Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.04.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 18. apríl 1990 Miðvikudagur 18. apríl 1990 Tíminn 9 Það var laust fyrir klukan 18 á páskadag sem vart varð við eld á ammoníakstankinum við Aburöarverksmiðjuna. Storraðiö fundar í Hofða eftir paskaeldinn í Aburðarverksmiðjunni. Fremst á myndinni em Magnús l_ Sveinsson fbrseti borgarstjómar, Sigrnn Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks, Guðrún Helga- dóttir Alþingisfbreeti sem snýr baki (Ijósmyndara, Davíð Oddsson borgaretjóri og formaður almannavamanefndar Reykjavikur, Böðvár Bragason lögreglustjóri, Guöjón Pedersen fbrstjórí ALmannavama rik- isins, Páll Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Guðrún Agnarsdóttir þingmaður, Danfríöur Skarphéðinsdóttir þingmaður og Guðmundur H. Garðarsson þingmaður. Tfmamynd; pjotir. Óeðlileg vinnubrögð orsök ammoníakelds til aðgerða yrði gripið,“ sagði Guðjón. Hann sagði síðan: „Við skulum hafa í huga að aðeins er um að ræða 90 tonn af efninu. Það hefði ekki valdið íbúunum lífshættu hefðu þau sloppið út. Það vissum við hinsvegar ekki þá. Ef gef- in hefði verið út tilkynning um hættuástand til íbúanna, flautunum flautað án þess að kanna málið fyrst, þá hefði mátt búast við að um 1% íbúa borgarinnar heíðu sturlast af hræðslu, kannski 5—6% farið sér að voða við að leita að bömum sínum og ættingjum. Þannig hefði skapast óskapleg spenna og hefði þetta verið gert, þá held ég að við stæðum í erfiðum sporum í dag miðað við hvemig sem betur fer fór,“ sagði Guðjón Pedersen. Eitt kosningamála Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðismanna við borgarstjómarkosning- amar 1982 var að hætt yrði við að reisa íbúð- arhverfi við Rauðavatn sem þáverandi borg- arstjóm hafði ráðgert. í kosningaáróðrinum var mikið gert úr því að spmngur væm í jörðu sem hættulegar gætu orðið byggð. Þess í stað skyldi nýtt íbúðarhverfi rísa í Grafar- vogi. En var ekki misráðið að stuðla að byggð í næsta nágrenni Áburðarverksmiðjunnar? „Nei, eins og kom fram í skýrslunni sem lögð var fram á fundinum í dag þá var talið að hættan fyrir nágrennið væri ekki meiri en fyr- ir aðra staði í borgarlandinu. Reyndar kemur það fram í skýrslu starfshóps féíagsmálaráð- herra að mesta hættan vegna Áburðarverk- smiðjunnar er vegna ammoniaksskýs sem myndi fylgja ríkjandi vindáttum; austan— og norðaustanáttinni yfir Laugamesið, yfir mið- bæinn, Hagana og fleiri hverfi," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í gær. Borgarstjóri sagði að áður hefði mönnum staðið mest ógn af sprengihættu vegna þess að áburður væri geymdur ósekkjaður í verksmiðjunni. Nú væri hins vegar álitið að sprengihætta væri ekki meiri en svo að í raun væri hægt að byggja alveg að verksmiðjudyrum. Ógnin af verksmiðjunni væri vegna ammoníaksins og hættan svipuð nánast hvar sem væri í borgar- iandinu. Á páskadag hefði þó vindur verið þannig að hætta hefði verið heldur meiri í Grafarvogi og Hamrahverfi en í öðmm borgarhlutum. Það magn sem í geyminum hefði verið þegar óhappið varð hefði að mati sérffæðinga ekki átt að skaða íbúana í grenndinni. En það hefði verið lífshættulegt fyrir flesta starfs- menn Áburðarverksmiðjunnar.“ Davíð Oddsson borgarstjóri er jafnframt formaður almannavamanefndar Reykjavíkur. Hann flutti tillögu í borgarráði í gær um að Áburðarverksmiðjan yrði flutt á brott úr Reykjavík. „Eg vek athygli á því að þrátt fyrir að nýr geymir komi þá verða áfram geymd 90 tonn eins og er í dag, í svokölluðum daggeymum; þrem þijátíu tonna daggeymum sem eru í verksmiðjunni núna og áfram verður viss hætta af siglingum með ammoníak á skipum hér að verksmiðjunni. Eg er viss um það að nýi geymirinn mun tryggja mikið öryggi. Félagsmálaráðherra gat þess til að mynda að á Norðurlöndum væru miklu stæni geymar, allt frá 5 þúsund upp í 80 þúsund tonn mjög nærri byggð. Eg held að fólk héma eftir það sem hefur gerst, vilji ekki taka slíka áhættu.. Eg segi fyrir mig. Eg er ekki algerlega rólegur fyrr en að Áburðar- verksmiðjan verður færð,“ sagði borgarstjóri við blaðamenn í gær. Á fundi borgarráðs í gær lagði Sigurjón Pétursson fram tillögu um að gerði yrði út- tekt á ýmissi starfsemi í borginni sem gæti haft í íor með sér hættu fyrir íbúa borgarinn- ar. Þar hefur Siguijón átt hægt um tök því að tillaga hans var efnislega samhljóða bókun Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa Fram- sóknarflokks á fundi borgarráðs 8. mars 1988 þegar fjallað var um Áburðarverksmiðjuna. I bókun Sigrúnar segir að borgaiyfirvöld verði að taka með festu á málum Áburðar- verksmiðju ríkisins vegna þeirrar miklu hættu er af henni stafar og fram kemur í fyrr- nefndri skýrslu starfshóps félagsmálaráð- herra. Víðar í borginni sé þó farið með hættu- leg efni en í Gufunesi. Þá sé Reykjavíkurflugvöllur, einkum norður—suðurflugbraut hans viðsjárverð vegna flugslysahættu í miðbæ Reykjavíkur. Rétt sé því að beina því til flugmálayfirvalda að nota áðumefnda flugbraut aðeins í neyðar- tilfellum þar til flugvöllurinn verði fluttur. —sá Mikil fundahöld fóm fram í gær vegna bmnans á ammoníaksgeymi í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi á páskadag. Ríkis- stjómin ræddi málið á fundi sínum í gær- morgun og klukkan ellefu hófst fundur í Höfða. Þann fund sátu þingmenn Reykvík- inga, borgarfulltrúar, almannavamanefnd og ráðherramir Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson sem bæði em þingmenn Reyk- víkinga. Áburðarverksmiðjan heyrir undir land- búnaðarráðuneytið en Vinnueftirlit ríkisins, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, hefur eftirlit með meðferð ammoníaks í verksmiðj- unni. Það vom því Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra og Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra sem höföu fram- sögu um áburðarverksmiðjuna í ríkissljóm- inni. Eldur laus I greinargerð Vinnueftirlitsins til félags- málaráðherra sem-lögð var fram á fundum ríkisstjómar og á Höfðafundinum í gær segir að eldsins hafi orðið vart nokkm fyrir kl. 18:00. Þegar slökkvilið, lögregla og fulltrúi Vinnueftirlitsins hafi komið á staðinn hefði logað í ammoníaksgasi sem streymdi frá loka ofan á geyminum. Verið var að losa ammoníakið úr skipi sem komið hafði með 500 tonn af efninu. Búið var að losa um 90 tonn þegar eldsins varð vart. Löndunin fer þannig fram að amm- oníakinu er dælt í fljótandi formi úr skipinu í geyminn. Nokkur hluti efnisins gufar upp í tankinum og myndar gas sem dælt er um sér- staka lögn aftur til skipsins sem hefur búnað til að þétta það aftur og koma í fljótandi form. Þetta var hins vegar ekki hægt að gera á páskadag vegna þess að barki sem tengja átti við lögnina frá geyminum í skipið reyndist skemmdur. Þetta höfðu menn séð þegar dæ- lingin byijaði en í stað þess að hætta að dæla í Iand og gera við barkann var haldið áfram og gasinu hleypt út um loka ofan á geymin- um og út í andrúmsloftið. Það var einmitt þar sem kviknaði í. I skýrslu Vinnueftirlitsins segir síðan orð- rétt: „Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð að mati Vinnueflirlitsins og brýtur gegn yfirlýs- ingum sem forvígismenn verksmiðjunnar hafa gefið í nýlegum viðræðum við Vinnuefl- irlitið þar sem farið var markvisst yfir hugs- anlegar lekaleiðir. Eldurinn kviknaði í gasinu sem þannig var hleypt afkúlunni (þ.e. geyminum; innsk. blm.). Ammoníak er ekki sérlega eldfimt, en brennur þó þegar það er blandað lofti innan ákveðinna styrkleikahlutfalla. Ekki er vitað hvemig eldur komst í gasið, en rannsókn á því hefst strax í dag.“ Félagsmálaráðherra sagði í gær að ríkis- stjómin hefði farið fram á ítarlega skýrslu um þá rannsókn sem nú er hafin á tildrögum eldsins á páskadag. „Það var ákveðið að ræða málið áfram, fylgjast með þróuninni og at- huga hvort rétt sé að endurmeta þá afstöðu sem tekin var í ríkisstjóminni 1988,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna sagði að öryggi ykist vemlega þegar nýr ammoníaksgeymir sem nú er í byggingu verður tekinn í notkun. Slíkir geymar væm notaðir til dæmis á hinum Norðurlöndunum en væm oft margfalt stærri og staðsettir mjög nálægt byggð. „Þegar við vegum það og metum hvort leggja eigi niður verksmiðjuna þá verðum við líka að taka með í reikninginn hvort öryggiskröfúm sé fúllnægt að mati sérfræðinga með því að taka í notkun hinn nýja tank. Þetta em verið að skoða í ríkisstjóminni og verður rætt áfram.“ Málefni áburðarverksmiðjunnar vom of- arlega á baugi í ársbyijun 1988. Þá skilaði neínd, skipuð af félagsmálaráðherra, áliti um öryggismál verksmiðjunnar. Skipað var í nefndina vegna ábendingar frá Vinnueftirliti ríkisins um að veruleg hætta gæti stafað af því að geyma ammoníak undir þrýstingi, eins og gert hefur verið í Gufunesi til þessa. Akveðið var að reisa nýjan geymi þar sem ammoníakið yrði kælt niður í tæplega 40 frostgráður en slík geymsluaðferð er talin sú ömggasta sem völ er á. Verksmiðjan sótti um byggingarleyfi fyrir nýja geyminum og við afgreiðslu þess vom máleftii verksmiðjunnar rædd í borgarráði og lét Davíð Oddsson borgarstjóri í ljósi að hann vildi helst sjá verksmiðjuna hverfa á brott úr Reykjavík. Eftir að byggingarleyfi íyrir nýja tankin- um var veitt og framkvæmdir, sem reyndar hafa dregist úr hömlu, hófúst var heimilað að nota gamla geyminn með ákveðnum skilyrð- vart. íbúar sem rætt var við í gær sáu logann uppi á geyminum og fylgdust með slökkvi- starfinu. Jafnframt heyrðu þeir í aðvörunar- flautu inni á svæði verksmiðjunnar allan tím- ann sem eldurinn logaði. Síðan heyrir þetta sama fólk að hættuástandi hafi verið aflýst en aldrei kom nokkur yfirlýsing um neitt hættu- ástand frá Almannavömum. Vom engar ráð- stafanir gerðar til að aðvara fólk eða veija? Guðjón Pedersen sagði að komið hefði verið að því að setja neyðaráætlun í gang. Aðeins hefðu liðið sex mínútur frá því að til- kynning um eldinn barst og til þess er hann hafði verið slökktur. 1VÁ þessum sex mínútum var verið að setja allt í gang og innan átta mínútna hefði verið tekin ákvörðun um hvort Tímamynd:Pjetur um; lágmarksbirgðir væm á honum hveiju sinni, hann yrði aldrei fylltur meir en til hálfs og að Vinnueftirlitið fylgdist náið með notk- un hans. Þáttur Almannavarna Guðjón Petersen forstöðumaður Al- mannavama ríkisins sagði í gær að í neyðar- áætlun Almannavama Reykjavíkur væri fjallað um öll hættutilvik sem upp gætu kom- ið, hvort sem væri af völdum manna eða nátt- úm. Hann sagði að ekki væri þar neitt sér- staklega tekið fram um Áburðarverksmiðjuna heldur væri almennt fjallað um mengun af völdum eiturefna og að tekið sé tillit til hegð- unarmynsturs þess efnis sem leysist úr læð- ingi. Svo virðist sem engin sérstök vamaáætl- un færi í gang gagnvart íbúum í næsta ná- grenni verksmiðjunnar eftir að eldsins varð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.