Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18. apríl 1990 Tíminn 7 AÐ UTAN Austur-Þjóðverjar á faraldsfæti Austur-Þjóðverjar fagna nýfengnu ferðafrelsi og þyrpast nú hver sem betur getur í ódýrar ferðir til Vesturlanda. Ekki þætti öllum vestrænum ferðamönnum mikið til þægindanna koma, enda eru austur- þýskir flestir með lítinn vestrænan gjaldeyri milli handanna. Der Spiegel fylgdist með einum slíkum ferða- mannahópi sem brá sér í helgarferð til Parísar. „Skítugra hér en heima“ Út af kafTihúsunum berst ilmur af kaffi, nýbökuðu brauði og svörtu tóbaki. Vindurinn feykir pappírs- sneplum yfir steinlagðar götumar, í rennusteininum hefur saíhast saman úrgangur næturinnar, rónamir depla augum gegn morgunsólinni. En ferðalangamir sem stíga upp í tvílyfta strætisvagninn á þessum laugardagsmorgni hafa lítið auga fyrir þessum unaði. „Það er skítugra hér en heima,“ segir bankadama frá Erfurt. „Ég hafði ekki ímyndað mér að þetta liti svona út.“ Parísarferðir uppseldar til maíloka Alger tilviljun réði því að þessi kona er komin í ferðaskrifstofufag- ið. Þegar hún var í heimsókn hjá ætt- ingjum í Nordrhein-Westfalen negldu ferðaskrifstofumennimir Manfred Welter og Wolfgang Willms hana niður. Síðan hefur þessi ffamtakssama kona sett á fót litla ferðaskrifstofu í Erfurt og nú ganga viðskiptin svo vel að hún verður að fá son sinn og eiginmann til liðs við sig. „Þetta er eins og vit- leysingahæli,“ stynur hún. „Parísar- ferðir em uppseldar til maíloka.“ Eftir að hafa dúsað á bak við múr og gaddavír í 40 ár em borgarar Austur-Þýskalands nú á faraldsfæti. Samkvæmt sameiginlegri könnun Ferðamálastofnunar Freiep Uni- versitat í Berlín og Samgöngumála- skólans í Dresden einkennast austur- þýskir borgarar af áköfum ferðaáhuga. 83,3% sextán milljón- anna sem þar búa ætla að ferðast til Vestur-Þýskalands á þessu ári, 66,6% áætla a.m.k. smáfrí í ein- hveiju landi sem ekki hefur lotið kommúnistastjóm. Vestur-þýskar ferðaskrifstofur bjóða ffarn langferðabílaflota sína til að sjá til þess að þetta ferðaglaða fólk fari rétta leið. Ferðaskrifstofa í Traunstein hafa komið umboðs- manni sínum fyrir í hjólhýsi við jámbrautarstöðina Dresden-Neust- adt og þar er alltaf biðröð. Fyrstu ferðimar tvær til Austurrík- is og Efra Bæjaralands, sem kosta hvor um sig 99 vestur-þýsk mörk með gistingu og morgunverði vom uppseldar áður en vika var liðin. Helgina þar á eftir stóðu 33 rútubílar í miðborg Dresden tilbúnir til að flytja farþega í Alpaferð. Feröahungriö geysimikiö Ferðafólkið austur-þýska hlakkar til borgarferðanna í Munchen eða þegar stansað er til að virða fyrir sér útsýnið í Zillertal, eins og smáböm við jólatréð, segir yfirmaður ferða- skrifstofunnar. Hann ætlar að halda „ferðaveislu" í menningarhöllinni í Dresden i aprílbyijun til að æsa upp ferðalöngunina vegna þess að Aust- ur- Þjóðverjar em ferðamenn fram- tíðarinnar og ferðahungrið geysi- mikið að hans sögn. 99 vestur-Þýsku mörkin em til- boðsverð, segir hann og eðlilega niðurgreitt. Samt sem áður ætlar hann að auka starfsemina og koma sér líka fyrir í Leipzig. Hann hyggst koma sér upp keðju ferðaskrifstofa í Austur-Þýskalandi. Fyrirhyggju- samur hefur hann slegist i bandalag með öðmm suður-þýskum ferða- skrifstofum og sameiginlega hafa þær til umráða 350 til 400 lang- ferðabíla. Slíkan ferðakost geta keppinaut- amir Willms og Welter í Nordrhein- Westfalen aðeins látið sig dreyma um enn sem komið er. Nú einbeita þeir sér að tveggja daga ferðunum til Parísar á hótelbílunum sínum 7, þar sem leggja má sætin niður og sofa yfir nóttina. Þeir selja ferðina og fullt fæði á 109 vestur-þýsk mörk og ferðimarbera sig, ef bíllinn er fullur. Ferðimar em líka hagstæðar Aust- ur-Þjóðveijum, því að skv. núver- andi lögum má hver Austur- Þjóð- verji skipta 200 austurmörkum í gjaldeyri eða vestur-þýsk mörk á ári, helminginn á jöfnu gengi og hinn helminginn á genginu 1:5. Þannig er ferðakostnaðurinn 100 vesturmörk hverjum og einum viðráðanlegur. „Eftirspumin eftir Parísarferðunum er gífurleg,“ segir Ute Jacobi, um- boðsmaður Welter og Willms í Dresden. „Fólkið hefur aldrei á æv- inni komið til Parísar," segir kærast- inn hennar, Sven Haug, af tilfinn- ingu, en hann hefur heldur aldrei til Parísar komið. Hann hefur til þessa verið vömbílstjóri. Síminn réði velgengni fyrirtækisins Þetta unga ffamtaksama fólk, sem Á slíkum hótellangferðabílum flykkjast Austur-Þjóðverjamir í Parísarferðir. 15 tíma seta í bílnum og ófull- nægjandi hreiniætisaðstaða fæla fólk ekki frá. lega í París. „Þeir em ekki enn búnir að skilja nauðsyn þess að hafa ná- kvæmt bókhald“. Erfitt feröalag til Parísar Fyrir farþegana væri nákvæm skráning farþega meira en æskileg. Austur-þýskum ferðamönnum þykir mikið ævintýri að koma tii Parísar. tilviljun réði að kynntist ferðaskrif- stofumönnunum í Nordrhein- West- falen, var í þeirri öfundsverðu að- stöðu að hafa yfir að ráða síma, sem austur-þýskir borgarar verða annars að bíða eftir í 15 ár. Tveim vikum eftir að þau höfðu í fyrsta sinn sam- band við langferðabílafyrirtækin, settu þau fyrstu auglýsinguna í stað- arblaðið. Tveim dögum síðar renndi fýrsti bíllinn af stað með 52 farþega innanborðs. Ute Jacobi er ásamt Willms eigandi fyrirtækisins Jacobi-Reisen-Gmbh. Hvor eigandi lagði fram 50.000 mörk, Vestur-Þjóðverjinn vestur- þýsk og Austur-Þjóðverjinn austur- mörk. Núna rejma Jacobi og Haug að skipta um farþega á hveiju íostu- dagssíðdegi um kl. hálfljögur. Það gengur að vísu ekki alltaf sem skyldi því að Haug, sem vinnur upp á pró- sentur, hefur tilhneigingu til að yfir- bóka vegna eftirspumar. „í þetta sinn vorum við 5 of mörg,“ segir vesturlandahluthafinn Willms reiði- Því að eflir 15 stunda ferðalag, verð- ur eilítið loftlaust í bílnum, ekki síst þegar sætin eru sett í legustöðu fýrir nóttina. Vatnið á saleminu um borð, sem ekki er of vel útilátið, er löngu gengið til þurrðar áður en á ákvörð- unarstað er komið. Langferðabílamir úr Austur-þýska alþýðulýðveldinu fara nú orðið með farþegana til morgunsnyrtingar á Austurjámbrautarstöðina. Þar ráfa Austur-Þjóðvcijamir um ganga jám- brautarstöðvarinnar og völundarhús neðanjarðarinnganganna langt í jörðu niður — þar til þeir reka sig á vcgg sem þeir verða að gefast upp fyrir. Þar kostar sturta 18,50 franka, bað í kari 27 franka, afnot af hand- klæði 7 franka og 13 franka kostar að þvo sér um hendumar i vaski. Þeldökk afgreiðslustúlka er jafn- undrandi og róninn, sem hefur hreiðrað um sig á steinsyllu í bið- salnum. Þetta hafa þau aldrei upplif- að fýrr, peningalausa Þjóðverja! Flestir snúa við án þess að fá af- greiðslu sinna mála og margir fá sér morgunsnyrtinguna í gosbrunninum fyrir framan jámbrautarstöðina. Stúdent einn frá Dresden notar í neyð sinni salemið í bílnum, þó að búið sé að banna aðgang að því vegna vatnsleysis. Bílfreyjan, sem nú á að bera fram morgunverð, hverfur nú til eldhússkápsins og tautar „Þetta er næstum því von- laust“. Þessar niðurlægjandi aðstæður fýlgja ferðamannahópnum í skoðun- arferðina til Versala. Enginn austur- þýsku ferðamanna gerir sig líklegan til að fá sér smámatarbita fyrir 87 franka á veitingastað við bílastæðið við Versalahöll. Og m.a.s. gefst póstkortasalinn frá Senegal upp við að fá fólkið til að kaupa vaming Greinarmunur gerður á vestur- og austur- þýskum ferðamönnum Á veitingahúsunum er gerður grein- armunur á þýskum ferðamönnum eftir því hvort þeir koma frá Vestur- þýska sambandslýðveldinu eða Austur-þýska alþýðulýðveldinu. Þjónustufólkið hefur komist að því að þeir síðamefndu gefa ekki þjórfé. Ferðamennimir frá DDR hafa minni peninga meðferðis en lögin leyfa. Því að í raun ætti hver sá sem inn í Frakkland kemur að austan að hafa í höndunum þegar við landa- mærin pantað hótelherbergi og 150 franka reiðufé fýrir hvem dag sem dvölin í landinu stendur, auk vega- bréfsáritunar frá ffanska sendiráðinu í Berlín, sem tekur a.m.k. 10 daga að fá afgreidda. Til þessa hefur vestur-þýsku rútu- bílstjómnum tekist að koma farþeg- um sínum klakklaust yfir landamær- in. Manfred Welter komst fýrst óárcittur um hliðið sem ætlað er gestum frá Vestur-Þýskalandi með því að hrópa „Allir Þjóðverjar". Fé- laga hans, Willms hefur ekki gengið eins vel. Hann segir Frakkana vera yfirleitt fýlulega og hafa m.a.s. fýrir skömmu stöðvað 40 bíla. Fyrir skömmu tókst honum þó að þrýsta niður verðinu á hópáritun úr 10 frönkum í 3. Hann hefur ekki mikla trú á anda sameinaðrar Evrópu. Ferðaskrifstofan „Job-Tours“ í Es- sen, sem rekur tvo tveggja hæða langferðabíla á Ieiðinni Leipzig— Frakkland, hefur fundið aðra lausn á málinu. Þar lætur fararstjórinn ein- faldlega farþega sína skrá sig sem vestur-þýska borgara á vegabréfa- skrifstofum á leiðinni. En upp á síð- kastið eru komnar einhverjar vomur á margar þessara skrifstofa að af- greiða slík mál á færibandi og taka slíkum óskum ekki vel. Hrifnæmir og áhuga- samir feröamenn Sameiginlegt eiga þó ferðaskrif- stofumennimir að þeir fagna þessum nýju farþegum. Vestur- Þjóðverjun- um finnst ánægjulegt að fýlgjast með því hvað þetta óvana ferðafólk lætur í ljós mikla undrun og hrifn- ingu á því sem fýrir augu ber. Þeir segja það ákaflega þakkláta ferða- menn og menningaráhuginn sé slík- ur að það gefst á endanum upp við að taka við meiru. Þegar frjáls stund gefst á ferðalag- inu halda ausur-þýsku ferðamenn- imir hópinn af gömlum vana. Iþróttakennslukona sýndi þó þá cin- staklingshyggju að ganga ein frá Sigurboganum til Champs-Elysées, fram og aftur. Ekki gat hún þó leyft sér að kaupa kaffibolla, en hcnni fannst veitingamar í rútubílnum, pylsur og dósagos, mikill munaður. „Á fyrri ferðum okkar um Austur- Evrópulöndin, til Ungveijalands eða Búlgaríu, urðum við að taka allt með okkur sjálf, kartöflur, lauk, salt, allt,“ segir hún. Hún segir að þá hafi sá gjaldeyrir sem austur-þýsk yfir- völd leyfðu að væri færður úr landi ekki einu sinni nægt fyrir tjaldstæð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.