Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. apríl 1990 Tíminn 5 Fulltrúum Norðurlandaráðs meinað að sækja heim Lithauga, „vegna ótryggs ástands“: Hætt við opinbera heim- sókn til Sovétríkjanna Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs, ákvað í gær að höfðu samráði við fulltrúa í forsætisnefnd ráðsins að hætta við fyrirhugaða heimsókn sendinefndar frá Norðurlandaráði til Æðsta ráðs Sovétríkjanna og Eystra- saltsríkjanna. Ástæðan er sú tilkynning Sovétmanna að ekki geti orðið af heimsókn nefndarinnar til Lithauga- lands. Fyrirhugað var að sjö manna sendinefnd Norðurlandaráðs undir forsæti Páls legði af stað í umrædda ferð þann 10. næsta mánaðar. Ferð- inni hefur verið aflýst og nú er talið ólíklegt að hún verði nokkurn tíma farin. „Málið er það að okkur barst bréf frá formanni utanríkisnefndar Æðsta ráðsins á mánudagskvöld, þar sem því var fagnað að við værum á leiðinni til Sovétríkjanna, en tekið fram að ekki gæti orðið af heimsókn til Litháen nú vegna þess ástands sem ríkti þar,“ sagði Páll í samtali við Tímann í gær. „Úr því að Sovétmenn vilja ekki hleypa okkur þangað sáum við ekki ástæðu til þess að vera að heimsækja þá. Það var ekki um annað að gera úr því þeir láta svona. Norðurlandaráð vill að sjálfsögðu stuðla að friðsamlegri lausn þeirra deilna sem þarna eru uppi. Við leggjum höfuðáherslu á að þessi ágreiningur verði leystur við samn- ingaborðið. Við höfum fullan skiln- ing á sjálfsákvörðunarrétti þjóða og þeir sem tala fyrir munn Litháa núna séu rétt kjörnir fulltrúar sinnar þjóðar. Óskir þeirra um sjálfstæði ber að virða, þó það taki einhvern tíma að ná bindandi samkomulagi við Sovétmenn þar um. Það er líka mikilvægt að raska ekki hinni merki- legu þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum undir forystu Gorbatsjof og að gera ekki neitt sem veikir stöðu þeirra manna í Sovét- ríkjunum sem vilja stuðla að frið- samlegri sambúð þjóða.“ Aðspurður um hvert yrði fram- hald málsins sagði Páll að boltinn Páll Pétursson, forseti Norðurlanda- ráðs. lægi nú hjá stjórnvöldum í Sovétríkj- unum en beðið væri eftir svari frá þeim. Erindi Sovétmanna hefði hins vegar ekki komið sér á óvart. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna og ann- ar fulltrúa Islands í forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur í framhaldi af þessu máli sent inn erindi til formanns Norðurlandaráðs, Páls Péturssonar, þar sem hann stingur upp á að kannaður verði vilji forsæt- isnefndarinnar til þess að senda fulltrúa beint og milliliðalaust til Lithaugalands. Yrði þá sótt um vegabréfsáritun til stjórnvalda í Lit- haugalandi. „Hugmynd Ólafs er fyrst og fremst að erta Rússa og reyna að slá sér upp í leiðinni,“ sagði Páll. -ÁG Bændur á Austurlandi og yfirvöld landbúnaðarmála funda um hvort farga ^kuli fjórtán þúsund ám eða ekki: Akvðrðun verður að taka strax Ákvörðun um hvort farið verður út í að skera niður allt sauðfé á svæðinu milli Lagarfljóts og Jökulsár á Brú verður að öllum líkindum tekin í dag. Bændur á svæðinu áttu tvo fundi með fulltrúum Sauðfjár- veikivarna á laugardag þar sem fram kom að mikil meirihluti heima- manna er því hlynntur að skorið verði niður. Fundirnir voru haldnir í Fellabæ og á Fljótsdal. Á öðrum þeirra var samþykkt samhljóða að ganga ætti til samninga við ríkið um samfelldan niðurskurð en á seinni fundinum var um þriðjungur fundarmanna mót- fallinn niðurskurði. Ekki hefur enn borist neitt tilboð til bænda frá ríkinu vegna þessa máls en ríkis- stjómin fól landbúnaðarráðherra fyrir páska að ganga til viðræðna við bændur um niðurskurð. Þá hefur ekki verið ákveðið hvernig aðgerð- irnar verða fjármagnaðar ef af þeim verður. Aðalsteinn Jónsson, formaður stjórnar Búnaðarfélags Austur- lands, sagði í samtali við Tímann í gær að ekki lægi neitt fyrir um hvort af niðurskurði yrði eða ekki. Hins vegar þurfi að taka af skarið mjög fljótlega og helst í dag, í ljósi þess að fljótlega þurfa bændur að panta áburð og aðrar rekstrarvörur fyrir sumarið. Aðalsteinn segist líta svo á að ákvörðun um málið verði tekin í samráði fjárskiptanefnda á svæðinu, búnaðarfélagsins og landbúnaðar- ráðuneytisins. Ef skorið verður niður á umræddu svæði verður það stærsti samfelldi niðurskurður sem framkvæmdur hefur verið hingað til. Um er að ræða 55 býli og samtals 13.400 fjár. Þar af hefur þegar verið ákveðið að skera rúmlega eitt þúsund fjár og ef ekki nást samningar verður gengið í að aflífa féð áður en sauðburður hefst. Á um 30 af 55 bæjum hefur verið skorið niður áður og eru við- komandi bændur ýmist fjárlausir eða búnir að taka fé aftur. Því til viðbótar eru uppi grunsemdir um að á 12 bæjum sé riðuveikismit til staðar. Áður hefur sauðfé verið skorið niður í nokkrum áföngum á svæðinu frá Lagarfljóti suður í Reyðarfjarð- arbotn. Sauðfé á því svæði var álíka margt og rætt er um að skera niður í einu lagi núna. -ÁG Aukatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar: Amerísk söngleikjatónlist Tónlist úr amerískum söngleikj- um verður viðfangsefni Sinfóníu- hljómsveitar íslands á aukatónleik- um hljómsveitarinnar n.k. föstudag, 20. apríl í Háskólabíói. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 Verk verða flutt eftir John Wil- liams, Aaron Copland, Leonard Bemstein, Lemer og Loewe, Eric Knight, Rodgers og Hammerstein, Cole Porter og Leigh og Hayman. Meðal annars verða flutt verk úr My Fair Lady, Kiss me Kate, Gigi, Carouseile og The Cowboys. Einsöngvarar verða bandarísku söngvaranir Ann Gresham, sópran og James Javore, baritón. Ráöstefna Félags íslenskra sjúkraþjálfara um heilbrigðismál: Frá getnaði til grafar Félag íslenskra sjúkraþjálfara efnir til ráðstefnu um heilbrigðis- mál dagana 20. til 21. apríl nk. undir yfirskriftinni, „Heilbrigði frá getnaði til grafar". Á ráðstefnunni verður fjallað um heilbrigði og fyrirbyggjandi aðgerðir í anda Al- þjóða-heilbrigðisstofnunarinnar um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Ráðstefnan verður haldin í Borgar- túni 6. Fjölmargir fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni um efni er snertir alla íslendinga á einn eða annan hátt. Meðal þess sem fjallað verður um eru slitsjúkdómar í atvinnulífinu og gildi þess að til- einka sér réttar vinnustellingar, auk þess sem fjallað verður um neysluvenjur, mataræði og reyk- ingar. Seinni ráðstefnudaginn verður barnið í brennidepli en þann dag verða fluttir fyrirlestrar um ungbarnið og foreldrafræðslu. Auk þess verða fyrirlestrar um íþróttir, bæði innan skólakerfisins og í íþróttafélögunum. Félag íslenskra sjúkraþjálfara er fimmtugt um þessar mundir og er ráðstefnan liður f fjölþættu fræðsluátaki tengdu afmæli félags- ins. -ABÓ Aðalfundur Samvinnubankans Aöalfundar Samvinnubanka íslands h.f., veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 27. apríl 1990 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans fyrir sl. starfsár. 2. Lagöir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir sl. reikningsár. 3. Lögö fram tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil. 4. Önnur mál sem tilkynnt hafa veriö bankaráði meö löglegum fyrirvara, sbr. 69. gr. hlutafélagalaga. 5. Kosning bankaráös. 6. Kosning endurskoöenda. 7. Ákvöröun um þóknun til bankaráös og endurskoðenda. 8. Ákvöröun um greiöslu arös. 9. Önnur mál. Gert er ráö fyrir aö lögö veröi fram tillaga um sameiningu Samvinnubanka íslands hf. viö Landsbanka íslands, samanber 4. dagskrárliö hér aö framan. Veröi tillagan samþykkt falla dagsskrárliöir 5 - 8 sjálfkrafa niöur. Aögöngumiöar og atkvæðaseðlar til fundarins veröa afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.