Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 28. apríl 1990 ATLI MAGNÚSSON: „Þú ert á línunni!“ Þegar krafa nútímans er farin að gera ráð fyrir að snældunni sé snúið uppstyttulaust allan sólarhringinn á útvarpsstöðum vorum, er ekki nema von að sitthvað fljóti með sem ekki hefði nú þótt „gullvandað" á gömlu Gufúnni, er dómkórinn og Páll ísólfsson, Helgi Hjörv- ar, Sigurður í Holti, Jón Ey- þórsson og slíkir stólpar mörk- uðu „standardinn“, sem flest mið voru tekin af, þegar ákveðið var hvað teldist boð- legt útvarpsefni. Með þessu er ekki verið að segja að ekki sé margt prýðilega gert í útvarpi eftir sem áður, en mislitara er það óneitanlega. Enda varla hægt að ætlast til að ekkert komi út úr viðtækinu nema unaðsómar og gullkom, þegar aldrei má stoppa og draga and- ann! Ein aðferðin til þess að láta sólarhringana ekki slitna sundur í útvörpunum em hlustendaþættimir — þegar fólk slær á þráðinn og segir álit sitt á ýmsum málefnum líðandi stundar eða ber sig upp undan einhverju fargani, sem á því hvílir. Þeir em stundum at- hyglisverðir, því það má nýja fjölmiðlunin eiga að nú heyrist í manneskjum, sem gamla fjölmiðlunin gerði alls ekki ráð fyrir. Það reynir eflaust oft talsvert á stjómendur svona þátta að umgangast viðmælendur sína, sem sumum er ekki allskostar lagið að orða sjónarmið sín skipulega, enda ekki annars von. En stundum hefur mér þótt stjómendur kveða marga veikburða rödd í kútinn á heldur stuttaralegan hátt. Mér er í minni fiskverkunarkona, sem ætlaði að fara að bera sig upp við svona þátt undan kaupinu sínu, sem auðvitað var hreint hraklegt. En stjóm- andinn var ekki í skapi til þess að hlusta á þessar gamalkunnu „tuggur“. Hann skákaði kon- unni í skyndi með því að minna hana á fimmtánhundr- uðkallinn sem kaupið hennar hækkaði fyrir tveimur mánuð- um, og þúsundkallinn, sem samningamir gerðu ráð fyrir að hún fengi næstu mánaða- mót. Vom þetta kannske ekki hagsbætur!? Vesalings kon- unni féll allur ketill í eld, það komu á hana vöflur (,ja - jú, jú“) og allt hennar kvartana- hjal rann út í sandinn. Þama varð stjómandanum að mínu mati á, því hafi slíkir þættir sér nokkuð til gildis þá er það einskonar sálusorgara- hlutverk handa þeim, sem svo sjaldan þora að láta til sin heyra. Auðvitað em vanda- málin ekki alltaf nýstárleg og enginn ætlast til að Stefán Jón Hafstein leysi úr þeim. Og t. d. hin virkilegu láglaunakvikindi þjóðarinnar eiga það alveg skilið að fá að tala út, hafí þau mannað sig upp í að láta frá sér heyra — fólk sem hefur það nákæmlega jafn afleitt í góðæri sem harðæri og ekkert batnar hjá né versnar hvaða ríkisstjóm sem situr. Sá hópur er óþægilega Qölmennur vor á meðal og sem betur fer vor allra vegna hefur hann ákaf- lega hljótt um sig. Gettu nú Myndin fýrir viku var af kirkjunni á Seyðisfirði. Enn höldum við okkur við Austfirði og spyrjum hvaðan þrístrenda fjall- ið hér á myndinni blasir við sjónum manna. KROSSGÁTA FoWOT l<PN0 NAFN flTT VE/Ð/t M£Ð PRAS H6 T STEWO- U* UPP RftDDlR m e.yBúfl tf/n.A oS/CFU STUNP FeiKI I" ir »£1TI mi 'IU MflSNrt (ZRoM & rutíL soKI JXl VStN rvi - HUJ. n T T T T 1 /o 1 ~h T 7v Is GRí )DI 7NV- /aiN Pfl/Ffl SKÆLfl BoPÐ HALDl t TiMl vsim TiTa KUAKWft TALfl Ktyft ð \ TDTT[ SrFflR KÍLÓ BfilJL óflK óWf PRYKK UR___ n mi JThWú vtiL SK'ftLb BJ 6E sveFH- m VBtFfl- EJ/VS GÆÖiý VY KRÚS M flÐÚR EINS srMie 5/ 3 os> SfÓR TRft > BÆT? fíSKUR þoF í ESFt KYRRÐ KlND t: ÆTT fitl/V MVAÐ n BFITA LÍT B£o M t NU 15 CtoiHft £lNS TAL/) URjVAR KoVin DUST FtMK Korv/r SlGló El N- MAIVA KAFI 41

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.