Tíminn - 24.04.1990, Síða 3

Tíminn - 24.04.1990, Síða 3
'-'Priðjúdagur'24'. apríM990 Yími'nn 3 Fálkaeggjaþjófar beita ótrúlegum klókindum í tilraunum sínum til að smygla þessum dýrmætu eggjum úr landi: Fjögurra eggja barmur fór ekki fram hjá eftirlitinu Aðferðir þær, sem fálkaeggjaþjófar nota við að smygla eggjum á milli landa, eru afskaplega margar. Útlendingaeftirlitinu hér á íslandi er kunnugt um þetta og þekkir einnig margar þeirra að- ferða, sem notaðar eru við eggjasmyglið. Arabískir furstar sækjast sérstaklega eftir fálkanum og líta á hann sem stöðutákn. Þeir borga ævintýralegar upphæðir fyrír góð eintök af íslenskum fálka. Hingað kom par síðastliðið vor, sem lengi hefur verið grunað um að stela fálkaeggjum, hann Þjóðverji, hún bandarísk. Bæði reyndust vera á lista útlendingaeftirlitsins yfir fólk, sem grunað er um, að hafa reynt stuld á fálkaeggjum, eða orðið uppvíst að slíkum þjófnaði. Þetta par hefur komið sér upp sérstakri aðferð við að smygla eggjunum og var útlendinga- eftirlitinu kunnugt um þá aðferð. Konan, sem mun vera afskaplega gerðarleg, styngur eggjunum inn á sig og heldur þar með á þeim hita jafnframt því, sem hún felur fenginn. Nú kann einhver að láta sér detta í hug, að erfitt sé að leyna fálkaeggjum innan klæða. En kona þessi mun hafa verið svo barmmikil, að mönnum datt helst í hug kvikmyndaleikkonan Dolly Parton. Samkvæmt upplýsing- um frá útlendingaeftirlitinu er vitað til þess, að hún hafi falið fjögur fálkaegg í einu, á milli brjósta sér. Þjóðveijinn hefur aftur á móti séð um að finna hreiður og nálgast eggin. Það skal tekið ffarn, að ekki er vitað til þess, að þessi hjú hafi náð að at- hafria sig hér á landi. Þegar parið kom í vegabréfsskoðun á Keflavíkurflugvelli síðastliðið vor, voru þau tekin afsíðis af starfsmönn- um útlendingaeftirlits og þeim gerð grein fyrir því, að vegna gruns um að þau kynnu að leita að fálkahreiðrum, ættu þau yfir höfði sér eftirlit á með- an á dvöl þeirra hérlendis stæði. Því næst var þeim boðið að stytta dvalar- tíma sinn hér á landi, sem þau og þáðu. En samkeppnin er hörð í „fálka- eggjabransanum." í fyrra kom annað par til landsins, sem sömuleiðis var grunað um óeðlilegan áhuga á fálka- eggjum. Þessu pari var sömuleiðis gerð grein fyrir því, að það kynni að verða fylgst sérstaklega með þeim. Þau afréðu að halda heim á leið, en fyrst að parinu tókst ekki komast ffamhjá íslenskum yfirvöldum, ákváðu þau að keppinautar þeirra í faginu myndu heldur ekki eiga greiða leið að fálkum Islands. Þau létu út- lendingaeftirlitinu í té upplýsingar um þá, sem væntanlegir voru í sömu erindagjörðum. Þetta reyndist ágætur liðsauki fyrir útlendingaeftirlitið, því þrír þeirra aðila, sem parið tilgreindi, komu til Islands, þar sem þeim var gerð grein fyrir grunsemdum varð- andi tilgang komu þeirra hingað. All- ir sneru þeir aftur. Nú er enn kominn sá tími, að fálkinn er farinn að verpa og því hefur út- lendingaeftirlitið sent frá sér fféttatil- kynningu, þar sem fólk er hvatt til að hafa augun hjá sér og láta Iögreglu eða útlendingaeftirlit vita, ef vart verður við grunsamlegar mannaferð- ir í grennd við hreiður fálka. Sem kunnugt er, eru greiddar ævintýraleg- ar upphæðir fyrir fálka og er Islands- fálkinn einn sá eftirsóttasti og því er ljóst, að áfram verður sótt í fálka- hreiður á íslandi. En með árvekni getur fólk aðstoðað lögreglu í að koma lögum yfir fálkaeggja- og ungaþjófa. —ES Skipadeildin kaupir Hvassafellið Skipadeild Sambandsins hefur keypt m/s Hvassafell og var skipið afhent fýrir skömmu. Skipadeildin hefur haft skipið á þurrleigu síðan í september 1988. Skipið er smíðað 1978 í Þýskalandi og er rúmlega 4000 tonna milliþil- farsskip, búið tveimur 20 tonna krön- um og með kassalaga lest, sem hægt er að skipta niður í 8 hólf. Skipið er sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Hvassafell verður áffam í þeim verk- efnum, sem það hefur verið í, sem eru siglingar á milli íslands og Eystra- saltslandanna. Á skipinu er 11 manna íslensk áhöfn, skipstjóri er Barði Jónsson og yfirvélstjóri Ásmundur Helgason. Skipið verður áfram skráð á Kýpur. Tóbakssala á mann 15 ára og eldri 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 Tóbakssala minnkar Sala á sígarettum minnkar stöð- ugt. Meðalsala á hvern íslending yfir fermingaraldri var rúmlega 3% minni á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tímabili 1989. Það ár hafði sígarettusala minnkað um 13,4% á mann frá árinu 1984, sem var mesta reykingaár 9. áratugar- ins. Þetta er ekki vegna þess að reykingamenn hafi skipt um reyk- ingaaðferð, því vindlasala hefur minnkað svipað eða meira og sala píputóbaks nánast hrunið - og er nú innan við þriðjungur þess, sem hún var um 1980. ÁTVR seldi tæplega 5,1 milljón pakka af sígarettum tímabilið janú- ar/mars, eða rúmlega 140 þúsund pökkum færra en á sama tíma i fyrra. Þessi sala svarar til um 26,5 pakka á hvem landsmann eldri en 14 ára. Þessi sala svarar t.d. til þess, að 30 af hverjum 100 landsmönnum á fyrr- neffidum aldri reyki pakka á dag. Samsvarandi tala var 35 af hveijum 100 árið 1984, sem bendir til að margir hafi hætt og færri byrjað að reykja á undanfomum fimm ámm. Rúmlega 3 milljónir vindla seldust þessa þrjá mánuði, sem er 4,5% sam- dráttur á einu ári. Sala reyktóbaks var um 3.950 kg. og hefur minnkað um 5,5% á einu ári. Þá seldust um 2.900 kg. af neftóbaki. Það er eina tóbaks- tegundin sem notkun hefur lítið minnkað á nú síðustu árin. - HEI USTALÍNA í VÆRÐARV0ÐUM Glænýjar værðarvoðir - þunnar, þéttoffiar og léttar - og gjörólíkar værðarvoðum Álafoss til þessa, segir m.a. í ffétt frá Álafossi um nýja svonefnda „Listalínu" í værð- arvoðum, sem kynnt verður í hús- næði Epals í Reykjavík dagana 26. apríl til 17. maí n.k.. Guðrún Gunnarsdóttir textíllista- maður hefiir unnið við hönnun og vöruþróun sex voða í þessari nýju línu í eitt ár. Voðimar em úr 100% lambsull í sex litum og hægt að nota þær bæði sem ábreiður og sjöl. Jafnframt hafa verið hannaðar sér- stakar gjafapakningar fyrir línuna. Guðrún Gunnarsdóttir textíllistamaður er hönnuður Listalínunnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.