Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 19. apríl 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Þingið i Lit- haugalandi ræðir um hvern- ig málamiðlunartilboð sem senda skal sovéskum stjórn- völdum, eigi að hljóða, en yf- ir Lithaugum vofa efnahags- þvinganir Sovétmanna. Þrátt fyrir hótanir hafa Sovétmenn ekki hafið efnahagsþvingan- irnar. MOSKVA — Sovéskur geðsjúklingur rændi far- þegaflugvél og neyddi flug- stjórann til þess að fljúga vélinni til Lithaugalands. Eft- ir að hann var yfirbugaður sagðist hann hafa viljað styðja Lithauga I sjálfstæðis- baráttu sinni. BAGHDAD — Saddam Hussein forseti (rak sagðist vera verndari Araba og sagði Iraka munu ráðast af fullum herstyrk á hvert það riki er ræðst gegn Arabaríki. BONN — Stjórnvöld I Aust- ur- Þýskalandi og Vestur- Þýskalandi hófu fundarlotu er miðast að sameiningu ríkjanna. BONN — Stjórnarandstað- an I Vestur- Þýskalandi styð- ur að sameinað Þýskaland verði kjarnorkuvopnalaust, en innan vébanda NATO. WASHINGTON — Við- skiptahalli Bandaríkjanna minnkaði um 30.4% og var 6,98 milljarðar dollar I febrú- armánuði, en það er minnsti viðskiptahalli I sex ár. JERÚSALEM — Stríðandi fylkingar Palestínumanna á hernumdu svæðunum segj- ast hafa sett ágreining sinn til hliðar og muni I samein- ingu beita kröftum sínum gegn hernámi (sraela. DURBAN — Mangosuthu Buthelezi leiðtogi Zúlu- manna segist vera staðráð- inn I því að leika lykilhlutverk I mótun Suður-Afríku I fram- tíðinni, þrátt fyrir tilraunir Nelsons Mandela og Afríska þjóðarráðsins til að einangra sig. NIKOSÍA — (rönsk herskip og þyrlur stráðu blómum yfir hafið þar sem að 15 her- menn voru felldir fyrir tveim- ur árum, þegar til bardaga sló milli (rana og Bandaríkja- manna I Persaflóastríðinu. Níkaragva: Skæruliðar Kontra semja um vopnahlé Leiðtogar skæruliða Kontra í Níkar- agva hafa samið um vopnahlé við hershöfðingja Sandínistastjómarinn- ar í landinu, eftir átta ára borgara- styijöld. Þrátt fyrir það er ekki enn frágengið hvenær Kontraliðar muni framselja vopn sín til friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna. Einn leiðtogi Kontraliða hefur þó lýst því yfir að Kontrar geti skilað vopnum sínum um leið og ný ríkis- stjóm taki við völdum 25.apríl. Hins vegar hefur Daníel Ortega for- seti Níkaragva hótað því að forseta- skipti geti ekki farið fram fyrr en skæruliðahópar Kontraliða, sem komið hafa sér fyrir í fjöllum Níkar- agva að undanfomu, leggi niður vopn. Er það i samræmi við samn- inga forseta Mið-Ameríkuríkja. Kontrar segja hins vegar að Violeta Chamorro nýkjörinn forseti og ríkis- stjóm hennar þurfi að taka við völd- um áður en vopnin verða lögð niður. Auk fulltrúa Kontraliða og sandín- ista tóku fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna, Samtaka Ameríkuríkja og full- trúi kaþólsku kirkjunnar I Nikaragva þátt í viðræðunum. Skæruliðar Kontra hafa loks gert vopnahlé við Sandínista og munu leggja niður vopn á næstunni. Samkvæmt samkomulaginu munu 500 ferkílómetra svæði innan landa- tekur gildi. Síðan muni þeir afhenda skæmliðar Kontra safnast saman á mæra Níkaragva eftir að vopnahléið vopn sín. Bresk stjórnvöld kyrrsetja dularfulla stálhólka: Bretar uppgötva risabyssu Iraka Bresk yfirvöld skýrðu frá því að toll- yfirvöld hafi í síðustu viku kyrrsett sérsmíðaða stálhólka sem flytja átti til írak vegna þess að stykkin hafi átt að nota til þess að smíða risafall- byssu í írak. Nicholas Ridley við- skipta- og iðnaðarráðherra Bretlands sagði að bresk stjómvöld hafi komist á snoðir um fyrirætlanir íraka um smíði risabyssu eftir teikningum sem kanadíski vopnasmiðurinn Gerald Bull hafi hannað, en Bull var myrtur íyrir skömmu. -Ríkisstjómin hefur fullvissu um að þessir hólkar séu ætlaðir í hluta fall- ÚTLÖm> UMSJÓN: Hallur J Magnússon f BLAÐAMAÐUfcý^»~ ||| byssu, sagði Ridley í þinginu í gær. Stórfyrirtækið Sheffield Forgemast- ers sem smíðuðu stálhólkana skýrðu frá því á mánudag að fyrirtæki sem Bull rak, hafi átt þátt í pöntun ír- akskra stjómvalda er þau pöntuðu stálhólkana. Sögðu forsvarsmenn Sheffield Forgemasters hafa talið að hólkamir væm ætlaðir til notkunar í olíuiðnaði Iraka. Hólkamir átta vom þeir síðustu af fimmtíu og tveimur sem Bretar smíð- uðu fyrir Iraka. Hinir hafa þegar ver- ið afhentir írökum með leyfi breskra stjómvalda. Ridley viðskiptaráðherra sagði ömggt að írakar gætu ekki byggt risafallbyssuna eftir teikning- um Bulls, nema að fá hólkana átta sem kyrrsettir hafa verið. Hemaðarsérfræðingar segja að byssa sú er írakar hafi í smíðum hefði getað skotið kjamorkusprengjum eða efnasprengjum á helstu borgir í ísrael og íran. Irakar staðhæfa hins vegar að hólk- amir séu ætlaðir í pípur olíuverk- smiðju þeirra. Grimmileg átök kristinna manna í Beirút: Skólabörn falla í skothríðinni Grimmdin í innbyrðis bardögum kristinna manna í Beirút rénar lítt. Að minnsta kosti ellefú skólaböm féllu þar í gær þegar skólabíll varð fyrir mikilli vélbussuskothríð. Eldsneytistankur skólabílsins sprakk og bmnnu bömin inni í vagninum. Utvarpsstöð er sfyður Michel Ao- un hershöfðingja fullyrti að það hefðu verið sveitir Líbönsku her- sveitanna sem hefðu skotið viljandi á skólabílinn. Þá varð mikil sprenging í herbúð- um sveita Aouns og féllu að minnsta kosti fjórir hermenn hans. Ekki er vitað um orsök sprenging- arinnar, þó líklegt sé talið að Lí- bönsku hersveitimar beri þar sök. Kveikt í far- þegaþotu SAS Breskur maður kveikti í farþegaþotu SAS rétt fyrir lendingu á Oslóflug- velli í gær. Ahöfh vélarinnar náði að slökkva eldinn í tæka tíð og sakaði engan í vélinni. Rétt fyrir lendingu sá ein flugfreyj- an reyk leggja undan hurð á salemi vélarinnar og síðan manninn hraða sér út. Bretinn sem er 28 ára gamall hafði neitað að yfirgefa salemið þegar hin- um 109 farþegum var skipað í sæti sín til að undirbúa lendingu. Hann var að sjálfsögðu handtekinn. Rúblan á undanhaldi í Eystrasaltsríkjunum: Lit í Lithaugalandi en króna í Eistlandi Rúblan er nú á undanhaldi í austur- vegi. Eystrasaltsríkin Eistland og Lit- haugaland hafa ákveðið að taka upp nýjan gjaldmiðil í stað gömlu rúbl- unnar. Mun gjaldmiðillinn í Eistlandi verða kölluð króna, en í Lithauga- landi lit. Er fyrirhugað að króna þeirra í Eistlandi verði sett í umferð 24.desember á þessu ári. Yfirvöld í Eistlandi hafa þegar gert samning við vestrænt fyrirtæki um prentun á 100 milljónum eistneskra króna. Mun prentun hefjast í næstu viku. Hver eistnesk króna mun verða jafn- gild tíu rúblum, en í Lithaugalandi er gert ráð fyrir að verðgildi lit verði jafnt sovésku rúblunni til að byrja með. Ekki er búið að ákveða hvenær lit fer í umferð. Aðgerðir þessar em hluti efnahags- umbóta í Eystrasaltsríkjunum. Auk gjaldmiðilsbreytinga munu Eystra- saltsríkin þijú, Eistland, Lettland og Lithaugaland, hafa með sér mikla efhahagslega samvinnu og hyggjast rikin sameiginlega reyna að ná hag- stæðum samningum við Evrópu- bandalagið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.