Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 32

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMAR 1 0 0 0 Cð (D ■ ■ 686300 | RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 ^ginnál eru okKarfm’ VERÐBRÉFAVIBSKII>ri SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688S68 PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON-NEWYORK-STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíniinn FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Grófst undan innsiglingarvita í Hornafjarðarósi: Kanna aðgerðir til að flýta upphleðslu Einn af innsiglingarvitum í Homafjarðarósi féll um koll í brim- róti í fýrrinótt Viti þessi var staðsettur á Suðurfjörutanga og er sem stendur varhugavert að sigla um ósinn fýrir ókunnuga og þá sérstaklega í myrkri. Nú er verið að skoða möguleika á að flýta fyrir upphleðslu Suðurfjörutanga. „Þetta er hluti af þeim hræringum sem hafa verið að gerast þama. Und- anfarið hefur grafið mikið frá hon- um, þannig að við áttum von á að þetta gæti gerst,“ sagði Hallgrímur Guðmundsson, bæjarstjóri á Höíh, í samtali við Tímann. Á undanfomum dögum, vikum og jafnvel mánuðum hafa miklar breytingar átt sér stað í ósnum. Suðurfjaran, þar sem vitinn stóð, hefur farið í sundur á um 3 til 400 metra kafla, eða frá vitanum langleiðina að Hvanney, en Suður- fjaran ver höfnina fyrir suðvestan átt. Á sama tíma hefur Austurfjörutangi, sem gengur þvert á Suðurfjöru, hlaupið fram og þrengir hann inn- siglinguna fyrir stærri skip. Þegar skarðið kom í Suðurfjöru grófst tölu- vert frá vitanum og hefur hann staðið strípaður í nokkra daga, sem síðan leiddi til þess að undan honum grófst í fyrrinótt. Á undanfömum vikum og mánuð- um hefur mikið af sandi borist inn í ósinn, sem valdið hefur vandræðum með siglingar um hann. Að sögn Hallgríms em náttúruöflin þeim affur FRmnnmB vmtiiKi i / Afþessum jeppa hafa íslend-. . I ingar mjög mikla og góða reynslu bæði sem fyrirtaks - ' fjölskyldu- og ferðabíl og öflugum vinnuþjark. • x Nú eiga bændur og rekstrar-. x aðilar kost á þvíað draga virð- \ isaukaskattinn frá bílverði. s* • \ " \ • • \ N Tö kum gamla bílinn upp ínýjan og semjum um eftirstöðvar. \ \ I ' — Opið laugardaga frá kl. 10-14. \ . . \ * . \ \ Verúlisti IHBH Staðgr.verð 1300 SAFÍR4G.........371.269,- 1500 STATI0N 4G......424.932,- 1500 STATI0N LUX 5G..461.292,- 1600 LUX5G...........454.992,- * 1500 SAMARA 5G, 3D..490.485,- ‘1500 SAMARA 5G, 5D...518.524,- 1600 SP0RT 4G........661.620,- 1600 SP0RT 5G........723.289,- *„Metallic“ litir kr. 11.000,- Ofangreint verð er miðað við að bifreiðornar séu ryðvarðar og tilbún- ar til skróningar. Innifalin er einnig 6 óra ryðvarnaróbyrgð samkvæmt skilmðlum ryðvarnarstöðvar. T / jlMlL/ Ármúla 13 ■ 108 Oayltjavík ■ sími 31236 - 681200 hagstæð þegar árstíminn breytist og þá grafa fljótin sandinn út á ný. „Þetta er nú bara náttúrufarið sem yfirleitt er í jafnvægi, en svo gerist eitthvað sem enginn maður veit ná- kvæmlega, þannig að jafnvægið raskast,“ sagði Hallgrímur. Aðspurð- ur sagði Hallgrímur að mjög baga- legt væri að sigla um ósinn eftir að vitinn fór. „Það gerið það að verkum að varhugavert og nánast óhugsandi er að taka skip inn í náttmyrkri, nema brýn nauðsyn sé. Að degi til gerir þetta minna til og fyrir heima- báta skiptir þetta ekki svo verulegu máli í styttri tíma,“ sagði Hallgrimur. Vita- og hafnarmál hafa verið að skoða hvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir svo miklar breyting- ar í ósnum. Hallgrímur sagði að mannshöndin gæti lítið gert nema vita hvað æðri máttarvöld væru að aðhafast, þannig að rannsaka yrði betur hvað væri að gerast. Hallgrím- ur sagði að búið væri að ákveða það að fara út í slíka rannsóknaráætlun. „Miðað við þá atburði sem verið hafa að gerast hér síðustu vikur þá er verið að kanna möguleika á því að flýta rannsóknunum. Á grundvelli þeirra verður lagt til hvaða varanlegu framkvæmdir farið verður út í,“ sagði Hallgrímur. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir varanlegum vamargörðum, en spumingin er hvar eiga þeir að. liggja og hvemig eiga þeir að vera gerðir. Hallgrímur sagði að nú væri verið að skoða hvort grípa þyrfti til bráðaaðgerða sem koma þyrfhi til ÍTamkvæmda á næstu dögum, vikum eða mánuðum. Bráðaaðgerðimar sem verið er að skoða í dag er hvernig flýta megi fyrir upphleðslu Suðurfjörutanga, þar sem hann er í sundur. Helst er talið að nota megi dýpkunarskip sem taki efni sem komið hefur í rennuna, sigli með það út fyrir Suðurfjömna og sleppi efninu þar. Sumaraldan verði síðan látin sjá um að kasta því á land og byggja Suðurfjörutangann upp að nýju. „Þama er verið að veðja á gott veður. Um leið og vorveður kemur þá byggist þetta upp, en spumingin er hversu hratt það geng- ur. Tanginn þarf að vera kominn í mjög gott ástand fýrir næsta vetur, því vetrarveðrið byijar síðan afhir að brjóta þetta niður," sagði Hallgrimur. Togari kom til hafhar í fyrradag og var jafnvel talið, vegna hafrótsins í fyrrinótt, að hann kæmist ekki út á ný. Hallgrímur gerði lítið úr því og sagði að ástand óssins gæti batnað á jafhskömmum tíma og það versnaði. „Með heppilegu sjávarfalli og kring- umstæðum, þá getur ósinn breyst til hins betra á tveim til þrem dögum,“ sagði Hallgrimur. —ABÓ Forseti Islands sextugur 15. apríl: RÍKISSTJÓRNIN BÝÐUR í VEISLU Ríkisstjóm íslands efnir til síð- degisboðs að Hótel Sögu laugardag- inn 14. apríl 1990 til heiðurs forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, í tilefni af sextugsafmæli hennar 15. apríl næstkomandi. Frá klukkan 16:00-17:30 er hófið öllum opið meðan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.