Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 19. apríl 1990 en síðar m.a. þeir Buffon, Immanúel Kant og Alexander von Humboldt. Eftir miðja 19. öld skaut hugmynd- inni upp æ oftar en hún hlaut jafnan lítinn hljómgrunn. Bandaríkjamað- urinn F.B. Taylor setti fyrstur fram heildstæða kenningu um landrek 1910. Samkvæmt henni voru megin- löndin upphaflega við heimskautin en hafði rekið í átt til miðbaugs og Alpafjöllin m.a. myndast sem afleið- ing af því. Landrekshugmynd sína fékk Weg- ener 1910 þegar hann var að virða heimskort fyrir sér. Ári síðar fór hann að þróa hugmyndina þegar hann fékk í hendur rit um samband flóru Brasilíu og Affíku á kolatíma- bilinu fyrir um 300 milljón árum. Hinn 6. janúar 1912 kynnti hann kenningu sína á jarðfræðingaþingi í Frankfurt am Main og var hún birt í tveimur tímaritum sama ár. Sam- kvæmt henni vom meginlöndin upp- haflega sameinuð í eitt, Pangeu eða Al-land, sem byrjaði að klofna á miðlífsöld fyrir um 250 milljón ár- um. Fyrri ritum um efnið kynntist Wegener ekki fyrr en síðar og tók þau með í bókina „Upphaf megin- landa og úthafa" sem kom út 1915. Þrátt fyrir næstum einróma andmæli jarðfræðinga hélt hann áfram næstu árin að safna nýjum gögnum úr jarð- fræði- og líffræðitímaritum og þróa kenningu sína ffekar. Á þessum tíma gerðu menn sér ekki grein fyrir hitamyndun af völdum geislavirkra efna í iðrum jarðar. Wegener færði fram mýmörg rök fyrir því að landrek hefði átt sér stað og ætti sér stað en án þess að geta bent á sannfærandi kraft er ylli þess- um hreyfingum. Hann leitaði orsaka landreks í áhrifum tungls og sólar á jörðina. Eins og Taylor áður gerði hann ráð fyrir „pólfóttaafli“ sem knýði meginlöndin í átt til miðbaugs. Að auki reiknaði hann með að pól- velta jarðar og sjávarfallastraumar yllu reki vestur á bóginn en hvort tveggja verður fyrir áhrif tungls og sólar. Wegener gerði sér grein fyrir því að þessir kraftar væru of veikir til að hreyfa meginlöndin og á síðustu árum sínum tók hann inn í rnyndina hugmynd Schwinners, samstarfs- manns síns í Graz, um að iðustraum- ar í jarðmöttlinum yllu landreki. Það hafa menn nú fyrir satt. Árið 1924 gáfu Wegener og tengda- faðir hans, veðurfarsfræðingurinn Wladimir Köppen, út bókina „Lofts- lag á fyrri jarðsöguskeiðum" sem hafði að geyma mjög sterk rök fyrir landreki. Vitað var, út frá landfræði- legri dreifingu loftslagsvísa í bergi, t.d. jökulurða, saltmyndana og kóral- rifja og útbreiðslu plöntu- og dýra- samfélaga á fyrri jarðsöguskeiðum, að loftslag hefúr breyst á ýmsa vegu í jarðsögunni og að loftslagsbelti hafa legið öðruvísi en nú. Þetta hafði austurríski munkurinn Damian Kre- ichgauer reynt að skýra þannig 1902 að snúningsmöndull jarðar hefði flust gegnum tíðina. Köppen og Wegener endurvöktu hugmyndina um breytilega afstöðu meginlanda og jarðmönduls, en leituðu skýringar- innar í landreki. Það studdu þeir með því að teikna alla loftslagsvísa hvers jarðsöguskeiðs inn á heimskort með áætlaðri landaskipan þess tíma. Ein- stakar niðurstöður þeirra hafa síðan verið endurskoðaðar en aðferðin hef- ur staðist tímans tönn. Hinar hröðu loftslagsbreytingar ís- aldarinnar var ekki hægt að skýra með landreki. Köppen og Wegener gripu í staðinn fyrstir manna til út- reikninga júgóslavneska stjamfræð- ingsins Milankovic sem sýndu að möndulsnúningur jarðar og breyting- ar á afstöðu jarðar og sólar valda vemlegum sveiflum í geislun sólar á jörðina yfír tugþúsund ára tímabil. Þessi hugmynd átti lengi við mót- blástur að stríða, en á síðustu ámm horfa menn helst til Milankovic-ferl- anna til að skýra síðustu ísöld. Fyrsta fyrirlestri Wegeners um lan- drekskenninguna (1912) var fálega tekið. Með æ sterkari röksemda- færslu næstu ára og nýjum gögnum gerðist umræðan ákafari. „Uppruni meginlanda og úthafa“ kom út fjór- um sinnum meðan Wegener lifði og var síðan þýdd á sex tungumál. Þrátt fyrir það hlaut kenningin lítinn hljómgrunn, nema meðal sumra jarðfræðinga Suðurhvels, og eftir dauða Wegeners sofnaði hún að mestu í Evrópu og N- Ameríku. Einn áhrifamesti stuðningsmaður landrekskenningarinnar var þó breski jarðfræðingurinn Arthur Holmes sem birti 1929 endurbætt líkan sem svipar mjög til þcirra hug- mynda sem menn gera sér nú og þar sem varmaburðarstraumar í jarð- möttlinum knúðu landrekið. ísland og landrekskenningin Landrekskenning Wegeners var í grundvallaratriðum frábrugðin botn- skriðs- og flekakenningunni sem nú ráða ríkjum. Wegener hugsaði sér að meginlöndin ræki gegnum seigfljót- andi efni hafsbotnsins eins og fleka gegnum þykka tjöru, en nú vita menn að meginlöndin berast með hafs- botnsskorpunni sem sífellt er að myndast við miðhafshryggi og eyð- ast á niðurstreymisbeltum. Af þess- um sökum hafði ísland engan stað í kenningu Wegeners. Jarðskjálftar á Mið-Atlantshafshryggnum uppgötv- uðust ekki fyrr en á 4. áratugnum, en endurbætt staðsetning jarðskjálfta átti mestan þátt í því síðar að skil- greina sprungukerfi jarðar og leggja grundvöll að flekakenningunni. Enn fremur hugði Wegener að landrekið væri mun hraðara en raun ber vitni — 10-15 metrar á ári, sem að sínu leyti var stutt af stjömumælingum sem Koch og fleiri gerðu á Græn- landi að beiðni Wegeners. Nú vita menn að gliðnunin um Island er 2 sm á ári, sem á síðustu ámm staðfestist m.a. með gervitunglamælingum. Wegener byggði kenningar sínar á gögnum sem aðrir vísindamenn höfðu saíhað víðs vegar og kannski er það til marks um það að hann var ekki þjálfaður jarðfræðingur sjálíúr og „óskyggn á landið" að hann skyldi ekki taka eftir sprungum, gjám og eldhryggjum Þingeyjarsýslu í reiðtúr sínum með Koch sumarið 1912 — og fengu þeir þó besta veð- ur. Hann virðist alls ekki hafa tengt það sem hann sá á íslandi við lan- drek eða hafsbotnsgliðnun, enda var síðamefnda hugtakið ekki enn komið til. Daninn Níels Nielsen og fyrr- efndur Arthur Holmes urðu líklega fyrstir til að viðra slíkar hugmyndir 1929. Pálmi Hannesson, sem var ferðafélagi Nielsens og meðkönnuð- ur hér á landi, var sömu skoðunar um gliðnun landsins og innprentaði hana nemendum sínum, m.a. Sigurði Þór- arinssyni þegar hann var í Mennta- skólanum á Akureyri, enda hélt Sig- urður því ffam í ritgerð um Dalvíkur- skjálftann 1934 að sprungubeltin Oskum öllum landsmönnum gleðilegs sumars þvert yfir ísland væru hluti af sprungukerfúm er næðu langt norður og suðvestur fyrir landið. Að um gliðnun íslands væri að ræða var og skoðun þeirra þýsku vís- indamanna er komu hingað sumarið 1938 undir stjóm Oskars Niemczyk, rektors Tækniskólans í Berlín. Leið- angurinn mældi með ítrustu ná- kvæmni þeirra tíma þríhyminganet yfir jarðeldabelti Norðurlands í því skyni að endurmæla það 10 árum síðar, til að fá úr þvi skorið hver gliðnunin væri. í bók sem leiðang- ursmenn gáfu út 1943 er margt nú- tímalegra hugmynda — en allt varð þetta að engu vegna stríðsins. Raunar er ósennilegt að þeir hefðu mælt mikla gliðnun þótt þeir hefðu haldið áætlun sinni, því umbrotin í Kröflu 1975-84 benda til þess að gliðnun verði í hrinum með löngu tímabili á milli — í Rröflu liðu 250 ár frá lok- um Mývatnselda þar til ný gliðnunar- hrina hófst. Landrekskenningin sofnaði þannig víðast hvar með skapara sínum og vaknaði ekki aftur fyrr en eftir 1960 þegar nýjar mælingar höfðu komið til skjalanna. En það er önnur saga. Efri mynd: uppskipun og flutningur farangurs í Kamarjukfirði í júní 1930. Maðurinn á myndinni er Jón ffá Laug. Á neðri myndinni er mót- orsleði dreginn upp eftir skriðjökli í átt til birgðastöðvarinnar í 975 metra hæð. Hinn 6. janúar 1912 kynnti hann kenningu sína á jarðfræðingaþingi í Senckenbergsafninu í Frankfurt am Main. Fyrri ritum um efriið kynntist hann ekki fyrr en síðar og tók þau með í bókina 1915. Þrátt fyrir næst- um einróma andmæli jarðfræðinganna, hélt hann áfram næstu árin að safna nýjum gögnum úr jarðfræði — og líffræðitímaritum og þróa kenningu sína frekar. Samkvæmt landrekskenningu Wegeners voru meginlöndin upphaflega sameinuð í eitt, Pangeu, sem ekki byrjaði að klofna fyrr en á miðlífsöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.