Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 28. apríl 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL ■ m ■ ■ M ■ ■ — sagði ungi „Mig langaði bara es að drepa einhvern11 zsa. Þrátt fýrir að lögregian í Shenandoah-um- dæmi hafi með aðstoð morðdeildar ríkislög- reglu lowa gert allt sem framast var unnt þá var hið óhugnanlega morð Cynthiu Borton óupplýst í meira en fimm mánuði. Ekki aðeins skorti allar vísbendingar um morðingjann heldur virtist útilokað að finna nokkra ástæðu fýrir glæpnum. Cynthia kona hans, sem var 39 ára, vann þrjú hlutastörf. Síðdegis starfaði hún á kleinuhringjastað og á kvöldin þreif hún í banka og á tannlæknastofu. Sonur þeirra var í háskóla. Saman kenndu hjónin síð- an í sunnudagaskóla og unnu ýmis verk í sjálfboðavinnu íyrir góð- gerðarsamtök. Þriójudaginn 6. september 1988 átti Cynthia að fara til vinnu á kleinuhringjastaðnum klukkan tvö. Þegar hún kom ekki taldi eigandinn víst að eitthvað væri að. Hún var vön að koma stundvíslega og það var ólíkt henni að hringja ekki og tilkynna forföll. Þegar ekki var svarað í símann á heimilinu þá hringdi eigandi stað- arins í eiginmann Cynthiu í bí- laumboðið. Hann sagðist hafa farið heim í hádegismat og Cynthia hefði þá verið vel frísk og ekkert að. Hún hafði ekki minnst á neitt annað en að fara í vinnuna eins og venjulega. Presturinn hringdi nokkrum sinnum heim en þegar ekki var svarað enn þá fékk hann leyfí til að skreppa heim og athuga málið. Aðaldymar voru ólæstar sem var ekkert óvenjulegt. Þau læstu yfirleitt ekki fyrr en þau fóru að sofa á kvöldin eða brugðu sér frá lengur en litla stund. Hann fór inn og kallaði á konu sína úr stofunni en fékk ekkert svar. Þa fór hann fram í eldhúsið en fraus í spomnum við þá sjón sem mætti augum hans. Cynthia lá í blóðpolli á gólfinu með stóran kjötgafial standandi út úr hálsinum. Borton seildist eftir símanum í eldhúsinu til að hringja á sjúkrabil en náði ekki sambandi. I ljós kom að símasnúran hafði verið slitn úr veggnum. Þá fór hann inn og greip síma I stofúnni sem var í lagi og hringdi í neyðarsímann. Sjúkrabíll og lögregla komu innan fárra mín- útna og Cynthia var þegar úrskurð- uð látin. Skorín á háls og stungin Hunt lögreglustjóri fyrirskip- aði þegar leit í húsinu og svæðið var girt af fyrir óviðkomandi um- ferð þar til ítarlegri rannsókn lyki. Menn vom sendir til að ræða við nágranna en Hunt talaði sjálfur við eiginmanninn. Borton kvaðst hafa komið heim í hádeginu og Cynthia hefði hitað handa honum samlokur og sjálf fengið sér afgang af spaghett- ímáitíð frá kvöldinu áður. Þau borðuðu í stofunni og horfðu á brot af þætti um Perry Mason á meðan. Hann fór laust fyrir klukkan eitt og þá hafði Cynthia verið heil á húfi. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um hver hefði getað myrt hana og af hvaða ástæðum. Nágrannar sem vom heima kváðust ekki hafa heyrt eða séð neitt óvenjulegt fyrr en þeir heyrðu í vælum sjúkrabílsins. Þegar tæknimenn rannsóknar- lögreglunnar komu á vettvang fór ljósmyndarinn fyrst inn. Hann not- aði 11 filmur til að ná öllu því sem var að finna í húsinu. Læknir rann- sakaði líkið sem var fullklætt og bar engin merki kynferðisárásar. Cynthia hafði verið skorin á háls og um allan líkamann vom stungur, að líkindum eftir kjötgaffalinn sem skilinn hafði verið eftir i hálsi hennar. Líkið var síðan fjarlægt og fingrafarasérffæðingar tóku til við leit sína, einkum af blóðugum fingrafömm sem kynnu að vera einhvers staðar. Fljótlega fannst annar kjötgaff- al með blóði á tindunum og virtist hann hafa verið notaður líka til að stinga konuna með. Hins vegar fannst hvergi hnífurinn sem bmgð- ið hafði verið á háls Cynthiu tvisv- ar sinnum. Blóðleifar fundust í baðvaskinum og benti það til þess að morðinginn hefði þvegið sér eft- ir verknaðinn. Einn tæknimann- anna komst svo að orði að eftir blóðmagninu í eldhúsinu að dæma hlyti maðurinn að hafa verið al- blóðugur. Cynthia hafði verið á lífi klukkan 12.45 en ekki komið til vinnu klukkan tvö þannig að nokk- um veginn var vitað hvenær hún var myrt. Nágrannar sem sáu bíl Bortons heima í hádeginu þóttust vissir um að hafa ekki séð neinn annan bíl þar. Það benti til að morðinginn hefði gengið að húsinu og þá ef til vill skilið bíl sinn eftir lengra frá. Hvorki nauðgun né rán Þegar tæknimenn höfðu lokið störfúm bað Hunt Borton að ganga um húsið og athuga hvort nokkm hefði verið stolið þaðan. Hann sagði að stólar og borð í stofúnni hefðu verið færð til en í ljós kom að það hafði verið gert til að auðvelda áhöfn sjúkrabílsins að komast að með börumar. Borton sagði að ekk- ert í öðrum herbergjum hefði verið hreyfl. Öll rafmagnstæki og skart- gripir vom óhreyfð. Þegar vettvangsrannsókn var lokið tilkynnti Hunt að hann setti átta menn í að rannsaka málið þar til að það upplýstist. Einkum væri áríðandi að komast að ástæðunni. Hvorki hafði verið um að ræða rán né kynferðisglæp og árás með kjöt- göfflum gæti bent til að morðing- inn væri blóðþyrstur í meira lagi. Pontious, aðstoðarmaður Hunts, spurði hann hvort hann hefði íhug- að þann möguleika að Borton sjálf- ur væri morðinginn. —Eg gerði það, svaraði, Hunt. —Hann kom í vinnuna klukkan eitt Lögreglumenn bera saman bækur sínar úti fyrir yfiríætislausu heimili Borton—Qölskyldunnar. í sömu fötunum og hann var í um morguninn og það var ekkert blóð á þeim. Ég held að það sé óhætt að sleppa honum alveg. —Við sjáum það þegar kmfn- ingu lýkur, sagði Pontious. —Þeir geta séð nákvæmlega hvenær hún dó eftir því hve melting hádegis- Prestsfrúin Cynthia Borton var iöjusöm og guöhrædd kona og síst líkleg til að verða fómaríamb moröingja. verðarins var langt komin. Ef hún hefur dáið eftir klukkan eitt þá er eiginmaðurinn sloppinn. Meðan unnið var úr fingrafara- rannsókninni reyndi lögreglan að finna einhvem sem gæti hafa séð manneskju á ferli í grennd við Bor- ton—húsið og ræddi einnig við kunningja fjölskyldunnar. Að kvöldi fimmtudags þótti ljóst að ekki gat verið um að ræða einhvem ókunnugan sem af rælni hefði ráfað inn í húsið. —Það vom margir heima í hverfinu á þessum tíma og nokkrir áttu leið framhjá húsinu, tilkynnti Mueller lögregluþjónn. —Þetta er rólegt hverfi og allir þekktu alla. Ef um væri að ræða bláókunnugan mann þá hefði hann vakið athygli. Þeim sem ræddu við kunningj- ana gekk ekkert betur. Enginn gat James Bettis gat ekki þagað leng- ur en fimm mánuöi yfir glæp sín- um. Þá sagði hann vini alla sög- una. ímyndað sé neina ásæðu fyrir morðinu. Cynthia var ekki aðeins iðjusöm og guðhrædd húsmóðir heldur líka dygg eiginkona og góð móðir. Þeir sem rætt var við höfðu einungis gott um hana og fjöl- skyldu hennar að segja. í kmfhingsskýrslu sagði að Cynthia hefði verið skorin á háls tvisvar og stungin 29 stungum. Flestar reyndust þær eftir kjötgaff- alinn sem stóð í hálsi hennar. Ein stungan var banvæn þar sem hún lenti í aðalslagæð. Af meltingunni að dæma var ljóst að Cynthia hafði látist klukkan rúmlega eitt. Þar með var eiginmaður hennar laus undan gmn og sonurinn hafði verið í skól- anum. Hverfékk símanúmerið? —Þá er þetta einhver sem hef- ur komið nokkrum mínútum eftir að Borton fór, sagði Hunt. Eitt blóðugt fingrafar fannst á öðmm kjötgafflinum. Það var ekki nógu gott til að bera saman við fingraför á skrá en gæti kannski dugað ef einhver fyndist sem félli undir grun. Blóðleifar fúndust líka í nið- urfalli baðkersins. Það benti til að morðinginn hefði þvegið sér vel og jafnvel föt sín líka áður en hann fór. Hnífurinn fannst hvergi og þótti það benda til að morðinginn hefði komið með hann með sér og farið með hann aftur. Eitt atriði var óljóst. A blokk við símann hafði Cynthia skrifað skilaboð til sonar síns um að taka upp á myndband tiltekna sápuópem úr sjónvarpinu um kvöldið ef hún yrði ekki heima. A efsta blaðinu vöm för eftir það sem skrifað hafði verið á næsta blað á undan. Eitt af því var síma- númerið í húsinu og Borton—feðg- amir vom vissir um að þeir hefðu ekki skrifað það. Nú liðu vikur án þess að neitt gerðist í málinu og Hunt og menn hans vom harðlega gagnrýndir fyr- ir frammistöðuna. Hunt sagði í sjónvarpi að hann væri sannfærður um að málið leystist með tímanum. Hann sagðist róa íbúa Shenandoah með því að hér væri ekki um að ræða fjöldamorðingja þannig að varla þyrfti að óttast að slíkt endur- tæki sig. Hins vera væri ekkert vit- að um ástæðuna fyrir morðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.