Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 19. apríl 1990 Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur: Alfred Wegener og landrekskenningin Hinn 6. apríl sl. var opnuö sýning í Norræna húsinu um ævi og störf þýska veðurfræðingsins Alfreds Wegener. Sýning þessi var sett saman 1980 í tilefni af því að það ár var 100 ára afmæli Wegeners en jafnframt 50. ártíð hans. Wegener fædd- ist í Berlín 1. nóvember 1880 og fórst á Grænlandsjökli fáum dögum eftir 50. afmælisdag sinn. í þessarí grein verður sagt nokkuð frá tveimur þáttum í ævi og starfi Wegeners, heim- skautaferðum og landrekskenningu, en að öðru leyti er mönn- um bent á sýninguna sem standa mun í Norræna húsinu til 3. maí, en fer væntanlega eftir það norður á Akureyri. Alfred Wegener var efalaust einn hinna miklu vísindamanna mann- kynsins — meginstarf hans og starfsframi var á sviði veðurfræði og jöklafræði en varanlega frægð fékk hann vegna kenninga sinna í jarð- ffæði. Á þeim vettvangi hefur hon- um verið líkt við Jóhann Kepler sem byggði lögmál sín og þar með nýja heimsmynd jarðfræðinnar á mæling- um Tychos Brahe; Wegener notaði athuganir annarra til að breyta stirðnaðri heimsmynd jarðfræðinnar í „lifandi kerfi“, þar sem meginlönd- in sjálf voru á ferð um jarðkúluna. Grænlandsferðin 1906 Wegener menntaðist við ýmsa há- skóla í Þýskalandi og háskólapróf hans voru í veðurfræði og stjömu- ffæði. Frá ungum aldri stefndi hug- urinn samt til heimskautarannsókna og líta má á vetraræfingar í Ölpun- um sem undirbúning undir harðræði á norðurslóðum. Árið 1906 kom svo tækifærið sem beðið hafði verið eft- ir: Honum bauðst að taka þátt í dönskum Grænlandsleiðangri undir stjórn Ludvigs Mylius-Erichsen, sem hafði það meginmarkmið að kortleggja þann hluta strandlengju NA-Grænlands sem enn var ókann- aður milli 77 og 83 gráður norðlægr- ar breiddar. Wegener fór leiðangur- inn sem sérfræðingur í könnun loft- hjúpsins með ýmsum mælitækjum en hann hafði árin á undan starfað við Lindenberg- loftferðastöðina við Berlín og m.a. notað loftbelgi og flugdreka til að koma síritandi mæli- tækjum hátt á loft. Í leiðangrinum voru 28 menn; hann tók tvö ár og haíði vetursetu 1906-1907 og 1907- 8 þar sem heitir Danmarkshavn. Leiðangursstjórinn fórst sumarið 1907 ásamt tveimur öðrum úr hungri í sleðaferð, en leiðangurinn skilaði miklum árangri, ekki síst í veður- ffæði og jöklaffæði. í þessari ferð kynntist Wegener og bast vináttuböndum Jóhanni Peter Koch höfuðsmanni sem tekið hafði þátt í landmælingunum á íslandi sumrin 1903 og 1904 og sjálfur kort- lagt Skeiðarársand og suðausturhluta Vatnajökuls. Dönsku landmælinga- mennirnir komust fljótt upp á að notfæra sér kosti íslenska hestsins í starfi sínu og það svo að Islending- um þótti nóg um. M.a. fór Koch með hross upp að Hvannadalshnjúk. Komst það orð á að þessum skepn- um væri ekkert ófært. Grænlandsferðin 1912 Eftir heimkomuna gerðist Wegener kennari og síðar prófessor í stjam- og veðurfræði við háskólann í Mar- burg. En 1912 var hann enn kominn til Grænlands, í þetta sinn með fjög- urra manna leiðangri undir stjóm Jó- hanns Koch, og var tilgangurinn að fara þvert yfir Grænlandsjökul norð- anverðan þar sem hann er einna breiðastur og gera ýmsar mælingar á leiðinni. Um þá ferð skrifaði Koch bók sem Wegener þýddi á þýsku en Jón Eyþórsson á íslensku, „Yfir há- jökul Grænlands". Auk Wegeners og Kochs voru í leiðangrinum annar Dani og Vigfús Sigurðsson „Græn- landsfari" og höfðu þeir 16 íslenska hesta. Á leiðinni til Grænlands dvöldu leiðangursmenn rúmlega hálfan mánuð á Norðurlandi, í júni 1912, og fóm æfingaferð á hrossum Wegener við einn snjóbílanna á jöklinum. M. * "ÍSvHi.S.. % iiyV' ViJ Jr Ég leiddi þig í lundinn Ég beiö þíu lengi, lengi, mín liljan fríð, r 1 g6|rí’sforinuin us hríö; : ^ Lg beiö Jnn undir björkmumi i Bláskógahlíö. iríín liiján Iríd. SoTskem á suridin * iim.Mimarianga fíð. - - - Og WætónnÁiwigTbjörkunmn I > i Bláskogalilíö. Eeggid-loga bjartíu > *7 - niin liljan fric), * . * frá hjafta til hjáfta,' um jiiminhvelin víð. Ög liITtÍ er undir björkunum iBlaskógahlið. “ „ • Oávið Stefáftsson "P Tfe

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.