Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. apríl 1990 Tíminn 3 Aukin áhugi er á að nota dáleiðslu til lækninga DALEIÐSLUSYNINGAR EKKI HÆTTULAUSAR Hér á landi er staddur enski dávaldurinn Peter Casson, en hann hefur stundað dáleiðslu í hartnær hálfa öld eða frá 14 ára aldri. Casson skemmti íslenskum áhorfendum með dáleiðslu- sýningu í Háskólabíói á annan dag páska og í sjónvarpsþætti Hemma Gunn í gærkvöldi. Dæmi eru um að einstaklingar sem hafa veríð dáleiddir á dáleiðslusýningum hafi orðið fyrír óþæg- indum eins og höfuðverk og jafnvel geðflækjum. Casson þessi mun hins vegar vera mjög fær á sínu sviði. Jakob Jónasson geðlæknir hefiir not- að dáleiðslu við lækningar hér á landi í um tuttugu ár. Hann sagði að sér þætti ekki æskilegt að nota svo góða lækningaaðferð sem dáleiðslan er til skemmtunar. Jakob sagðist hafa heyrt um einstaklinga sem átt hafa í erfið- leikum eftir að hafa verið dáleiddir á skemmtunum. Þá er einkum um það að ræða að fólk hefur ekki fyllilega losnað úr því ástandi sem því var komið í á skemmtuninni. í fæstum tilfellum er um að ræða alvarleg ein- kenni, fólk fær kannski hausverk eða eitthvað þess háttar. Dæmi eru þó til um fólk sem hefur fengið einkenni sem kenna má við geðveiki eftir slíka dáleiðslu. Jakob sagði að yfirleitt þekktu þeir sem fengjust við dáleiðslu á skemmt- unum dáleiðsluaðferðina mjög vel. Þeir gætu valið úr fólk sem ekki þolir að leikið sé með það á þennan hátt. Fólk er misnæmt fyrir dáleiðslu. Suma er illmögulegt að dáleiða og nokkrir eru þannig gerðir að varasamt er dáleiða þá. Jakob sagðist telja að flestir sem fást við dáleiðslusýningar kunni til verka. I fréttatilkynningu frá þeim sem standa að sýningu Cassons í Háskóla- bíói segir að hann sé talinn „stórkost- legasti dávaldur seinni tíma“ og talað er um að mikill fengur sé að fá til landsins „þennan magnaða og snjalla dávald sem hefúr einstaka hæfni í dá- Casson fór létt með að dáleiða fólk á skemmtuninni. Hér má sjá nokkra þátttakendur í dái. Tímamynd Pjetur leiðslu". Engin ástæða er því til að ef- ast hæfni Cassons. Hins vegar hafa komið hingað til lands dávaldar sem ástæða er fyrir fólk að vara sig á. Lítið er um dáleiðslusýningar í Bret- landi heimalandi Cassons og svo virðist sem minni áhugi sé sýningum af þessari tegundum víða um heim. Dáleiðsla er allmikið notuð við lækningar á geðrænum kvillum. Ahugi á dáleiðslu sem læknisaðferð hefur heldur vaxið á seinni árum. Jakob Jónasson sagði að með dá- leiðslu sé hægt að róa sjúklinga niður sem er mikilvægt þegar þeir eru spenntir og kvíðnir. Með dáleiðslu er einnig hægt að komast í beint sam- band við undirvitundina. Með því að hafa áhrif á hana geta orðið breyting- ar á sjúklingnum til batnaðar. - EÓ Z)reymir þig stundum um að vinna milljónir? UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.