Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 28. apríl 1990 FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM — Klukkur hringdu í gamla hlutanum í Jerúsalem, þegar leiðtogar kristinna manna lokuðu Kirkju hinnar helgu grafar, helgasta véi kristinna manna, til að mótmæla hús- töku Gyöinga í hinum kristna hluta Jerúsalem. BRUSSEL — Ríki Evrópu- bandalagsins hafa náð sam- komulagi um verð iandbún- aðarvara fyrir verðlagstímabilið 1990- 1991. Dregið verður úr nið- urgreiðslum, en embættis- menn segja, að það muni ekki skaða þá 10 milljón bændur, er búa í löndum EB. MOSKVA — Forseti Lit- haugalands, sem reynir nú að ná samkomulagi við Sov- étríkin, hefur heitið þvi, að íhuga tillögu Frakka og Þjóð- verja, en þeir hvöttu Lit- hauga til þess, að fresta gild- istöku þeirra laga, sem tengjast sjálfstæðisyfirlýs- ingu Lithaugalands. WASHINGTON — Rúm- lega 70 þingmenn í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings hafa hvatt Cörlu Hill viðskipta- málaráðherra Bandaríkj- anna til þess, að setja Japan á lista óvinveittra viðskipta- ríkja Bandaríkjanna. AÞENA — Rikisstjórn grískra ihaldsmanna hefur fengið traustyfirlýsingu gríska þingsins og heitir því, að gera róttækar breytingar á utanríkisstefnu Grikklands og á efnahagsstefnunni, en sósíalistar hafa farið með völd undanfarin níu ár. BUENOS AIRES - Arg- entínska þingið lýsti því yfir, að Falklandseyjar og aðrar eyjar, sem Bretar ráða yfir á Suður-Atlantshafi, tilheyri nýju héraði í Argentínu. Bretar segja yfirlýsingu þessa ógilda. MANAGVA — Kosninga- bandaiag Viloletu Chamorro forseta Níkaragva hefur þegar klofnað í tvær fylking- ar, en hún hefur einungis ríkt í þrjá daga. Hins vegar standa báðar fylkingarnar að baki ríkisstjórninni. UTLOND Úlan Bator: Tíu þúsundir Mongóla mótmæla kommúnisma Að minnsta kosti tíu þúsundir Mongóla fóru í gær i kröfúgöngu um götur höfuðborgarinnar Úlan Bator og ögruðu með því yfirvöldum, sem hafa lýst slíkar göngur lýðræðissinn- aðra stjómarandstæðinga ólöglegar. Yfirvöld kölluðu út hermenn í til- efni mótmælanna og er það í fyrsta skipti, síðan lýðræðishreyfing Mong- ólíu varð til í desember á síðasta ári. Her og lögregla beittu þó ekki valdi og mótmælin urðu friðsamleg. Helsti leiðtogi Mongóla hinn 61 árs gamli Ochirbat sagði í viðtali við Le Figaro, að fyrirhugaðar kosningar í Mongólíu myndu iosa um yfirráð kommúnista í landinu. Hann taldi ekki, að breytingamar í Austur-Evr- ópu hefðu leitt til óróa í landinu, heldur hefði óánægja almennings með eigin kjör komið honum af stað. Þrátt fýrir þær umbætur, sem orðið hafa í Mongólíu frá því í desember, er embættismannakerfið enn meira og minna skipað kommúnistum. Fer það mjög fyrir brjóstið á lýðræðis- sinnum, sem vilja kommúnismann feigan og þá, sem aðhyllast hann, burt úr áhrifastöðum. Lýðræðissinnaðir Mongólar söfn- uðust saman í þúsundatali í höf- uðborginni Úlan Bator í gær. Her- inn var sendur á vettvang, en hann beitti ekki valdi. Norðmenn ná sínu fram í baráttunni gegn kjarnorkuvá: ísraelar skila vatninu þunga ísraelar hafa fallist á að skila Norðmönnum aftur birgðum af þungu vatni, sem þeim voru seld- ar 1959. Norðmenn og ísraelar hafa deilt um þetta vatn síðan 1986, þegar grunur vaknaði um að það væri notað í öðrum til- gangi, en til stóð. Talsmaður ut- anríkisráðherra Noregs, Sigríd Romundset, sagði í gær, að deil- unni værí nú lokið. Hún sagði ennfremur, að engin leið værí að bera kennsl á vatnið, en fsraels- menn skiluðu réttu magni að ffá- dreginni eðlilegri notkun. fsraelar fá hins vegar væna fúlgu endur- greidda, 12 milljónir norskra króna. Þungt vatn er notað til kælingar í kjamorkuverum, en það má einnig nota til að búa til kjamorkusprengur. Norðmenn seldu ísraelum vatnið með þeim skilyrðum, að þeir gætu séð, hvað yrði um það, eða krafist þess, að því yrði skilað. Israelar hafa hvorki viljað neita því né játa, að þeir eigi kjamorkuvopn og þeir hafa hafh- að beiðni Norðmanna um að skoða vatnið i Dimona-kjamorkuverinu. Norðmenn urðu forystuþjóð í fram- leiðslu þungs vatns á sjötta áratugn- um og seldu vatn út um allan heim gegn því skilyrði, að það yrði aðeins notað í friðsamlegum tilgangi. Stað- Líma: 6000 manns handteknir Lögreglan í Líma höfúðborg Perú handtók 6000 manns í fátækrahverf- um borgarinnar í gær í mikilli leit, sem gerð var að skæruliðum marx- ista, en þeir felldu tvo lögreglumenn í sprengjutilræði. Lögreglan beitti brynvögnum og hundum í leit sinni að skæruliðunum, en ekki er vitað, hvort þeir vom meðal hinna 6000, sem handteknir vom. hæfingar um að norskt vatn hafi ver- ið sent áfram ólöglega til Indlands og Rúmeniu hafa leitt til þess, að ríkis- stjóm Noregs heíúr stöðvað alla framleiðslu Norsk Hydro á þungu vatni. Öflugur jarðskjálfli banar 115 Kínveijum Gífurlega öflugur jarðskjálfti varð 115 Kínverjum að bana í Quinghai- héraði á fimmtudag. Rumlega þús- und heimili hmndu eins og spila- borg, er jarðskjálftinn dundi yfir, en hann var 6,9 stig á richterkvarða. Jarðskjálftinn varð einnig til þess, að þrælkunarbúðir rústuðust og nýttu um tvö hundrað fanga sér tækifærið og ílúðu eins og fætur toguðu. Leitar lögreglan þeirra milli þess, sem hún aðstoðar fómarlömb jarðskjálftans. Jarðskjálftinn I dag er sá öflugasti, scm orðið hefúr frá því áríð 1988, þegar rúmlega sjöhundruð manns fómst i Yunnan-héraði. í kjöifar skjálftans í gær komu 570 eftir- skjálftar og mældist stærsti þeirra 5,1 stig á Ríchter. LEIÐRÉTTING Vegna mistaka er þessi auglýsing sem birtíst í dagblöðum í gær endurbirt. Vinsamlegast athugið að innlausnarverð miðast við kr. 10.000,- - tíu þúsund krónur - en ekki kr. 100,-. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. HVÍTA HUSIO / SIA AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTHNA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1983- 2. fl. 1984- 3. fl. 01.05.90-01.11.90 12.05.90-12.11.90 kr. 45.613,34 kr. 46.769,59 Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteininA Reykjavík, apríl 1990 * SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.