Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. apríl 1990 Tíminn 15 irsjá í Andrési Kristjánssyni. Með engum hef ég unnið sem var mér kærari vinnufélagi. En eins og hann sagði sjálfur eigum við blaðamenn ekki að dvelja of lengi við að lesa það sem við skrifuðum í gær. Við eigum aðeins að standa okkur vel á hverjum nýjum degi. Hann féll ffá þegar vorið var að koma. Framundan eru sumarvegir. Vegni vini mínum vel á þeim sum- arvegum sem bíða hans. Ég votta konu hans og bömum samúð mína. Genginn er blaðamaður og ritstjóri sem var stétt sinni til sóma. Indriði G. Þorsteinsson Þegar stjórnarflokkar eru lengi við völd verður mynd þeirra oft samofin verkefnum stjómstofnana og gæslu margvíslegra hagsmuna. Þeir verða í hugum margra tákn um ríkjandi kerfi. Framsóknar- flokkurinn hefur á undanförnum árum æ oftar verið talinn til slíkra valdaflokka, enda nær hann senn því marki að hafa setið samfellt tuttugu ár við stjóm landsins. Það gleymist stundum að Fram- sóknarflokkurinn var löngum að stofni til róttæk félagsmálahreyf- ing. Sú róttækni setti sterkt svip- mót á málílutning flokksins og var kjarninn í þjóðfélagshugsjónum þúsunda manna sem gerðust liðs- menn Framsóknarflokksins og túlkuðu málstað hans og stefnu. I hinni róttæku taug Framsóknar- flokksins var ætíð rík áhersla á varðveislu þjóðlegrar menningar og efnahagslegs sjálfstæðis og þar var einnig öflug andstaða við dvöl erlends herliðs á Islandi. í hinni róttæku taug var samvinnuhreyf- ingin ekki samansafn fyrirtækja heldur fyrst og fremst vettvangur lýðræðis og jafiiréttis þar sem sam- vinna einstaklinga tryggði bætt lífskjör án þess að afl auðsins veitti einum vald yfir öðrum. Það vom þessir straumar í stefhu Framsóknarflokksins sem á ámm áður knúðu fram samþykktir flokksþinga um brottför banda- ríska hersins, gerðu aðalfundi kaupfélaganna að kröftugum vett- vangi umbóta og framfara og ætl- uðu Tímanum að vera öflugasti andstæðingur íhaldsins á íslandi. Andrés Kristjánsson var alla sína ævi í fremstu röð þeirra sem vom fulltrúar hinna róttæku strauma í samvinnuhreyfingunni og innan Framsóknarflokksins. I krafti skrifa sinna í Tímanum og mál- flutnings á fundum varð hann smátt og smátt eins konar tákn fyr- ir hið besta og róttækasta úr arf- leifð þeirra sem fyrr á öldinni gerðu Framsóknarflokkinn að sterku umbótaafli. Þegar sveit ungra manna reyndi síðan á ámnum 1966-1974 að gera Framsóknarflokkinn að skapandi forystuafli í framþróun vinstri hreyfingarinnar á Islandi, fundum við snemma að í Andrési Krist- jánssyni áttum við traustan vin og öflugan liðsmann. Hann var okkur miklu eldri að árum, en jafnvel yngri í andanum. Hann skildi án ít- arlegra útskýringa kjarnann í stefnu okkar og hugsjónum. Það munaði um að hafa ritstjóra Tím- ans sem eins konar heiðursfélaga í baráttusveit hinna ungu manna. Þegar þessi unga sveit, sem á spjöldum sögunnar hefur hlotið nafnið Möðruvallahreyfingin, sagði skilið við Framsóknarflokk- inn til að mótmæla íhaldssömum áherslum og hægri sinnaðri stefnu sem þáverandi forysta flokksins hafði kosið að setja í öndvegi, þá gengu einnig nokkrir eldri félagar til liðs við Möðruvallahreyfmguna. Andrés Kristjánsson var fremstur í flokki þessara heiðursmanna. I kosningunum 1974 tók hann annað sætið á framboðslista í Norður- landskjördæmi eystra, en í þeim kosningum höfðu Möðruvalla- hreyfmgin og Samtök frjálslyndra og vinstri manna samvinnu um framboð. Það var okkur mikill heiður og gaf sannfæringu okkar aukinn styrk að heiðursmaðurinn Andrés Kristjánsson skyldi ákveða að leggja okkur lið í forystusæti á framboðslista í heimabyggð sinni. Hann hafði aldrei verið orðaður við persónulegan stjómmálametn- að. Honum voru hugsjónir og stefna aðalatriðið á vettvangi stjórnmálanna. Hann var táknið um róttækni og heiðarleika í mál- flutningi Tímans. Hann var öðrum mönnum fremur samviskan í stefnugrundvelli Framsóknar- flokksins. Það var mikill heiður að vera samferða slíkum manni á ör- lagadögum vorið 1974. Þegar saga Framsóknarflokksins og Tímans, sem vissulega er stór og mikil á þessari öld, verður skráð og metin af þeim sem ekki lifðu hana sjálfir, mun Andrés Kristjánsson verða mörgum drjúg- ur efniviður til skilnings á afdrifa- ríkum tímamótum í þeirri sögu. Hann var hugsjónamaðurinn sem ávallt kaus að fýlgja sannfæringu sinni. Hann birti í persónuleika og skrifum þá bestu eiginleika sem á fyrri tíð gerðu samvinnuhreyfing- una og Framsóknarflokkinn að umbótaafli í íslenskum stjómmál- um. Við sem honum voru samferða sem ungir menn eigum á þessari kveðjustund margt að þakka. Hann var okkur í senn lærifaðir og fé- lagi. Hann átti virðingu okkar alla og okkur var heiður í að eiga vin- áttu hans óskipta. Olafur Ragnar Grímsson Við fráfall Andrésar Kristjáns- sonar, blaðamanns og ritstjóra, set- ur gamla samstarfsmenn og vini hljóða. Þessi glaðværi og drenglyndi vin- ur er skyndilega horfinn frá okkur. Langt samstarf og vinátta nægði ekki til þess að ljúka því öllu sem ógert var. Við erum þakklát fyrir langa samleið sem þó var allt of stutt. Sá sem þessar línur festir á blað ætlar ekki að rekja lífs- og af- rekasögu Andrésar Kristjánssonar. Það munu aðrir gera. Samstarfið hófst þegar Andrés gerðist fjórði blaðamaðurinn sem skilaði gamla Tímanum í prentvél- amar, áður en blaðið varð að dag- blaði. Einn þessara íjórmenninga, Jón Helgason, kvaddi okkur fyrir nokkrum árum, svo nú emm við Þórarinn, aldursforseti íslenskrar blaðamennsku, einir eftir af þess- um fámenna hópi frumbýlingsár- anna. Nú á kveðjustundu fylgja Andrési að sjálfsögðu fjölmargir starfsfélagar frá síðari samstarfs- tímum hans á blaðinu. Andrés Kristjánsson skilaði miklu starfi sem blaðamaður og ritstjóri, enda starfsdagurinn oftast langur og frí- dagar fáir. Auk blaðamennskunnar vann Andrés löngum mikiö verk við þýðingar. Sneri hann á íslensku úr erlendum málum miklum fjölda skáldsagna sem margar urðu met- sölubækur. Andrés kunni frábær skil á meðferð íslenskrar tungu og hefur þannig haft veruleg áhrif á málsmekk mikils fjölda ungs og miðaldra fólks. Auk fjölbreyttra ritstarfa við dag- lega blaðamennsku vann Andrés mörg frumsamin íslensk verk og heimildarffásagnir. Tilfinning hans og smekkur fyrir meðferð máls, forms og efnis var óskeikul. Það var því þroskandi og lær- dómsríkt fyrir ungan blaðamann að starfa með Andrési. Kynnin urðu líka nánari vegna þess að í mörg ár bjuggum við að kalla sam- an á heimili þegar Andrés gerðist leigjandi hjá ungu blaðamanns- hjónunum. Þessi sambúð varð síð- an til þess að Andrés kynntist konuefninu í saumaklúbb frúarinn- ar í Barmahlíð. Þannig varð undir- ritaður óbeint til þess að þessi sanni Þingeyingur eignaðist borg- firska konu af góðum stofni Egils og Snorra, er Andrés giftist eftirlif- andi konu sinni, Þorgerði Andrés- dóttur frá Stóra-Ási. Þau eignuðust síðan saman myndarlegan hóp mannvænlegra bama sem ólst upp á menningarheimili þeirra í Kópa- voginum og nutu skógarilms og vatnaniðs á sumardögum við sum- arhúsið sem hjónin byggðu sér í skógarrjóðrunum skammt frá Bamafossum á æskuslóðum Þor- gerðar. Auk blaðamennsku og íjölþættra annarra ritstarfa starfaði Andrés vel að áhugamálum sínum í félags- málum. Gegndi mörgum trúnaðar- störfúm og allra síðustu árin lagði hann góða hönd á plóginn við framgang áhugamála aldraðra. Andrés Kristjánsson skilaði miklu dagsverki á akri blaðamennsku og bókmennta og hans verður minnst um ókomin ár af eftirlifandi sam- starfsfólki og vinum vegna sér- stæðra persónutöfra, trygglyndis og vinarþels. gþ- Andrés Kristjánsson er einn þeirra manna sem ég minnist með sérstakri hlýju og þakklæti. Ég kynntist honum ungur að árum og varð strax ljóst að í brjósti hans sló hjarta drengskapar- og hugsjóna- manns. Hann bjó jafnframt yfir meiri ffóðleik um íslenska sögu og þjóðmenningu en flestir hans sam- ferðamenn en lítillæti hans og óeigingimi sáu til þess að hann var sjaldan í sviðsljósinu, til þess hafði hann alls enga löngun. Framgang- ur hugsjónamála var honum aðal- atriði en ekki persónulegur frami. Þegar örlögin skákuðu mér til út- gáfustarfa hófst með okkur Andr- ési tímabil samstarfs sem stóð í áratugi og aldrei féll blettur á. Um þær mundir var ævisagnaútgáfa komin í talsverða lægð en þá fór ég þess á leit við Andrés að hann skrifaði æviminningar Ágústs bónda Jónssonar á Hofi í Valnsdal. Með ritun endurminninga Ágústs hófst nýtt tímabil í útgáfu slíkra bóka sem síðan hefur farið vaxandi ár frá ári þar til hún varð að flóð- bylgju á síðasta ári en átti í fæstum tilfellum skylt við snilldartök Andrésar á slíku viðfangsefni. Það væri hægt að rita langt mál um Andrés Kristjánsson en ég læt það ógert. Hann kenndi mér það að magnið skipti ekki máli. Þegar ég hafði þann starfa að boða fagnað- arerindi samvinnuhreyfingarinnar fann ég glöggt að Andrés var einn sannasti samvinnumaður sem ég hafði kynnst og án efa hefði hreyf- ingunni ekki veitt af fleiri slíkum. Þegar ég lít yfir farinn veg og sam- skipti okkar er mér ljóst að Andrés var sannur maður, samkvæmur sjálfum sér og án efa veitti þjóð- inni ekki af fleiri slíkum. Fjölskylda mín sendir eftirlifandi konu og bömum Andrésar kveðjur sínar og biður þeim allrar blessun- ar. Örlygur Hálfdanarson Kveðja frá ungum framsóknar- mönnum Andrés Kristjánsson, rithöfúndur og fyrrv. ritstjóri, var um langan aldur ungum framsóknarmönnum lærifaðir og hugmyndafræðingur í baráttunni fyrir vinsamlegra og lit- ríkara samfélagi. Hann var óbil- andi samvinnumaður og staðfast- lega síðastur að viðurkenna að samvinnuhugsjónin sé orðin undir í slagnum við einstaklinga og pen- ingahyggjuna sem riður svo mjög húsum um þessar mundir. Ritgerð- ir hans og erindi bera þessa mjög vitni. Andrés var mjög afkastamikill rithöfundur og þýðandi og framlag hans á þeim vettvangi verður seint fúllmetið. Samband ungra framsóknar- manna færir íjölskyldu Andrésar Kristjánssonar samúðarkveðju nú við ffáfall hans. Verk hans og hug- myndir munu hins vegar áfram lengi lifa í störfum og stefnumið- um ungra framsóknarmanna. Það er öllum fyrir bestu. F.h. S.U.F. Gissur Pétursson formaður Bekkjarfélagar Andrésar Krist- jánssonar úr Kennaraskóla Islands, sem luku ásamt honum kennara- prófi vorið 1938, hafa lengi fylgt þeirri reglu að koma saman einu sinni á ári, í vikunni fyrir páska. Þar var Andrés jafnan hrókur alls fagnaðar. Miðvikudaginn 11. þessa mánaðar áttu bekkjarsystkini Andrésar sameiginlega kvöld- stund. En þá var orðið skarð fyrir skildi. Við það tækifæri minntist einn úr hópnum, Gils Guðmunds- son, Andrésar með svofelldum orðum: Kæru bekkjarsystkini. Það er sérstök tilfinning sem ég veit að grípur okkur öll, þennan litla hóp sem hér cr saman kominn í kvöld. Á þessari stundu beinist hugur okkar, hvers og eins, að frá- bærum vini og félagsbróður, Andrési, sem nú liggur á líkbörum. Mig langar að endurtaka þau tvö orð sem fyrst koma fram í hugann þegar Andrésar er minnst. Það eru orðin vinur og félagsbróðir. Mér finnst þau lýsa viðhorfi okkar allra til þess góða drengs sem við kveðjum með djúpu þakklæti fyrir allt það sem hann var okkur og veitti okkur af auðlegð hjarta síns. Þegar við á þessari stundu lítum til baka yfír 55 ára kynni af Andr- ési kemur mörg svipmyndin fram í hugann. Að sjálfsögðu er okkur ljúft að minnast þess hversu fágæt- lega snjall Andrés reyndist á rit- vellinum og afburða traustur og vel verki farinn listamaður á ýms- um sviðum þjóðlífsins. En þó er okkur nú efst í huga hve hjartahlýr hann var og ljúfur í allri umgengni. Frá lyrstu kynnum til hinna síðustu sannaðist í einu og öllu að þar sem Andrés var fór góður drengur sem öllum vildi vel. Nú minnumst við þess að bæði á árlegum páskasam- komum okkar og öllum stærri af- mælum bekkjarins var hann ævin- lega hinn ljúfi og glaði félagi sem átti manna auðveldast með að riija upp gamlar skólaminningar og bregða yfir þær ýmist ljúfum eða gamansömum blæ — en ætíð var frásögn hans græskulaus og elsku- leg. Á slíkum stundum endurminning- anna kom einatt í ljós hversu prýðilegur sögumaður Andrés var. Á þessari stundu verður Andrés vinur okkar mér og okkur fleirum þó eftirminnilegastur frá stuttri stund um páskaleytið í fyrra þegar við bekkjarsystkinin komum hing- að á þennan stað til árlegs sam- fúndar okkar. Við vissum að Andr- és hafði verið á sjúkrahúsi og gengist þar undir erfiða augnað- gerð og að enn væri borin von hvemig til hefði tekist. Ekki datt mér í hug að við myndum sjá hann að sinni þegar svo var ástatt. En Andrés kom, þótt ekki gæti hann verið með okkur allt kvöldið — heimsótti okkur með reifað auga og höfuð og lék eins og fyrr á als oddi þá stund sem hann var í okkar hópi. Það hefðu fáir gert undir slíkum kringumstæðum. En atvik- ið sýnir ef til vill betur en fiest annað hvílíkur kjarkmaður og önd- vegisfélagi Andrés var. Ég átti töluvert saman við Andrés að sæta síðustu árin, meðal annars vegna útgáfunnar á kvæðum Frey- steins, okkar ástsæla skólastjóra. Öll var sú samvinna einstaklega ánægjuleg. Mér er fúllkunnugt um það að Andrés beinlínis hlakkaði til þess að vera héma með okkur í kvöld. Hann var að undanförnu mjög með hugann við það að við gætum við það tækifæri gert grein fýrir niðurstöðum í sambandi við útgáfu Freysteinskvæða. Dregist hafði úr hömlu að við fengjum fullnaðarskil frá umboðsaðila. En fyrir réttri viku, síðastliðinn mið- vikudag, gat ég skýrt Andrési ffá því i síma að uppgjörið væri kom- ið og mætti teljast nokkuð hag- stætt. Hann var afar ánægður og sagði við mig í lok símtalsins: Jæja, Gils minn. Þetta er ágætt. Við getum þá skýrt frá árangrinum þegar við hittum bekkjarsystkinin á miðvikudaginn kemur. Ég er þess fúllviss að ekkert okk- ar á annað en ljúfar og góðar minningar um Andrés Kristjáns- son. Með sámm söknuði kveðjum við elskulegan félagsbróður og vin. Kveðja frá Norræna félaginu í Kópavogi Andrés Kristjánsson var alla ævi maður mikils starfs sem náði langt út yfir þau mörk sem kennsla, blaðamennska eða önnur vinna krafðist. Ritstörf hans og afköst við þýðingar voru með ólíkindum, sé þess gætl að þau voru hjáverk lengi framan af. En því fer þó fjarri að þar með sé allt lalið, því að Andrés var örlátur, bæði á gáfur sínar og góðvild og einatt reiðubú- inn að hlaupa undir bagga þar sem átaks var þörf til styrktar góðu málefni. Mér segir svo hugur að það hafi verið honum eðlislægt, en jafnframt í fullu samræmi við þá félagshyggju og samvinnuhugsjón sem hann kynntist ungur í átthög- um sínum og veitti jafnan það lið er hann mátti. Andrés tók þátt í stjórnmálum, bæði á landsvísu og innan þrengri hrings. Hann var varabæjarfulltrúi, fræðsluráðsmaður og fræðslustjóri í Kópavogi um skeið, en þar átti hann heima á ljórða tug ára. Félög, nefndir og ráð nutu starfskrafta hans og áhuga, þeirra á meðal stéttarfélög blaðamanna og rithöf- unda, Þingeyingafélagið í Reykja- vík, Skógræktarfélag íslands og Norræna félagið í Kópavogi. Á aðalfundi þess og vorvöku í síðasta mánuði sá ég Andrés síð- ast, glaðan og hressan eflir atvik- um. Hann var kjörinn varaformað- ur í fýrstu stjóm Norræna félagsins í Kópavogi við stofnun þess í árs- lok 1962 og var formaður þess 1967-71. Hann var vinur þeirrar hugsjónar sem það var stofnað til að styðja í upphafi og bar hlýjan hug til þess alla tíð. Fyrir það kunnum við honum þakkir sem þar störfum nú og sendum ástvinum hans samúðarkveðjur. I hugum okkar leikur birta um minningu Andrésar Kristjánssonar. Ég sem þessar línur set á blað kynntist honum fyrst þegar ég kom tvítugur til Reykjavíkur og gerðist þar blaðamaður um skeið, m.a. undir stjóm Andrésar. Norðlenskur uppruni beggja og sameiginleg áhugamál tengdu okkur saman. Síðar áttum við ýmislegt saman að sælda vegna starfs míns hjá út- varpinu því að þar var Andrés lengi vinsæll gestur, einkum í þættinum „Um daginn og veginn". Hann var ræktunarmaður lands og lýðs í gömlum og góðum skilningi. Hann var drengur góður. Og hon- um var lagin sú list að láta skyn- semi og tilfinningar vega salt í dagfari sínu, skoðunum og skipt- um við aðra. Nú eru mér efstar í huga þakkir fyrir hið hlýja þel sem ég og marg- ir samferðamenn Andrésar Krist- jánssonar fengu að njóta meðan hann var okkur nær. Þess verður ætíð gott að minnast. Hjörtur Pálsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.