Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 21. apríl 1990 VETTVANGUR Bjarni Hannesson: Fjaðrafok og raunveruleiki Eldur í Áburðarverksmiðjunni hefur valdið talsverðu fjaðra- foki í fjölmiðlum og ekki að ástæðulausu, aldrei þessu vant, og get ég ekki stillt mig um að fjalla nokkuð um það mál og tel rétt, þar sem þetta verður að líkum ekki ein grein um það mál sem ég skrifa, að vitna orðrétt í virðhorf borgarstjómar Reykjavíkur, birta þann 18.4. 1990 bls. 22 í Morgunblaðinu, þar sem borgarstjóm samþykkir tillögu Davíðs Oddssonar borgarstjóra sem var eftirgreind orðrétt. Tillaga borgarstjómar „Á fyrstu áratugum verksmiðju- reksturs Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi var talið af sérfræðingum að eina hættan sem af henni stafaði væri sprengihætta vegna köfnunar- efnisáburðar sem framleiddur hefði verið og geymdur í verksmiðjunni. Þvi væri fullnægjandi öryggisráðstöf- un að tryggja að óbyggt svæði væri í kringum verksmiðjuna, ekki minna en 1800 metrar. Síðar þegar geymslu ósekkjaðs köfnunarefhisáburðar var hætt var álitið að hætta vegna spreng- ingar í ffamleiðslurás verksmiðjunn- ar takmarkaðist við 300 metra fjar- lægð frá verksmiðjunni. Þegar byggð í Grafarvogi var skipulögð var miðað við að fjarlægð til næstu íbúðabyggð- ar yrði minnst 1200 metrar. Á árinu 1985 fól borgarráð þeim dr. Ágústi Valfells og Rúnari Bjamasyni að gera úttekt á áhættuþáttum vegna starf- semi verksmiðjunnar. I greinargerð þeirra kemur fram að veruleg hætta geti stafað af geymslu fljótandi amm- oníaks í kúlugeymi á verksmiðjulóð- inni. Meginhættan sem af verksmiðju þessari stafaði væri mengunarhætta, þ.e. að ammoníakský kynni að berast ffá verksmiðjunni yfir borgina, ef verulegt óhapp yrði á verksmiðju- svæðinu. Kom það jafnframt ffam að hættan af þessum efnum var ekki bundin við nágrenni verksmiðjunnar heldur jafhvel ffemur við aðra byggð í bænum, þá einkum byggð í austan- verðri borginni og í miðborginni vegna rikjandi vindátta á þessum slóðum. Það óhapp er varð á páskadag hefúr gefið mönnum gleggri og skýrari mynd af þeirri vá sem þama er, og jafhffamt að það álit er borgaryfir- völd létu í ljós fyrir rúmum tveimur árum að skynsamlegt væri að loka verksmiðjunni hefúr rétt á sér. Óhapp það, sem varð sl. sunnudag er kviknaði í á þaki ammoníakskúlu verksmiðjunnar, var áður óþekkt sem áhættuþáttur. Þótt viðbrögð allra ör- yggisaðila hafi verið markviss og borið tilætlaðan árangur er ljóst að þetta óhapp kom mönnum í opna skjöldu. Borgaryfirvöld óskuðu effir því á sínum tíma við ríkisstjómina að gerð yrði þjóðhagsleg úttekt á rekstri verk- smiðjunnar og hvort rekstur hennar borgaði sig í raun fyrir þjóðina sem heild. Ríkisstjómin varð ekki við þessum óskum, þrátt fyrir ítrekun þeirra, heldur lét einungis gera úttekt á rekstri verksmiðjunnar sjálfrar en ekki þýðingu hans fyrirþjóðarbúið. Vemlegar efasemdir em uppi um það að verksmiðjan skili í raun efna- hagslegum ávinningi fyrir þjóðina og jafnvel þótt hann kunni að vera nokk- ur er ljóst að áhættan sem tekin er með rekstri hennar í svo miklu nábýli við stærsta sveitarfélag landsins er yf- irþyrmandi. Því ber að hætta þessum áhættusama rekstri.“ Valkostirnir Fyrri hluti tillögunnar ber það með sér að líkleg hætta af verksmiðju- rekstrinum cr vemleg og er ég því áliti samþykkur, vegna þess að Reykjavíkurborg hefúr látið byggða- skipulag og byggð þróast í átt til verk- smiðjunnar allt að 5 til 7 km miðað við það ástand í byggðarmálum sem var þegar verksmiðjan var byggð. Öll sú þróun hlýtur að vera á ábyrgð Reykjavíkurborgar en ekki verk- smiðjunnar og er því ábyrgðin ná- kvæmlega öll hjá Reykjavíkurborg að vemleg hætta getur orðið fyrir mikinn fjölda manna. Þetta er að sjálfsögðu aðalatriði þeg- ar að fjármálahliðinni kemur. Raunvemleikinn í dag er hins vegar sá að íbúðarbyggð er komin mjög ná- lægt verksmiðjunni og líkur á enn aukinni byggð í nágrcnni hennar og hún verði jafnvel í 180 gráðu sveig við verksmiðjuna Framtíðin Þar sem slíkt er allsendis óviðun- andi hlýtur að þurfa að færa verk- smiðjuna og einungis álitamál hvetjir borga kostnaðinn við það og þar hlýt- ur meginkostnaðurinn að verða greiddur af Reykjavíkurborg, áhyggj- ur þarf vart að hafa af því að erfitt verði að fá staðsetningarleyfi fyrir rekstri verksmiðjunnar á landsbyggð- inni og greinarritari er Húnvetningur og er ég alveg sannfærður um að verksmiðjan yrði boðin velkomin á Húnavatnssýslusvæðið, mun ég rita um það atriði í annarri grein, en fjalla nokkuð um niðurlag tillögu borgar- stjómarinnar þar sem látið er liggja að því að leggja eigi niður áburðar- framleiðslu á Islandi. Það viðhorf tel ég fordæmanlegt í alla staði, engin þjóð sem ætlar að lifa við efhahagslega velgengni til ffam- búðar gerir neinar þær ráðstafanir sem veikja möguleika þjóðarinnar til þess að brauðfæða þjóðina af eigin rammleik og þar er áburðarftam- Þar sem slíkt er allsendis óviðunandi hlýtur að þurfa að færa verksmiðjuna og einungis álitamál hverjir borga kostnaðinn við það og þar hlýtur meginkostnaður- inn að verða greiddur af Reykjavíkurborg, áhyggjur þar vart að hafa af því að erfitt verði að fá staðsetning- arleyfi fyrir rekstri verksmiðj- unnar á landsbyggðinni og greinarritari er Húnvetningur og er ég alveg sannfærður um að verksmiðjan yrði boð- in velkomin á Húnavatns- sýslusvæðið, mun ég rita um það atriði í annarri grein, en fjalla nokkuð um niðurlag tillögu borgarstjórnarinnar þar sem látið er liggja að því að leggja eigi niður áburðar- framleiðslu á íslandi. leiðsla verulega stór þáttur í öryggis- aðgerðum til þess markmiðs að geta framleitt landbúnaðarafurðir sem nægja til framfæris þjóðinni. Læt hér lokið að sinni. Sameining Olafsvíkur og Fróðárhrepps Þorgerður Jónsdóttir, Tungu, Fróð árhreppi, ritar grein í Tímann í síðustu viku um samciningu Ólafsvíkur og Fróðárhrepps. Hún hefur þar stór orð um þá nauð sem upp á Fróðhreppinga sé lögð að vera sameinuð Ólafsvik og fúllyrðir hún að Ólafsvfk sé þriðja skuldugasta sveitarfélag landsins árið 1988. Ekki veit ég hvaðan hún hefúr slíkar upplýsingar og vil ég mótmæla þess- um málfiutningi. Við úttekt félags- málaráðuneytisins á skuldugum sveit- arfélögum var Ólafsvík ekki eitt af þeim 13 sveitarfélögum sem talin voru þurfa aðstoðar við að leysa sín mál. Þorgerður segir einnig í grein sinni að Fróðhreppingar verði að taka hver einstaklingur hundruð þúsunda sem skuldabyrði við sameininguna. Það skal upplýst i þessu sambandi að út- svarspróscntan er 7,5% í Fróðár- hreppi, þ.e. sú sama og í Ólafsvík. Fasteignagjöld verða þau sömu í Fróðárhreppi í ár og hreppsnefndin heíúr ákveðið að á næstu 10 árum muni þessi gjöld síðan stighækka upp í það sem cr í Ólafsvík, að öðru leyti munu skuldimar ekki hvila á Fróð- hreppingum. Eg vil hanna það að Þorgerður telji það málstað sínum til ffamdráttar að sverta nágrannasveitarfélag sitt sem mest. Hingað til hafa Ólafsvíkingar og Fróðhreppingar unnið gott starf saman við heilsugæsl, atvinnulega og við menntun bama sinna o.fi. Ég treysti því að þar verði ekki breyt- ing á enda kallast þetta að hengja bak- ara fyrir smið að sverta Ölafsvíkinga vegna framkvæmdar laga sem Al- þingi íslendinga setur og ráðuneyti ber ábyrgð á að ffamkvæma. Ég vil bjóða Fróðhreppinga vel- komna í samfélag Ólafsvíkinga og vona að sameiningin verði okkur til heilla. Kristján Pálsson bæjarstjóri í Ólafsvíkurkaupstað nr KEFLAVIK Málefnafundir Rabbfundir um hina ýmsu málaflokka veröa haldnir eftir páska í félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 kl. 20.30. Mánudaginn 23/4: Atvinnumál Þriðjudaginn 24/4: íþróttir, æskulýðsmál, útivist, skipulagsmál. Fimmtudaginn 26/4: Skólar, dagvistarheimili, listir og menning Mánudaginn 30/4: Heilbrigðismál, málefni aldraðra Allir bæjarbúar velkomnir. Frambjóðendur irrftfFF nAi?i*5 Reykjavík - kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Kosninganefndin. Landsstjórn - Framkvæmdastjórn Sameiginlegur fundur landsstjórnar og framkvæmdastjórnar LFK verður haldinn föstudaginn 27. apríl n.k. í Lækjarbrekku kl. 19.30. Aðalefni fundarins verður komandi sveitarstjórnarkosningar. Framkvæmdastjórn LFK BILALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Pöntum bíla erlendis interRent Europcar r r POSTFAX TIMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.