Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 10
20 HELGIN Laugardagur 21. apríl 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Hún vildi njóta lífsins en týndi því fyrir vikiö Þeman fór upp á fjórðu hæð á Barker—hótelinu í Glasgow og kom að herbergi 407 klukkan hálftíu að morgni. Það var 18. september 1987 og stúlkan hafði verið að búa um rúm og taka til síðan hún kom á vakt- ina klukkan átta. Hin fallega Genevieve Munro naut félagsskapar karlmanna og það varð henni að fjörtjóni. Hún bankaði létt á hurðina að venju en þegar hún fékk ekkert svar þá opn- aði hún með höfuðlykli og fór inn. Dagsbirtan féll í rákum inn um mjóar rifur milli gluggatjaldanna og í skím- unni mátti greina að kona lá í tvíbreiðu rúminu. Það var svo sem ekki óvenju- legt að öðru leyti en því að konan var allsnakin og nöpur haustgolan streymdi inn um opinn gluggann ásamt dagsbirtunni. — Afsakið, frú mín, sagði þeman hikandi en hreyfingarlaus konan í rúm- inu svaraði engu. Stúlkan steig nær og rétti fram höndina. Húð nöktu konunn- ar var ísköld. Þeman æpti og hljóp út úr herberg- inu. Nokkmm mínútum síðar kom hún aftur ásamt hótelstjóranum og af- greiðslustjóranum sem þegar í stað kölluðu á lækni hótelsins. — Hún er látin, tilkynnti læknirinn. — Eg tel það af eðlilegum orsökum en að sjálfsögðu rannsaka yfirvöld þaö. Hótelstjórinn var því sammála því af gestalistanum sá hann að herbergi 407 hafði verið leigt hjónum kvöldið áður og þar sem eiginmanninn var hvergi að finna, var málið næsta undarlegt. Rannsóknariögreglumenn komu á vettvang innan skamms og þeman og hótelstjórinn skýrðu aðstæður fyrir þeim eftir getu. Hin myrta var vel vax- in og stælt og varla mikið eldri en þri- tug, ljóshærð og sólbrún. Dæld í koddann við hlið hennar gaf til kynna ásamt krumpuðum sængur- fotum að þar hefði einhver annar legið. Hins vegar fúndust ekki minnstu merki þess annars staðar í herberginu. Allir hlutir sem þar vom tilheyrðu greinilega konunni. Það var blár hattur á snyrti- borðinu, vel sniðin, svört dragt, hvít blússa, undirfot og sokkar á stól við rúmið og bláir, hælaháir skór á gólfínu til fóta. I náttborðsskúffunni var veski í sama bláa lit og skómir og hatturinn. Lögreglumaður opnaði veskið og hvolfdi úr því á snyrtiborðið. Þar var greiða, snyrtiveski, næfúrþunnur vasa- klútur, hálfur sígarettupakki og lítið peningaveski úr svínsleðri. i því var nokkuð af peningum og niiði sem á stóð: „Eign Genevieve Munro“ og heimilisfang í Glasgow. í gestabókinni stóð hins vegar að ibú- ar herbergis 407 væm Jones—hjónin frá London. Hvað var þá orðið af Er- nest Jones? Nú þótti mönnum ráðlegast að kalla til meinaffæðing lögreglunnar til að athuga líkið nánar. Var Jones heymardaufiir? Meðan beðið var effir honum töluðu lögreglumenn við það starfsfólk hótels- ins sem verið hafði að störfúm kvöldið áður. Af því fékkst sæmilegt yfirlit yfir athafnir Jones—hjónanna á hótelinu ef það var þá hið rétta nafn þeirra. Þau komu um hálftólfleytið og höfðu engan farangur meðferðis. Jones útskýrði að þau hefðu tafist í Glasgow og misst af síðustu lest til London. Þótt venjan sé að bóka ekki gesti án farangurs þá gerði afgreiðslumaðurinn undantekningu í þetta sinn, ekki síst vegna virðulegrar framkomu hjónanna. Jones skrifaði í gestabókina og borgaði herbergið fyrirffam. Eftir lýsingu af- greiðslumannsins var Jones á fertugs- aldri og örlítið tekinn að grána fyrir hæmm. Hann var í meðallagi hávaxinn og klæddur vel sniðnum rykfrakka, tweed—jakkafötum og hélt á gráum flókahatti með svörtum borða. Hjónin fóm strax upp á herbergi í fýlgd vikadrengsins sem kvaðst hafa prýðilega ástæðu til að muna eftir þeim. —Ég fékk mjög gott þjórfé, sagði hann. —Svo var það þetta með drykkinn. Konan spurði hvort barinn væri opinn og svo bað hún um tvöfald- an viskí. Ég spurði manninn hvort hann vildi eitthvað en hann heyrði ekki. Ég spurði hann aftur en hann svaraði engu. Þá spurði konan hann. Líklega hefúr hann verið heymarlaus á eyranu sem að mér sneri, því hún var hinum megin og um leið og hún nefndi drykk, þá æsti hann sig upp. —Enga drykki, sagði hann. —Hér drekkur enginn neitt og allra sist þú. Þú veist að þú átt ekki að drekka. Svo var eins og hann færi hjá séryfir upphlaup- inu, en hann rétti mér seðlinn og ég fór. Eftir því sem lögreglan komst næst var vikadrengurinn sá síðasti sem sá hinn hverfúla Jones. Lyftuvörðurinn mundi eftir aö hafa flutt hjónin og vika- drenginn upp en hvorki hann né sá sem tók við um morguninn höföu flutt hann niður aftur. Þá var einungis um að ræða að Jones heföi lætt sér niður stigana og út um annan af tveimur hliðarútgöng- um hótelsins. Meinafræðingurinn kom á hótelið um 11-leytið og hálftíma síðar haföi hann rannsakað líkið eins og unnt var á vettvangi og komist að ákveðinni nið- urstöðu. —Það er morð, tilkynnti hann. —Konan var kyrkt með berum hönd- um. Það eru greinileg fingraför á hálsi hennar. Hún lést milli klukkan tvö og fjögur í nótt. Astæðan er ykkar vanda- mál en þetta var ekki af kynferðisleg- um orsökum þótt ljóst sé að konan haföi mök við karlmann skömmu áður en hún lést. Fjölmargir aðdáendur Læknirinn bað um að líkið yrði sent til krufningar sem allra fyrst og síðan tóku tæknimenn til við athuganir sínar. Menn voru sendir til heimilisfangsins sem fannst í veski hinnar myrtu. Það reyndist vera í einu þeirra fjölmörgu glæsihýsa ffá aldamótum sem breytt haföi verið í fjölbýlishús með litlum íbúðum. A dyrabjöllunni stóð G. Munro og nafn annarrar konu. Rödd í dyrasíma bað lögregluna að koma upp á þriðju hæð og þegar þangað var komið tók á móti þeim ung, ljóshærð stúlka. Hún bauð mönnum inn en hvarf síðan til að klæða sig í eitthvað staðbetra en næfúr- þunnan sloppinn. Þegar hún korn fram aftur hlustaði hún á lýsingu á myrtu konunni og skoðaði fötin sem fundist höföu á hótelinu. —Það er Genny, sagði hún óttasleg- in. —Hvað gerðist? Henni var sagt það og síðan var hún spurð um samband Genny við Emest nokkum Jones. Stúlkan hristi bara höfúðið. Þótt hún væri greinilega sorgmædd þá virtist hún ekki vera mjög undrandi á aðstæð- um. —Emest Jones, endurtók hún. —Ég hef aldrei heyrt það nafn áður í sambandi við neinn sem Genny þekkti. Hún var gift en ekki þessum manni. í Ijós kom að Genevieve Munro haföi verið gift manni að nafni Munro sem Falleg stúlka fannst kyrkt á hótelherbergi. Jones, fylgi- sveinn hennar frá kvöldinu áð- ur var gufaður upp. Margir karl- menn komu við söguna en þrautseigja lög- reglunnar bar loks árangur. bjó í Leeds en þau höföu verið skilin að borði og sæng árum saman og ekki sést lengi. Hún haföi átt marga karlmenn að vinum, of marga að áliti vinkonu sinn- ar sem aldrei haföi þó heyrt Jones nefndan. Nánasti ættingi virtist vera systir sem var gift í Hounslow. Genevieve haföi starfað við að láfa fara vel um gesti í kvöldklúbbi. Þær stöllur höföu kynnst í samkvæmi fyrir hálfú ári og ákveðið að lækka hús- næðiskostnað sinn með því að flytja saman. —Ég segi eins og er, sagði ljóskan, —að þótt ég sé engin tepra þá ofbauð mér stundum hegðan Gennyjar. Karlmenn vom stöðugt hringjandi og hún var alltaf á þeytingi. —Hvaða menn vom þetta? vildi lög- reglan vita. —Ég kannast ekki við þá alla og heyrði raunar aldrei ættamöfnin. Einn var Willy og annar Tom, einn kallaði sig „höfuðsmanninn" og nýlega kom Bert til sögunnar. Hann hringdi oftar en hinir upp á siðkastið. Ég vorkenndi honum. Genny fór bara út með honum þegar enginn betri bauðst. Ég veit ekk- ert um Tom en hún var að tala við hann síðast þegar ég sá hana. Það var á fimmtudag en þá fór ég að heiman fýrir hádegi. Stúlkan kvaðst vinna sem Ijósmynda- fýrirsæta og hcföi verið að fara þegar síminn hringdi. Það var Tom að spyija eftir Genny og hún heyrði svo mikið af samtalinu að vita að þau ætluðu til sveitabústaðar Toms. Nafnlausir símavinir Meira vissi stúlkan ekki sem gæti leitt til Toms, annað en að röddin var góðleg og afar kurteisleg. Að því hún best vissi haföi Genny ekki komið heim aftur síðan og hún haföi því talið að þau Tom væm saman í bústað hans. Ekki vissi hún hvort Genny haföi far- ið út í svörtu dragtinni á fimmtudegin- um því þegar hún skildi við hana var hún nýkomin úr baði og talaði í símann I baðsloppnum einum. Við leit í eigum Genny kom í ljós að hún átti mikið af fötum og tilheyrandi en virtist ekki hafa skrifað hjá sér stafkrók um neitt. Hvorki fúndust bréf, minnisbók né dagbók. Fötin vom ffá dýmm ffamleið- endum og skartgripimir vom allir ekta. Vísast þótti að dauði Gennyjar stæði í beinu sambandi við lífshætti hennar en vandinn var sá að engin leið var að vita hveijir þeir menn vom sem hún haföi þekkt og umgengist. Eina leiðin til þeirra var um símann. Þar af lciðandi var sett sólarhringsvakt um símann. Lögreglumenn fóm og ræddu við vinnuveitanda Gennyjar í klúbbnum. Hann brást við á svipaðan hátt og sam- býliskonan, með nokkmm harmi en ekki undmn. —Mér þykir leitt að heyra að hún er dáin, sagði hann. —Hún var vingjamleg og vinsæl, einkum rneðal karlmanna. Hún var alltaf reiðubúin að fá sér í glas með þeim, stundum helst til mörg. Hann kvaðst siðast hafa séð Genny þegar hún fór úr vinnu um eittleytið á miðvikudagskvöldið. Um hádegið hringdi hún og bað um ffí á fimmtu- dagskvöld vegna áriðandi stefnumóts. Hún átti fri á föstudagskvöld en lofaði að koma á laugardagskvöldið. Að- spurður hvort Genny heföi átt einhvem sérstakan vin meðal klúbbgesta neitaði maðurinn en sagði að oft heföi verið hringt til hennar í vinnuna. Lögreglumenn sem fóm að heim- sækja systur Genny í Hounslow gátu með því bætt örlitlu við það sem vitað var um hana. Systirin haföi aðeins hitt Genny sjaldan á síðustu árum og haföi ekki hugmynd um hverjir vinir hennar eða kunningjar vom. Hins vegar gat hún upplýst mikilvægt atriði, sem var nafn og heimilisfang eiginmannsins í Leeds. Undir kvöld lauk starfi tæknimanna i herbergi 407 en engin fingraför eða neitt markvert haföi fúndist. Lögreglan í Leeds ræddi við eiginmanninn sem var vel metinn kaupsýslumaður og gat gefið góða skýrslu um ferðir sínar und- anfarinn sólarhring. Hann haföi ekki minnstu hugmynd um hverja kona hans umgekkst. Rauöir skór og vasabók Næstu 12 dagana gerðist nánast ekk- ert í málinu þrátt fýrir að margir hringdu og spyrðu eftir Genny. Allir reyndust þeir virðulegir borgarar og ræddu við konuna í símanum sem Genny. Þegar komið var á stefnumóti, tók lögreglan á móti þeim á umsömd- um stað. Allir viðurkenndu að hafa þekkt Genny og sumir betur en aðrir. Allir voru jafnhissa á að komast að því að vera síður en svo eini maðurinn í lífi hennar. Að morgni 1. október bar það árang- ur að hafa lögreglukonu við síma Gennyjar en þó á allt annan hátt en til var ætlast. Lögreglukonunni leiddist setan og hún ákvað upp á eigin spýtur að athuga herbergi Gennyjar betur. Á botni klæðaskápsins fann hún rauða skó og var þurr mold á þeim báðum. Hún hringdi þegar á stöðina. Lögreglumenn sem komu töldu víst að Genny heföi verið í þessum skóm í sumarbústaðnum en þá hlaut hún að hafa komið heim til að hafa fataskipti. í hveiju haföi hún verið áður? Sambýliskonan var hjálpleg þar. Hún sagði að Genny heföi keypt skóna sér- staklega við rauða dragt og í það eina skipti sem hún heföi áður notað hana þá heföi hún fengið lánað hjá sér rautt veski, því hún ætti ekkert slíkt sjálf. Stúlkan fór í skáp sinn og tók þar rautt veski upp úr skúffú. Hún opnaði það af rælni. —Hvað er nú þetta? spurði hún og dró upp litla minnisbók með silfúrs- leginni kápu. Lögreglumaður tók bókina og las upp úr henni: „Matseðill á Rock and Brine“. Eigandi klúbbsins haföi einmitt sagt að Genny heföi áhuga á öllu sem bætt gæti sterfsemina og heföi iðulega hugmyndir á reiðum höndum. Þegar í stað var farið til „Rock and Brinc" sem reyndist lítill og notalegur matsölustaður. Starfsfólki var sýnd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.