Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 12
22 HELGIN Laugardagur 21. apríl 1990 í TÍMANS RÁS il— ATLI MAGNÚSSON: Þess vegna umhverfisráðuneyti Ekki verður það ofþakkað er ekki fór ver en raun varð á er sú marg- fræga kúla í áburðarverksmiðjunni í Gufúnesi tók að loga nú á dögunum, og það sannaðist að vaskir menn eru í röðum slökkviliðsins, því ekki slá merarhjörtu í bijóstum manna, sem klífa upp brennandi „bombu", ef svo má segja. Það er auðvitað á mörkum velsæm- is að henda gaman að öðru eins at- viki, en samt er erfitt að láta sér sjást yfir kímilegar hliðar málsins. Ber þar einkum til að liklega hefur ekkert mannvirki í landinu hlotið viðlíka umfjöllun og kúla þessi og slysahætt- an af henni. Kúlunni — ekki um- fangsmeira mannvirki en hún þó er -— hafa mcnn velt aftur og fram í heilum sjónvarpsdagkrám og það er búið að rita um hana í blöðin svo oft og ítarlega að líklega mætti betrekkja gripinn með öllum þeim skrifum. Er það svo hendir að eldsvoði kemur upp í verksmiðjunni, þá verður hann ekki í mötuneytinu eða í kyndikjall- aranum — heldur ofan á einmitt þessari sælu kúlu, eflirlæti athygli al- mennings og yfirvalda. Þetta o rkar á menn svipað og frétta að blindur þjófur hafi rambað óáreittur inn í peningahvelfinguna í Seðlabankan- um. Allt er atvikið sem sé með þeim hætti að það ætti heima í teiknimynd, þar sem atvik af því tagi sem kallast „ad absurdum" leyfast, en ekki í raunvcrulcikanum. En hvað um það — ekki er um ann- að að ræða en trúa að þetta gerðist nú þrátt fyrir allt, og er oss sagt að við hafi legið að vér kæmum okkur upp dálitlu „Chemobyl“ hér á hólmanum. Þegar Áburðarverksmiðjan var reist skömmu eftir 1950 mun mönn- um hafa þótt sem hún væri uppi í sveit og það var í raun réttri ekki fjarri lagi. Þá hefur sjálfsagt engan órað fyrir enn að innan fjörutíu ára mundi sprottin upp fjölmenn byggð í Grafarvogi, hvað þá á Geldinga- nesinu, sem nú hillir undir að verði. Ekki var þá enn til siðs af hafa áhyggjur af umhverfismálum og sú skoðun ríkjandi að himinn og haf væri sú öskutunna, sem stöðugt tæki við og aldrei fylltist. Nú vita menn betur og hafa af biturri reynslu lært að umgangast verður náttúruna af varúð og sú þörf gerist æ brýnni. Umgengni við eiturefni hverskonar er löngu orðin eitt af þeim vanda- málum umhverfisverndarar, sem erfiðast er að leysa og knýr þó sífellt meir á. Er nú fjarstætt að vona að atvikið í Gufúnesi verði með öðru til þess að menn hætti að deila um eða gera gys að nýstofnuðu umhverfisráðuneyti? Umhverfisvernd er stórmál, sem ekki verður sinnt aftan við rassinn á sér með öðrum málefnum. Því er nýja ráðuneytið meira en sjálfsagt. Einnig þótt ekki hefði verið vegna annars en þess táknræna þáttar sem felst í stofnun þess er það réttlætt. Og líkt og ekki varð séð fyrir árið 1950 að Áburðarverksmiðjan yrði svo að segja í miðri byggð 1990, skal því spáð hér að innan tíu ára hafi umhverfísráðuneyti á íslandi fleiri verkefni með höndum en út úr verður séð. Því er langt frá að í ótíma sé til þess eínt. Gettu nú Svarið við spurning- unni fyrir viku er að myndin var frá Laxár- stíflunni í Þingeyjar- sýslu. Nú er spurt um kirkju í einum helstu kaupstað landsins. Hvar er hún? KROSSGATA • • • - i. — *— £>«S 'A WLL ■R OT KiftKf TíTF scrfl T1 BJL f\TT FJSK VARÐ andi EÍNS /V þR«s- V I’RUGL TAUT/) /BTHJ ■. U, LLL pýí? FÆÐiJW/l SK f WA/ MUtJ PU ÓUÓST U R UK HUJTUl N.V.M Go LA LFJÍ)I W£K Lfl fifJFU SVe/fi Wútur u't UR Si GRóÐfi 0 VíTTfi BU- mwR OSKÚPlRl stjW fnth - URIMN LÍT/hL ÝINDOJ^ FMTsJÁ RdLlUÖU 50 z ftof) FIHUR ftLEaö ílJ vT 7 ALDURS SKEÍÐ Kusk )NýT/ K/£>_ :k£yrf MIÐÍ ST OK SflL /LAT KR/JFT- whgC Msr Hfirdft lz r„ SJf) Tó* /INá/IR Vl •K/tD| UR HUhDu- M6NN FtlT \ MÆÐÍ MftL- v£RKA r o SKVÚGWi Att 3LhSfl 10 BEIT FLUGA LIK/W5 HÁR 0SXK A TfíUHfl H Tii ftTT TRÍ 5KflP> TflRlN oFUS R& D k DDU 17 ?cR - SETH. STRir j?0DD U £r LAST <V/9P TJMI /3 T HUG5' ft ÐJ U M /3 SVf R S0G.IÐ SÁTU FLJdT þORN V£ I ní KLIRÐ JK STORA W-M.M /5 ftUKR m i /5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.