Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. apríl 1990 Tíminn 13 ri.ur\r\oi> ¦ jninr~ KEFLAVIK Málefnafundir Rabbfundir um hina ýmsu málaflokka verða haldnir eftir páska í félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 kl. 20.30. Þriöjudaginn 24/4: íþróttir, æskulýðsmál, útivist, skipulagsmál Fimmtudaginn 26/4: Skólar, dagvistarheimili, listir og menning Mánudaginn 30/4: Heilbrigðismál, málefni aldraðra Allir bæjarbúar velkomnir. Frambjóðendur Kópavogur - kosningastarfið Ákveöið hefur veriö aö efna til opinna kynninga og umræöufunda um hin ýmsu málefni í húsnæði Framsóknarfélaganna í Hamraborg 5 næstu vikur. Gert er ráð fyrir að allir þeir sem áhuga hafa geti komið skoðunum sínum varðandi málaflokka á framfæri á þessum fundum. Fimmtudagurinn 26. apríl 1990 kl. 20.30 Fundur um: Mótun stefnuskrár fyrir komandi kosningar. Allir velunnarar velkomnir. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Ull Ráðstefna um sveitastjórnarmál verður haldin á vegurn Framsóknarflokksins laugardaginn 28. apríl í Reykjavík. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn Skrifstofa kjördæmissambands Iframsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags (safjarðar og ísfirðings að Hafnarstræti 8 á ísafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi Seifoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547. Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Selfossi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. SPEGILL Kevin Costner er einn af „Gulldrengjunum" í Hollywood Kevin Costner segist vera alinn upp eins og hinn dæmigerði amer- íski unglingur á veniulegu heimili með meðaltekjur. „Eg fór í útileg- ur með pabba, lék „baseball" og fótbolta með skólafélögunum, fékk sæmilegar einkunnir í skóla, var óskaplega feiminn við stelpur o.s.frv., - sem sagt, þessi venjulegi strákur." Þetta er umsögn hans um sjálfan sig. Costner hélt áfram í meðal- mennskunni: Hann fékk vinnu, þar sem hann gat unnið með hönd- unum, eins og hann segir. Þ.e. hann vann við vélaviðgerðir og hann stofnaði til heimilis með skólakærustu sinni. En síðan breytist lífsferill Kevins Costners svo, þegar hann fór að leika í kvikmyndum fyrir um það bil 10 árum, að hann er nú talinn í hópi þeirra ungu leikara sem kall- aðir eru „Gulldrengirnir" í Holly- wood. Það eru t.d. þeir Tom Hanks, Eddie Murphy, Mel Gib- son, Tom Cruise, Costner o.fl. Costner þótti mjög góður í myndinni Bull Durham, sem snýst um líf „baseball"-leikara. Þegar hann tók síðan að sér hlutverk í „Draumavellinum" (Field of Dreams), þá voru það margir sem vöruðu hann við og sögðu það óráðlegt fyrir hann að leika í annarri mynd sem gengi út á sama efni, þ.e. hafnabolta (baseball). Kevin sagðist vera ákveðinn í því að taka hlutverkið. „Mér er sama þó ég leiki í 10 „basebalP'-myndum í röð," sagði hann og bætti við: „- ef það eru 10 bestu kvikmynda- handritin sem um er að ræða." Þess vegna tók hann af lífi og sál við hlutverkinu í DraumaveUinum (Field of Dreams) sem nú er sýnd í Bíóborginni. Myndin er gerð eftir bókinnni „Shoeless Joe" eftir W.P. Kinsella. Leikstjóri er Phil Alden Robinson. Myndin tókst það vel að hún var útnefnd á þessu ári til Oscars-verðlauna sem „besta mynd" ársins. Tveir góðir úr „The Untouchab- les", þeir Sean Connery og Kev- in Costner. Kevin Michael Costner er fæddur 18. janúar 1955 i Lynwood, Kaliforníu. Hann hefur á síðustu 10 árum leikið í fjölmörgum myndum sem hafa gengið mjög vel víða um heim, t.d. „Gunrunner" (1983), „American Flyers" (1985), „No Way Out (1987), „Bull Durham" (1988) og „Field of Dreams" (1989) og á árinu 1990 „Dances with Wolves". Á næsta ári verður frumsýnd myndin „Hefnd" (Revenge) þar sem Costner leikurá móti Made- leine Stowe, en þau sjást hér í upptöku á þeirri mynd. Ur myndinni „Bull Durham", þar sem Kevin lék á móti Susan Sarandon. Costner kvæntist Cindy Silva 1978 og þau eiga dæturnar Lily, 3 ára, og Annie, 5 ára og svo Joe, sem er að verða tveggja ára, en er ekki með á myndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.