Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriöjudagur 24. apríl 1990 Elísabet Bretc Elísabet Bretadrottning mun koma í op- inbera heimsókn hingað til lands, samt manni sínum Philip prins í endann á júní. Þetta er í fyrsta skipti, sem drottningin kem- ur í opinbera heimsókn hingað til lands og í raun einnig í fyrsta skipti, sem þjóðhöfðingi Breta kemur í opinbera heimsókn til íslands. Philip hefur hins vegar oftsinnis komið hing- að, bæði á leið sinni yfir hafið til N-Ameríku svo og til laxveiða. Undirbúningur að komu drottningar er nú í fullum gangi hjá aðilum hér á landi, en nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir opinberlega. Undirbúningur fyrir komu Elísabetar Bretadrottningar síðari hluta júnímánaðar hefur staðið um nokkurt skeið. Fulltrúar drottningar, bæði frá breska utanríkisráðu- neytinu og úr hirð drottningar komu hingað til lands fyrrihluta marsmánaðar til að leggja línurnar í samvinnu við þá aðila, sem fara með þessi mál hérlendis. Það eru m.a. utan- ríkisráðuneytið, forsetaskrifstofa, forsætis- ráðuneytið og lögreglustjóraembættið í Reykjavík, en sem von er þarf að mörgu hyggja við komu drottningar. Opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja hingað til lands eru alfarið á vegum íslenskra aðila, hvað skipulagningu varðar, en í sam- ráði við viðkomandi aðila. Ef sérstakar óskir koma frá þjóðhöfðingjanum, er orðið við þeim óskum, svo framarlega sem unnt er. Eins og áður sagði, kemur drottning hingað til lands seint í júní og mun heimsókn hennar hér á landi vara í tvo til þrjá daga, en eftir það heldur hún í opinbera heimsókn til Kanada. Vegna öryggisráðstafana eru tíma- setningar á komu drottningar hingað hvorki gerðar opinberar fyrr en nær dregur heim- sókninni, né heldur uppilátið á hvaða staði hún mun koma. þó er líklegt að henni verði sýndar nokkrar af perlum íslands, s.s. Þing- vellir. Drottning mun koma hingað til lands með flugi, en fastlega er búist við að skipi drottningar, Britannia verði siglt hingað og verði í Reykjavíkurhöfn á meðan á heim- sókn drottningar stendur. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykja- vík sagði í samtali við Tímann, að lítið væri hægt að segja um komu drottningar á þessu stigi. Málin eru í hefðbundnum undirbún- ingi, eins og Böðvar orðaði það, í samvinnu við öryggisfulltrúa drottningar. „Það er verið j að gera drög að því, sem gera þarf. Síðan á eftir að bera þá hluti aftur og betur saman við þá bresku aðila, sem þarna koma að máliJ Þetta tekur allt sinn vanalega tíma og er í venjulegum farvegi," sagði Böðvar. Hann sagði að reynt yrði að halda öllu umstangi. innan hóflegra marka. „Þetta starf hjá okkur, gengur allt eðlilega fyrir sig og verður haft á þeim nótum, að viðbúnaður verði látlaus en virðulegur," sagði Böðvar. Agnar Óskarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.