okkar sigur mun sætari. Stig íslenska liðsins: Jón Amar Ing- varsson 28, Nökkvi Már Jónsson 17, Hjörtur Harðarsson 12, Birgir Guð- finnsson 7 og Aðalsteinn Jóhannsson 7. Orgelhátíð í Hallgrímskirkju Um þessar mundir er að hefjast fjársöfnun fyrir konsertorgeli í Hallgrímskirkju en kaup hafa verið gerð á því í KJaiserverksmiðjunum f Bonn. Ef vel gengur gæti orgelið verið uppsett um mitt ár 1992. Orgelið hefur 72 raddir og verður stærsta og fullkomnasta orgel hér á landi. Margir hafa lagt hönd á plóginn og gefið góðar gjafir í orgelsjóð, m.a. hefur borgarstjóm Reykjavík- ur ákveðið að veita ffamlag til org- elkaupanna, kr. 15 millj., á næstu þremur ámm. Allar gjafir og ffam- lög skal þakkað fyrir af heilum hug. Séra Hallgrímur Pétursson er í vitund þjóðarinnar í fremstu röð, bæði sem skáld, trúmaður og and- ans jöfur, og frá Passíusálmum hans hafa þeir hljómar borist sem vermt hafa íslenska þjóð í aldanna rás og tónar þeirra hafa fyllt allar kirkjur þessa lands og borist inn á hvert heimili. Það er rétt, sem séra Matthías segir: „Hér er guðlegt skáld, sem svo vel söng, að sólin skein í gegn- um dauðans göng.“ Það er því full ástæða til að sú kirkja sem ber nafn Hallgríms eignist þá hljóma og tóna, þann söng sem honum ber, það orgel sem hæfir kirkjunni hans og þeim Drottni sem hann kvað um. Þá er það og víst að orgelið verður mikil lyftistöng fyrir kirkju- tónlist í landinu og allt tónlistarlíf. I orgelinu verða 5200 hljómpípur. Sú hugmynd kom fram að fólki yrði gefinn kostur á að kaupa org- elpípu og gefa kirkjunni, þannig að margir ættu sinn tón í orgelinu. Fjársöfnunin hefst formlega laug- ardaginn fyrir páska, en þann dag verður orgelhátíð í Hallgríms- kirkju, m.ö.o. samfelldur tónlistar- flutningur frá morgni til kvölds. Þar koma ffam margir orgelleikar- ar, kirkjukórar, einsöngvarar og tónlistarmenn. Þessi dagskrá verð- ur kynnt í fjölmiðlum. Veitingar verða á boðstólum o.m.fl. Við, sem stöndum að Hallgríms- kirkju, vonum að fólk fjölmenni og njóti hátíðarinnar og styrki málefn- ið, m.ö.o. gefi orgelpípu. Gleðilega páskahátíð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.