Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 18. apríl 1990 mm Um 70 dvalar- og hjúkrunarheimili í landinu fyrir um 3.150 manns: Oldrunarstofnamr fæstar í Reykjavík Um 70 dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða voru starfrækt í landinu um síðustu áramót með rými fýrir um 3.150 manns, þar af rúmlega 1.310 á elli/dvalarheimilum og nær 1.840 á hjúkrunarstofnunum, auk síðan 290 rýma í dagvistun aldraðra. Alls rúma þessar stofnanir um 19% Islendinga sem náð hafa 70 ára aldri, en um 30% ef miðað væri við 75 ára aldursmörk. Athygli vckur að rými á öldrunar- stofnunum era hlutfallslega lang fæst í Reykjavík, þ.e. þegar miðað er við fjölda aldraðra. Vakin skal athygli á að íbúðir aldraðra, sem byggðar hafa verð í hundraðatali á undanfomum ár- um, era ekki taldar til öldrunarstofn- ana. Öldrunarstofnanir í landinu, 69 tals- ins, era taldar upp í nýju fréttabréfi Tryggingarstofnunar ríkisins. Margar þeirra era í raun tvær aðskildar stofn- anir, þ.e. annars vegar dvalarheimili og hins vegar hjúkrunarheimili. Is- lendingar 70 ára og eldri voru um 18.240 um s.l. áramót, þar af um 11.520 manns 75 ára og eldri. Hjúkr- unardeildimar (um 1.840 rúm) rúma því um 16% þeirra sem náð hafa 75 ár aldri. Miðað við fjölda aldraðra í hverju kjördæmi landsins er hlutfall stofn- anarýmis hæst á Suðurlandi, en þó líklega hæst í raun á Vesturlandi (þar sem það cr t.d. allt að tvöfalt meira en í Reykjavík). Öldrunarstofnanir þar rúma meira en fjórðung sjötugra og eldri en nær 40% ef miðað væri við 75 ára aldursmarkið. Þessi hlutföll era einnig há á Norðurlandi. Stofnana- rými er þar fyrir vel yfir íjórðung (21,4%) miðað við 70 ára aldur, en rúmlega þriðjung miðað við 75 ára fólk og eldra. I Reykjavík era stofnanarými fyrir aldraða hins vegar hlutfallslega lang fæst, eða fyrir um 13% íbúa 70 ára og eldri og um 20% ef miðað væri við hærri aldursmörkin. Þótt litið væri á höfúðborgarsvæðið sem heild, og öll pláss í Asi/Asbyrgi í Hveragerði og Kumbaravogi við Stokkseyri talin með stofnanarými á höfuðborgar- svæðinu verður fjöldi rýma þar eigi að siður hlutfallslega töluvert lægri en í öðram kjördæmum landsins. Rými á öldrunarstofnunum skiptast þannig eftir kjördæmum: Hérað: Dvalarh. Hjúkr.heim. Reykjavík 418 695 Reykjanes 103 364 Vesturland 158 100 Vestfirðir 16 88 Nl.-vestra 47 152 Nl.-eystra 225 199 Austurland 62 103 Suðurland 283 135 Alls: 1 .312 1.836 Það vekur m.a. athygli hve hlutfalls- leg skipting rýma milli dvalarheimila og hjúkranarheimila er mismunandi milli héraða. A Vestfjörðum eru hjúkranarrými era t.d. fimmfalt fleiri en rúm á dvalarheimilum. A Vestur- landi era rými á dvalarheimilum affur á móti miklu fleiri en hin. Miðað við fjölda aldraðra eru hjúkrunarrými lang flest á Norðurlandi vestanverðu (öll á fjórum sjúkrahúsum í héraðinu) t.d. hlutfallslega um tvöfalt fleiri held- ur en í Reykjavík. - HEI Eyjahreppur á Snæfellsnesi: Útigengnir gemlingar óvenjulega þriflegir Eftir kvöldmatinn á annan dag páska sást til kinda frá Bænum Hrútsholti í Eyjahreppi og vora þær við rætur Hafurfells sem er (ýrir ofan bæinn. Fóru bræðurnir Magnús og Helgi Guðjónssynir, bændur í Hrútsholti til fjalls og handsömuðu kindumar sem reyndust vera þrír gemlingar, útigengnir frá nýbökuðum hrepp- stjóra, Halldóri Jónssyni á Þverá. Eru gemlingarnir mjög vel á sig komnir og hefðu í eina tíð verið taldir vel fram gengnir af húsi. Var ull farin að losna frá hálsi og talsvert homahlaup. Þykir með ólíkindum að svo skuli vera nú þegar þessi tími er kominn. Annars er bærilegt héðan af sunnan verðu Snæfelisnesi, veturinn búinn að vera bæði langur og leiðinlegur, þó ekki mjög snjóþungur, en afar umhleypingasamur og er jörð mikið til hvít hér um slóðir. - Fréttaritari Akæra qefin út í tengslum við gjaldþrot Töggs Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur fynv. stjómarformanni Töggs hf. tveimur öðram sh’ómarmönnum, einum starfs- manni fyrirtækisins og lögffæðingi þess. Einnig hefúr saksóknari gefið ákæra á hendur tveimur starfsmönnum SPRON, sem var vióskiptabankj Töggs hf. Töggir fiafði umboð fyrir Saab bifreiöar. Akært er vegna skilasvika á greiðslu- stöðvuruutímabili fyrirtækisins sem stóð yfirsíðustu mánuði ársins 1987 og höföu í för með sér meinta mismunum svo bankinn fékk greiddar skuldir umfram aðra lánadrottna fyrirtækisins. Akæran á hendur stjómarformanni, stjómarmönn- um og lögmanni fyrirtækisins er tyrir fjárdrátt og fjársvik. Málið cr nú fyrir Sakadómi Rcykjavík- ur. Tímanum hefur borist yfirlýsing frá stjóm SPRON vegna þcssa máls og týlg- irhúnhéráeftir. 1. Viðskiptin sem ákant er vegna voru með þeim hætti að sparisjóðurinn keypti af Tögg hf. viðskiptavixla og viðskipta- bréf sem Töggur hf. ábyrgðist en þriðji aðili var jafnan skuldari kröfunnar. Jafn- framt leysti fýrirtækið til sín viðskipta- skjöl fýrir lægri fjárhæðir sem áður höföu verið kcypt en vora í vanskilum. Hér er um hefðbundnar viðskiptavenjur að ræða,- eins og tekið er ftam í ákæruskjali, og var þeim haldið áfram óbreyttum á greiðslustöðvunartimabili Töggs hf. Vildi sparisjóðurinn þannig stuðla að þvi að rekstur fyrirtækisins kæmist á réttan kjöl, cnda hlýtur það að vera tilgangurinn með veitingu heimildar til greiðslustöðvunar. 2. Stjóm sparisjóðsins telur fráleitt að starfsmcnn sjóðsins hafi með þessum hætri gerst sekir um refsiveiðan verknað og að viðskiptin hafi verið ívilnimdi fyrir sparisjóðinn eins og gefið cr í skyn í ákæruskjali. Á tímabili grciðslustöðvuntu- jók sparisjóðurinn þvert á móti fyrir- grciðslu við Tögg hf. og þar með einnig áhættusína. 3. Undirstrika verður að sparisjóðurinn haföi við upphaf grciðslustöðvunar full- nægjandi veðtryggingar fyrir skuldum og ábyigðum Töggs hf. 4. Stjóm sparisjóðsins telur ákaauna á hendur starfsmönnum sparisjóðsins byggða á algeram misskilningi á eðli þessara viðskipta og á stöðu trygginga (ýrir skuldbindingum Töggs hf. Er þá einnig undirstrikað að þrotabú Töggs hf. hefur ekki séð ástaföu til að leita riflunar á þeim geiðum sem ákæruvaldið telur vera ívilnandi fyrir sparisjóðinn. 5. Stjómin harmar að ákærunni á starfs- menn sparisjóðsins skuli blandað saman við ákæra á stjómendur fyrirtækis sem ákanðir era fyrir allt aðrar sakir. Stjómin lýsir fullu trausti á þá starfs- menn sparisjóðsins sem sætt hafa ákær- unni og telur að þeir hafi í hvívetna staðið eðlilega og vel að þeim málum sem ákæruatriðið fjallar um. Dalvík: Listi framsóknar- og vinstrimanna Lagður hefúr verið fram listi Fram- sóknarfélags Dalvíkur og vinstri manna fyrir bæjarstjómarkosningam- ar 26. maí nk. Listann skipa: 1. Valdimar Bragason útgerðarstjóri 2. Guðlaug Bjömsdóttir bankastarfs- maður 3. Rafn Ambjömsson fijótæknir 4. Einar Amgrímsson málarameist- ari 5. Inga Ingimarsdóttir snyrtifræðing- ur 6. Símon Páll Steinsson skipstjóri 7. Helga Eiríksdóttir bankastarfs- maður 8. Kristmann Kristmannsson verk- stjóri 9. Guðrún Skarphéðinsdóttir verka- kona 10. Jóhannes Hafsteinsson vélvirki 11. Hulda Þórsdóttir sjúkraliði 12. Hilmar Guðmundsson nemi 13. Sæmundur E. Andersen skrif- stofumaður 14. Kristinn Jónsson bifvélavirki. hiá — Akureyri Ríkisstjómin gaf frú Vigdísi Finnbogadóttur silfurlíkan af Bessastaðastofu. Hér má sjá Pál Oddgeirsson gullsmið, sem smíðaði líkanið sýna þeim mæðgum, Vigdísi og Ástríði það. Halldór Ásgrímsson starfandi forsætisráðherra fylgist með. Timamynd Pjetur Forsetinn sextugur Á páskadag, 15. apríl, varð frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti Islands, sextug. Af því tilefni bárast henni margar góðar kveðjur og gjafir. Ríkisstjóm íslands hélt forsetanum afmælisboð að Hótel Sögu 14. apr- íl. Þar gafst þjóðinni kostur á að heilsa upp á forseta sinn og óska honum til hamingju með daginn. Fjölmargir nýttu sér þetta tækifæri. Frú Vigdís er nú í opinberri heim- sókn í Danmörku, en Margrét Danadrottning varð fimmtug 16. apríl. -EÓ Fjöldi fólks heilsaði frú Vigdísi í afmælisboðinu á Hótel Sögu. Tímamynd Pjetur Bjarni í þriöja sætið Bjami P. Magnússon, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, hefur ákveðið að taka þriðja sætið á lista Nýs vett- vangs fyrir komandi borgarstjómar- kosningar. Eftir að úrslit prófkjörs Nýs vettvangs lágu fýrir lýsti Bjami P. yfir óánægju sinni með útkomu félaga í Alþýðuflokknum í prófkjör- inu og sagði óvíst hvort hann yrði á lista samtakanna. í yfirlýsingu sem Bjami hefur sent frá sér gagnrýnir hann formann og varaformann Alþýðufiokksins og segir að þau hafi unnið gegn fulltrú- um Alþýðuflokksins í prófkjörinu. Þessu hefúr Jón Baldvin Hannibals- son vísað á bug. Bjami segir að úr- slit prófkjörsins hafi verið sér mikil vonbrigði, en aðeins einn af átta efstu mönnunt á lista Nýs vettvangs er félagi í Alþýðuflokknum. Orðrétt segir Bjarni: „Þrátt fyrir laka útkomu fulltrúa Alþýðuflokks- ins í prófkjörinu er það trú mín að meirihluti fiokksmanna vilji að flókkurinn standi heill og óskiptur að Nýjum vettvangi og að flokks- menn vilji vinna að því af heilindum og festu að sigur vinnist í vor.“ -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.