Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 24. apríl 1990 DAGBÓK Steinunn Finnbogadóttir Reykjavík - kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 aö Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Margrét Gísladóttir og Steinunn Finnboga- dóttir. Komið á kosningaskrifstofuna og takið þátt í starfinu með okkur. Kosninganefndin. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 2M3630 RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfisdrykkjur Upplýsingar í síma 29670 t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar Þorgils Benediktssonar læknis Kársnesbraut 47, Kópavogi Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstöðum. Emma Benediktsdóttir Björn Þorgilsson Baldur Þorgilsson Guömundur Hjörtur Þorgilsson t Utför Jóns G. Jónssonar frá Fellsenda fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 3.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Aðstandendur. t Konan mín, móðír okkar og tengdamóðir Sigríður Böðvarsdóttir liósmóðir, Alftamýri 58, Reykjavik verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Kirkjubyggingarsjóð Laugarvatnshjónanna Ingunnar og Böðvars, sími 98-61100, eða góðgerðarfélög. Valtýr Guðmundsson Ingunn Valtýsdóttir Þórir Ólafsson Guðmundur R. Valtýsson Ásdís Einarsdóttir Böðvar Valtýsson Hólmfríður Guðjónsdóttir Gunnar Valtýsson Sólveig Þorsteinsdóttir Listasafn Sigurjóns Oiafssonan Kvöldstund meö tónskáldi - ÞORSTEINN HAUKSSON Fjórða tónskáldakynningin á vegum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Is- lcnskrar tónvcrkamiðstöðvar vcrður haldin í listasafhinu þriðjud. 24. april og hcfst kl. 20:30. Að þessu sinni er það Þorsteinn Hauksson tónskáld sem talar um verk sín. Með fyrirlcstrinum verða flutt tóndæmi af tónbandi og í lifandi fiutningi. Háskólakórinn undir stjórn Árna Harð- arsonar flytur verkið Sapicntia, en það var samið fyrr á þessu ári að bciðni kórs- ins, sem frumflutti vcrkið fyrir stuttu. Þorsteinn Hauksson lauk einleikara- prófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1974, en þar hafði hann cinnig lagt stund á tónsmíðanám hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni. Hann sótti fram- haldsnám í tónsmíðum við Háskólann í Illinois í Bandaríkjunum og lauk þaðan mastcrsprófi 1977. Einnig hefur Þor- stcinn unnið við tónsmíðar og rannsóknir við IRCAM, scm cr hluti Pompidou listamiðstöðvarinnar í París og tölvu- rannsóknarstöð Stanford háskóla í Kali- forníu. Nú kcnnir Þorsteinn tónsmíðar, fræðilegar greinar og raftónlist við tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Þetta er siðasta tónskáldakynning vctr- arins, cn ráðgert er að hcfja þær að nýju næsta haust. Kjartan Ólafson sýnir í Nýhöfn í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, hefur Kjartan Ólafson opnað sýningu á verkum sínum. Sýningin er sölusýning. Þar eru myndir unnar með gvassi og blýanti á pappír á þessu ári. Kjartan er fæddur í Reykjavík 1955. Hann útskrifaðist frá MHI árið 1978 og stundaði síðan nám við Empire State College í New York í tvö ár. Þetta er fimmta einkasýning Kjartans, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin virka dag kl. 10:00- 18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 9. maf. Norræna húsið: Fyrirlestur um Alfred Wegener og landrekskenninguna Nú stendur yfir í anddyri Norræna hússins sýning um þýska vísindamanninn Alfred Wegener, líf hans og störf. í tengslum við sýninguna heldur Sig- urður Steinþórsson, prófessor við raun- vísindadeild Háskóla íslands, fyrirlestur í dag, þriðjud. 24. apríl kl. 20:30. Fyrirlest- urinn nefnist: „Wegener, fsland og land- rekskenningin". Alfred Wegener fæddist 1880 í Berlín. Hann stundaði nám í raunvísindum, eink- um stjarnfræði og var skipaður prófessor í stjarn- og veðurfræði 1917 og siðar í jarðeðlisfræði. Hann hélt fyrsta fyrirlest- ur sinn um landrekskenninguna í janúar 1912 og skrifaði m.a. tvær bækur um upphaf meginlanda og úthafa. Hann fór marga rannsóknaleiðangra til Grænlands og hafði tvisvar viðkomu á íslandi. Síðasti Grænlandsleiðangurinn var far- inn 1930 og í þeirri ferð lét Wegener lífið á 50. afmælisdegi sínu 1. nóvember það Islensk ntálvísindi áöndverðri20.öld Dr. Guðrún Kvaran orðabókar-rit- stjóri flytur opinberan fyrirlestur á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals, þriðjudag- inn 24. apríl f stofu 101 í Odda, hugvísind- ahúsi Háskóla fslands, kl. 17:15. f fyrir- lestrinum, sem nefnist „íslensk málvísindi á öndverðri 20. öld", mun Guðrún gera grein fyrir kennslubókagerð, orðabóka- smíð og öðrum málfræðirannsóknum á fyrri hluta þessarar aldar. Guðrún Kvaran vinnur nú m.a. að því að skrifa sögu íslenskrar málfræðiiðkunar. Fundur Safnaðarfélags Ásprestakalls Safnaðarfélag Asprestakalls heldur fund miðvikudaginn 25. apríl kl. 20:30 í safnaðarheimilinu. Gestur fundarins verður Lára Jónsdótt- ir garðyrkjufræðingur, sem ræðir um blóma- og garðrækt í tilefni sumarkomu. Háskólatónleikar í Norræna húsinu miðvikud. 25. aprílkl. 12:30 Þau Peter Tompkins og Robyn Koh leika verk fyrir óbó og sembal á Háskóla- tónleikum á morgun, miðvikud. 25. apríl kl. 12:30 í Norræna húsinu. A efnisskrá eru: Sónata í g-moll eftir Johann Sebasti- an Bach, Sónata í e-moll eftir Francesco Geminiani og sónata í c-moll eftir Anto- nio Vivaldi. Frá Kvenfélagi Kópavogs Konur í Kvenfélagi Kópavogs, munið ferðina á Eyrarbakka sem farin verður miðvikudaginn 25. april kl. 19:00 stund- víslega frá Félagsheimilinu. Látið vita um þátttöku sem fyrst í sím- um 40332, 40388 og 675672. Spilakvöld Kvenf élags Kópavogs Spilað verður í kvöld í Félagsheimili Kópavogs. Byrjað að spila kl. 20:30. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja: Starf aldraðra Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu á morgun, miðvikud. 25. apríl kl. 14:30. Einar Sturluson syngur einsöng. Upplest- ur og fleira. Dráttarvélanámskeið Bændur vilja böm sem hafa sótt námskeið A undanförnum árum hefur það aukist, að bændur, sem taka börn í sveit, óski eftir því að þau hafi sótt námskeið f akstri og meðferð dráttarvéla. Slík námskeið verður haldið enn í vor. Það er Umferð- arráð, í samstarfi við Bifreiðapróf ríkis- ins, Búnaðarfélag íslands, menntamála- ráðuneyti, Slysavarnafélag íslands, Stétt- arsamband bænda, Vinnueftirlit ríkisins og Ökukennarafélag íslands, sem stendur fyrir námskeiðunum. Þau eru tvíþætt. Annars vegar fornámskeið fyrir unglinga fædda 1975 til 1977 og hins vegar nám- skeið, sem endar með prófi og veitir réttindi til aksturs á vegum. Það er fyrir unglinga 16 ára og eldri, sem eru fæddir 1974 og síðar. Innritun á námskeiðin fer fram f Tóna- bæ og Fellahelli, mánudag og þriðjudag 23. og 24. aprfl kl. 17:00-19:00. Þátttöku- gjald á fomámskeiðið er 2500 kr. en 10.000 á réttindanámskeiðið og er innifal- ið í því námskeiðs- og æfingagjöld, vottorð, myndir, prófspjald og skírteini. Allar frekari upplýsingar um námskeið- in er hægt að fá hjá Umferðarráði í síma 27666, hjá Búnaðarfélagi íslands í síma 19200 og hjá Vinnueftirliti ríkisins í síma 672500. Minningarkort SJÁLFSBJARGARí Reykjavík og nágrenni fást á eflirtöldum stööuni: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbær við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Gunnar Asgeir HjaHason sýnir í HAFNARBORG í Hafnarfirði f Hafnarborg, Menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur nú yfir sýning Gunnars Ásgeirs Hjaltasonar. Hann sýnir myndverk unnin í pastel og akrýl, einnig vatnslitamyndir, teikningar, grafík og ýmsa smíðisgripi. Sýningin er opin daglega kl. 14:00- 19:00 nema þriðjudaginn 24. apríl. Sýn- ingin stendur til 6. maí. Orlof húsmæðra í Reykjavík Haldinn verður kynningarfundur á Hótel Loftleiðum mánudaginn 30. apríl kl. 20:30. Kynnt verður dvöl á Hvanneyri og Benidorm. Innritun hefst á fundinum, þar ganga fyrir þær konur sem ekki hafa áður farið í orlof húsmæðra í Reykjavík. Skrifstofa Orlofsins á Hringbraut 116 verður opin þriðjudaginn 1.-4. maí og 7.-11. maí kl. 17:00-20:00. Sími er 12617. Nefndin Fundur Kvenf élags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:30 í Félags- heimilinu. Eftir fund verður spilað bingó. Mætum allar með hatta og í sumarskapi. Félagskonur, munið að tilkynna þátt- töku í ferðina að Eyrarbakka, sem farin verður 25. apríl, í síma 40332, 40388 og 675672. Lagt verður af stað frá Félags- heimilinu kl. 19:00 stundvíslega. MÍR sýnir „Lenin í París" Sunnud. 22. apríl kl. 16:00 verður sov- éska kvikmyndin „Lenin í Paris" sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gcrð á árinu 1981 í leikstjórn Sergeis Jútkevitsj, en þetta er ein síðasta kvik- mynd hans. Þar er lýst atburðum í lifi Lcníns þann tíma sem hann dvaldist út- lægur í Frakklandi 1908-1912. Með hlut- verk Lenins fer Júrí Kajúrov. í myndinni er talað orð ýmist flutt á ensku, rúss- nesku eða frönsku án skýringatexta. Að- gangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Sýning Sigurjóns Jóhannssonar á Blönduósi: SÍLDARÆVINTÝRIÐ Á sumardaginn fyrsta var opnuð sýning á verkum Sigurjóns Jóhannssonar, leik- myndateiknara og málara í húsi Verka- lýðsfélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Sýning sem hér kemur fyrir sjónir al- mennings er byggð á Hfsreynslu Sigur- jóns frá bernskuárunum, en hann er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Sýningin verður opin alla daga kl. 14:00-19:00. Á sýningunni verður seld bókin Svartur sjór af síld (síldarævintýrin miklu á sjó og landi) eftir Birgi Sigurðs- son, útgefandi Forlagið. Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.