Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 22

Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 22
22 Tíminn DAGBÓK Oddur Jónsson frá Sandi í Kjós, Lyngbrckku 15, Kópavogi Árnaö heilla: 75 ára afmæli. Á morgun, föstudaginn 20. april, er 75 ára Oddur Jónsson frá Sandi i Kjós, tíl heimilis að Lyngbrekku 15, Kópavogi. Oddur tekur á móti gestum á hcimili dóttur sinnar að Hæðarbyggð 5, Garða- bæ, laugardaginn 21. apríl frá kl. 15.00. Sðlustaðir minningarkorta HJARTAVERNDAR Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755 (Gíró) Reykjavíkur Apótek, Austurstr. 16 Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apótek, Sogavegi 108 Bókabúðin Embla, Völvufelli 21 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102A Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74 Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11 Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandg. 31 Sparisjóður Hafnarfjarðar Kefiavík: Rammar og gler, Sólvallag. 11 Apótek Keflavíkur, Suðurg. 2 Akranes: Bókabúð Andrésar Níelssonar, Skóla- braut 2 Borgarnes: Verslunin ísbjörninn Stykkishólmur: Hjá Sessclju Pálsdóttur, Silfurg. 36 ísafjörður: Póstur og sími, Aðalstræti 18 Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá, Bæjarhreppi Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97 Bókaval, Kaupvangsstræti 4 Húsavík: Blómabúðin Björk, Héðinsbr. 1 Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5 Egilsstaðir: Hannyrðaverslunin Agla, Selási 13 Eskifjörður: Póstur og sími, Strandgötu 55 SigluQörður: Verslunin Ögn, Aðalgötu 20 Vestmannaeyjar: Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16 Selfoss: Sélfoss Apótek, Austurvegi 44. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga - Eftirtaldir staðir hafa minningarkortin til sölu. Reykjavík: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 25744, Bókaverslun Isafoldar, Austurstræti og Bókabúð Vest- urbæjar, Víðimel. Seltjarnarnes: Margrét Sigurðardóttir, Mýrarhúsaskóli eldri Kópavogur: Veda bókaverslanir Hamraborg 5 og Engihjalla 4 Hafnarfjörður: Bókabúðir Böðvars, Strandgötu 3 og Reykjavíkurvegi 64 Selfoss: Apótek Selfoss, Austurvegi 44 Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5 Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3 ísafjöröur: Urður Ólafsdóttir, Brautar- holti 3 Árneshreppur: Helga Eiríksdóttir, Finnbogastöðum Blönduós: Helga A. Ólafsdóttir, Holtabraut 12 Sauðárkrókur: Margrét Sigurðardóttir, • Birkihlíð 2 Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8 og Bókabúðirnar á Akureyri Húsavík: Bókaverslun Þórarins Ste- fánssonar, Garðarsbraut 9 Egilsstaöir: Steinþór Erlendsson, Laufási 5 Höfn, Horaafirði: Erla Ásgeirsdóttir, Miðtúni 3 Vestmannaeyjar: Axel ó Lárusson. skóverslun, Vestmannabraut 23 Sandgeröi: Póstafgreiðslan, Suðurgötu 2-4 Keilavík: Bókabúð Keflavíkur, Sól- vallagötu 2 Sumarfagnaður VITANS á sumardaginn fyrsta Fclagsmiðstöðin Vitinn heldur sumar- fagnað fyrir alla fjölskylduna á sumar- daginn fyrsta kl. 14:00- 16:00. Margt vcrður til gamans gert og boðið upp á margvíslcg skemmtiatriði, svo scm dans og söng. Oskar og Emma koma i heim- sókn, Unglingaleikhúsiö sýnir atriði úr leikriti, Hjálparsveit skáta vcrður mcð sýningu á hluta tækjabúnaðar síns og óvænta uppákomu um kl. 15:00 og margt fleira. Inni í félagsmiðstöðinni verður fjöl- brcytt dagskrá, fóstra vcrður með föndur- horn fyrir litlu börnin, ýmis fyrirtæki kynna starfsemi sína o.fl. Op mömmu og pabba cr boðið upp á molakaffi og krakkar fá popp. Byggðasafnið og Sjóminjasafnið eru opinkl. 14:00-18:00. Kaffistofan í HAFNARBORG er einnig opin. Æskuiýðs- og tómstundaráð Hafnar- fjarðar Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl. 19:00. Sumarkaffi Kvenfélagsins Seltjarnar Kvenfélagið Scltjörn hcfur „Sumar- kaffi“ í Félagshcimili Scltjarnarness á sumardaginn fyrsta. Húsið er opnað kl. Karlakórinn Stcfnir Vortónleikar Karlakórsins STEFNIS Um þcssar mundir heldur Karlakórinn Stcfnir í Kjósarsýslu sína árlcgu vortón- leika. Þcir vcrða haldnir scm hér segir: í Fólkvangi á Kjalarnesi á sumardag- inn fýrsta kl. 20:30. í Langholtskirkju sunnudaginn 22. april kl. 17:00 í Hlégarði í Mosfellsbæ þriðjudaginn 24. apríl kl. 17:00. Sigrún Hjálmtýsdóttír óperusöngkona er einsöngvari mcð kórnum, cn auk hennar syngja nokkrir kórfélagar einsöng eins og undanfarin ár. Að þessu sinni cru það þcir Ármann Ó. Sigurðsson, Stefán Jónsson og Þorgeir H. Jónsson. Stjórn- andi Stcfhis er Lárus Sveinsson trompct- leikari og undirleikar er Guðrún Guð- mundsdóttir. Söngmenn í Stcfni eru nú 58. 14:30. Vorfagnaður Átthagasamtaka Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna í Rcykja- vík halda „Vorfagnaö" á Kjóavöllum við Vatnscndaveg föstudaginn 20. apríl kl. 20:30. Fundur Kvenfélags Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins hcldur fund föstudaginn 20. apríl kl. 20:30 í Kirkjubæ. Kaffivcitingar. Ferming í Viðidalstungukirkju sunnudaginn 22. apríl kl. 11:00 Prestur er sr. Kristján Björnsson. Þau scm vcrða fermd cru: Ásdís Olga Sigurðardóttir, Kolugili Hrönn Bjaraadóttir, Melrakkadal Sigurður Bjöm Gunnlaugsson, Nýpukoti Sjávarfréttir 1. tbl. 1990 Sjávarfréttir 1. tbl. er ný komið út. Meðal efnis í blaðinu er: Hvort er hagkvæmara? Ásgeir Daníeisson hag- fræðingur á Þjóðhagsstofnun gerir, að beiðni Sjávarfrétta, úttekt á því hvort sé hagkvæmara þjóðhagslega, - að vinna fiskinn hér heima eða flytja hann út óunninn. fsland - Bretland. Helgi Már Reynis- son birtir niðurstöður samanburðar- könnunar sem hann hefur gert á rekstri íslenskra og breskra fiskvinnslustöðva. Smásölupakkningar. Hvers vegna er ekki öllum fiski pakkað í neytendaum- búðir? Samantekt um framleiðslu á fiski í smápakkningum og hvers sé að vænta á næstu árum. Ef ég mætti ráða ... Nokkrir starfandi menn í sjávarútvegi segja hverju þeir myndu vilja breyta í fiskveiðilagafrum- varpinu nýja, ef þeir mættu ráða. „Læt enga kerfiskarla segja mér fyrir verkum“. Viðtal við Kristin Pétursson alþingismann. Þá eru tvær fiskifræðilegar úttektir í blaðinu. önnur er um þorskstofnana í Norðursjó og Eystrasaiti eftir dr. Sigfús Schopka fiskifræðing. Hin fjallar um athugun á atferli fiska viö dragnótaveiðar með neðansjávarmyndavél, en höfundur er Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur. Ritstjóri Sjávarfrétta er Guðjón Ein- arsson, en útgefandi Fróði hf. Lífgeislar Tímarit um lífsambönd við aðrar stjðmur Þetta er 59. tbl. 13. árg. af ritinu Lífgeislar, sem gefið er út af SKÁK- PRENTI fyrir hönd Félags Nýalssinna. j blaðinu eru birt erindi og margar greinar. Af fyrirsögnum má nefna: Geimþoka - myndunarstaður nýrra stjarna, Fljúgandi furðuhlutir, Heimsviðburður og stjörnu- spáfræði og Frá jörð til jarðar eftir Þorstein Guðjónsson. Einnig eru smá- kaflar úr ritum Helga Pjeturss. Þá eru birt ljóð, frásagnir af draumum og sagt frá miðilsfundum, þar sem framliðnir segja frá í gegnum miðils munn. Ritstjóri er Ingvar Agnarsson. Gódar veislur endi vel! Eftirelnn -ei aki neinn I =K1-~Í»J BLIKI Tímarit um fugla Tímaritið BLIKI er hið eina sinnar tegundar, sem gefið er út hér á landi. Náttúrufræðistofnun íslands (dýrafræði- deild), Fuglaverndarfélag lslands og áhugamenn um fugla hafa staðið fyrir útgáfu þessa rits síðan 1983. I BLIKA er birt eins fjorlbreytilegt efni um íslenska fugla og völ er á, en áhersla er lögð á upplýsingar um fuglalíf sem ekki hafa birst áður. Ritið kemur óreglulega út, 1-2 hefti á ári. Þeir sem óska að fá ritið sent við útgáfu eru skráðir á útsendingarlista, en andvirði hvers heftis er síðan innheimt með gíróseðli. Öll fyrri hefti ritsins eru enn fáanleg, nema það fyrsta. Afgreiðsla BLIKA er á Náttúrufræðistofnun Islands, Laugavegi 105, 125 Reykjavík, en síminn er (91)-19822. -wOðhagsuga? iplitll llllt Ertu hættulegur í UMFERÐINNI án þess að vita það? Mórg lyf hafa svipuó áhrif jjyjl ogáfengi ' ^ Ky.intu þér vel lyfió Gem þu notar ||[ FARVÍS - Tímarit um ferðamál Þetta er fyrsta tölublað Farvís þetta árið, en fimmta tölublaðið frá upphafi. 1 Farvís er að finna mikinn fróðleik og fjölbreyttan um ferðamál. Þar eru m.a. greinar og frásagnir frá Egyptalandi, Hawaii, Ásbyrgi, Drangey, Portmeirion í Wales, Key West á Flórída og fleiri stöðum. Meðal greinahöfunda eru Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður, Jór- unn Viðar Valgarðsdóttir læknanemi, Björn Hróarsson jarðfræðingur, Egill Gr. Thorarensen framkvæmdastjóri, Hlynur Örn Þórisson blaðamaður. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips, segir álit sitt á ferðamálum og viðtal er við Kristínu Halldórsdóttur, forma. Ferðamálaráðs Islands. Ferðagetraun, tíu spurningar, er í Far- vís og verðlaunin fyrir þann sem svarar rétt eru ferð fyrir tvo til Portúgals í eina viku. Útgefandi FARVÍS er FARVEGUR hf. og ritstjóri er Þórunn Gestsdóttir. Áskriftarsímar eru 91-680699-680649. ötronöopóðturínn ■ 23. árg. STRANDAPÓSTURINN 23. árg. Nýlega er Strandapósturinn kominn út, en það er Átthagafélag Strandamanna sem er útgefandi. f ritinu er fjölbreytt efni eftir Strandamenn, ljóð og frásagnir. Einnig eru fréttir af félagsstarfi sl. árs. Guðrún Jónsdóttir frá Kjós á þarna nokkur ljóð og sömuleiðis Ingólfur Jóns- son frá Prestsbakka, Ingimundur Ingi- mundarson á Svanshóli, Jóna Vigfúsdótt- ir frá Stóru-Hvalsá og Skúli Bjarnason, Drangsnesi. Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrana- nesi segir frá Aðalbjörgu Jónsdóttur og nefnir greinina Líf og list. Margar myndir af listiðnaði Aðalbjargar, - útprjónuðum kjólum - fylgja með greininni. Jóhannes Jónsson frá Asparvík hefur rannsakað gamlar minjar og sagnir um spænska hvalveiðimenn og dysjarnar í Spönsku- vík. Gísli Guðmundsson segir frá sjúkra- flutningi á Ströndum frostaveturinn 1918, en Torfi Guðbrandsson rifjar upp tildrög að stofnun Átthagafélags Strandamanna. Margt fleira efni er í ritinu, svo sem Sveitarríma Óspakseyrarhrepps eftir Ingimund Magnússon frá Hrófbergi, en Játvarður Jökull Júlíusson segir frá. Ritið er um 140 bls. að stærð. Á forsíðu er mynd af sumarhúsi félagsins „Stranda- seli“. Spennum beltirv AUTAF - ekki stundum V Fimmtudagur 19. apríl 1990 Lúðrasveitin SVANUR 60 ára Lúðrasvcitin Svanur er 60 ára á þessu ári, stofhuð 16. nóv. 1930, og minnist af- mælisins með afmælistónlcikum í Há- skólabíói laugardaginn 21. apríl kl. 14:00. í hljómsveitinni eru nú um 60 hljóðfæraleikarar og hefur hún aldrei verið íjölmennari. Gefið hefur vcrið út veglegt afmælisrit, ritað af Atla Magnús- syni blaðamanni. Einnig er þar að fmna félagatal Iúðrasveitarinnar allt frá stofn- ári. Á efnisskrá tónleikanna má m.a. bcnda á „Concerto fýrir blásara og áslátt- arhljóðfæri“ eftir Pál P. Pálsson, sem ein- ungis hefur verið flutt cinu sinni áður. Einnig vcrður frumflutt vcrk cftir Össur Geirsson, „Sögur af Sæbjúgum", sem hann samdi sérstaklcga fýrir lúðrasveit- ina í tilefni afmælisins. Þá verða flutt verk eftir Sousa, Rossini, Brahms o.fl. Einleikarar á tónlcikunum eru: Kjartan Óskarsson klarinett, Jön Sigurðsson trompet, Sæbjörn Jönsson trompet og Kristján Kjartansson trompct. Stjómandi Lúðrasveitarinnar Svans cr Robert Dar- ling. Átthagarækt í Norræna húsinu: „Nordiska förbundet för hembygds- arbete“ boðar til kynningarfundar í Nor- ræna húsinu föstudaginn 20. apríl kl. 17:15. Um er að ræða norrænan félagsskap, sem starfar á mjög virkan hátt á sviði hvers kyns átthagaræktunar. Allir sem áhuga hafa á byggðasögu, minjavcrnd, ættfræði, heimilisiðnaði, náttúruvernd, örncfnaskráningu, forn- leifafræði og öðm er við kcmur heima-. byggðinni em velkomnir. Fulltrúar „Nordiska Förbundct för hemmbygdsarbete", þeir Rune Ruhnbro og Rune Engström frá Svíþjóð og Markko Tanner frá Finnlandi koma á fundinn og kynna samtökin. Félagsstarf aldraðra hjá Reykjavíkurborg heldur upp á sumardaginn fyrsta Félagsstarf aldraðra hjá Reykjavíkur- borg fagnar komanda sumri á sumardag- inn fyrsta, 19. apríl í félagsmiðstöðinni Glym í mjóddinni. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni og má þar nefna kórsöng, danssýningu, upplestur og tískusýningu ásamt með kaffiveitingum. f lok hátíðarinnar verður stiginn dans. Nánari upplýsingar er unnt að fá á öllum 9 félagsmiðstöðvunum sem Reykjavíkurborg rekur í höfuðborginni. Hátíðin hefst kl. 14:00 og munu flestar félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á akstur fram og til baka fyrir vægt gjald. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur laugardaginn 21. apríl. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Hana nú fagnar sumri eins og venjulega með pönnukökuveislu og sumarskapi. I pönnukökuveislum Gönguklúbbsins er gcfinn nógur tími á kaffistofunni. Upp- lagt er að bjóða gctum með sér í sam- kvæmið og gönguna. Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði Skrúðganga verður frá Skátaheimilinu kl. 10:00 og ld. 11:00 hefst skátamcssa í Víðistaðakirkju. Prcstur er sr. Sigurður H. Guðmundsson. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar hcfst kl. 13:00. Skráning fer fram í anddyri Bæjarbíós. Tónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna Kór Átthagafélags Strandamanna hcld- ur tónlcika í Breiðholtskirkju laugardag- inn 21. apríl kl. 16:00. Stjómandi er Erla Þórólfsdóttir og undirleikari Laufcy Kristinsdóttir. Frá Kvenfélagi Kópavogs Konur í Kvenfélagi Kópavogs, munið fcrðina á Eyrarbakka sem farin vcrður miðvikudaginn 25. apríl kl. 19:00 stund- víslcga frá Félagsheimiiinu. Látið vita um þátttöku sem fýrst I sím- um 40332,40388 og 675672.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.