Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. apríl 1990 Tíminn 7 anum. Þrátt fyrir veikan meiri- hluta tókst þeirri ríkisstjóm að leggja grundvöll að þeirri end- urreisn sem átt hefur sér stað í efnahags- og atvinnumálum. Ríkisstjómin styrkti stöðu sína á Alþingi þegar meirihluti Borgaraflokksins gekk beint til liðs við hana í fyrrahaust. Þótt sú breyting hafi e.t.v. aukið stjómarandstöðutilburði Sjálf- stæðisflokksins í orði hefiir hún ótvírætt orðið stjómarsamstarf- inu sá sfyrkur sem að var stefht. Núverandi ríkisstjóm hefur því fullan þingstyrk til þess að fylgja eftir endurreisnarstarfi sínu og koma fram nauðsynleg- um þingmálum eftir því sem þingflokkar hennar koma sér saman um. Staða ríkisstj ómarinnar Enn er eitt ár til loka kjör- tímabilsins. Engin ástæða er til að gera ráð fyrir öðru en að stjómarsamstarfið haldi áfram til kosninga. Til þess hefur rík- isstjómin nægilegt þingfylgi og miklar líkur em til þess að ár- angur stjómarsamstarfsins eigi eftir að koma skýrar í ljós á næstu mánuðum eins og viður- kennt er í opinberum þjóðhags- spám. A þetta er enn meiri ástæða til að minna, að skoðanakannanir um fylgi stjómarflokka meðal kjósenda hafa síður en svo ver- ið hliðhollar ýmsum stjórnar- flokkanna. Viðurkenna verður að slík niðurstaða skoðana- kannana bendir til þess að kjós- endur hafi ekki gert sér grein fyrir þeim mikla árangri sem stjómarstefnan hefur leitt til á þeim sviðum sem mestu skipta. I því efiiahagsástandi sem ríkt hefur og glíman hefur staðið um að bæta úr, hefur ríkis- stjómin orðið að beita sér fyrir aðgerðum sem ekki em líklegar til skjótra vinsælda, því að í þeim hafa m.a. falist strangar aðhaldsaðgerðir, þ. á m. í kaup- gjaldsmálum og ýmsum efnum sem snerta kjaramál. Rikisstjómin hefúr ekki farið dult með að kaupmætti veltiár- anna var ekki unnt að halda á samdráttartímum. Mikilvægur þáttur í efnahagslegri endur- reisn hlaut að vera sá að tryggja að kaupsamningar væm í sam- ræmi við raunverulega efna- hagsgetu þjóðarbúsins og markmið um minnkandi verð- bólgu, þá nauðsyn að verðlags- þróun sé til frambúðar í sam- ræmi við verðlagsþróun í við- skiptalöndum okkar. Forystumenn stærstu laun- þegasamtaka landsins hafa stutt þetta markmið og stuðlað að því að því mætti ná. Þrátt fyrir það má búast við að launþegar hafi tekið þessari stefnu með tortryggni og ekki áttað sig á að samverkandi aðgerðir til vamar verðbólgunni, s.s. vaxtalækkan- ir og verðlagseftirlit, koma þama á móti og eiga sinn þátt í að móta nauðsynlegan stöðug- leika í verðlagsmálum og traustara efhahagskerfi til fram- búðar. Þess er þó að vænta að sá hagur sem launþegum er bú- inn með hinum almennu efna- hagsráðstöfunum að undan- fömu og þeim varanlega stöð- ugleika sem stefnt er að, eigi eftir að koma skýrt í ljós eftir því sem lengra líður. Mótun framtíðarstefnu Þótt hinar almennu efnahags- aðgerðir hafi að vísu orðið til upp úr þeirri neyð sem atvinnu- lífið var komið í fyrir einu og hálfu til tveimur ámm, ber ekki að skoða þær sem neyðarráð- stafanir, heldur upphaf þess að mestu annmörkum islensks efhahagslífs verði eytt til fram- búðar. Þar er fyrst og fremst átt við óhæfilega verðbólgu og tíð- ar hagsveiflur sem lengi hafa sett mark sitt á efnahagslífið hér á landi og valdið óheilla- þróun í efnahagskerfmu sem sí- fellt hefur reynst vandasamara að ráða við eftir því sem tímar hafa liðið. I ljósi batnandi ástands í þjóð- arbúskapnum er því full ástæða til að vera á verði fyrir þenslu- hættunni, sem óneitanlega fylg- ir uppsveiflum eftir mikla efna- hagslega lægð. 1 því sambandi er vert að minna á frumvarp um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegs- ins sem sjávarútvegsráðherra hefhr lagt fyrir Alþingi. í fyrstu grein frumvarpsins segir að stofna skuli sjóð undir þessu nafni og er hlutverk hans að „draga úr áhrifúm verðsveiflna á sjávarafurðum í þjóðarbú- skapnum.“ Hér er m.ö.o. lagt til að verðjöfnunarsjóður sjávaraf- urða verði notaður sem hag- stjómartæki. Þessi hugmynd er að vísu ekki ný, en meirihluti Qölskipaðrar nefndar á vegum sjávarútvegs- ráðherra, sem fékk það hlutverk að endurskoða gildandi lög um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins, hefur tekið hugmyndina upp á sína arma og lagt til að hún verði útfærð í nýjum verð- jöfnunarsjóðslögum. Ríkis- stjómin hefúr ákveðið að stuðla að því að þessi tillaga verði að veruleika um leið og lögum um Verðjöfnunarsjóð er breytt hvað varðar skipulag og markmið að öðru leyti. Þegar þess er gætt að í nefnd þeirri sem hér um ræðir eru fulltrúar hinna ólík- ustu hagsmunaaðila og stjóm- málaflokka, er ástæða til að ætla að þessu frumvarpi verði vel tekið á Alþingi og í þjóðfé- laginu almennt. Að vísu kom fram bein andstaða gegn mál- inu frá Kristjáni Ragnarssyni, formanni Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, og Osk- ari Vigfússyni, formanni Sjó- mannasambandsins, og fyrir- varar um ýmis atriði frá nokkr- um öðmm nefndarmönnum, en meirihluti nefndarinnar er hug- myndinni um verðjöfhunarsjóð sem stjómtækis í efnahagsmál- um fylgjandi og hvetjandi þess að málið fái afgreiðslu á Al- þingi. Gengislækkunar- pólitík gagnrýnd —----------------------— I nefndaráliti því sem fylgir þessu fmmvarpi kemur ffam sú athyglisverða skoðun að ástæða sé til að efast um að gengis- lækkunarstefna undanfarandi áratuga eigi sér framtíð. Þess í stað verði að beita eins konar efnahagslegum forvörnum gegn þensluvaldandi hagsveifl- um í efnahagskerfinu, þ.e.a.s. þeim hagsveiflum sem eiga rót sína í skyndilegum uppgangi í sjávarútvegi, sem er aðalupp- spretta slíkra efnahagslegra fyr- irbæra, en breiðist síðan út um allt hagkerflð, veldur þenslu og verðbólgu með kostnaðarhækk- unum, sem fljótlega draga úr samkeppnishæfni sjávarútvegs- greina og annarrar útflutnings- framleiðslu. Forvarnir gegn þensluáhrifúm yrðu í því fólgn- ar að sjávarútvegsgreinar greiddu sem eignarhluta sinn í Verðjöfnunarsjóði fjárhæð til sjóðsins sem næmi ákveðnum hundraðshluta af tiltekinni hækkun afurðaverðs umfram meðalverð síðustu fimm ára. Með þessu væri verið að taka fé úr umferð á þenslutíma án þess að fyrirtækin misstu eign- arhald á fjármunum sínum. Þótt andstöðu kunni í fyrstu að gæta hjá útgerðarmönnum og sjó- mönnum og e.t.v. fleiri aðilum í sjávarútvegi í sambandi við þessa hugmynd, er óskandi að þau viðhorf breytist við nánari athugun á þessari merku hug- mynd. Eign þeirra sem i sjóð- inn greiða er til skila haldið samkvæmt stefnu frumvarps- ins. Greiðslumar eiga ekki að lenda í neinni allsheijarhít sem einhvers konar óafturkræft skattgjald. Hér er því ekki um neina eignaupptöku að ræða, heldur bindiskyldu fjár á þenslutímum. Þessi bindiskylda er í rauninni gerð útflutnings- framleiðslunni sem slíkri til langtímahagsbóta. Hún er til- raun til að koma á nauðsynleg- um jöfnuði í hagkerfi sem er ofurselt tíðum hagsveiflum af séríslenskri gerð. Nú er að vísu óvarlegt að alhæfa fyrirfram um árangur efhahagsráðstafana, sem segja má að séu á umræðu- og tilraunastigi. En hugmyndin um verðjöfhunarsjóð sem efha- hagslegt stjómtæki er mjög at- hyglisverð. Hún er vísbending um að breiður hópur áhrifa- manna í þjóðfélaginu vill reyna nýjar leiðir í efnahagsmálum, þar sem brotist er út úr ógöng- um viðvarandi verðbólgu og sí- felldra gengisfellinga. Verðugt væri að nýta efhahagsbatann til þess að ryðja nýjum hugmynd- um braut í þessu efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.