Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. apríl 1990 HELGIN 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Borton-feðgamir gátu ekki hugsað sér að búa á staðnum lengur svo þeir fluttu til Marshalltown. Tíminn leið og hætt var að tala um Borton-morðið í fjölmiðlum en Hunt og menn hans gleymdu því ekki andartak. Þeir einbeittu sér að því að fínna hugsanlega ástæðu. Fimm mánuðum eftir morðið, þann 3. febrúar 1989, kom ungur maður með móður sinni á lög- reglustöðina. Þau sögðust hafa upplýsingar um Borton—morðið. Hunt sendi þegar efíir þeim þrem- ur mönnum sínum, sem mest höfðu rannsakað málið, til að tala við mæðginin. Pilturinn sagðist eiga vin að nafni James Bettis sem verið hefði góður vinur og skólafélagi sonar Barton—hjónanna áður en feðg- amir fluttu burt. Bettis hefði kom- ið heim til mæðginanna 26. janúar til að eyða hjá þeim helginni. Á Iaugardagskvöldið voru vinimir að spjalla saman inni hjá piltinum og þá spurði Bettis hann hvort hann myndi eftir því sem gerst hefði fimm mánuðum fyrr og átti þá við Barton-morðið. Fundu ekki hnífinn aftur Þeir ræddu morðið nokkra stund, en þá sagði Betlis skyndi- lega: —Ég gerði mikil mistök. Hinn spurði við hvað hann ætti og eftir nokkur hik svaraði Bettis: —Ég myrti hana. —Þú segir ekki satt, sagði vinurinn. —Bara að svo væri, en því miður er það satt, sagði Bettis. —Af hveiju? vildi hinn vita. —Cynthia var eins og mamma okkar allra. Bettis sagði piltinum að hann hefði farið heim inn í húsið þar sem Cynthia var í eldhúsinu. Hann bað hana um vatnsglas og sagðist vera að leita sér að vinnu. Mætti hann leita til hennar eftir meðmæl- um ef þyrfti? Hún hélt að það væri í lagi og skrifaði símanúmerið niður á blað handa honum. Tilvon- andi vinnuveitandi hans gæti svo hringt til hennar. —Hvenær ákvaðstu svo að myrða hana? spurði vinurinn, en Bettis kvaðst hafa íhugað það í meira en viku. Hann var með sam- ansmelltan veiðihníf með sér. —Ég greip bara utan um höfúðið á henni og skar hana á háls, sagði Bettis. —Hún lá á gólfínu en var ekki dauð svo ég stakk hana með gaffli. Síðan sagðist Bettis hafa farið inn í baðherbergið og látið renna í kerið til að þvo hendur sínar og hnífinn. Síðan yfirgaf hann húsið og leyndist um stund í lækjargili i grenndinni áður en hann fór heim til að baða sig og hafa fataskipti. Hunt og menn hans ræddu nú um hvað gera skyldi. —Við höf- um framburð vitnis að játningu en ekkert sem staðfestir hana. Ef Bettis ákveður að neita því sem hann sagði vini sínum þá getum við harla lítið gert. Þá stendur bara staðhæfing gegn staðhæfingu. Pilturinn var beðinn að rifja upp hvort Bettis hefði ekki sagt honum neitt fleira varðandi at- burðina. Þá mundi hann að sunnu- daginn eftir morðið sagðist Bettis hafa farið að tiltekinni brú yfir áð- umefnt lækjargil og grafið veiði- hnífinn þar. Raunar hefði það ver- ið slæm hugmynd því hann gæti fúndist og þekkst. Þeir félagar fóru því á staðinn í þeim tilgangi að sækja hnífinn og fleygja hon- um í hyl í læknum en fúndu hann ekki. —-Ef við finnum hnífinn þá höftim við allar sannanir sem þarf, sagði Hunt. —Fáum handtöku- heimild og höfúm hana tilbúna. Hunt og menn hans fóru nú með skóflur og málmleitartæki út að brúnni og tóku að Ieita morð- vopnsins. Leitin varð ekki löng og hnífúrinn var tekinn upp með töngum til að spilla ekki fingrafor- um sem kynnu að vera á honum. Ástæðan var svo sem engin James Bettis var handtekinn á heimili sínu. Honum var lesinn réttur hans en hann áskildi sér ekki rétt til að þegja. Strax og komið var með hann á stöðina játaði hann að hafa myrt Cynthiu Borton. Spurður hvers vegna hann hefði myrt móður besta vinar síns, yppti hann öxlum og svaraði: —Ég veit það ekki. Mig langaði bara til að drepa einhvem. Þann 12. október 1989 kom Bettis fyrir rétt og lýsti sig sak- lausan. Kviðdómur hlustaði á játn- ingu hans af bandi og fékk að heyra nákvæma lýsingu á rann- sókn málsins og öllum sönnunum. Verjandinn neitaði ekki að Bettis hefði játað en sagði að hann hefði búið söguna til af því hann langaði að komast að heiman. Saksóknari Iagði áherslu á símanúmerið á blokkinni og þá staðreynd að veiðihnífurinn var sannanlega úr eigu Bettis, auk þess sem hann fannst þar sem Bettis kvaðst hafa grafið hann. Það sýndi að játningin sem hann gerði við vin sinn var sönn. Það tók kviðdóm aðeins fjórar klukkustundir að komast að þeirri sameiginlegu miðurstöðu að Jam- es Bettis væri sekur um morð að yfirlögðu ráði og skyldi hljóta lifs- tíðarfangelsi fyrir vikið. VÉLAR HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 Jöturvn tiC Ciðs við þig rynr grænfóður hey og vothey CLAAS býður meðal annars eftirtalinn búnað: 1. Stillanlegt dráttarbeisli. 2. Tvöfalda hjöruliði og öryggistengsli á drifskaft. 3. Rafbúin stjórntæki til að stjórna úr ekilssæti bindingu með garni, eða neti. Gefur til kynna með Ijósi eða hljóði þegar bagginn er tilbúinn. 4. Öflugan og opinn mötunarbúnað ásamt þjapp- ara (sjá mynd 4 og 5). 6. Stálvalsar tryggja að pökkun hefst um leið og heyið kemur inn og tryggir jafna bagga. 7. Öfluga drifkeðju, hannaða til að endast lengi án viðhalds. 8. Sjálfvirka smurningu. 9. Tvöfaldan bindibúnað, sem sparar tíma og dregur úr bindigarnskostnaði. 10. Rollatex netbindibúnaður fáanlegur. 11. öryggisventill á vökvakerfi. 12. Sleppibúnaður með rafbúnaði, sem gefur til kynna að vélin sé laus við baggann. 13. Auðvelt að komast að aukabindigarni og til að skipta um netrúllur. 14. Þrýstimælir til að fylgjast með þéttleika baggans. 15. Öryggisbúnaður vegna læsingar og opnunar afturhlera. Hafið samband við sölumenn okkar sem gefa nánari upplýsingar. _ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA J©iMMRD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.