Tíminn - 24.04.1990, Síða 5

Tíminn - 24.04.1990, Síða 5
Þriðjudagur 24. apríl 1990 Tíminn 5 Landbúnaðarráðherra leggur til að sett verði lög um áburðarverð: Aburðarverðið mun ekki sprengja kjarasamninga Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um viðauka við lög um ráðstafanir vegna kjarasamninga. í frumvarpinu verður gert ráð fýrír, að Alþingi ákveði, að verð á áburði hækki um 12%. Stjóm Áburðarverk- smiðjunnarfelldi í gær tillögu frá stjómarformanni hennar, um að fýrri ákvörðun stjómar um 18% hækkun yrði tekin til baka og far- ið yrði að tilmælum landbúnaðarráðherra. „Ég mun leggja til við þingflolcka rík- ákveða verðið, svo sem venja er. Það isstjómarinnar, að flutt verði tillaga um áburðarverð. Hér er á ferðinni ráð- stöfun, sem er nauðsynleg til að tryggja ffamgang kjarasamninganna og að allar forsendur haldist. Ríkis- stjómin ætlar ekki að láta standa upp á sig í þeim efnum. Ég var búinn að gera stjóm verksmiðjunnar skýra grein fyr- ir því. Það em mér því mikil von- brigði, að menn skyldu ekki fallast á tilmæli mín, svo að hægt yrði að hefði verið öllum fyrir bestu. Við mun- um ekki láta þessa sjálfstæðismenn í stjóm Aburðarverksmiðju ríkisins eyðileggja kjarasamninganna,“ sagði landbúnaðarráðherra. „Aburðarverksmiðjan telur sig vera í þeirri stöðu að geta staðið í útistöðum við bændur landsins og stjómvöld," sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í samtali við Tímann. ,T>ama ráða sjálfstæðismenn og einn leppur þeirra úr Borgaraflokknum. Þama er m.a. Egill Jónsson, sem hefúr gefið sig út fyrir að vera fúlltrúi bænda, en bændur hafa einmitt mót- mælt 18% hækkun mjög harðlega. Ég hef skoðað þetta mál mjög vand- lega og get ekki séð, að þörf sé fyrir svona mikla hækkun. Aburðarverk- smiðjan er með eigið fé upp á 1200 milljónir, þannig að hún stendur mjög vel. Það, sem menn vilja er að fjár- magna byggingu nýja ammoníaks- tanksins af tekjum þessa árs. Ég tel, að ekki sé óeðlilegt, að tekið sé lán til þessarar ffamkvæmdar. Þama er um að ræða nauðsynlegt viðhaldsverkefni. Hver verða viðbrögð stjómvalda? , J>að verður að setja lög til að höggva á þennan hnút, sem allra fyrst. Ég býst við, að lagt verði ffam ffumvarp á Al- þingi í dag. Annars væri langbest að leita tilboða erlendis ffá um áburðarkaup. Ég geri reyndar ráð fyrir, að erfitt verði að koma því við núna vegna tímaskorts. Ég held, að það væri eina vitið, þvi að þessi ríkiseinokunarfyrirtæki em hættuleg." Heldur þú að sjálfstæðismenn geri þetta að undirlagi formanns Sjálfstæð- isflokksins? „Ég skal ekkert um það segja. Mér finnst ólíklegt, að þeir gangi svona í berhögg við það, sem Stéttarsamband bænda hefur lagt áherslu á og heil- brigð skynsemi segir að sé nóg, án þess að hafa um það samráð í fiokkn- um. Annars veit ég ekkert um þeirra vinnubrögð, því að ég á þar ekki irrn- angegnt,“ sagði forsætisráðherra. Á fúndi sem landbúnaðarráðherra hélt með stjóm Áburðarverksmiðjunnar í gær, var enn einu sinni farið yfir málin. Ráðherra gerði stjóminni grein fyrir því, að það beri að túlka samþykkt rík- isstjómarinnar um verðlagningu á áburði þannig, að rekstrartapi verði mastt á fjáraukalögum í haust. „Ég get vissulega skilið, að mönnum þyki slæmt að taka ákvörðun um verð- lagningu, sem þýði erfiða rekstrarstöðu fyrir verksmiðjuna, en ég hef hins veg- ar gert mönnum það alveg ljóst, að hin pólitíska ábyrgð af þvi hvílir á herðum mínum og ríkisstjómarinnar.“ Landbúnaðarráðherra sagði mjög óskynsamlegt af stjóm verksmiðjunnar að efha til illinda við stjómvöld nú, þegar mikil óvissa rikir um framtíð hennar. -EÓ Reynt til þrautar að ná samkomulagi í sjávarútvegsnefnd efri deildar í dag um frumvarp um stjórnun fiskveiða. Stefnt að annarri umræðu á morgun: Látið reyna á hvort málið verður fellt? búasamtök Grafarvogs samþykktu sl. laugardag ályktun, um að Áburðarverksmiðja ríkisins yröi flutt ffá Gufu- nesi vegna hættu, sem íbúum Grafarvogs væri búin af hennar völdum. Tímamynd; Ámi Bjama. Borgarstjóri og forsætisráðherra ræddu framtíð Áburðarverksmiðjunnar í gær. Davíð Oddsson: Afstaða borgarinnar skýr Davíð Oddsson borgarstjóri og Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra hittust í gær til að ræða mál Áburðarverksmiðjunnar og hugsan- legan flutning hennar. „Ég gerði forsætisráðherra annars vegar grein fyrir viðhorfúm borgar- innar og þeim samþykktum, sem gerðar hafa verið um verksmiðjuna. Hins vegar gerði ég í örstuttu máli grein fyrir fúndinum, sem var hald- inn í Grafarvogi á laugardag og nið- urstöðum hans,“ sagði Davíð Odds- son við Tímann. „Niðurstaða fúndarins með forsæt- isráðherra, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um niðurstöðu, varð sú, að forsætisráðherra mun stefha að því, að setja niður hóp manna á veg- um ríkisstjómarinnar til þess að fara yfir alla þætti málsins. I framhaldi af þeirri vinnu mun hann svara kröfum borgarinnar. Á meðan verður ekki fiutt ammoníak til verksmiðjunnar,“ sagði borgarstjóri ennfremur. Borgarstjóri kvaðst vænta eínislegr- ar athugunar og efnislegrar niður- stöðu frá væntanlegum starfshópi. Áburðarverksmiðjumálið væri stór- mál, sem þyrfti að ræða og hann kvaðst hafa gert forsætisráðherra grein fyrir því, að afstaða borgarinn- ar lægi fyrir. „Við áttum ágætan fund og fómm yfir þetta mál, bæði samþykkt borg- arinnar og samþykkt ríkisstjómarinn- ar,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í gær. Hann kvaðst ekki vilja ræða niðurstöður fundarins með borgarstjóra, fyrr en hann hefði gert samráðherrum sínum grein fyrir þeim. Á almennum borgarafúndi í Grafar- vogi sl. laugardag var samþykkt ályktun, þar sem lýst var stuðningi við nýlega samþykkt borgarráðs. um að hætta skuli rekstri Áburðarverk- smiðjunnar vegna áhættu, sem af rekstrinum stafi. I henni segir, að eldurinn, sem kviknaði á páskadag á ammoníaks- geymi verksmiðjunnar, hefði kvikn- að í blóra við áhættumat og greiningu fæmstu sérfræðinga. Þrátt fyrir nýjan ammoníaksgeymi geti hið óvænta allt eins gerst aftur, enda séu þess dæmi í öðmm löndum. Tafarlaust verði því að stöðva rekstur verk- smiðjunnar, enda verði minni hags- munir að víkja fyrir almannahags- munum í þessu máli. Félagsmálaráðherra skipaði starfs- hóp í febrúar 1988 til að gera tillögur til úrbóta varðandi ammoníaks- geymi, sem í kviknaði á páskadag. Niðurstaða hópsins varð sú, að þegar nýr og öraggari geymir hefði verið reistur, yrði rekstur verksmiðjunnar það öraggur, að ekkert mælti gegn því, að byggð næði alveg að lóðar- mörkum verksmiðjunnar. Ríkisstjómin heimilaði síðan 21. júní 1988 Áburðarverksmiðjunni að byggja nýjan geymi. Sótt var um byggingaleyfi til bygginganefndar borgarinnar vegna geymisins og borgarstjóm samþykkti 7. júlí 1988, að leyfið yrði veitt. Þann 29. sept. 1989 framlengdi Reykjavíkurborg lóðaleigusamning verksmiðjunnar til ársins 2019. 1 fréttatilkynningu frá landbúnaðar- ráðuneytinu og Áburðarverksmiðj- unni segir, að af þessu megi álykta að Reykjavíkurborg hafi verið samþykk rekstri verksmiðjunnar a.m.k. næstu 30 árin. Því komi það á óvart, að nú skuli skyndilega vera gerðar kröfur, um að hætt verði að reka verksmiðj- una í Gufúnesi á sama tíma og verið sé að taka í notkun nýjan kældan og þar með miklu öraggari ammoníaks- geymi. —sá Stefán Guðmundsson, formaður sjávarútvegsnefndar efri deildar, seg- ist stefna að því að afgreiða framvarp um stjómun fiskveiða út úr nefndinni til annarrar umræðu í efri deild Al- þingis i dag. Samkvæmt heimildum Tímans mun ekki enn vera sam- komulag um framgang málsins með- al stjómarliða í nefndinni, en tveir fundir era boðaðir í henni fyrir há- degi í dag. „Það er verið að vinna í málinu, fúndir í sjávarútvegsnefndinni í fyrramálið og vonandi verður það tekið út á morgun," sagði Stefán Guðmundsson í samtali við Tímann í gær. Verði frumvarpið afgreitt frá nefndinni í dag, eins og stefnt er að, verður það á dagskrá í deildinni á miðvikudag. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra vildi lítið tjá sig um málið, en sagði, að verið væri að vinna að því að Ijúka því á þessu þingi og nið- urstaða þyrfti að fást fijótlega. Varð- andi niðurstöður skoðanakönnunar Fiskifrétta um stjómun fiskveiða, sagði ráðherrann, að þær leiddu í Ijós, að menn vildu byggja áfram á þeim granni, sem lagður heíði verið á undanftjmum áram. „Ég lít á þetta sem stuðningsyfirlýs- ingu við það, sem verið er að vinna að,“ sagði Halldór. Breytingartillögur frá hugsanlegum meirihluta í sjávarútvegsnefnd vora ræddar í þingflokkum í gær. Ekki er Stefán Guömundsson, form. sjávarútvegsnefndar efrí deildar. ljóst, hvort meirihluti næst innan nefndarinnar um tillögumar, en auk Stefáns Guðmundssonar, eiga sæti í henni Jóhann Einvarðsson og Hall- dór Blöndal, sem eru fylgjandi stefnu sjávarútvegsráðherra. Skúli Alex- andersson og Karvel Pálmason, fúll- trúar Alþýðubandalags og Alþýðu- fiokks, vilja ekki samþykkja íiram- varpið með þeim breytingum, sem fyrir liggja og ef ekki næst sam- komulag við þá í dag, verður að öll- um líkindum látið á það reyna í at- kvæðagreiðslu í deildinni, hvort þeir vilja fella frumvarpið eða ekki. - ÁG Borgarar bjóða ekki fram Borgaraflokkurinn í Reykjavík mun ekki bjóða fram lista í boigarstjómar- kosningum í vor. Þetta var ákveðið á fúndi hjá Boigarafiokksfélagi Reykja- víkur í gær. Jafnframt var felld tillaga, sem lá fyrir fundinum, um að Boigara- flokkurinn lýsti formlega yfir stuðningi við framboð Nýs vettvangs í Reykja- vík, en sem kunnugt er, er Ásgeir Hann- es Eiriksson þingmaður Boigaraflokks i 6. sæti á lista Nýs vettvangs. Júlíus Sólnes formaður Boigarafiokks- ins var helsti andstæðingur þess innan flokksins, að lýst yrði yfir stuðningi við Nýjan vettvang.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.