Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 10
22 Tíminn ööö Síðastliðiö sumar hófum við sölu á TRIOFARM heybaggafilmu. Þessi filma, sem er frá TRIOPLAST, reyndist frábærlega vel. Nú bjóöum við nýja filmu TRIOWRAP, sem TRIOPLAST hefur þróað í samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Uppsala í Svíðþjóð. TRIOFARM filman var góð, en TRIOWRAP er enn betri: * Hún er „CO-EXTRUDERUÐ" þriggja laga og þar af leiðandi sterkari. ’ Þykktarmunur er innan við +2% og því minni hætta á götum. * Viðloðun er meiri og losnar því ekki viö geymslu. * Aukin vernd gegn útfjólubláum geislum sólar (uv-stabilator) og því veðrunarþolnara. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NQTA ÞAÐ BESTA ÞEGAR ÞÚ GENGUR FRA HEYINU ÞÍNU. KRÓKHÁLSt 6 SÍMI 671900 P t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Þorgerðar Guðrúnar Sveinsdóttur húsmóður, Vatnsdal, Fljótshlíð Guð blessi ykkur öll. Elvar Andrésson Kjartan Andrésson Magnús Andrésson Sveinn Andrésson Sigurður Andrésson Ólafur Andrésson Sigurleif Andrésdóttir Guðríður Andrésdóttir Matthildur Andrésdóttir Elísabet Andrésdóttir Þormar Andrésson barnabörn og barnabarnabörn. Auður Karlsdóttir Svanhvít Guðmundsdóttir Ólafía Sveinsdóttir Sigurður Gíslason Eirikur Ágústsson Dofri Eysteinsson Tryggvi Ingólfsson Sigurlín Óskarsdóttir t Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Gunnars Jónssonar frá Breiðabólstað, til heimilis að Bólstaðarhlið 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir til forstöðukonu og starfsfólks félagsmiðstöðvarinnar Bólstaðarhlíð 43. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Vaidimarsdóttir og aðrir aðstandendur. DAGBÓK Loftmynd af Gróttu. „Maður og umhverfi“ í GRÓTTU - Sýning á vegura MHÍ og Náttúruverndarráðs Laugardaginn 28. apríl kl. 13:30 verður opnuð sýning í Gróttu undir yfirskriftinni Maður og umhverfi. Að sýningunni standa Náttúruverndarráð og Myndlista- og handíðaskóli íslands. Nemendur í grafík og fjöltækni við MHl sýna mynd- verk sem þeir hafa unnið í tengslum við þemað. Þetta er fjórða og síðasta sýning á niðurstöðum samstarfsverkefna sem unn- in hafa verið í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Vita- og hafnamálaskrifstofan hefur veitt leyfi til afnota af Gróttuvita og er hluta sýningarinnar þar komið fyrir. Einnig sýna nemendur nokkur útiverk. Opnunartími ræðst af sjávarföllum og er sýningin opin sem hér segir: Laugar- daginn 28. apríl kl. 13:30-18:00, sunnud. 29. apríl kl. 12:30-18:00, mánud. 30. apríl kl. 13:30-18:00 og þriðjud. 1. maí kl. 14:30-18:00. Frá og með 2. maí er bannaður aðgang- ur að gróttu vegna varpfuglanna. Orlof húsmæðra í Reykjavík Kynningarfundur verður haldinn á Hótel Loftleiðum mánudaginn 30. apríl kl. 20:30. Kynnt verður dvöl á Hvanneyri og Benidorm. Innritun hefst á fundinum, þar ganga þær konur fyrir sem ekki hafa áður farið í orlof húsmæðra í Reykjavík. Skrifstofa Orlofsins á Hringbraut 116 verður opin þriðjudaginn 1.-4. maí og 7.-11. maí kl. 17:00-20:00. Símier 12617. Sunnudagsferð F.Í.: Afmælisgangan 1990 2. ferð Rauðavatn - Miðdalur. Gengið verður frá Skógræktinni við Rauðavatn þar sem frá var horfið síðasta sunnudag, en í 1. gönguna mættu 120 manns. Lciðin liggur nú hjá Geithálsi að Miðdal. Mætið vel skóuð eða í stígvélum. Verð 600 kr. en frítt fyrir börn og unglinga í fylgd fullorð- inna. Þriðjudagur 1. maí: 1. Kl. 10:30 Skíðaganga yfir Kjöl. Gengið frá Stíflisdal yfir Kjöl að Fossá. 2. Kl. 13:00 Hvitanes - Fossá. Létt strandganga. M.a. skoðaðar minjar frá hernámsárum í Hvítanesi. Einnig gengið að Staupasteini. Ath. breytingu frá prent- aðri ferðaáætlun. Farmiðar við bíl (1000 kr.) en frítt fyrir börn með fullorðnum. Ferðafélag fslands Tvær frægar kvikmyndir í MÍR í byrjun maí verða liðin 45 ár frá uppgjöf herja nasista í Evrópu. Af þyí tilefni verða sýndar tvær frægar sovéskar verðlaunakvikmyndir í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Sunnud. 29. apríl kl. 16:00 verður sýnd myndin „Uppstigning" eftir Larissu Shepitko og sunnudaginn 6. maí kl. 16:00 verður sýnd mynd manns hennar, Elíms Klimovs, „Komdu og sjáðu“. Báðar myndirnar eru byggðar á sögum sem gerast á hernámssvæðum Þjóðverja í Hvítarússlandi á stríðsárunum, en Hvít- rússar urðu hvað harðast úti af völdum þýsku nasistanna í stríðinu og fjórði hver íbúi landsinsvardrepinn. Báðarmyndirn- ar eru með enskum skýringartexta. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Atriði úr „Söngnum frá My-Lal“ i uppfærslu Litla leikklúbbsins á ísaftrði. Litli leikklúbburinn á ísafiröi: „SÖNGURINN FRÁ MY-LAI“ í tilefni af 25 ár afmæli Litla Leik- klúbbsins frumsýnir hann „Sönginn fré My-Lai“ eða öðru nafni Son skóarans og dóttur bakarans, eftir Jökul Jakobsson. Frumsýningin verður laugardaginn 28. apríl kl. 19:00 í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Leikstjóri er Sigrún Ragnarsdóttir, en þetta er hennar fyrsta uppfærsla eftir nám í leikstjórn í Stokkhólmsháskóia. Leik- gerðin var unnin af Sigrúnu Ragnarsdótt- ur og LL-félögum. Leikarar eru: Ólafur Jónasson, Hrönn Benónýsdóttir, Vigdís Jakobsdóttir, ÁsthildurCesil, Bergsveinn Ólafsson, Hlynur Þór Magnússon, Bára Snæfeld, Óðinn Gústafsson og Úifar Ágústsson. Önnur sýning verður í Alþýðuhúsinu 2. maí kl. 21:00 og þriðja sýning 5. maí kl. 17:00ogfjórðasýning6. maíkl. 17:00. Afmælishóf LL verður haldið að lok- inni frumsýningu í Krúsinni kl. 21:00. Opið hús MÍR1. maí Félagið MlR, Menningartengsl (slands og Ráðstjómarríkjanna, verður með „opið hús“ á Vatnsstíg 10 hinn 1. maí í ár. Húsið verður opnaðkl. 14:00 ogsíðan er opið fram eftir deginum. Boðið upp á hátíðarkaffi og hlaðborð. Kvikmyndir sýndar, basarsala og happdrætti, en ágóði rennur til fjársöfnunar til styrktar íbúum sem illa urðu úti vegna Tsjernobylslyss- ins. RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfisdrykkjur Upplýsingar í síma 29670 Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 Laugardagur 28. apríl 1990 Gunnar Sigurjónsson. Afmæli Gunnar Sigurjönsson bifreiðastjóri, Hátúni 12 ■ Reykjavík er 70 ára í dag. Gunnar er fæddur 28. apríl 1920 að Granda í Dýrafirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Sveinsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Gunnar bjó lengst af á Granda í Dýrafirði, en flutti til Reykja- víkur á Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar árið 1973. í tilefni dagsins tekur Gunnar á móti gestum í borðsal Sjálfsbjargarhússins að Hátúni 12 á milli kl. 20:00 og 23:00 í kvöld. Félag um skjalastjórn heldur aðalfund Aðalfundur Félags um skjalastjórn verður haldinn mánudaeinn 30. apríl kl. 17:00 í Verzlunarskóla lslands, Ofanleiti 1, Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en að þeim loknum flyt- ur Höskuldur Frímannsson, forstöðu- maður rekstrarráðgjafardeildar SKÝRR erindi: „Skjalstjórn í keðju verðmæta- sköpunar hjá fyrirtækjum," Áhugafólk um skjalastjórn er velkomið á fundinn. Frá Húnvetningafélaginu Laugard. 28. apríl verður spiluð fé- lagsvist í Húnabúð, Skeifunni 17. Þetta er „Paravist11 og allir eru velkomnir. Sunnud. 29. april heldur Húnvetninga- félagið kafflboð fyrir eldri Húnvetninga í Glæsibæ kl. 14:30. Kvæðamannafélagið Iðunn Kvæðamannafélagið Iðunn vill minna á fundinn að Hallveigarstöðum í kvöld kl. 20:00. Fjölbreytt dagskrá og góðar veit- ingar. Þess er vænst að sem flestir félagar sjái sér fært að mæta á þennan síðasta fund samkvæmt boðaðri vetrardagskrá. Frá Félagi eldri borgara Opið hús verður á morgun, sunnud. 29. apríl. Kl. 14:00 frjálst spil og tafl og kl. 20:00 er dansað. Tónleikar í Norræna húsinu í dag, laugard. 28. apríl kl. 16:00 verða tónleikar í Norræna húsinu, þar sem tónlistarmennirnir Matts Eriksson fiðlu- leikari og Carl Otto Erasmie píanóleikari leika verk eftir norrænu tónskáldin Lars- Erik Larsson, Einar Englund og Edvard Grieg. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir halda tónleika saman hér á landi, en Carl Otto Erasmie hefur tvívegis áður leikið á tónleikum í Norræna húsinu ásamt ein- söngvurum. Gunnar Hoppe ræðir um ísland Sunnudaginn 29. apríl kl. 16:00 mun prófessor Gunnar Hoppe ræða um kynni sín af mönnum og málefnum á íslandi. Prófessor Gunnar Hoppe er mikill ís- landsvinur og fróður um íslenska stað- hætti, einkum landfræði og jarðfræði. Erindi sitt nefnir hann: „Möten með mánniskor och miljöer. Tillbakablickar mot eftirkrigstidens Island". Einnig sýnir hann litskyggnur frá íslandi. Gunnar Hoppe, sem er prófessor í landfræði og áður rektor við Stokkhólms- háskóla, hefur heimsótt ísland um 79 sinnum til að stunda eigin rannsóknir og vinna að þremur norrænum viðfangsefn- um: Norræna húsinu, norrænum land- fræðileiðöngrum og Norrænu eldfjalla- stöðinni. Gunnar Hoppe hefur setið í stjórn Norræna hússins sem fulltrúi Svíþjóðar allt frá 1964 er bygging Norræna hússins hófst. Hann starfar nú sem framkvæmda- stjóri Wallenberg-stofnunarinnar, en hún er stærsta rannsóknastofnunin í einkaeigu í Svíþjóð. Fyrirlestur um alþjóðlegan menntaskóla Mánud. 30. apríl kl. 20:30 heldur prófessor Edvard Befring fyrirlestur í Norræna húsinu um fyrirhugaðan alþjóð- legan menntaskóla í Fjalar í Noregi, þeirri byggð sem Ingólfur Arnarson kom frá. Þessi skóli yrði einn af „United World Colleges“, en þeir eru nokkrir víðs vegar um heiminn og lögð er áhersla á alhliða mcnntun, sem kæmi sér vel í störfum í þágu Rauða krossins og annarra alþjóð- legra hjálparstofnana og á sviði þróunar- aðstoðar í þriðja heiminum. Undirbúningur að stofnun skólans er norskt framtak, en stuðningsnefndir hafa verið stofnaðar í öllum Norðurlöndunum. Líklegt er, að á fundi, sem haldinn verður í Reykjavík í sept. n.k. verði lyktir málsins ljósar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.