Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriöjudagur 24. apríl 1990 FRETTAYFIRUT WIESBADEN - Banda- ríkjamaðurinn Robert Polhill, sem leystur var úr gíslingu í Líbanon eftir þriggja ára vist hjá palestínskum mannræn- ingjum, hélt upp á frelsi sitt rheðal Bandaríkjamanna í Wiesbaden í Vestur-Þýska- landi, en þangað var flogið með hann frá Líbanon. Bandaríkjamenn telja nú meiri líkur á, að þeir sjö bandarísku gíslar, sem efíir eru í Líbanon, veröi sleppt. Hópur sunníta-múslíma í Líbanon sögðust ætla að leysa tvo svissneska starfs- menn Rauðakrossins úr haldi, en þeim var rænt fyrr á þessu ári. BONN — Ríkisstjóm Vest- ur- Þýskalands hefur sam- þykkt þá kröfu Austur-Þjóð- verja, að Vestur- Þjóðverjar kaupi sparifé og lífeyri Aust- ur-Þjóðverja á genginu 1:1. Seðlabanki Vestur-Þýska- lands mun hugsanlega bregðast við þessu með því, að hækka vexti til að vinna gegn hugsanlegri uppsveiflu í verðbólgu vegna þessa. VILNIUS - Einu olíu- hreinsunarstöð Lithauga- lands var lokað fimm dögum eftir að Sovétmenn hættu að senda Lithaugum olíu. Ge- orge Bush forseti Bandaríkj- anna fagnaði, varfærnislega þó, yfirlýsingu Sovétmanna þess efnis, að Sovétríkin væru ekki að reyna að kné- setja Lithaugalands með þvingunum sínum, og sagði ekki víst, að Bandaríkja- menn beiti Sovétmönnum efnahagsþvingunum, ef þeir hætta þvingunum gegn Lit- haugum. Þá opnaði Kazmi- era Prunskiene forsætisráð- herra Lithaugalands reikning á banka í Svíþjóð fyrir fram- lög til stuðnings Lithaugum. GDANSK — Verkalýðs- samtókin Samstaða ákváðu að stofna ekki stjómmála- flokk í Póllandi, en hins veg- ar var ákveðið að frambjóð- endur á þeirra vegum byðu áfram fram til þings og til sveitastjórna. MOSKVA — Fjórtán þús- und manns verða fluttir á brott frá heimkynnum sínum umhverfis Tsjemóbíl á þessu ári, en í Ijós hefur komið, að skaðinn vegna slyssins í kjarnorkuverinu þar á sínum tíma er mun meiri en talið var. Enn blossa upp blóöug átök í Kathmandu, höfuðborg Nepal. Hér hefur múgurinn kveikt í bifreið lögreglunnar Tveir lögreglumenn og fjórir mótmælendur falla í átökum í Kathmandu: ug átök ógna lýðræðinu í Nepal Lögreglan skaut fjóra mótmælendur til bana í Kathmandu, höf- uöborg Nepal, eftir að æstur múgurinn hafði barið að minnsta kosti tvo lögreglumenn til bana, en sú barsmíð er talin hefndarað- gerð fyrír harðneskju lögreglunnar gegn lýðræðissinnum undan- famar vikur. Útgöngubann hefur veríð sett á í Kathmandu og hef- ur lögreglustjóri borgarínnar gefið fyrírskipun um, að allir þeir, sem brjóta útgöngubannið, verði skotnir. Auk lögreglumannanna tveggja, sveitir lögreglunnar hóf skothrið á sem barðir voru til bana, voru fjórir lögreglumenn barðir til óbóta. Múgurinn hafði umhverfi konungs- hallarinnar í Kathmandu á valdi sínu í átta klukkustundir, áður en öryggis- mannfjöldann og ruddi göturnar. Auk skotvopna beitti lögreglan óspart tára- gasi. A meðan á átökunum stóð, náði mannfjöldinn að kveikja í lögreglu- stöð í miðbænum. Átökin hófust, þegar mannfjöldinn réðst að níu lögreglumönnum, sem sakaðir voru um að ræna búðir, til þess að grafa undan bráðabirgðastjórninni, sem fyrrum stjórnarandstaða myndaði fyrir fjórum dögum síðan. Sú bráða- birgðastjórn komst á fót, þegar Bir- enda konungur landsins lét undan lýð- ræðissinnum, eftir að lögreglan hafði skotið nokkra tugi þeirra til bana. Ekki er ljóst, hver hefur tögl og hald- ir í Kathmandu þessa stundina, hin nýja ríkisstjórn eða yfirmenn lögregl- unnar. Ríkisstjórnin hafði beðið mannfjöldann um að hætta ofbeldi, sem einungis væri til þess fallið að stofha lýðræðisþróuninni í Nepal í hættu, en mannfjöldinn lét bænir stjómarinnar sem vind um eyru þjóta. Reyndar bætti múgurinn um betur, tók innanrikisráðherra landsins höndum og þvingaði hann til þess að lofa, að stórlega yrði fækkað í sveitum lög- reglunnar, áður en honum var sleppt. Lögreglustjórinn í Kathmandu var einnig tekinn höndum af múgnum, en lögreglumenn vopnaðir kylfum og táragasi náðu að frelsa hann. Byltingartilraun mistekst í Súdan Omar Hassan al-Bashir, sem komst til valda í Súdan í vopnaðrí byltingu í fyrrasumar, braut á bak aftur byltingartilraun, sem gerð var gegn honum í gærmorgun. Herflokkar hliðhollir Omari náðu fljótlega að yfirbuga tvo forsp- rakka og fylgismenn þeirra, er freistuðu þess að ná völdum. Full- yrti Omar, að allir byltingarseg- gimir hafi verið handteknir. Leiðtogar byltingartilraunarinnar voru þeir Abdul-kader al-Kadro fyrr- um yfirhershöfðingi og Mohammed Osman Hamed Karar fyrrum ofursti í flughernum, en Omar leysti þá frá störfum eftir byltinguna í fyrrasumar. Byltingartilraunin i gær er sögð tengjast byltingatilraun, sem and- stæðingar Omars höfðu lagt á ráðin um í marsmánuði síðastliðnum, en útsendarar Omars komust að þeim fyrirætlunum í tíma og voru tuttugu manns þá handteknir. Einn þeirra var sonur Sadeqs al-Mahdú sem var for- sætisráðherra í Súdan í þrjú ár, áður en Omar stéypti honum af stóli. Sögðust byltingarmenn ætla að end- urreisa lýðræði í Súdan. Omar leiðir nú fimmtán manna her- foringjastjórn í Súdan. Stjórnin afh- am stjórnarskrána, leysti upp þing og stjórnar eftir neyðarlögum. í skjóli þeirra hefur stjórnin haldið fjölda stjórnmálamanna, verkalýðsleiðtoga og baráttumanna fyrir mannréttind- um í fangelsi. Þá hefur stríð stjórnarhersins við skæruliða í suðurhluta landsins hald- ið áfram af fullum krafti, þrátt fyrir friðarviðræður í tvígang. Kommúnistaflokkurinn lýtur í lægra haldi í þingkosningum í Slóveníu og Króatíu: Endalok Júgóslavíu sífellt þokast nær Milan Kucan leiðtogi umbóta- sinnaðra kommúnista var kjörinn forseti Slóveníu í fyrstu frjálsu Kínverskir múslímar hefja heilagt stríð Kínverskir múslímar i norðvestur- hluta Kína hafa hafið heilagt stríð gegn kommúnistastjórninni í Pek- ing. Frá þessu skýrði ríkissjónvarp- ið í Xinjiang héraði, þar sem átök hafa brotist út á milli lögreglu og vopnaðra aðskilnaðarsinna músl- íma. Múslímarnir, sem eru af kynþætti Kirghiza, hafa, samkvæmt fréttum kínverska ríkissjónvarpsins, stofn- að sérstakar dauðasveitir, sem „vinni gegn byltingunni". Fréttir þessar er fyrsta viðurkenn- ing kínverskra stjórnvalda á átök- um þeim, er brotist hafa út á milli múslíma og lögreglu á þessum slóðum. Hingað til hafa Kínvérjar vísað á bug fregnum af blóðugum átökum á þessum slóðum fyrr í þessum mánuði. Þá féllu fimmtán skæruliðar, sex lögreglumenn og einn opinber embættismaður. í lcjölfar þeirra átaka bárust fréttir af morðum öryggissveita kin- verskra stjórnvalda, sem sagðar eru hafa myrt um fimmtíu manns af Kirghizþjóð. kosningunum þar í 42 ár. Hins veg- ar beið kommúnistaflokkurinn af- hroð í þingkosningunum, sem fram fóru samhliða forsetakjörinu. Sömu örlög hlaut kommúnista- flokkurinn í Króatíu, en talið er að 75% frambjóðenda kosninga- bandalags þjóðernissinna hafi hlot- ið kosningu í fyrri umferð kosning- anna, sem þar fóru fram á sunnudaginn. Þessi kosningaúrslit auka enn lík- urnar á því, að Júgóslavía liðist í sundur á næstunni, því þjóðernis- sinnar í Króatíu hafa aðskilnað á stefnuskrá sinni og sigurvegarar þingkosninganna í Slóveníu að- hyllast stóraukið sjálfræði Slóven- íu, jafnvel úrsögn úr sambandsrík- inu Júgóslavíu. Eftir að kosningaúrslít lágu fyrir, skilaði Milan Kucan flokksskír- teini sínu í kommúnistaflokknum til þess að sýna Slóvönum, að hann verði forseti fólksins alls. Þá sagði Kucan það ljóst, að Slóvenía stór- auki sjálfstæði sitt á næstunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.