Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 28. apríl 1990 Laugardagur 28. apríl 1990 Tíminn 7 TÍMTNN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifetofúr Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaðarásknft kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Enginn er ómissandi Uppistaða fjölmiðlarekstrar er fréttaflutningur í einu eða öðru formi. Að langmestu leyti hljóta blöð og aðrir fjölmiðlar að fjalla um menn og málefni líð- andi stundar, segja sögur af nýliðnum viðburðum, því sem er að gerast í sömu andrá og orðin eru töluð eða skrifuð. Þetta verður að sjálfsögðu til þess að gera frétta- mennsku að spennandi starfí sem auk þess hlýtur að leiða til samkeppni á fréttamarkaði sem ekki er óend- anlegur, alveg eins og sjómenn og útgerðarmenn eru dæmdir til að keppa um hvemig eigi að fá ríkisvaldið til að útdeila fiskveiðihlunnindum, af því að takmark- að líffíki sjávarins leyfír ekki að veiðimenn keppi óhindrað hverjir við aðra á sjálfum fiskislóðunum. Að vísu er þessi samanburður á fréttaöflun og fisk- iríi engan veginn altækur, en eigi síður tiltækur út frá því eðli blaðamennskunnar að vera helst með það á vömnum sem menn sjá í augnablikinu, hvort sem það em persónur eða atburðir og von er til að hægt sé að gera frásagnarvert. List fréttamannsins er að gera daglega viðburði frásagnarverða. Blöð og aðrir fjöl- miðlar em vettvangur slíkrar frásagnarlistar. Þótt svartsýnismenn láti sér stundum um munn fara efa- semdarorð um ágæti fjölmiðlamenningar, þar á með- al fréttamennskunnar, er ekki síður ástæða til að virða það sem vel er gert og átta sig á þeirri gmndvallar- staðreynd að ijölbreytt blaðaútgáfa er homsteinn lýð- ræðis, eitt sýnilegasta dæmið um að menn búi í lýð- ræðisþjóðfélagi. Hitt er annað að í þessu litla þjóðfélagi íslendinga, sem er líkara ættflokkssamfélagi en stéttskiptu iðnað- arríki, ef einhverjum samanburði verður við komið, er það eins og leiðinlegur kækur, hvemig fjölmiðla- menn sem ættu að vera í samkeppni og sjá ekki allt með sömu augunum, koma sér upp stöðluðum við- horfum gagnvart mönnum og málefnum og þó helst mönnum sem einhver ósýnileg hönd eða yfirskilvit- legur andi í fréttaheiminum er farinn að gera að hetj- um og ofurmennum áður en nokkur veit af í einhveiju hetjulausasta samfélagi manna sem um getur: ís- lensku nútímaþjóðfélagi. Forystumenn þjóðfélagsins yrðu síst verri menn fyrir það þótt þeir væru undanþegnir þeirri laumulegu persónuupphafningu sem ágerist en minnkar ekki í fjölmiðlaheimi Islendinga, þvert ofan í þær vonir sem menn hafa gert sér um víðsýni fréttamennsku á und- anfomum árum, þar sem málefni fengju meira rúm en mannadýrkun. Þar sem nú fara í hönd borgarstjómarkosningar í Reykjavík er fullt tilefni til að minna á það dæmið sem augljósast er, að andstæðingar núverandi borgar- stjómarmeirihluta eiga ekki í höggi við einn mann og hans persónulegu gerðir, eins og helst mætti ætla eft- ir orðafari fjölmiðla, heldur gróið valdabákn Sjálf- stæðisflokksins sem samanstendur af vel skipulögð- um hagsmunahópum, sem er það fagnaðar- og framdráttarefhi að þeirra tilvera sé látin gleymast í kjánalegum sandkassaleik fjölmiðla við borgarstjór- ann sem fólk fer að trúa að sé ómissandi, þótt hann sé það ekki. DAVÍÐ Oddsson, borgar- stjóri, svimar í fé skatt- greiðenda í Reykjavík. Hann byggir fálkatum á heitavatnsgeymum í Öskjuhlíð fyrir fé skattborgara, og ráðhús við Tjömina og nú býður hann stórfé fýrir Hótel Borg. 60% kjósenda í Reykjavík láta svo í skoðanakönnunum að Sjálfstæð- isflokkurinn og Davíð Oddsson sérstaklega séu að gefa Reykvík- ingum stórgjafir með fyrrgreind- um byggingaffamkvæmdum og kaupum. Ráðhúsið er í raun það eina af þessu þrennu sem kemur skattborgumnum við. Fálkatum- inn á Öskjuhlíð, svo heitinn vegna flokksmerkis Sjálfstæðis- flokksins, er ekkert nema óþörf mannalæti í borg þar sem veit- ingahús em á hveiju götuhomi. Akvörðun um kaupin á Hótel Borg em ekki gerð til annars en striða Alþingi, sem hefúr ekki getað, frekar en i öðrum efnum, tekið ákvörðun um hvort það eigi að kaupa Borgina eða ekki. En Alþingi hefúr úr nógu að velja. Oddfellow- húsið er til sölu og einnig hús kennt við Ragnar Blöndal handan Austurvallar. En Davíð býður fé fyrír hótelið sem hann hefur ekki aflað heldur skattborgarar í Reykjavík. Hið sama gildir um fálkatuminn. Heyrst hefur frá Alþingi að orðuð hafi verið þingsályktunartillaga um að flytja þingið annað tveggja í Mosfellsbæ eða Garðabæ. Sé á annað borð verið að tala um flutning þingsins vegna þess hve það er orðið aðþrengt í Reykja- vík, skyldu menn hafa í huga, að óðara verður vakin upp gömul tillaga um að flytja það á Þing- völl. r Utsvör í tildurverk En þrengingar Alþingis í húsa- kosti em ekki hér til umræðu, heldur ánægja útsvarsgreiðenda í borginni yfir sínum hlut, þegar þeir horfa á eftir fjármunum sín- um í hendur borgarstjórans og meirihluta hans til tildurverka eins og fálkatumsins, þegar hægt hefði verið að lækka útsvör á hveijum eintstaklingi eða minnka hitaveitugjöld, sem byggingarkostnaði á fálkatumin- um nemur. í stað þess að segja sem svo: Herra borgarstjóri. Þú ferð illa með það fé sem ég hef fengið þér í hendur og þess vegna ætla ég ekki að kjósa þig, segja 60% kjósenda samkvæmt skoð- anakönnunum: Ó guðumlíki borgarstjóri. Ég þakka þér fyrir að féfletta mig í útsvörum, svo fálkatumar Sjálfstæðisflokksins fái að ljóma yfir þessari borg stjómvisku þinni og fjármálspeki til dýrðar. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefha um óþarfa eyðslu hjá borginni, en hér hafa verið nefnd dæmi, sem em það fjarri þörfúm útsvarsgreiðenda að þau leiða sjálfkrafa til íhugunar um hvort ekki mætti fara hægar í skatt- heimtu í Reykjavík og em þá líka tekin með í reikninginn þau sér- gjöld, sem borgin innheimtir af íbúum sinum. Reynslulítill hópur Á móti eyðsluvaldi Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjóm, þar sem gripið er til milljónanna af borg- arstjóra og meirihluta hans með sama hraða og kúrekar villta vestursins í Ameríku þegar þeir munduðu skammbyssur sínar, en þeir vom taldir skotglaðastir manna, kemur býsna sundurleitur og reynslulítill hópur fólks í öll- um litrófúm vinstrimennskunnar. Flestir hafa sameinast um einn lista sem boðinn er ffam af Nýj- um vettvangi. Þess utan er gamli G-listi þeirra Alþýðubandalags- manna á ferðinni með sinn gamla trésmið í fararbroddi. Bæði þessi framboð halda áfram að svamla í smáum málum, eins konar „swe- et nonsence“ sem Kvennnalistinn hefur kallað mjúku málin, án þess að örli á því að eitthvað af þessu ffamboðsfólki skilji sam- hengi hlutanna. í anda mjúku málanna er mest talað um bama- heimili, félagsmiðstöðvar og strætó, eins og þetta fólk sé alltaf að semja um sjálfsagða hluti við sér æðri menn. Og þessir æðri menn em náttúrlega ekkert annað en íhaldsmeirihlutinn í Reykja- vík, sem sóar fé útsvarsgreiðenda við mikinn fögnuð kjósenda. Vinstra liðinu er kannski vorkunn hvað það er fúst að beygja sig í málefnaduftið fyrir ofurvaldi kjósenda, sem eiga það sameig- inlegt að horfa á eftir útsvömm sínum í fálkatuma. Hvíta duftið Áherslur vinstra fólksins á vett- vangi borgarmála byija alltaf á sömu orðunum: Byggja skal hús ... Og það em svo sem byggð hús í borginni, en alltaf er hægt að sanna með tölum að það þurfi að byggja meira af húsum. Nú em athvörf á döfinni og samkvæmt aðsóknartölum og jafnvel fjölda símhringinga, sem stöðugt em tí- undaðar í helsta málgagni vinstra liðsins, virðist fúll þörf fyrir þessi athvörf. Ekki skal lastað þegar fólk af áhuga, dugnaði og þörf kemur upp athvörfum fyrir þá sem eiga um sárt að binda. En í borg sem á við vaxandi vandamál að stríða hvað varðar fíkniefna- neyslu, þennan hvíta dufisins kross sem heijar hvarvetna á borgir á Vesturlöndum, þá dugir fasta lausnin skammt, þessi: Byggja skal hús ... Það verða nefnilega ekki öll vandamál borgarbyggðar leyst með húsum. Til þess að hús komi að gagni, fé- lagsmiðstöðvar og íþróttahús, þarf að fá fólk til að nýta húsin og það er vissulega hægt áður en unglingar lenda í útigöngu fíkni- þarfar. Eftir það þýðir lítið að reyna að byggja yfir þá félags- miðstöðvar. Aftur á móti geta þær þjónað sem staður stefnu- móts neytenda og seljenda. Hér hefúr ekkert verið gert af hálfú borgarinnar til að mæta áhlaupi fíkniefnasalanna, aðeins dvalið við það að segja stórar sögur af mígildi nærri miðbænum, þar sem krökkum er snýtt á nóttunni. „Praktískt“ íhald Á sama tíma og íhaldið í borg- inni gumar af því hvað það sé praktískt, og notar útsvarsfé kjósenda til að svamla í praktísk- um hlutum eins og fálkatumin- um í Öskjuhlíð, er félagshyggju- fólk að vafra i fyrirgreiðslum á vettvangi samhjálpar án þess að geta slegið um sig með stórum tumum. Það stafar af því að í augum félagshyggjufólks er maðurinn sjálfur verðmæti. Slik viðhorf hafa ekki verið á döfinni hjá meirihlutanum i borginni og borgarstjóra hans. Maðurinn á þeim bæ er fyrst og fremst út- svarsgreiðandi sem skapartekjur fyrir borgina svo hún geti smíðað svo sem einn fálkatum. En nú em samtök félagshyggjufólks sundmð og ósamstæð vegna þess að hluti þess hefúr trúað á mann- fjandsamlega forystu kommún- istaríkja í Rússlandi og Austur- Evrópu og viljað móta lifshætti á íslandi að hætti þeirrar maskínu. Þegar svo upp komst um stjóm- arhættina vegna þess að fólkið sjálft reis upp, þá urðu erlendu áhrifin ljós hér á landi og fylgdi upplausn Alþýðubandalagsins. Flokksbroddar þar á bæ hafa ekki viljað ræða fortíðina. Þess þarf ekki. Við þurfum ekki stórar játningar til að láta sannfærast um, að við höfðum rétt fyrir okk- ur allan tímann. Sönnunin liggur fyrir. Hún birtist fólki í þeirri staðreynd, að Alþýðubandalagið er búið að vera og hefúr þegar leyst upp í fmmeindir sínar af því að það var svo háð erlend- um fyrirmyndum, að það þoldi ekki að ósannindahulunni um fVelsun kommúnismans væri svipt af Austur- Evrópuþjóðum. Það er nægur vitnisburður um fortíð fyrir okkur hin. Þegar svo var komið fyrir Al- þýðubandalaginu, sem lengi hélt því fram að það væri for- ystuflokkur mannvináttunnar og félagshyggjunnar, gerðist það alveg óvænt, að flokkur Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Stefáns Pjeturssonar, Emils Jónssonar, Gylfa Þ. Gislasonar og Áka Jakobssonar vék sér undan framboði í höfúðvígi íhaldsins, Reykjavík og lagðist á árar með sögulausu skyndiliði í kringum einhvem poppglaum sem kallar sig Nýjan vettvang. Loksins þegar Álþýðubanda- lagið, höfúðóvinur Alþýðu- flokksins, liggur flakandi utan vegar vegna ósæmilegrar pólit- ískrar hegðunar í lýðræðislandi í sextíu ár, segist Álþýðuflokk- urinn ekki geta meira í Reykja- vík og verður að sætta sig við þriðja sæti á lista poppliðsins. Man nú enginn Stefán Jóhann. íhaldið bandamaður _________Stalíns__________ íhaldsmenn hafa lengi vel átt einn umtalsverðan pólitískan óvin í landinu, Framsóknar- flokkinn. Flokkurinn einn hefur ekki verið heiðraður með þessari afstöðu, heldur líka samvinnu- hreyfingin, sem þeir segja af hinu vonda. Þessi afstaða sjálf- stæðismanna er ekki undarleg. Framsóknarmenn hafa aldrei lát- ið þá sitja lengi í griðum. Áður, á þeim dögum þegar Framsóknar- menn og Alþýðuflokkurinn unnu saman að stjóm landsins og fór það vel úr hendi, vann Sjálfstæð- isflokkurinn að því í launþega- hreyfingunni, að koma komm- únistum þar til valda til að vinna skemmdarverk á Alþýðuflokkn- um. Þetta tókst um það leyti sem við vorum að hverfa inn í alda- skipti stríðsáranna síðari. Um það leyti vom kommúnistar orðnir nógu öflugir fyrir tilstuðl- an og með hjálp flokksforystu íhaldsins, að þeir gátu klofið Al- þýðuflokkinn. Síðan héldu þeir áfram að kljúfa út úr honum, eft- ir því sem aðstæður leyfðu og metnaðurinn. Allt var það gert í stórri þökk íhaldsforystunnar í landinu. Þannig taldi hún að hún gæti slævt og eyðilagt hina fé- lagslegu þætti þjóðlífsins, sem Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur höfðu unnið að og byggt upp með miklum ágætum. Þetta þoldi íhaldsforystan ekki, en ját- aðist undir sumt af þeim málum síðar, mest til að geta náð fylgi af Alþýðuflokknum. Nú linnir ekki hjá báðum þessum aðilum end- urteknum óskum um nýja við- reisn. Það hafði verið svo gaman að lifa þá. Alþýðuflokkurinn bar ekki sitt barr eftir að íhaldið hafði sigað kommúnistum á flokkinn grenj- andi í byltingarhug og með fyrir- skipun frá Moskvu upp á vasann um að slást við Alþýðuflokka vítt og breitt um Evrópu upp á líf og dauða. Það fór þó aldrei þann- ig, að íhaldið á íslandi ætti ekki bandamann í Stalín um tíma. Þegar íhaldið hafði þannig reynt að ganga á milli bols og höfúðs á Alþýðuflokknum sneri það sér í auknum mæli að Framsókn. Helsta skammaryrði íhaldsins í Reykjavík um Framsókn er og hefur verið, að hann sé bænda- flokkur. Það fer minna fyrir þessu orðalagi úti á landsbyggð- inni. Að auki er Framsókn flokk- ur samvinnumanna, sem var líka óskaplega vont. Nú er Sjálfstæð- isflokkurinn að likindum ámóta mikill bændaflokkur og Fram- sóknarflokkurinn, en hann segist ekki vera það í Reykjavík. Flokkurinn sem átti samstöðu með Stalín við að koma Alþýðu- flokknum á kné hefúr haldið áfram að láta glórulaust stétta- hatur ráða pólitískum viðhorfúm sínum, þegar hann er að fjalla um ffamboð í Reykjavík. í raun er Sjálfstæðisflokkurinn að því leyti eins og kommúnistar. Hann á bágt með að tala um fortíð sína. Ráðherra offramleiðslunnar Bændur hafa átt í erfiðleikum á síðustu árum vegna þess að þeir ffamleiða of mikið, og erlendur markaður fyrir vörur þeirra er enginn nema á mjög niðursettu verði. Mismunurinn er greiddur af almannafé. Sem betur fer horfir þetta til réttrar áttar og þar hafa bændur sjálfir forystuna og reyndar mest að segja. Þeir hafa aldrei viljað vera bónbjargar- menn á þjóðinni. En þegar litið er til baka sést að það voru ekki Framsóknarmenn sem héldu svo ákaft á málum landbúnaðarins að úr varð löng og þung offram- leiðsla bæði fyrir bændur og rík- ið. Á Viðreisnarárunum hafði Sjálfstæðisflokkurinn á að skipa bjartsýnum og áhugasömum landbúnaðarráðherra. Hann lagði grunninn að offtamleiðsl- unni. Orðið bændaflokkur getur aldrei orðið skammaryrði hve lengi sem íhaldið þusar, en það hefúr valdið bændum ómældum skaða og óþægindum, og verið gæti að hægt yrði að finna skammaryrði yfir slíkt athæfi. Hin svívirðingin, sem íhaldið telur sig geta meykt á Framsókn- arflokkinn við öll tækifæri er, að hann er samvinnuflokkur. En miðað við að þær fimmtán fjöl- skyldur, sem ráða yfir mestum fjármunum i landinu, eru í Sjálf- stæðisflokknum, þykir Fram- sókn betra að styðja við bakið á félagslegum samtökum eins og samvinnuhreyfingunni, enda í samræmi við stefnumið félags- lega sinnaðs flokks sem metur manninn meira en peninga. Ætli þau 60% kjósenda í Reykjavík, sem skoðanakannanir sýna að ætla að kjósa íhaldið, yrðu ekki hissa, ef þau vissu hve nauða einfaldur allur málatilbúnaður íhaldsins er, fyrir utan hvað íhaldsmeirihlutinn í borgarstjóm er ósvífmn, að nota útsvarspen- inga til að byggja mónúment yfir borgarstjórann. Uppgjöf og uppgjör Framsóknarflokkurinn gengur sem fyrr til borgarstjómarkosn- inga í Reykjavík óhræddur um fylgi sitt. Frá fyrstu tíð hefur hann verið félagshyggjuflokkur, sem byggir á íslenskum grunni og á því ekki við þann vanda að stríða, að hrynji einhver öfl í út- löndum hrynji hann. Hann varð til á öðmm tug aldarinnar, um það leyti sem kaupmenn vom að kaupa Morgunblaðið, þegar fé- lagshyggja var lífsnauðsyn fyrir þjóðina. Hann hefur skipað sér í miðju stjómmálanna og unnið á báðar hendur eftir því sem að- stæður hafa boðið. Hann hefúr lengi haft að kjörorði að allt sé betra en íhaldið. Miðað við ástandið á vinstri væng stjóm- málanna, þar sem ýmist á sér stað uppgjöf eða uppgjör, er al- veg ljóst að heill og sterkur Framsóknarflokkur er það skjól sem félagslega sinnaðir kjósend- ur eiga í komandi kosningum. Það er margt sem þarf að gera hér í borginni annað en gera til- lögur um strætó. Upphlaup út af hættusvæðum gera enga stoð hjá þeim, sem með valdið hafa farið í borginni og notað það til að drita út um allt geymslustöðum fyrir lífshættuleg efni og eld- gildmm, alveg eins og þeir hafi haft það á stefnuskrá sinni. Eins og Nelson ber Davíð Oddsson kíkinn fyrir blinda augað þegar fíknieftianotkun er annars vegar og heldur að sé nóg og vandinn verði leystur með því að hafa pissirí opið um nætur í miðborg- inni. Það er ekki verið að hafa áhyggjur af fólki umfram nauð- syn með slíku æpandi afskipta- leysi um vaxandi fíknieíharotk- ” unglinpa. En það verða einmitt unglingamir í dag sem taka við borginni á morgun og stjóma henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.