Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 2
H6LGIN Laugardagur 28. apríl 1990 10 ríki voru þá dauðhrædd við, fólu í sér mikinn vanda fyrir íslensk stjórnvöld. íslendingar höfðu ekki mætt öðru en vinsemd frá Þjóðverj- um og land þeirra var mikill við- skiptaaðili. Hins vegar þótti ískyggi- legt ef þetta mikla herveldi, sem augljóst var að herbjóst af kappi, kæmi hér upp flugvöllum og aðstöðu sem nýttist á hernaðartímum. Var og auðsætt að slíkt myndi ekki litið hýru auga af Bretum sem drottnuðu á hafinu. En það var einmitt í trausti þess sem íslenska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að neita Þjóðverjum umsvifalaust um aðstöðu fyrir Luft- hansa hér. Þjóðverjar urðu æfir og töldu sig eiga rétt til lendingarleyfis samkvæmt gefnu loforði í sambandi við Panamerican. Þeim var þá bent á að loforðið hefði miðast við sömu aðstöðu og Panamerican-félagið fengi, en aldrei hefði orðið af nein- um slíkum leyfum til þess og ættu Þjóðverjar því engan rétt eða kröfu í þessu efni. Þeir sem ekki muna hvílík ógnun þýska nasistaveldið var á þessum tíma geta litla grein gert sér fyrir því hve háskalegar afleiðingar þessarar neitunar gátu orðið, en aftur á móti gat leyfisveiting reynst ennþá örlaga- ríkari þegar fram liðu stundir. Ákvörðun í máli þessu mæddi fyrst og fremst á forsætisráðherran- um, Hermanni Jónassyni. Hermann var ekki einungis þrautþjálfaður íþróttamaður, hið mesta karlmenni og geiglaus, heldur einnig mjög gætinn og hugsaði sitt ráð vel þegar vanda bar að höndum. Hann var góður pólitískur veðurspámaður, laus við smámunasemi og sumum gat virst hann latur hversdagslega. En sannleikurinn var sá að hann lét starfsmenn sína oft um daglega af- greiðslu mála, en markaði auðvitað sjálfur stefnuna. Hann hafði mjög gaman af lax- og rjúpnaveiði og var kappsfullur að hverju sem hann gekk, bæði leik og starfi. Hann sýndi ótvírætt sem lögreglustjóri í Reykja- vík á óróatímum og sem stjórnmála- maður að hann hafði mikla forystu- hæfileika og var jafnan sjálfur fremstur í víglfnu í stórræðum. Hann var mestur þegar mest reyndi á. Andstæðingarnir sóttu oft hart að honum og stundum frýðu þeir hon- um vits. En þar fóru þeir villur vegar. Hermann var maður mjög vel gefinn, las mikið, einkum þjóðleg fræði, ævisögur og ljóðmæli. Ég hygg að eftirlætisskáld hans hafi verið Einar Benediktsson, Jónas Hallgrímsson, Grímur Thomsen og Stephan G. Stephansson og raunar mörg fleiri. Sjálfur var hann ágæt-' lega hagmæltur, þótt hann flíkaði því ekki mjög. Ég minnist þess þegar stjórn Her- manns Jónassonar fór frá völdum í maí 1942, að við höfðum lokið við að hreinsa til á skrifborði hans um það bil sem húm vornæturinnar mannahöfn, lét forsætisráðherra í té í símtölum að Þjóðverjar urðu reiðir úrslitunum og lét sendiherra þeirra í Kaupmannahöfn, Renthe-Fink, það í ljós við Svein. Sveinn Björnsson hafði að sjálfsögðu náið samband við Hermann Jónasson um þessi mál og önnur og lét hann m.a. vita að danska leyniþjónustan teldi sig hafa vitneskju um að Þjóðverjar stund- uðu hér umfangsmeiri njósnir en íslendingar gerðu sér ljóst. Þannig var hluti af bakgrunninum þegar þjóðstjórnin var mynduð 1939 og hér bar að landi nýjan þýskan ræðismann, lækninn dr. Werner Gerlach, sem átti eftir að reynast mikill andvaragestur. Það var þegar vitað að dr. Gerlach var ákafur nasisti, hafði starfað í Sviss og sýnt þar mikla ágengni fyrir flokk sinn. Hitt vissu menn minna um að hann var í persónulegum vináttutengslum við helstu valdamenn í Þýskalandi. Dr. Gerlach gerðist brátt nokkuð afskiptasamur og hefur vafalaust talið að hann myndi geta haft mikil áhrif í hinu litla, íslenska samfélagi sem fulltrúi þýska herveldisins, sem heimurinn óttaðist og lét haldast margt uppi. Sem lítið dæmi um ýtni hans og yfirgang var það að hann fann að því við Stefán Jóh. Stefáns- son, sem fór með utanríkismál, að hann umgengist þýskan flóttamann. Ráðherra lét skila því til ræðis- mannsins að það væri ekki í hans verkahring að hafa afskipti af því hverja utanríkisráðherra umgengist. Mun hafa sljákkað nokkuð í honum í bili við þetta. Þegar dr. Gerlach var sestur að í Túngötu 18, sem þýska ríkið keypti, tók að bera á því að einhvers staðar í Reykjavík væri í notkun loftskeyta- sendistöð, sem enginn kannaðist við. Eftir að styrjöldin hófst haustið 1939 var tekið að fylgjast nákvæmlega með þessari starfsemi og reyna að hafa uppi á stöðinni. Grunaði menn strax að þýska ræðismannsskrifstof- an ætti hér hlut að máli og að lokum tókst sérfræðingum Landsímans að miða stöðina og sannreyna að send- ingarnar kæmu fráTúngötu 18. Eftir bollaleggingar um hvað gera skyldi, ákvað ríkisstjórnin að lögreglustjór- inn í Reykjavík, sem þá var vaskur ungur maður, Agnar Kofoed-Han- sen, skyldi fara á fund dr. Gerlachs, segja honum að vitað væri að hann stundaði ólöglegar upplýsingasend- ingar og krefjast þess að stöðin yrði gerð óvirk. Dr. Gerlach neitaði öllum ásökunum. En skammt var nú til stærri tíðinda sem girtu fyrir frekari sendingar úr Túngötu 18. Eignaskráning íTúngötu 18 Eins og kunnugt er var það 10. maí 1940 sem Bretar hernámu ísland. Eitt fyrsta verk þeirra var að bandi við þessa yfirtöku Svía var gerð skrá um muni í bústaðnum og önnuðust Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður og Guðjón Jónsson bryti þá skráningu fyrir hönd bresku herstjórnarinnar á ís- landi. Af hálfu Svía var viðstaddur Otti Johansson aðalræðismaður. Eignaskráning þessi fór fram á tíma- bilinu 21. júní til 9. júlí 1940 og virðist nákvæm ef dæma má eftir því að skráð er m.a. ein blikkdós tóm og ein hattaskja tóm. Á árinu 1945 í stríðslok fór sænski sendifulltrúinn fram á að mega af- henda íslensku ríkisstjórninni eignir Þjóðverja, þar sem Svíþjóð væri hætt að gæta þýskra hagsmuna og 31. maí var innsigli Stjórnarráðsins sett á dyr þýsku ræðismannsskrif- stofunnar við hliðina á innsigli sænska sendiráðsins. Litlu síðar var dr. Einar Arnórsson, fv. hæstarétt- ardómari, beðinn að semja álitsgerð um hvernig haga skyldi viðtöku og hagnýtingu húseignarinnar Túngötu 18 og þeirra muna sem þar voru geymdir. Dr. Einar Arnórsson skilaði álits- gerð um þetta dagsettri 23. júlí. Tekur hann fram í almennum at- hugasemdum um málefnið, að þýska ríkið hafi eins og kunnugt sé gefist upp fyrir herjum bandamanna og sé nú stjórnað af hershöfðingjum þeirra á tilteknum hernámssvæðum. Þýska ríkið sé nú ekki milliríkjaaðili, það hafi ekkert fyrirsvar út á við og ekki heldur æðstu stjórn innanrík- ismálefna sinna. Forræði hinna sigursælu stórvelda á málum þess standi væntanlega svo lengi sem þeim þyki henta og enginn viti hvort nokkurn tíma rísi upp eitt ríki á rústum þess ríkis sem hætti tilvist sinni í maí 1945, er hin skilmálalausa uppgjöf fór fram. Það sé fjarri öllum sanni að hinar þýsku eignir, bæði ríkisins og borgara þess, sem ekki muni um ófyrirsjáanlegan tíma eiga færi á gæslu hagsmuna sinna, liggi ónýttar og eyðist smám saman. Sýn- ist ríkisvaldinu, þar sem þær eru, því vera rétt og jafnvel skylt að ráðstafa þeim með þeim hætti sem að mestu gagni megi koma, án þess að hagur eignarmanna sé fyrir borð borinn. Að því er varðar fasteignina Tún- götu 18, segir í álitsgerðinni að best fari á því að utanríkisráðherra biðji borgarfógeta að brjóta innsiglin fyrir húsinu að viðstöddum fyrirsvars- manni sænska sendiráðsins og utan- ríkisráðuneytisins og afhenda það ásamt fylgifé fyrirsvarsmanni utan- ríkisráðuneytisins fyrir hönd ís- lenska ríkisins. Færi athöfn þessi fram á dómþingi til þess að tryggja að afhendingin færi að öllu leyti sómasamlega fram og væri það best sönnun um öll atvik. Ef um einhverja lausa muni væri að ræða úr eigu þýska ríkisins, svo sem húsgögn, ætti borgarfógeti að fá þá fyrirsvarsmanni utanríkisráðu- Myndlr af þeim Hermanni Göring og konu hans, Emmy, ásamt Heinrich Himmler, áritaðar til Gerlachs. færðist yfir. Hermann settist í djúp- an stól, þrey.ttur og eilítið vonsvik- inn, og hafði yfir þessa vísu: Ættjörd mín kæra þér ann ég og oddviti þinn hef ég kallast, en fljóttýta börn þín, það fann ég, ogfastáþann vagninn sem hallast. Werner Gerlach En hverfum nú aftur að Luft- hansamálinu. Óhætt er að fullyrða að Þjóðverjar beittu í því máli bæði vinmælum og ógnunum. Kom það m.a. fram í upplýsingum sem Sveinn Björnsson, sendiherra í Kaup- senda hermenn í Túngötu 18 til að handtaka þýska ræðismanninn og fjölskyldu hans og færa út í eitt herskipanna. Þegar hermennina bar að var fjölskyldan að brenna skjöl í baðkerinu, en nokkru munu Bretar hafa náð óskemmdu. Eftir að þýski ræðismaðurinn var handtekinn og á brottu tóku Svíar að sér að gæta hagsmuna Þjóðverja hér. Afhenti breska hernámsliðið sænska aðalræðismanninum hús- eignina Túngötu 18 ásamt innan- stokksmunum og öllu er Bretar höfðu ekki séð ástæðu til að fjarlægja úr húsinu eftir að þeir höfðu rann- sakað þar skjöl og búnað. í sam- neytisins og gera nákvæma tvíritaða skrá um munina. Eignirnar skyldu dómkvaddir menn, óvilhallir og til þess hæfir, virða til peningaverðs. Eignir einstakra manna skyldu einn- ig afhendast með sama hætti. Um hagnýtingu eignanna segir í álitsgerðinni að rétt virðist að ís- lenska ríkið noti í sínar þarfir fast- eignina og það af lausafjármunum þýska ríkisins sem geymslu þoli og notkun með venjulegum hætti að áliti virðingarmanna, nema heppi- legra þyki að selja alla þessa lausa- fjármuni. Varlegra sýnist þó að bíða með innlausn þessara eigna þar til ákveðið verði hversu lengi hersetn- Sendiherrann var stæðilegur á velli og Pétur Sigurðsson, ijósmyndari blaðsins, fyllti tæpast út í þennan skrúða sendimanns Þriðja ríkisins, en góss þetta er geymt í Þjóðminjasafni. ing þýska ríkisins skuli standa eða að hún skuli standa um óákveðinn tíma. Loks megi vera að forráðamenn stórveldanna, sem hersitji Þýska- land, hyggist ráðstafa eignum þess erlendis. Áfengisbirgðir kaupi Áfengisverslun ríkisins á innkaups- verði, þar eð enginn annar en hún megi selja áfengi. Aðrar eignir virð- ist rétt að selja á opinberu uppboði. Að fenginni álitsgerðinni ákvað ríkisstjórnin að veita eignunum við- töku á grundvelli sem þar er lagður og eftir að sænska sendiráðið hafði fallist á þá málsmeðferð. Forsætis- og utanríkisráðherrann, Ólafur Thors, ritaði borgarfógetan- um í Reykjavík, Kristjáni Kristjáns- syni, 10. sept 1945, og fór þess á leit að hann fengi ríkisstjórninni í hend- ur umráða- og ráðstöfunarrétt eigna þeirra sem hér er um að ræða. Myndi sænski sendiherrann, Otto Johansson, afhenda eignirnar fyrir hönd sendiráðsins en Birgir Thor- lacius taka við þeim fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Það var svo fimmtudaginn 13. september 1945 að Kristján fógeti setti fógetarétt Reykjavíkur við Túngötu 18. Voru þar viðstaddir, auk okkar, Otto Johansson, Jón Magnússon, fil. kand., Gunnar Rocksén, sem sendi- fulltrúinn fól að vera framvegis við uppskrift eignanna, og vottar og matsmenn, Jón A. Ólafsson hús- gagnasmiður og Snæbjörn G. Jóns- son. Hófst svo skráning og mat á öllu sem í húsinu var og höfð til hliðsjón- ar skrá sú er Ólafur Þorgrímsson og Guðjón Jónsson höfðu gert. Loka- réttarhald fór fram 15. janúar 1946. Af hálfu borgarfógeta önnuðust þeir Þorsteinn Thorarensen, Ólafur A. Pálsson og Jónas Thoroddsen réttar- höldin, en borgarfógeti sjálfur ekki nema f byrjun. Lágu til þess atvik sem ekki verða rakin hér. Hvernig duldist sendistöðin? Þetta skráningarverk og mat reyndist tímafrekt því að hvort tveggja var að sjálfsögðu framkvæmt af mikilli nákvæmni. En þó fór það svo að ekki sást greindur sérstaklega í skránni sá hlutur sem hvað mest umræða varð um síðar: það er að segja sendistöð, sem seinna fannst í húsinu. Óvíst er hvort stöð þessi hefur verið í húsinu þegar skráning fór fram eða verið komið þangað síðar, sem sumir töldu hugsanlegt. Þær eignir, sem þarna var um að ræða, voru fyrst og fremst húseignin sjálf, sem metin var á 558 þúsund krónur af Einari Kristjánssyni húsa- smíðameistara og Guttormi And- réssyni, safn náttúrugripa og þjóð- minja, sem Jóhannes Ásgeirsson og dr. Finnur Guðmundsson mátu á hálfa milljón króna, Mercedes Benz bifreið, sem Viggó Eyjólfsson bif- reiðaeftirlitsmaður og Kristján S. Elíasson bifreiðaviðgerðarmaður mátu á 8.500 kr., flygill sem Pálmar ísólfsson hljóðfæraviðgerðarmaður og Árni Kristjánsson píanóleikari mátu á 12-13.000 krónur. Áfengis- verslun ríkisins leysti til sín áfengis- birgðir hússins á 7.493 krónur. Opinbert uppboð var haldið á ýmsum eignum 23. febrúar 1946, en þar fyrir utan voru nokkrir munir seldir, t.d. flygillinn, borðstofuhús- gögn og eitthvað fleira. Bifreiðin, sem metin var á 8.500 krónur, seldist á uppboðinu á 20 þúsund krónur. Munir í einkaeign voru geymdir og afhentir eigendum smátt og smátt eftir því sem þeir gáfu sig fram og sönnuðu eignarrétt sinna, þ.á m. var fjölskylda dr. Gerlachs, sem ýmist fékk einkamuni sína afhenta eða andvirði þeirra sem seldir höfðu verið. Starfsmaður í ræðismanns- skrifstofunni, Werner Haubold, og systir hans áttu búslóð og bækur sem þau fengu aftur og ýmsir fengu muni sína afhenta fyrir milligöngu Rauða kross íslands. I loftherbergi einu í Túngötu 18 voru geymdar margar ferðatöskur, sumar merktar hinum og öðrum ferðalöngum, aðrar ómerktar. Her- bergi þetta var ekki innsiglað, heldur einungis læst, því að nauðsynlegt var 4** 'í *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.