Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 8
18 ÍK HELGIN Laugardagur 21. apríl 1990 Taj Mahal í Atlantic City ber þess merki að vera reist í öðrum tilgangi en hið upprunalega Taj Mahal í Indlandi. Donald TVump reisir „Taj Mahal“ í Atlantic City fyrir einn milljarð dollara Ef ekkert skilar eins góðum árangri og óhóf ætti síðasta áhættuspil Donalds Trump jafnframt að verða hans stærsti sig- ur. Fasteignajöfurinn, sem reyndar hefur verið betur þekktur upp á síðkastið fýrir ruglingsleg kvennamál en viðskiptasnilli, er búinn að opna almenningi aðgang að stórkostlegasta afrekinu sínu, 42 hæða spilavíti í Atlantic City, sem hann hefur af al- kunnrí hógværð gefið nafnið „Taj Mahal“. 20.000 verkamenn reistu upprunalega Taj Mahal á 22 árum Trump finnst ekki nema sjálfsagt að gefa þessu stórbrotna verki sínu það nafn sem víðfræg bygging í borginni Agra í Norður-Indlandi ber, bygging- arlistaverki sem margir líta á sem átt- unda undur veraldar og er tákn mik- illar ástar. Sagan segir að Shah Jahan keisari hafi látið reisa grafhýsið til minningar um heittelskaða konu sína, Mumtaz Mahal, sem lést af bamsforum þegar hún ól keisaranum 14. bamið. Það tók 20.000 verka- menn 22 ár (1631- 1653) að koma upp glæsilegri byggingunni úr marmara og eðalsteinum á strönd Yamuna- fljótsins. Keisarinn vildi ekkert til spara í hinstu gjöfinni til eiginkonunnar. Donald Trump vildi heldur ekkert til spara þegar hann reisti sitt Taj Mahal, þó að ekki fari sögum af því að sú bygging sé til heiðurs konu hans Ivönu, enda er hún sprelllifandi og eru þau hjón nú ekki nefnd í sömu andránni nema í sambandi við skiln- að þeirra og rifrildi um fjármál. En þetta nýja Taj Mahal var 8 ár í bygg- ingu og 1800 starfsmenn komu þar við sögu. Kostnaðurinn var einn milljarður dollara. Marmaraklædd bygging meö mínarettum og fflastyttum Það er Francis Xavier Dumont arki- tekt sem á heiðurinn af sköpunar- verkinu, 42 hæða byggingu með 1250 hótelherbergjum og mörgum íbúðum á 42. hæð. Þar eru spila-, dans- og hátíðasalir, 12 veitingasalir og barir. Séð utanffá eiga 70 mínar- ettur og filastyttur úr steini að minna á hið upprunalega Taj Mahal. Stór hluti byggingarinnar er klæddur marmara, en það álítur Trump há- mark glæsibragsins. Helstu litir inn- an húss eru bleikt, fjólublátt, rautt og gyllt. Miðpunktur Taj Mahal er spilavítið með 3000 einhentum þjófum. I þeim sölum eru ríkjandi litimir bleikt, ap- pelsínugult, gyllt og blágrænt. 24 handsmíðaðar kristalsljósakrónur varpa geislum sínum yfir spilaborðin og -tækin. Auglýsingar Trumps vekja athygli Það liggur í augum uppi að mikinn ágóða þarf til að standa undir þessum gífurlegu fjárfestingum og nefna sumir sérffóðir eina milljón dollara á dag ef takast eigi að láta enda ná saman í þessu ævintýri. Trump er þó alls óbanginn og lagði í miklar aug- lýsingar í tilefni opnunarinnar fyrir skemmstu, þar sem m.a. Michael Jackson var viðstaddur. En opnunargestimir söknuðu annars gests, sem þeir áttu von á að koma auga á. Donald Trump hafði látið það berast út að Maria Maples, „ferskjan frá Georgíu“, sem olli upp- lausn hjónabands Donalds og Ivönu Tmmp, yrði við opnunarhátíðahöld- in. En svo virðist sem hann hafi ' komist að þeirri niðurstöðu á síðustu stundu að slík sýning á stúlkunni kynni að vera smekklaus. Þá komust Donald Trump er reiðubúinn að slást fyrír drauminn sinn, en ýmsir spá því að hann eigi eftir að vakna við vondan draum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.