Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 27

Tíminn - 19.04.1990, Blaðsíða 27
oyy r !r:OB L'EDUiTlíTiM I ii I.i . i >. i Fimmtudagur 19. apríl 1990 Tíminn 27 Afmæliskveója | Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor sextugur í dag, 19. apríl Hratt líður tíminn sem löngum fyrr. Þeir sem slitu skóm sínum á hlöðum og göngum M.A. á seinni hluta fímmta áratugarins — flestir vitanlega á hraðri ferð í bekkjarstof- ur hins gamla og virðulega húss er enn lifir í minningu vorri, fullt þokka og formfegurðar, eru nú tekn- ir að grána lítið eitt í vöngum, dálítið merktir þessum heimi, volk hans og vafstur eigi skilið oss eftir án ein- kenna sinna, hin ffæga tönn tímans náði einnig að naga hold vort og anda. Og engin Iðunn kom með hin góðu epli að gefa oss að eta, að vér yrðum ungir í annað sinn ... Einn var sá er geyst fór og sókti námið fast, enda til þess kominn á vettvang, veittist það auðvelt og naut sín vel við fótskör meistaranna og mátti öllum ljóst vera að hér beygð- ist krókur til þess er síðar varð með því að afmælisbamið er i dag einn af oddvitum íslenskra fræða og bók- mennta. Kemur hér til eigi aðeins mótun i menntaskóla heldur og hollt andrúmsloft á æskuheimili, en þar var í heiðri höfð þjóðleg mennt, fað- ir hans kunnur hagyrðingur, átti létt með að kasta fram góðri stöku, Höskuldur Einarsson, bóndi að Vatnshomi i Skorradal, áður á Sig- ríðarstöðum í S.-Þing., og þar fædd- ist afmælisbamið; móðir hans borg- firskrar ættar, Solveig Bjamadóttir, komin af greindarfólki um Borgar- flörð. Hefur Sveinn gefið góða lýsingu á hinni fyrstu för sinni til mennta í listilegri grein er hann reit í „Afmæi- iskveðja til Tómasar Guðmundsson- ar“ er út kom 1981 um leið og hann sýnir lesendum inn í heim er nú má þykja gamall orðinn og bregður upp mynd af heimili sínu og sjálfum sér — þekkilega og eðlilega mynd — sem margir af vorri kynslóð eiga auðvelt með að skilja. Hann kom í skólann fyrir norðan vetri síðar en margir bekkjarbræðra hans en lauk öllu námi þar með miklum sóma og er mér til efs að margir þeir er skóla sóktu um það leyti og telja má full- trúa bændamenningar og þeirra upp- eldishátta er þar ríktu hafi staðið honum framar í iðni og samvisku- semi, en þar fyrir utan var hann gæddur mikilli námshæfni og greind. Á þessum árum voru kynni eigi mikil vor í millum en höfðum þó eitthvað saman að sælda við ritsmíð- ar, með því hann var ritstjóri skóla- blaðs á stundum, ef ég man rétt. Var reyndar fátt um vinafundi og hélt hvor á sínu, en að lokum munum við hafa hallast á sömu sveifar báðir er í háskóla kom og tíminn stóð með okkur. Hvat sveifa...? Verk prófessorsins bera honum vitni sem nákvæmum fræðamanni og er vert að þakka góða útgáfu á Gesti Pálssyni, ítarlegt verk og vel úr garði gert að öllu. Skal ekki fjöl- yrt um annað það er hann hefur látið frá sér fara af bókmenntalegum skrifum, en þó barst hér inn íyrir dyr mínar lítið kver nýverið: Ljóðarabb, og birtist í skrifi þessu bókmennta- legur skilningur Sveins og óbrigðull smekkur. Fer hann á kostum í um- fjöllun sinni um kveðskap nokkurra skálda og er þetta besta lesning öll- um er unna íslensku máli og skáld- skap. Margur er sá er fetar þrönga línu námsefhis í skólum og skal það eigi lastað, enda full þörf á oft og tíðum. Á háskólaárum sinum mun hinn ungi norrænustúdent hafa kynnst við skáld og litterata höfuðborgarinnar og hefur það víkkað sjóndeildar- hring hans og ný sjónarmið orðið honum kunn. Býr hann að þessum kynnum og hafa þau forðað honum ffá stöðnun en stundum vill svo fara, ef fingur er ekki hafður á slagæð lífs og tíma, sem er óhollt bókmennta- manni. Lffið er styrkara en bókin þótt góð sé. Má, að ég hygg, sjá >essa merki í Rabbi hans og e.t.v. víðar. Ungur nam Sveinn öll fræði um guðinn Þór og hamar hans og nutum við þar ágætrar kennslu Steingríms Sigurðssonar, frábærs íslenskukenn- ara, hafði hann uppi Wimmer einn og þókti hin besta bók. Er þessa get- ið hér því ég treysti því að þú munir ganga til fulls frá þeim verkum er óunnin eru í smiðju þinni og með at- orku þeirri er Snorri gæddi goðið er á hamri þessum hélt. Veit ég að full- klárað var verk þitt um Gest, en eigi svo sem nú tíðkast, að hafin eru verk, bókmenntaleg og söguleg, en þá einhver bindi eru út komin dettur hinn margfrægi botn úr öllu saman. Má vera fyrir fjár sakir. Má um þetta segja, svo sem svar hljóðaði, þá er spurt var um starfa Sunnlings eins: hann rekur nagla til hálfs. Að öðru: þakkir til konu þinnar ffú Vigdísar Þormóðsdóttur prests Sig- urðssonar og ykkar beggja er þið sátuð tum mér til heiðurs ásamt vin- um öðrum, síðdegi eitt á liðnu hausti. Sjáumst á góðu dægri. Lifið heil. Sr. Baldur Vilhelmsson prófastur, Vatnsfirði + Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir, Vatnsdal, Fljótshlíð er lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 10. þ.m. verður jarðsungin frá Breiðabólstaðakirkju laugardaginn 21. apríl kl. 14.00 Elfar Andrésson Kjartan Andrésson Magnús Andrésson Sveinn Andrésson Sigurður Andrésson Óiafur Andrésson Sigurleif Andrésdóttir Guðríður Andrésdóttir Matthildur Andrésdóttir Elísabet Andrésdóttir Þormar Andrésson barnabörn og barnabarnabörn. Auður Karlsdóttir Svanhvít Guðmundsdóttir Ólafía Sveinsdóttir Sigurður Gíslason Eiríkur Agústsson Dofri Eysteinsson Tryggvilngólfsson Sigurlín Óskarsdóttir + Sigurgeir Guðbjarnarson frá Jafnaskarði nú Bólstaðahlíð 45 er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna Aðstandendur Oskum landsmönnum gleðilegs sumars Garðyrkjustöðin Grímsstaðir, Hveragerði. Óskum öllum gleðilegs sumars HK borgarskipulag reykjavíkur I* s " • (O AA *•*< 'r Skipulagssýning Borgarskipulags Reykjavíkur er flutt í Byggingarþjónust- una, Hallveigarstíg 1, Rvík. Opið alla virka daga frá 20.04 til 10.05 - kl. 10:00-18:00 FRAMHALDS- AÐALFUNDUR í samræmi við ákvörðun aðalfundar Eignarhalds- félagsins Iðnaðarbankinn hf., sem haldinn var hinn 17. janúar s.l., er hér með boðað til framhaldsaðal- fundar í félaginu, sem haldinn verður í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, hinn 25. apríl n.k. og hefst kl. 16.00 Dagskrá Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06. í samþykktum félagsins. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar að fundinum eru afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Lækj- argötu 12, 2. hæð. Ársreikningur félagsins, ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sfmi Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjöröur Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur EsterFriðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Krístiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93-41447 fsafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut5 95-3132 Hvammstangi FriðbjörnNíelsson Fífusundi12 95-1485 Blönduós Snorri Bjamason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd ÓlafurBernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlfðarveig 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagata 13 (austan) 96-27890 Svalbaröseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sveinbjörn Lund Brúargerði14 96-41037 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylf adóttir Aðalbraut60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hliðargötu4 97-51299 Djúpivogur Jón Biörnsson Borgariandi21 97-88962 Höfn Skúli ísleifsson Hafnarbraut16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjam ínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JóninaogÁrnýJóna Króktún 17 98-78335 Vfk IngiMárBjörnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 HVOLSVEIjI l - C60 HVOLSVELU SJAUMST ENDURSKIN!! u as /IFERÐAR ENDURSKINS- MERKI fást i apotekum og viðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.