Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 21. apríl 1990 Tíminn 29 rbvi\i\ðð ■ f4nr Kópavogur - kosningastarfið Ákveöiö hefur veriö aö efna til opinna kynninga og umræðufunda um hin ýmsu málefni í húsnæði Framsóknarfélaganna í Hamraborg 5 næstu vikur. Gert er ráö fyrir aö allir þeir sem áhuga hafa geti komið skoöunum sínum varðandi málaflokka á framfæri á þessum fundum. Mánudaginn 23. apríl 1990 kl. 20.30 Fundur um: Verklegar framkvæmdir og fjármál bæjarins. Fimmtudagurinn 26. apríl 1990 kl. 20.30 Fundur um: Mótun stefnuskrár fyrir komandi kosningar. Allir velunnarar velkomnir. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Kjördæmissamband framsóknar- manna á Suðurlandi Ráðstefna um sveitarstjórnarmál, Hvoli, Hvolsvelli, 21. apríl 1990 Dagskrá: Kl. 10.00 Ráöstefnan sett: Ólafía Ingólfsdóttir, formaöur K.S.F.S. Kl. 10.10 Kosningaundirbúningurinn, SiguröurGeirdal, framkv.stj. Framsóknarflokksins. Málefnaundirbúningur A. Fjármál sveitarfélaga, Guðmundur Kr. Jónsson. B. Atvinnumál, Þórður Ólafsson. C. Ferðamál, Unnur Stefánsdóttir. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 13.30 Hópstarf. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Framsögur úr hópstarfi, umræður og fyrirspurnir. Kl. 18.00 Ráðstefnuslit. Akranes - Bæjarmál Undirbúningsfundir fyrir mótun stefnuskrár veröa í Framsóknarhús- inu, Sunnubraut 21, sem hér segir. íþrótta- og æskulýösmál mánud. 23. apríl Átvinnumál þriðjud. 24. aþríl Eldri borgarar fimmtud. 26. aþríl Ath. Allir fundirnir hefjast kl. 20.30. Við vonumst til aö sjá þig á sem flestum fundum. Vertu meö í stefnumótun bæjarmála. Allir áhugamenn velkomnir. Ingibjörg, Steinunn og Jón. Gissur, Oddný og Soffía. Ráðstefna um sveitastjórnarmál veröur haldin á vegurn Framsóknarflokksins laugardaginn 28. apríl í Reykjavík. Dagskrá auglýst síöar. Framsóknarflokkurinn Skrifstofa kjördæmissambands Iframsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags (safjaröarog ísfiröings aö Hafnarstræti 8 á ísafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opiö hús að Eyravegi 15, allavirka dagakl. 16.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547. Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Selfossi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins aö Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suöurgötu 3 á Sauðár- króki, veröa fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Hin leyndardómsfulla stjama GRETA GARB0 lést á páskadag — í vikublaðinu „Hello!“ segir, að sænska krón- prinsessan Vic- toria sé erfingi hennar Áratugum saman hefur kvikmynda- leikkonan Greta Garbo falið sig fyr- ir umheiminum, og þó hún hafi orð- ið heimsfraeg fyrir leik sinn í kvik- myndum, þá hefur mannfælni hennar og hið leyndardómsfulla líf í yfir hálfa öld gert sitt til að auka á áhuga og forvitni fólks. Þegar Greta Garbo var aðeins 36 ára, dáð kvikmyndastjama og virt leikkona, dró hún sig í hlé án nokk- urrar skýringar. Hún hætti að leika og meira að segja hætti að láta sjá sig opinberlega. Þó átti hún alltaf einkavini, sem hún hafði samband við en með ámnum fækkaði vinun- um. Enginn hefur enn getað ráðið í Greta Garbo þótti töfrandi og hún lék hvert stórhlutverkið á fætur öðru, fyrst í þöglum myndum en síðar í talmyndum, — þar til hún yfirgaf sviðsljósin hvað varð til þess að hún tók upp þetta einlífi. Og það er mikið búið að velta vöngum yfir því hvers vegna Garbo gifti sig aldrei. Það var vitað að hún átti ástvini en ástaræv- intýri hennar runnu út í sandinn. Greta Garbo eignaðist aldrei bam, — en sagt hefur verið að þegar Vic- toria, krónprinsessa Svía, varð 12 ára þá hafi Greta Garbo lýst því yfir að prinsessan væri aðalerfmgi sinn. I október sl. sást til leikkonunnar með aðstoðarkonu sinni á hressing- argöngu nálægt heimili sínu í New York Hún vildi að eignir sínar rynnu til Svíþjóðar. I vikublaði frá því í október sl. seg- ir að Garbo hafi einu sinni enn farið sínu fram og látið viðvaranir lækna sem vind um eyru þjóta og látið flytja sig af einkasjúkrahúsi í Man- hattan í New York og heim í íbúð sína á East 52. stræti. Hún borgaði sjúkrahúsreikninginn og sagðist vilja fara heim. Það varð úr að að- stoðarkona Garbos og læknir hennar létu hana ráða. En veikindin ásóttu hina öldnu leikkonu og hún varð að þola það að fara aí'tur á sjúkrahúsið. Þar lést hún á páskadaginn, 15. apríl sl. Ljósmyndarar sátu sífellt um þessa frægu persónu og þessari mynd náði einn þeirra þegar hún var sárveik að koma heim um stundarsakir af sjúkrahúsinu en þar lést hún skömmu síðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.