Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 3. maí 1990 FRÉTTAYFIRLIT CAPE TOWN - Fulltrúar stjórnar Suöur-Afríku og full- trúar Afríska þjóöarráðsins hófu í gær viðræður. Báðir aðilar sögðust vona að viðræð- urnar skiluðu árangri og myndu binda enda á aðskilnaðarstefn- una í landinu. LONDON - Margrét That- cher ætlar að taka á móti Nelson Mandela þegar hann kemur til London í júli. Nelson Mandela er varaforseti afríska þjóðarráðsins en ekki er langt síðan Thatcher kallaði þau samtök hryðjuverkasamtök. JÓHANNESARBORG- Lífvörður Winnie Mandela hef- ur sagst vera saklaus af ákæru um að hafa orðið 14 ára ung- lingi að bana. WIESBADEN - Frank Reed sem haldið var í gíslingu í 43 mánuði er að sögn konu sinnar mjög sár yfir því hve lengi hann þurfti að dúsa í prísundinni. NIKÓSÍA - Andlegur leið- togi írana, Ayatollah Ali Kham- enei, segist ekki muni leyfa samningaviðræður við Banda- ríkjamenn. Hann segir að stjórnin í Teheran muni halda áfrám að stuðla að lausn gísla, ekki til að geðjast Bandaríkja- mönnum heldur af mannúðar- ástæðum. WASHINGTON-Aðsögn heimildarmanna Reuter hefur Bandaríkjastórn áhuga á bætt- um samskiptum við írani og Sýrlendinga en hyggst ekki sýna það opinberlega fyrr en allir bandarískir gíslar hafa verið látnir lausir. MOSKVA - Lithaugar hafa beðið Frakka og Þjóðverja að gerast milligöngumenn í deilu þeirra um sjálfstæði við Kreml- verja. Nágrannar þeirra Lettar halda áfram að búa sig undir aðskilnað sinn við Sovétríkin. BONN - Fulltrúar þýsku ríkj- anna hafa samþykkt málamiðl- un um hversu miklum upphæð- um A-Þjóðverjar geta skipt fyrir v-þýsk mörk. Eitt v-þýskt mark fæst fyrir hvert a-þýskt en upp- hæðin er takmörkuð og er hærri fyrir eldra fólk. AUSTUR-BERLÍN - Elli- lífeyrisþegar eru ánægðir með gjaldeyrissamning þýsku ríkj- anna en yngra fólk óttast að hækkað verlag og atvinnuleysi muni draga úr ávinningi þeirra af sameinuðum efnahag land- anna. JERÚSALEM - Vinstri- sinnar á þingi ísraels hafa sakað Shamir um að hafa í hyggju stofna 14 ný landnám á herteknu svæðunum en Shamir reynir nú að mynda ríkisstjórn hægri flokka. BONN - Stærsta verkalýðs- félag V-Þýskalands hélt í gær áfram skæruverkföllum, annan daginn í röð, með það að markmiði að trufla rafeinda- og bílaframleiðslu landsins. Mark- mið verkfallsmanna er að fá framgengt kröfum sínum um styttri vinnuviku. SAN SALVADOR - f gær róðust vinstri sinnaðir skæru- liðar f El Salvador á heimili forseta landsins en hann sak- aði ekki, auk þess skutu þeir eldflaugum að stjórnarbygg- ingum. NEWYORK - Nú eru nærri 50 ár síðan ráðamenn Hitlers- stjórnar hittust í Wannsee, út- hverfi Berlínar, til að skipu- leggja útrýmingu gyðinga í Evrópu. Leiðtogar gyðinga hafa nú ákveðið að koma þar saman og vara við sameiningu Þýskalands. WASHINGTON - Ný gögn hafa komið fram um miklar veðurfarsbreytingar fyrir 130 milljón árum sem vísindamenn vonast til að tengist gátunni um það hvers vegna risaeðl- urnar dóu út. Rithöfundur kosinn þjóðhöfðingi: Ungverjaland orð- ið lýðræðisríki í gær var merkisdagur í sögu Ungverjalands. Þá settu Ungverjar þing í fyrsta skipti í 45 ár með þingmönnum kosnum í frjálsum kosningum. Þar með hafa Ungverjar lokið friðsamlegri þróun stjórnarhátta frá kommúnisma til lýðræðis. Þingmenn kusu Arpad Goncz sem þjóðhöfðingja og fóru með því að dæmi nágranna sinna, Tékka þegar þeir völdu sér Vaclav Havel sem leiðtoga. Báðir þessir menn eru rithöfundar sem eyddu mörgum árum ævi sinnar í fangelsum komm- únista. Goncz var í sex ár í fangelsi eftir að uppreisnin í Ungverjalandi 1956 var brotin á bak aftur af Sovétmönnum. Hann er 68 ára og er forseti rithöfundasambands Ung- verjalands. Embætti þjóðhöfðingja er fyrst og fremst virðingarembætti líkt og forsetaembættið hjá okkur íslendingum. Samkvæmt nýrri stjórnarskrá Ungverjalands skal kjósa til þess embættis í almennum kosningum en Goncz mun gegna því til bráðabirgða þar til forsetakosn- ingar hafa farið fram. Þingmenn samþykktu ályktun um að Ungverjar hefðu í uppreisninni 1956 barist fyrir frelsi sínu en upp- reisnin hefur jafnan verið kölluð „gagnbylting" af fyrri stjórnvöldum. Auk þess var samþykkt að gera upphafsdag byltingarinnar, 23. októ- ber, að almennum frídegi og hátíðis- degi þjóðarinnar. Á þinginu sitja 386 fulltrúar. Nærri allir eru þeir nýkjörnir, því að aðeins 21 þeirra sat á fyrra þingi Oskar Lafontaine, forsætis- ráðherra Saarlands og varafor- maður þýska Jafnaöarmanna- flokksins. Lafontaine af sjúkrahúsi Óskar Lafontaine var í gær út- skrifaður af sjúkrahúsi. Leiðtogar sósíaldemokrata í V-Þýskalandi hafa lýst þvt yfir að hann muni halda áfram þátttöku í kosningabaráttunni í V-Þýskalandi og reyna að koma Helmut Kohl frá völdum. Læknar Lafontaine hafa hins vegar ráðlagt honum að hvílast og að láta stjórn- mál eiga sig. Lafontaine var með trefil þegar hann yfirgaf sjúkrahúsið. Trefillinn huldi sárið sem læknaritarinn Adel- heid Streidel veitti honum með slátr- arahnífi og hafði nærri því skorið sundur hálsslagæð. Aðalheiður hef- ur áður notið læknishjálpar vegna geðveiki. Hún er nú í rannsókn sem á að skera úr um hvort hún telst sakhæf og fer á hæli eða fyrir rétt. meðan kommúnistar fóru með völd. Á þinginu er þó enginn fulltrúi kommúnista því að flokkur þeirra var lagður niður í október og nýr flokkur, Ungverski sósíalistaflokk- Á Nýja-Sjálandi búa 3,4 milljónir manna og 60 milljónir fjár. Sauð- kindin og þær afurðir sem hún er mikilvægasta útflutningsgrein landsins. Um fjórðungur allra út- flutningstekna eru af lambakjöti og ull. Það varð því meiri háttar áfall fyrir umhverfissinnaða Ný-Sjálend- inga þegar vísindamenn í Wellington upplýstu að einmitt sauðkindin legg- ur sitt af mörkum til að auka hin skelfilegu gróðurhúsaáhrif á and- rúmsloftið. Frá því er sagt í Der Spiegel nýlega. urinn, var stofnaður. Sá flokkur hefur hafnað allri marxískri hug- myndafræði og á 33 fulltrúa á þing- inu, en flokksbrot harðlínumanna náði ekki einum einasta fulltrúa á þing. Margir flokkar skipa hið nýja þing og kenna flestir þeirra sig við lýð- ræði. Stærsti flokkurinn með 165 fulltrúa er „lýðræðisþingið" og verð- ur eitt fyrsta embættisverk Arpad Goncz að veita leiðtoga þess flokks Vindgangur grasætanna leysir á ári hverju allt að því milljón tonna af metangasi úr læðingi. Þó að ekki sé um viðlíka magn skaðlegra efna að ræða sem þar fara frjáls út í andrúmsloftið og koltvísýringinn í útblæstri bifreiða í New York, eru Ný-Sjálendingar staðráðnir í því að draga stórlega úr útblæstri fjárins. Nú vinna sérfræðingar Loftslags- stofnunar ríkisins að því að finna upp and-vindgangspillu handa sauð- fé! Jozsef Antall umboð til stjórnar- myndunar. Fulltrúarnir sem nú sitja á ung- verska þinginu eru ólíkir fyrri full- trúum að því leyti að þeir teljast flestir til menntamanna en áður voru verkamenn fjölmennastir. Konum hefur líka fækkað, áður var 81 kona á þingi en nú eru þær aðeins 28. Meðal gesta við setningu þingsins var Bela Varga sem var forseti þess við valdatöku kommúnista 1946 o| Otto von Habsburg þingfulltrúi á Evrópuþinginu sem er sonur síðasta konungs Ungverjalands. STJÓRN RÚMENÍU REIÐ FRÖKKUM Forsætisráðherra Rúmena, Petre Roman, hefur mótmælt því við Frakka að tveir franskir þingmenn hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn ríkisstjórn hans. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í gær að undir venjulegum kringumstæðum myndi þingmönnunum verið vísað úr landi en ríkisstjórnin hefði ekki viljað spilla með þeim hætti góðum samskiptum landanna. Mótmæli gegn ríkisstjórn Rúm- eníu hafa staðið 11 daga samfleytt á háskólatorgi í miðbæ Búkarest. Þau hafa tafið umferð um aðalgötu borg- arinnar og varpað skugga á fyrstu frjálsu kosningarnar sem eiga að fara fram í landinu eftir þrjár vikur. Demantar halda verð- gildi sínu Þeir sem eiga peninga halda áfram að kaupa demanta í stórum stíl. Að sögn forráðamanna stærsta dem- antaframleiðanda heims, De Beers Consolidated Mines Ltd., hafa undanfarin átta ár verið metár í sölu á demöntum. Sérstaklega hafa Evr- ópubúar aukið notkun sína á dem- öntum og er það líklega vegna batnandi efnahags þeirra. Banda- ríkjamenn sem kaupa demanta mest allra þjóða hafa aukið notkun sína minna og telja menn það til marks um minni aukningu hagvaxtar í Bandaríkjunum. ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASIMI 680001 ísraelar skjóta veggjakrotara Að sögn palestínskra heimilda- manna skutu fsraelskir hermenn í gær til bana tvítugan mann á hinu hernumda Gaza-svæði. Hermenn- irnir voru óeinkennisklæddir og á ómerktum bíl. Maðurinn sem var drepinn var ásamt öðrum manni að skrifa veggjakrot á vegg mosku í borginni Khan Younis. Félagi mannsins var líka særður hættu- lega. Þetta víg varð til að ólæti brutust út milli ungmenna og her- manna í Khan Younis. Mennirnir tveir vildu með veggjakrotinu minnast þriggja manna sem her- menn drápu í Jabalya flóttamanna- búðunum síðasta fimmtudag. Með þessu síðasta vígi er tala Palestínumanna sem ísraelski her- inn hefur banað komin upp í 646. Palestínumenn hafa sjálfir drepið 201 mann sem þeir hafa sakað um að vera uppljóstrarar. 44 gyðingar hafa látið lífið. ísraelski herinn hefur viður- kennt að hafa stofnað sérstakar sveitir sem dulbúast sem arabar og nota bíla sem skráðir eru með einkennisstöfum herteknu svæð- anna. Á síðasta ári var ísraelskum hermönnum leyft að skjóta hvern þann sem hyldi andlit sitt og neitaði skipun um að stöðva, jafnvel þótt viðkomandi sýndi engin merki ófriðar. Kindur á Nýja- Sjálandi aðalum- hverfisspillarnir!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.