Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. apríl 1990 HELGIN 11 að þeir sem bjuggu í húsinu gætu komist þangað til að þurrka vatn þegar lak í rigningum. Pað var einmitt í þessu herbergi sem hin dularfulla loftskeytisendistöð fannst síðar og var um hana búið í ferða- tösku. I sambandi við uppskrift eigna lét fulltrúi sendiráðs Svía þess getið „að í uppskrift Ólafs Porgríms- sonar séu einnig taldar fram eignir konsulatsritaranna Ressel og Schulze-Stenstrop, þótt eigi sé hægt að ákveða hvor á hvað.“ Seinna kom í ljós að þessir tveir menn munu hafa verið þeir sem önnuðust loftskeyta- sendingarnar úr Túngötu 18. Var annar veðurfræðingur en hinn loft- skeytamaður. Við sem stóðum að síðari upp- skrift eigna í Túngötu 18 þóttumst inna það verk af hendi af nákvæmni og var meira að segja skrásett ails konar verðlaust rusl. Hins vegar virðist okkur hafa sést yfir sendistöð- ina leynilegu sem nokkuð hefur verið rætt um fyrr og síðar, hafi hún verið í húsinu um það leyti. Verður að teljast undarlegt að breska her- námsliðið skyldi ekki finna stöðina, þegar það rannsakaði húsið, og ekki heldur Ólafur Þorgrímsson og Guð- jón Jónsson, þegar þeir skráðu eign- irnar. Um það leyti sem eignayfirtöku okkar lauk flutti dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti í Túngötu 18. Var þá flutt til í húsinu það sem enn var varðveitt þar af þýskum eignum, og kom í ljós í ferðatösku sendistöðin margumrædda og önnur aflminni. Sumir héldu því fram að sendistöðvarnar hefðu ekki verið í húsinu þegar uppskriftir fóru fram en geymdar annars staðar og laumað inn í húsið síðar. Mér þykir þó trúlegast að sendistöðvarnar hafi alla tíð verið í húsinu en dulist vegna þess að þær voru í ferðatöskum innan um margar slíkar sem geymd- ar voru í húsinu og taldar eign einstaklinga en ekki ræðismanns- skrifstofunnar. Hinn 21. janúar 1946 sagði Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður mér aðspurður að þegar uppskrift hans fór fram í Túngötu 18, hafi þar eigi orðið vart neinnar sendistöðvar eða neinna hluta er hægt hefði verið að álíta úr sendistöð. Þó sagði Ólafur að vegna umtals um að Gerlach hefði notað sendistöð hefði sér verið málið mjög hugstætt og að þeir sem skrifuðu upp hefðu rætt um hvort ekki myndi vera sendistöð í húsinu. Er þetta samkvæmt minnisblaði, sem ég skrifaði þá þegar. Voldugir vinir Eins og að líkum lætur var hús- búnaður allgóður á heimili Gerlach- hjónanna. En það sem vakti mesta athygli og veitir raunar mesta vís- bendingu um hvers konar fólk var hér á ferð voru innrammaðar myndir í skrifstofu dr. Gerlachs af tveimur æðstu foringjum nasista, Hermann Göring og Heinrich Himmler. Myndir þessar eru áritaðar persónu- lega til Gerlach-fjölskyldunnar. Himmler ritaði á mynd af sér: „SS- Hauptsturmfuhrer Prof. Gerlach, dem treuen Kámpfer in herzlicher Kameradschaft. 22.XII. ’32. H.Himmler." Þá eru áritaðar mynd- ir til dætranna, Inge og Eva, frá Himmler 28. maí 1938. Á mynd af Göring og konu hans Emmy er ritað: „Mit besten Weihnachtswun- schen 1937. Hermann Göring und Emmy.“ E.W. Bohle ritar á mynd af sér: „Pg. Prof. Werner Gerlach in treuer Kameradschaft. Im Oktober 1937.“ Einnig voru þarna myndir af Hitl- er og fleiri leiðtogum en án persónu- legra áletrana. Af þessum árituðu myndum má ráða að Gerlach-fjölskyldan hefur verið í nánum vináttutengslum við Göring og Himmler, og má nærri geta hvaða aðstöðu það hefur veitt ræðismanninum og ekki að furða þótt hann teldi sig nokkurs megnug- an hér í smáríkinu íslandi. Myndir þessar og ýmsir aðrir munir, s.s. sverð, einkennisbúning- ar, hakakrossfánar, embættisstimpl- ar o.fl. voru sendir Þjóðminjasafni og eru varðveittir þar. Þess má geta að í skrifstofu ræðismannsins lá þýskt heiðursmerki ásamt orðu- skjali, sem ætlað var Guðmundi J. Hlíðdal, póst- og símamálastjóra, en var aldrei afhent og sjálfsagt hefur Guðmundur ekkert um þetta vitað. En naumast hefur hann vaxið í augum breska hernámsliðsins, þeg- ar þeir sáu hvern sóma þýska ríkis- stjórnin hafði ákveðið að sýna honum. Munir, sem einstaklingar áttu geymda í Túngötu 18, voru smátt og smátt afhentir eigendum eftir því sem þeir gáfu sig fram að stríði loknu og annaðist Rauði kross ís- lands um að koma sumum af þessum munum til skila. Dr. Gerlach og fjölskylda hans fékk afhentan fatnað, bækur og persónulega muni ýmsa og lét hann skila þakklæti til ráðuneytisins fyrir góða umönnun eignanna. Þegar ráðuneytið vildi á sínum tíma af- i henda íslenskum umboðsmanni dr. Gerlachs eignir hans, þá færðist hann í fyrstu undan að taka við þeim, nema að „ráðuneytið sæi fyrir skipakosti til að senda með eignir þessar.“ Það þótti nú fulllangt geng- ið og minnti á kerlingu eina á Austurlandi sem fékk gefins mat- væli, klyfjar á hest, og sagði þá geðvonskulega: „Já, já, en nú er eftir að láta upp.“ Þegar fram liðu stundir var hús- eignin Túngata 18 afhent Sambands- lýðveldinu Þýskalandi, og þar hefur nú sendiráð þess aðsetur og full vináttutengsl eru fyrir löngu komin á aftur við þýsku þjóðina. URYAL VINNUVELA I OLL VERK FRA Hannaðar til afkasta Sterkar - Endingargóðar V erktakar - Bæjarfélög 1 ORESSEft Við bjóðum fjölbreytt úrval vinnuvéla frá DRESSER fjölþjóðafyrirtæki á sviði þungavinnuvéla. Veitum allar nánari upplýsingar. ^ ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 JJötunn tií Ciðs zrið Bi VELAR 1 ftt nSp Jí, g* SfJ I®

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.