Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 24. apríl 1990 14 Timírin MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staða framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs (slands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf og reynslu af stjórnun- arstörfum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. maí 1990. Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu bókavarðar í handritadeild Lands- bókasafns íslands, sem auglýst var laus til umsóknar hinn 30. mars s.l., hefur verið framlengdur til 30. apríl n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Menntamálaráðuneytinu fyrir 30. apríl 1990. Menntamálaráðuneytið. Jörð - íbúðarhús Jörð með góðu íbúðarhúsi, eða gott íbúðarhús í sveit á Suðurlandi, óskast til leigu. Upplýsingar í síma 91-674243. Alexander Stefánsson Davíð Aöalsteinsson EgillHeiöar Framsóknarfélag Borgarness Aðalfundur Fundurinn verður haldinn í Framsóknarhúsinu, Brákarbraut 1, miðvikudaginn 25. apríl og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ávörp gesta. 3. Umræður. Á fundinn mæta þingmaður og varaþingmaður kjördæmisins og erindreki Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarness Miðstjórnarfundur S.U.F. Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn að Grensásvegi 44 Reykjavík föstudaginn 27. apríl 1990 og hefst kl. 17.30. Miðstjórnarmenn S.U.F. og frambjóðendur á S.U.F. aldri eru hvattir til að mæta. Framkvæmdastjórn S.U.F. Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Landsstjórn - Framkvæmdastjórn Sameiginlegur fundur landsstjórnar og framkvæmdastjórnar LFK verður haldinn föstudaginn 27. apríl n.k. í Lækjarbrekku kl. 19.30. Aðalefni fundarins verður komandi sveitarstjórnarkosningar. Framkvæmdastjórn LFK Reykjavík - kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Kosninganefndin. Akranes - Bæjarmál Athugið breyttan fundartíma vegna stefnuskrárvinnu í Framsóknar- húsinu, Sunnubraut 21. Fundur um atvinnumál verður 3. maí kl. 20,30. Fundur með eldri borgurum verður sunnud. 6. maí kl. 15.30. Allir áhugamenn velkomnir. Frambjóðendur. Akranes - Framsóknarhúsið Opið hús 1. maí. Kaffi og meðlæti. Létt spjall. Frambjóðendur. ÍÞROTTIR Handknattleikur - VÍS keppnin: Titillinn í höfn eftir baráttuleik FH-ingar sigu fram úr ÍR-ingum í lokin og tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn íslandsmeistaratitillinn í hand- knattleik 1990 féll í skaut FH á laugardaginn er þeir sigruðu ÍR- inga 25-21 í Seljaskóla. FH-ing- um nægði jafntefli í leiknum og ÍR-ingar gátu endanlega tryggt sæti sitt í 1. deild með jafntefli. Því heföi mátt búast við að liðin sættu sig sæmilega við að deila stigunum, en svo var ekki. ÍR-ingar börðust eins og ljón í þessum leik og FH-ingar máttu hafa sig alla við. Frumkvæðið var FH- inga allan fyrri hálfleik en nokkrum sinnum náðu IR-ingar þó að jafna, 2- 2, 6-6 og 8-8. I leikhléi höfðu Hafnfirðingamir eins marks forystu 10-11. ÍR-ingar jöfhuðu 12-12 í upphafi síðari hálfleiks og komust síðan yfir 13-12. Jafnt var 13-13, 14-14 og 15- 15, en þó gerðu FH-ingar tvö mörk í röð 15-17 og stuttu síðar komust þeir fjórum mörkum yfir 16- 20. Eftir það var aðeins forms- atriði fyrir FH að klára leikinn og tryggja sér titilinn. Fögnuður þeirra var mikill þegar flautað var til leiks- loka og þeir voru orðnir íslands- meistarar 1990 með 21-25 sigri í leiknum. Oskar Armannsson lék stórvel fyr- ir FH í fyrri hálfleik og Héðinn Gilsson í síðari hálfleik. Besti mað- ur liðsins var þó Guðmundur Hrafnkelsson markvörður sem varði eins og berserkur allan leik- inn. IR-inga léku vel, liðsheildin var sterk en markvarslan var slök. Segja má að munurinn á markvörsl- unni hjá liðunum hafi gert gæfu- muninn hvoru megin sigurinn lenti. ÍR liðið er nú komið í nokkra fall- hættu, en liðið á að leika gegn HK í síðustu umferðinni og HK liðið er þegar fallið í 2. deild. FH-ingar mæta IBV í lokaleik sínum á morg- un. Mörkin ÍR: Ólafur 5/1, Magnús 5/3, Matthías 4, Róbert 3, Frosti 2 og Guðmundur 2/1. FH: Óskar 8/1, Héðinn 7/1, Gunnar 4, Guðjón 2, Jón E. 2. Hálfdán 1 og Þorgils Ó. 1. BL HKfallið Valsmenn unnu öruggan sigur á botnliði HK er liðin mættust á laug- ardag, lokatölur voru 30-21, eftir að staðan í leikhléi var 15- 10. Með þessum ósigri féll HK í 2. deild, en félagið kom upp úr þeirri deild í fyrra. Mörk Valur: Valdimar 7, Brynjar 7, Jakob 5, Jón 3, Júlíus 2, Finnur 2, Sigurjón 2 og Gísli 2. Mörk HK: Magnús 8, Óskar 3, Ól- afúr 3, Amar 3, Róbert 2, Ásmund- ur 1 og Rúnar 1. Víkingar eygja von Víkingar halda enn í vonina um að halda sæti sínu í 1. deild eftir 27- 23 sigur á ÍBV. Staðan í leikhléi var 14-12. Víkingar vom sterkari aðil- inn í leiknum og höfðu yfirleitt frumkvæðið. Mörk Víkinga: Bjarki 9/2, Birgir 6/2, Dagur 5, Guðmundur 3, Sig- geir 2 Einar 1 og Karl 1. Mörk ÍBV: Hilmar 5, Óskar 5, Sigurður F. 5, Sigbjöm 4/2, Þor- steinn 3 og Sigurður G. 1/1. Grótta vann líka Gróttumenn fóm að dæmi Vík- inga og unnu sinn leik á laugardag- inn, gegn KA 25-23 (12-9) á Nes- inu. Þar með hafa Gróttumenn 11 stig eins og Víkingur, þegar einni umferð er ólokið. Grótta á erfiðari leik eftir, gegn Stjömunni, en Vík- ingar mæta KA í Höllinni í kvöld kl. 20.00. Mörk Gróttu: Willum 6/4, Páll 5, Stefán 5, Svafar 4, Davíð 3 og Hall- dór2. Mörk KA: Erlingur 7/1, Karl 6, Sigurpáll 3, Friðjón 2, Arnar 1, Guðmundur 1 og Jóhannes 1. Stjaman í 3. sæti Stjaman vann KR í Ásgarði 24-22 og tryggði sér endanlega 3. sætið i deildinni. I lcikhléi var staðan 10-8 Stjömunni í vil. Mörk Stjömunnar: Hafsteinn 5, Hilmar 5, Sigurður 4, Gylfi 4/2, Skúli 3, Axel 2 og Einar 1. Mörk KR: Konráð 5, Sigurður 5, Páll 5/3, Stefán 5/2 og Guðmundur 2. BL Staðan í 1. deildinni í handknattleik FH......17 15 1 1 447-376+81 31 Valur...17 13 1 3 451-383+68 27 Stjaman.. 17 11 2 4 395-371 +24 24 KR...... 17 8 3 6379-364+15 19 KA.......17 7 1 9 371-100 -19 15 ÍBV.....17 5 3 9 395-403 -8 13 ÍR.......17 5 2 10 363-382-19 12 Grótta...17 5 1 11 372-417 -45 11 Víkingur...l7 43 10 380-107-27 11 HK...... 17 2 3 12 353-413 -60 7 Lokahóf körfuknattleiksmanna var haldið í Glym sl. laugardagskvöld og voru þar afhent einstaklings- verðlaun til þeirra, sem sköruðu fram úr á nýloknu keppnistímabili. Á myndinni hér að ofan eru þau Páll Kolbeinsson KR besti leikmaður í úrvalsdeild og Björg Hafsteinsdóttir ÍBK besti leikmaður í 1. deild kvenna með verðlaun sín. Auk Páls í NIKE-lið ársins voru valdir Guðjón Skúlason ÍBK, Valur Ingimundarson UMFT, Teitur Örlygsson UMFN og Guðmundur Bragason UMFG. f NIKE-lið 1. deildar kvenna voru valdar auk Bjargar, Anna María Sveinsdóttir ÍBK, Linda Stefánsdóttir ÍR, Lilja Bjömsdóttir KR og Herdís Gunnars- dóttir Haukum. Stiaahæstur í úrvalsdeild var Chrís Behrends Val, en stigahæst í 1. deild kvenna var Anna María Sveinsdóttir IBK. Með besta vítahittni í úrvalsdeild var Guðjón Skúlason ÍBK, en hann skoraði einnig flestar þríggja stiga körfur. Anna María hitti best úr vítum í deild kvenna. Dan Kennard Þór tók flest fráköst og Fríðrík Rúnarsson UMFN var valinn prúðasti leikmaðurínn. Jón Otti Ólafsson var valinn besti dómarínn og Krístján Möller sá sem mestum framförum tók. Þá var Laszlo Nemeth KR kjörínn besti þjálfarinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.