Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 3. maí 1990 'Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur: Lyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Markverður boðskapur Forystumenn verkalýðshreyflngarinnar komu þeim orðum sínum skýrt til skila á hátíðisdegi sínum 1. maí, að nota verði samningstímabil febrúarsamkomulagsins til þess að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum, viðhalda eðlilegri vaxtapólitík og taka upp skynsamlega íjárfestingarstefnu. í bréfi, sem Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands Islands ritaði félögum og sérsam- böndum innan ASÍ í tilefni 1. maí, komst hann svo að orði að áætlanir, sem forystumenn verka- lýðshreyfíngarinnar hefðu gert í sambandi við febrúarsamningana, hefðu staðist og því mætti segja að verkalýðshreyfingin væri í sókn. Þó væri allt of snemmt að fullyrða að tekist hefði að rjúfa vítahring verðbólgunnar, í því efni hefði að vísu fyrsta orustan unnist, en sigurinn í verðbólgu- stríðinu lægi ekki fyrir. Sú styrjöld er að sjálf- sögðu í fullum gangi. I máli sínu benti Ásmundur Stefánsson á að mörg helstu atriði kjarasamninganna væru að bera árangur m.a. að því leyti að nafnvextir hefði lækkað úr 30% í 14%, vísitölur framfærslu og lánskjara hefðu hækkað minna en verið hefur um langt skeið, en mikið dregið úr verðbólgu frá því að samningamir vom gerðir, hvert svo sem ffam- haldið yrði. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar í Reykjavík, lagði einnig áherslu á mikil- vægi þess að koma hér á viðráðanlegri verð- bólguþróun. Hann sagði að launafólki væri hagur að því að stöðva verðbólgu og vaxtaokur. Ahrif- um verðbólgunnar lýsti hann m.a. þannig að verðbólgan hefði vaðið bótalaust yfir þjóðina og drepið fyrirtæki og sligað efnahag fátæks fólks. Verðbólgan át upp krónutöluhækkanir kaups og gerði stöðu launþega verri en var, auk þess sem hún gerði fyrirtæki órekstrarhæf. Af orðum Guðmundar J. Guðmundssonar er ljóst að það var þessi langtímareynsla af bölvun verðbólgunnar sem varð til þess að forystumenn launþega lögðu sig fram um að koma á allsheijar- samkomulagi um þróun efnahags-, atvinnu- og kjaramála næsta eitt og hálft ár. Að þessu alls- heijarsamkomulagi standa aðilar vinnumarkaðar- ins, bændasamtökin, ríkisstjóm og bankavald. Full ástæða er til að taka undir boðskap Ásmund- ar Stefánssonar og Guðmundar J. Guðmundsson- ar að í þessu samkomulagi má enginn hlekkur bresta. Állir verða að standa við sinn hluta sam- komulagsins, nota samningstímann til þess að ná varanlegu efnahagsjaffivægi í landinu. Forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar kalla samnings- tímabilið „umþóttunartíma". Það er vel að orði komist, því að hér á að vera um að ræða milli- kafla í efnahagssögunni, tímann milli óreiðu óstöðugleikans og jafnvægis stöðugleikans. GARRI Enn cinu sinni fá íslcndingar tæWfærí til aö baöa Sig í mikil- roennskubrjálœði þcgar þjöðin scs< fyrlr framait rikissjönvarpið Ul að sjá ísland sígra í Eurovisi- on-keppninnií Zagreb I Júgóslav- íu á laugardaginn. í hvert sinn síðan við byrjuðum að taka þátt i þcssarí keppni hefur ailt ætiað af göflunum að ganga hcr hcima út af væntingum » þcssu máli. Hing- að til höfum við ckki náð nema sextánda steti, eins og því bafl verið úthlutað okkur fyrír fullt og fast Veðbankar í Euglandi eru komnir með okbur úr tjórtánda sæti niður í áttunda, svo eitthvaó horfir þetta væniega fvrir okkur núna að brjótast i gcgnum hljóð- múr númer 16, enda alveg fcriegt að ná ekki umtaisverðum árangri i listgrcin, sem allir landsmenn Uggja endilangir i frá átta ára aldri (il fimmtugs. Ríkissjónvarp- ið er svo undirlagt af hetjutenór- um poppsins, að það veigrar sér ekkl viö, mitt i peningaievsinu, að senda beint frá Wemhley i Lond- on einhverja Mandela maraþon- tónieika þar sem samsafnað sýru- iið engiisaxa öskraði til dýrðar svörtu valdi í Suður-Afriku.: Að sigra alltaf Þrátt fyrir margar tiirannir, sera ekki hafa tekist. fer Garri ekki of- an af því, að lög okkar í Evrópu- keppni sjónvarpsstöðva u m hesta dægurlagið, hafa verið alveg ágaet og verðug vcrðlauna. Miídi- mennskubrjálæðið i hlustendum á sér auðvitað rætur i þeirrí full- vissu að lögin hafa verið góð. bannig er ijóst að svona ino á sér hafa íslendingar aidrei verið sigr- aðir í Eurovision og verða það aldrei. Gieðibankinn var auðvitað alveg kjörið sem fyrsta lag í keppninni, enda Ijóst að þátttaka okkar yrði einn samfeJldur gleði- banki. Nú er ionstæðau orðin það há, að cltthvað hiýtur að láta sig, þótt Evrópumenn séu ekki sama sinnis og Norðuriönd, sem telja sig knúin tii aö veita aumingja iitla ísiandi með erflða vetrar- veðríð svo sem eins og ein bók- menntavcrölaun á stangli, bara fyrir hvað þeir skrifa á undartega tungu og sitja norðarkga á hnctt- inum. Það kemur að því, gott fólk, að við sigrurn, þótt Norðurlanda- menn sér á parti hafi af góðsemi sinni komið í veg fyrir að við slgr- um þá nokkurn tíma. Sjálfur er Garrí þeirrar skoðun- ar að við heföum átt að sigra ineð iagi Sverris Stormskers, þar sem hann nefndi tii alla heimsins hiifð- ingja nema Óla Maggadon. Ekki kunnu útlendingar að meta þá upptalningu. Má vera að Stefán Hilniarssuii bafi ekki verið nógu skýrmæltur á textann og þess vegna hafi dómnefnditt tapað af því, þegar höfuð meistaranna voru lögð fyrir þá á einu fati. Við vorum i sextánria sæti í það skipt- ið líka. ýú er söngvakcppnin haldin í Austur-Evrópu, þar sem fólk hef- ur verið að skipta um pólitiska trú að undanfórnu. Þótt Zagreb sé ekki langf frá slóðum Mozarts og Beethovens, hefur nú liöið langur timi frá því þeir réðu músiktisk- unni í hciminum. Að visu situr dómnefndin í ölium löndum, lika á ísiandi, og hefur verið nukkur barningur hér heima að fá fölk í ncfndina, einkum konur sem kunna að prjóna. Auðvitað á dómnefndarstarfið að vera þegn- skylduvinna, ogf stað þessáð iáta draga sig i nefndina samkvæmt auglýsingum, á ríkisstjórnin að skipa í nefndina, vegna þess að keppnin nær að hjarta aflrar þjóðarinnar, a.m.k. er mikið nær því eu pólitík og kosningar. Vegna þess hve Evrópa er langt á effir í poppinu, og er enn haldin af melnsemdum $uöur-ameri$k$ tango og músik sem skreflangir danskennarar eru að kenna böm- um að dansa cftir, svo dansinn endar í einskonar Djúpuvikur- sporum um (vífugt, er þess ckki að væota að dómnefndir nái nokkrum árangri fyrir okkur nema þær mælist að hafa eínhvcr sýrustig. Enginn haltur á tungunni Lagirt scm við senduin núna er al- veg ágœtt. Titiflinu. ekW síður en fitiliinn GieðibanWuu. gefur til kynna að við ætlum að halda áfram þáfttöku okkar nieð nýjum lögotn í framtiðinni. Við fram- lengjum sem sagf eins og sagf var í gamla daga á sýrulausum sveita- böllum, þegar sveittur harm- onikuleikarinn þeytti þreytta harmoniku sína til morguns. Og það er ósköp þægileg tiifinn- ing að geta sest fyrír framan sjón- varpið á laugardaginn með það fyrir augum að hella sér út i mik- ilrnennskubrjálæðið sem óhjá- kvæmilega fylgir þrí fyrir okkur að taka þátt í keppnutn, hvort sem um er að ræða handbolta. fótbolta eða söngvakeppni. Að- eins eitt skyggir á hið sálarlega „<hcrapy“. í boltanum cr alltaf hægt að finna einhvcrja sem urðu baltir eða skakWr og töpuðu af þeim sökum. Svo má varpa þjálf- aranum á dyr. En þar sem enginn gefur orðið haltur á fungunní verðum við að þola óslgra í söngvakeppnum afsökunarlaust. VITT OG BREITT Peningapungar allra landa sameinist Hátíðisdagur verkalýðsins var hald- inn hátíðlegur um land allt sagði Ríkisútvarpið að vanda 1. maí. Kristur á krossinum var borinn yfir Rauða torgið og kröfúgöngumenn þar píptu á aðalritara Kommúnista- flokks Sovétríkjanna og Lenín. í öðrum austrænum plássum var sósíalistum boðið að að þrífast hvergi og rúmenskir verkamenn tóku sér frí í fyrsta sinn á verkaðlýs- daginn. I Tyrklandi var verkalýður- inn Iaminn sundur og saman af gömlum og nýjum vana, enda álíta stjómvöld það eina af embættis- skyldum sínum. Þrautseigustu baráttujaxlar lands- ins þrömmuðu með kröfuspjöld um stræti Akureyrar og hressir ung- lingar tóku sér gönguferð fyrir Þorskafjörð og kröfðust brúar yfir fjörðinn svo að þar verði hægt að ganga yfir sjó og land. Fjölmennar lúðrasveitir og nokkr- ir fánaberar héldu uppi hefðbund- inni kröfúgöngu í Reykjavík og á Lækjartorgi var ein höfúðkrafan á hendur atvinnurekendum, að karl- rassgötin létu ekki nægja að bóna bíla sína við húsvegginn heldur ættu þeir að hunskast til að fara að ryksjúga líka innandyra. Höfuðkrafan 1. maí kom sem vænta mátti frá forseta Alþýðusam- bands Islands. Á Lækjartorgi sagði hann fúrðu lostnum launþegum firá hinum gífurlegu kjarabótum sem þeir fengju í vasann vegna vaxta- lækkunar. Rollan um vöruverðs- lækkun fylgdi samt ekki með. Kaupsýslumönnum er enn Iátið eft- ir að tengja saman fjármagnsmark- aðinn og vöruverð og kenna stjóm- völdum einhliða um hve erfitt og dýrt það er að höndla á íslandi. En mikilverðasti boðskapur forseta ASI hinn 1. maí 1990 var birtur í Morgunblaðinu. Hann er sá að nauður rekur til að Islandsbanki stofni banka í útlöndum til að liðka fyrir eigin peningaviðskiptum og helst að snuða ríkisapparatið um vexti af bindiskyldu bankanna. Út vil ek Alþýðusamband íslands er aðili að útbólginni bankastarfsemi og for- seti samtakanna er sjálfsagður sem einn af stjómendum fjármagnsins. Sameiningu fjögurra banka i einn fylgja mikil fiindahöld og íþyngj- andi hádegisverðir, sem haldnir em dag eftir dag í glæsisölum ráð- stefnuhúsanna og myndmiðlar sýna sömu mennina við háborðin dag eftir dag, jafnan á sitthvomm fúnd- inum. Stutt er frá því að segja, að allir sameiningarbankamir skiluðu um- talsverðum gróða á síðasta ári (þó nú væri) og bjart er fyrir stafni fjár- magnsfúrstanna. Að vísu fá færri að verða formenn ráða en vilja, en um slíkt má alltaf semja þegar litið er í alla peningapúlíuna sem strákamir eiga til að skemmta sér við. En fráfarandi stjómarformaður sameiningarbankans og forseti verkalýðsins hefúr áhyggjur af af- komunni vegna þess að stjómvöld fást ekki til að „leiðrétta" starfsskil- yrði íslenskra banka. Mögnuö alþjóða- hyggja Við þessu kann verkalýðsleiðtog- inn þau svör helst að koma sér upp banka erlendis til að möndla með peninga íslandsbanka utan við ís- lensk lög og rétt. Svona er alþjóðahyggja verkalýðs- ins orðin samgróin alþjóðahyggju fjármagnsins þar sem gróðavonin ein er höfð að leiðarljósi og allar takmarkanir stjómvalda til að hafa hemil á peningaverslun og sér- hyggjugróða er talin af hinu illa. Innlánsvextir em of háir segir leið- togi fjármagnseigenda og sam- keppni peningastofnana um sparifé leiðir til þess að útlánsvextir era of lágir. Þessu á að kippa í liðinn með bankastofhun í útlöndum og gjald- eyrismöndli og Iosna við leiða bindiskyldu, sem á að halda óheftu fjárstreymi í skefjum. Þessi boðskapur var í Mogga. Á útifúndi var svo þramað yfir lúðra- sveitunum, að vaxtalækkun væri höfuðbaráttumál verkalýðsins og kvartaði nú enginn yfir skömmtun á ffelsi og brauði. Að venju var Svav- ar Gestsson kvaddur til að leggja orð í belg og ræddi hann gáfúlega um fijálsa fjölmiðlun og virti fyrir sér himininn yfir Lækjartorgi. Mörgu fleira skondnu og skemmtilegu brá fyrir 1. maí og mikið hlýtur almeunum launþegum að þykja vænt um að frétta að sjóð- ur þeirra, RÍKISSJÓÐUR, hefúr tekið að sér 242 milljón króna líf- eyrisskuldbindingu til að létta undir með Islandsbanka að hygla fyrrver- andi bankastjómum Útvegsbank- ans. Svona er að kunna að ávaxta ann- arra pund sér til sáluhjálpar- og hagsbóta. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.