Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. apríl 1990 HELGIN 21 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL mynd af Genny og þaö spurt hvort það hefði séð hana, kannski í mat fyrir hálf- um mánuði eða svo. Yfirmaðurinn horfði vandlega á myndina en hristi höfuðið. Einn þjón- anna kvaðst hins vegar muna vel eftir henni. Hann sagðist hafa þjónað henni til borðs fyrir um það bil hálfum mán- uði. Spurður um félaga hennar, gat hann aðeins sagt að það hefði verið karlmmaður en ekki lýst honum neitt. Hann mundi að það hafði verið rigning og að hafa hringt á leigubíl. Frændi hans ræki leigubílastöð. Náð var í leigubílstjórann sem mundi aðeins óljóst eftir karlmanninum en ekkert eftir konunni. Hann fór yfir bækur sínar og sagðist geta farið aftur á áfangastað parsins. Hann var viss um að þekkja húsið þegar hann sæi það. Það reyndist einbýlishús en þar var enginn heima. Ferðin í sumarbústaðinn í næsta húsi var hins vegar ljós og þar var heima maður sem virtist gramur yf- ir trufluninni. Hann var þó reiðubúinn að hjálpa þegar hann heyrði erindið. Húsið sem lögreglan spurðist fyrir um var í eigu málafærslumanns. Hann var einhleypur og bjó í Edinborg. Heimilis- fang þar var ekki vitað en hægt væri að ná til hans á skrifstofunni. Hann hefði sárajaldan komið í húsið undanfama mánuði. Nágranninn hafði séð hann síðast í ágúst en þó hefði verið þar ljós eitt kvöldið fyrir hálfum mánuði eða svo. Maðurinn væri einkar fámæltur og hlédrægur. Minnugir ffamburðar vika- drengsins á hótelinu spurði lögreglan hvort hann heyrði kannski illa en ná- granninn kvaðst ekki þekkja hann nóg til að vita slíkt. Þama var varla meira að hafa og dag- inn eftir fóm lögreglumenn á skrifstofu lögmannsins í Edinborg. Hann var greinilega undrandi á heimsókninni en svaraði öllum spumingum greiðlega og stóðst prófið án þess að vita það. Svör hans fullvissuðu lögregluna um að hann kannaðist ekki hið minnsta við Genevieve Munro. —Þetta varðar bústaðinn þinn, var honum þá sagt. —Við vitum að þú varst þar fyrir hálfum mánuði. Af hveiju ferðu þangað að haustlagi? Lögmaðurinn hugsaði sig um. —Fyr- ir hálfum mánuði? Það er rétt að hálfu leyti. Við það tækifæri lánaði ég sam- starfsmanni mínum bústaðinn. Hann vísaði lögreglumönnum fram ganginn og að annarri skrifstofu þar sem fyrir var virðulegur maður bak við skrif- borð. Örlitlar spmngur komu þó í virðuleikann þegar nafn Gennyjar Munro var nefnt. Hann kom hreinlega af Qöllum. —Dáin? endurtók hann. —Veslings Genny. Mér var hlýtt til hennar á minn hátt. Ég skil áhuga ykkar á mér við þessar aðstæður. Ég kynntist henni í klúbbnum þar sem hún vann. Hann upplýsti að þau Genny hefðu hist alloft á tveimur árum við þau tækifæri að hann gat gefið konu sinni trúlega skýr- ingu. Þann 16. september hafði hann hringt heim til Gennyjar og þá verið búinn að fá Iánaðan bústaðinn. Hún hafði þegið boðið með þökkum og dag- inn eftir fóm þau með lest til Glasgow. Hann kvaddi hana þegar hún fór út úr leigubílnum heima hjá sér. Allt benti til að ntaðurinn segði satt og hann líktist heldur ekki á nokkum hátt manninum sem kallaði sig Emest Jones og starfsfólk hótelsins hafði lýst vel. Þegar þessi vísbending var úr sög- unni virtist rannsóknin komin í blind- götu en menn þráuðust þó við og bám saman bækur sínar. Einhver hafði skrif- að niður að Genny hefði starfað á veit- ingastað áður en hún hóf störf í kvöld- klúbbnum. Akveðið var að ræða við eiganda veitingastaðarins. Áfengissjúklingur Hann hristi höfuðið dapur á svip. —Hún var efnileg og hefði getað náð langt, sagði hann. —Því miður hugsaði hún mest um að skemmta sér og njóta lífsins. Ég ætlaði að láta hana fara en hún tók af mér ómakið. —Hætti hún þá sjálf? —Ekki beinlínis. Það var hringt til mín ffá sjúkrahúsi og mér sagt að hún væri sjúklingur þar. Þegar bækumar vom athugaðar kom í ljós að Genny hafði verið leyst frá störfum á staðnum 13. janúar 1987. Maðurinn sagðist hafa sent ávísun fyrir launum hennar til sjúkrahússins sem við nánari athugun reyndist vera af- vötnunarstöð fyrir drykkjufólk. 1 skrám stöðvarinnar kom fram að Genny hafði verið lögð inn að kvöldi 12. janúar og dvalið í sex vikur. Yfir- maðurinn ntundi vel eftir henni. —Maðurinn sem kom með hana lét sér mjög annt um hana. Hann bauðst til að borga alla reikninga. —-Geturðu lýst honum? —Hann var meðalhár og bytjaður að grána. -—Veistu hvort hann heyrði illa? —Ég get ekki sagt um það en kannski veit læknirinn meira. Enn var gluggað í skýrslur og lög- reglumennimir héldu áfram að rekja slóðina sem virtist ætla að verða enda- laus. Morguninn efkir sátu þeir á skrif- stofu læknisins. Viðbrögð hans við nafni Gennyjar Munro vom þau sömu og áður höfðu sést svo oft. —Hún var falleg en skelfing veik á svellinu, sagði hann og hugsaði sig um þegar hann var spurður um manninn sem kom með Genny á stöðina. Hann minntist þess að hafa kannast við hann i sjón en gat ekki fyrir sitt litla líf mun- að nafnið. Þegar nefnt var að maðurinn gæti verið heymardaufúr var eins og rynni upp ljós fyrir lækninum. —Auðvitað, sagði hann. —Það var 1986. Þetta var athyglisvert tilfelli heymardeyfú vegna sprengingar. Þegar nánar var farið í þetta kom í ljós að læknirinn hafði þá starfað á að- alsjúkrahúsinu í Glasgow, einkum við háls- nef- og eymalækningar og þar hitt heymardaufa manninn fyrir. Hann reyndist heita Plopliss og aðgerðin á Ray Plopliss gabbaði lögregluna með fölsku nafni og lét sig hverfa út um bakdyr hótelsins. eyra hans hafði verið meiriháttar. Lögreglumenn fóm enn á stöðina, sannfærðir sem fyrr um að þeir væm á slóð hins dularfúlla Emest Jones. Eini maðurinn að nafni Plopliss sem gengist hafði undir eymaaðgerð á Aðalsjúkra- húsinu var Ray Plopliss, 32 ára verk- fræðingur. Kaus fremur Ijúfia lífið Sama kvöld fóm lögreglumenn heim til hans. Húsið var látlaust einbýlishús í eigu ekkju sem leigði út herbergi. Leigjandinn var Ray Plopliss. Þegar lögreglumenn kynntu sig og erindi sitt, settist Plopliss rólega niður og virtist létt. —Já, ég svipti Genny lífi, sagði hann. —Ég hef átt von á ykkur. Farið var mcð hann á stöðina og dag- inn eftir rakti hann alla málavöxtu. Hann hafði kynnst Genny um það bil ári áður og eins og svo margir aðrir orðið ástfanginn af henni við fyrstu sýn. Hann var þó frábmgðinn öðmm vinum hennar að því leyti að hann vildi kvænast henni. Genny tók það alls ekki alvarlega og vísaði honum góðlátlega á bug í hvert skipti sem hann orðaði hjónaband. Loks viðurkenndi hún að eiga eigin- ntann á lifi en þegar Plopliss stakk upp á að hún skildi við hann þá yppti hún bara öxlum. Jafnframt því sem samband þeirra þróaðist jókst drykkja Gennyjar. Plopl- iss tókst loks að fá samþykki hennar fyrir að fara í afvötnun og hann borgaði brúsann. Um leið og hún slapp út þá byrjaði hún hins vegar að drekka rétt eins og fyrr. Plopliss örvænti um afdrif konunnar sem skipti hann öllu í lífinu og ákvað að gera lokatilraun til að koma sam- bandi þeirra á traustan gmndvöll. Hann hringdi nær daglega í september og loks tókst honum þann 17. að fá hana til að hitta sig. Þau borðuðu saman, fóm í leikhús og loks á hótelið. Þar orð- aði hann áætlanir sínar en var snarlega vísað á bug. Hann þráaðist við og brátt kom til riíFildis. Loks var Genny orðin svo reið að hún sagði honum fra öllum hinum mönnunum sem hún var í nánu sambandi við en hann hafði ekki hug- mynd um. Hún tilkynnti honum að hún hefði síst í hyggju að breyta nokkm um lifnaðarhætti sína. —Ég hugsaði um þetta, hélt Plopliss áfram. —A endanunt fannst mér liggja í augum uppi að hún væri betur kontin dauð. Hún fór að sofa og ég lá vakandi með æðisgengnunt hugsununt mínum fram undir klukkan þrjú. Svo kyrkti ég hana i svefni með höndunum. Kviðdómur fann Ray Plopliss sekan um öll ákæmatriði og þann 18. nóvem- ber 1987 var hann dæmdur í lífstíðar- fangelsi. Vertu öruggur notaðu LANSING LINDE « gaffallyftara Risamir tveir LINDE AG í Vestur Þýskalandi og LANSING LTD í Bretlandi hafa sameinast í eitt fýrirtæki LINDE WGA GROUP, með aðsetur í Aschafenburg í V-Þýskalandi. Við bjóðum nú þessa frábæru lyftara í öllum stærðum, bæði rafmagns og díesel. mmrnr SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA VELAR HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SÍMI 91-670000 SJötunn tií Ciðs við þia

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.