Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. apríl 1990 LESENDUR SKRIFA HELGIN 1 17 Kvittað fvrir tilskrif Frú Regína! í grein minni, er birtist í Tímanum þann 25. janúar sl., gaf ég þá yfirlýsingu að ég myndi ekki eiga frekari orðaskipti við þig á opiitber- um vettvangi. Ég vona þó að mer verði virt það á betri veg þótt ég rjúfi það heit með því að þakka þér fyrir síðasta tilskrif þitt í DV þann 29. mars sl., enda væri það argasta ókurteisi að láta slíkt ógert þegar um slíka gersemi (!!!) er að ræða bæði í hugsun og formi. Þegar ég skrifaði umrædda grein hafði ég ekki lesið bók þína en hef nú bætt úr þeirri vanrækslu minni, en aðeins lauslega þó. Vil ég því nota tækifærið og óska þér og skrá- setjaranum til hamingju með bók- menntaafrekið. Náð guðs birtist sjá- anlega í mörgum myndum, sbr. undirtitil bókar þinnar „fréttaritari af Guðs náð“. Efnislega mun ég ekki fjaila mikið um þetta tilskrif þitt en vil þó aðeins auka við söguskýringu þína um Sæmund og Ríkey sem þú segir að við bræður höfum verið þátttakend- ur í að flæma úr hreppnum. f>ar Skárri er skít- ur en sprengja Eru ráðamenn þjóðarinnar að kalla yfir sig - og alla landsmenn - ógæfu sem ekki er unnt að bæta? Forráðamenn þessarar litlu þjóðar eru vísvitandi, ella eru þeir vitgrann- ir, að kalla yfir sig svívirðu og þjóðina ógæfu. Eða á að draga borgarstjórn Reykjavíkur til ábyrgð- ar ef eiturský frá Gufunesverksmiðj- unni berst yfir borgina okkar? Reiði mín og sársauki eftir að hafa melt frétt þulanna, sem lýstu ástand- inu sem skapaðist í Gufunesi á páskadag, á sér lítil takmörk. Sofandi rekur okkur að feigðarósi ef ekki verður strax tekið í árar og það hraustlega. Það er vá fyrir dyrum á meðan áburðarverksmiðjan er í byggð. Það skiptir engu hve öflugar varúðarráð- stafanir eru gerðar. Verksmiðjan skal burt! Ef grannt er skoðað eigum við naegan skít til áburðar. __________Sárreiðor þegn llllHIHIIIIIIIIIIIIIIII SÆKUR llllllilllllllli; Byggingariist 20. aldar Wllliam J.R. Curtia, Modem Archltecture, 431 bia., Phaldon (2. útg. 1987), 19,95 pund. „öld er ekki liðin síðan nútíma- byggingarlist upphófst til að fella þjóðfélagslega hugsýn að öflum iðn- byltingarinnar. Þótt hún markaði glögg skil við fortíðina leiddi hún til endurmats á grundvallarlögmálum byggingarlistar að nýjum hætti.“ Þannig tekur höfundur til orða í formála og tekur aftur upp þennan þráð í inngangi: „í rauninni komu fram margar stílgreinar, sem einkum voru sagðar bera nútímalegan svip, frá 1890 og fram á áratuginn 1920-30 er menn urðu nokkum veginn ásáttir um hvað það merkti. Að minnsta kosti vildu sumir byggingarlista- menn og áróðursmenn telja samtíð- armönnum sínum trú um það. Þeir lögðu sig fram til að greina sérkenni alþjóðlegs stíls ... sem virtist vera sameiginlegur eins ólíkum arkitekt- um sem Le Corbusier, J.P. Oud, Gerrit Rietveld, Walter Gropius, Mies van der Rohe og öðrum. Þann kváðu þeir vera hinn eina sanna byggingarstíl 20. aldar. Fyrir annarri samtíðarframvindu lokuðu þeir aug- unum og þeir gerðu hvaðeina til að hylja ágreining sín á meðal og sýna forhlið einingar. En sagan stendur ekki kyrr og þessir áðumefndu skap- andi einstaklingar, sem höfðu sýnst stefna að hinu sama markmiði, héldu hver sína leið; síðan umbreyttu fylgj- endur þeirra frjóum hugmyndum þeirra. Á ámnum eftir síðari heims- styrjöldina féllu fram margar kvíslar og miklar umbreytingar áttu sér stað víða um heim.“ Rýnir hefðir þú mátt bæta við að til að kóróna óhæfuverkið tóku þau Bæjarhjón, Guðmundur og Jensína, eitt bamið og ólu upp til fullorðins- ára (líklega hafa þau rænt því). En svona smámunir geta skiljanlega gleymst þegar fólki er mikið niðri fyrir. Þarf ekki að leiða getum að hvílík vist barninu hefur verið búin af hendi fósturföðurins, eftir þeirri mynd sem þú hefur dregið upp af honum í skrifum þínum. Ég mun hafa verið 17 ára þegar þetta var og hef því snemma verið liðtækur til óhæfuverkanna. Svona í leiðinni, úr því ég tók mér penna í hönd, er sennilega rétt hjá mér að taka til baka sálgreiningartil- löguna í fyrrnefndri grein minni, enda sett fram í spaugi. í sannleika sagt hef ég fyrir löngu myndað mér ákveðna skoðun í þeim efnum. Bók þín og tvær síðustu greinar í DV, tileinkaðar okkur bræðrum, hafa svo rennt styrkari stoðum undir það álit mitt. Kæmi mér ekki á óvart þótt flestir sæmilega viti bornir lesendur hafi komist að svipaðri niðurstöðu. Álit hinna læt ég mér í léttu rúmi liggja. En til þeirra munu skrif þfn fyrst og fremst höfða. Ef eitthvað væri hægt að lesa út úr rugli þínu, virðist það öðru fremur eiga að vera innlegg í kirkjubygging- armál sveitarinnar. Ég leyfi mér þó að efa að allir þeir sem þú telur þig þar vera að vinna fyrir séu sáttir við þau vinnubrögð sem þér er tamast að nota. Sé sú ályktun mín röng, óska ég þeim til hamingju með málsvarann. Eins og bók þín og blaðaskrif bera með sér hefur það verið iðja þín í rúmlega þriðjung aldar (með mis- löngum hléum) að draga mig og fleiri sveitunga mína niður í svaðið og skrumskæla ímynd hreppsins út á við. Má því hver sem vill lá mér þótt ég sýni (þótt seint sé) iit á að gjalda líkum líkt. Ég sendi þessar línur til DV og Tímans með ósk um birtingu. Helg- ast það af því að fyrri grein mín birtist í Tímanum eftir að henni var hafnað í DV. Reikna ég með að eins fari í þetta sinn. Ástæða sem færð var fyrir neituninni var sú að grein mín væri of löng. Við samanburð á greinum mínum og Regínu sést að þetta var tylliástæða. En ég skil vel að blaðið vilji orðstírs síns vegna hafa Regínu óáreitta. Býst ég við að svo verði af minni hálfu (þótt varlega sé að slá neinu föstu í þeim efnum). Enda hefur frúin bent mér á (með réttu) að ég sé kominn á lágt plan með því að eyða orðum á hana. Eyjólfur Valgeirsson, Krossanesi Oryggi í viðskiptum - heiðarleg skattskil! Nótuviðskipti eru allra hagur. Með rétt útfyllta nótu (sölureikning) í höndunum hefur viðskiptavinurinn tryggingu fyrir því að skatturinn sem hann greiðir í verðinu kemst til skila. Viðskiptavinurinn hefur þá líka réttinn sín megin ef eitthvað kemur upp á. Fyrirtælað hefur öll bókhaldsgögn á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra. Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir reikningar eiga að vera. Nafii kaupanda (og auk þess kennitala ef kaupandi er virðisaukaskattsskyldur). Nafn, kennitala og vsk.-númer seljanda. Útgáfudagur. Reikningur tölusettur fyrirfram. Fjöldi vinnustunda, einingarverð og heildarverð. Tegund sölu, þ.e. lýsing á því sem selt er. Réttir viðskiptahættir tryggja heiðarleg skattskil. Þau eru undirstaða þeirra sameiginlegu verkefna í landinu sem við njótum öll góðs af. Fjárhæð virðisaukaskatts. Ham.pif viðsMpti á ***** FIÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.