Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. maí 1990 Tíminn 7 Gunnsteinn Gíslason: Bréfkorn til Regínu Thorarensen Komdu sæl, Regína. Mig langar aö senda þér bréfkom. Það er þá líklega í annað skiftið sem ég sendi þér línu. Ég hugsa að ég biðji ritstjóra Dagblaðsins Tímans að birta þetta fyrir mig. Ég held að ritstjóram- ir þar séu glöggir menn, ólíkt því sem var þegar saltleysið kreppti mest að Ameshreppsbúum, þá vissu þeir ekki einu sinni hvar saltfarmurinn var nið- ur kominn. Avarpið gæti verið einhvem veginn svona: Hvað ertu gömul, Regina? Þér finnst þetta máske harla undarlegt ávarp? Fyrir þessu er samt ástæða og hún nokkuð áleitin. Þú hefur undan- farið haldið uppi, bæði þessum svo- kölluðu fréttapistlum þínum og eins blaðagreinum, ég vil leyfa mér að segja árásum á hóp manna í Ames- hreppi sem þú kallar Öldungadeild- ina. Þar hefiir þú helst nafhgreint tvo menn, Eyjólf Valgeirsson, Rrossnesi, og Guðmund Valgeirsson, Bæ. Sjálf- sagt er þessi hópur stærri, því það er dálítið af fullorðnu fólki í Ames- hreppi. Öldungadeildin er jöfhum höndum ásökuð um framtakssemi og sofandahátt. Allt er þetta í svo niðr- andi tóni um ellina og aldur þessara manna, að það er ekki varla hægt annað en benda á það. Þú meira segja hælist um að hafa komið að Kross- nesi og þá hafi Eyjólfur verið lasinn. Þér hefúr ekki dottið í hug að hann væri kannski ekkert hrifinn af gest- komunni? Nú er það alkunna að ung- lingum á mótunarskeiði verður á að tala ógætilega um aðvaranir og um- vandanir fullorðins fólks. Flestir átta sig fljótt á að það er ekki viðeigandi. Þess vegna spyr ég aftur. Hvað ertu gömul, Regína? Það er víst ekki kurt- eisi að spyrja kvenfólk um aldur, en ég geng ekkert eftir svari. I grein sem þú skrifar í DV 11. des. 1989 gerir þú dálítið úr þvi að búið sé að hleypa hreppsbúum í stórskuldir vegna kirkjubyggingar, eins og þú orðar það. Þú vilt kannski segja fólki hvað miklar þessar skuldir em? Ein- hver hlýtur að vera heimildamaður. A bls. 87 í bók þinni segir þú, reyndar af öðm tilefni, „Mér fannst sjálfri að ég segði ekkert nema sanleikann.“ Hef- urðu villst út af vegi dyggðarinnar? I grein, sem þú kallar „Svar til Eyj- ólfs Valgeirssonar", minnist þú með- al annars á Alla ríka og telur að Ár- neshreppsbúar væm harla vel settir hefðu þeir eignast forystumann með 30 til 40% af dugnaði hans. Ámes- hreppur átti einu sinni sinn „Alla ríka“ og um það hafa verið gerðar sjónvarpsmyndir. Hvað sést á þessum myndum? Mig minnir að það hafi verið rústir einar eða hálffallin hús. Mig langar að minnast á fleira í þess- ari grein. Þú minnist á mál þeirra Rí- keyjar og Sæmundar. Ég hef ömgg- lega engan heyrt tala af jafhmiklu tillitsleysi um þetta sorglega mál. í þokkabót ertu svo ósvífin að eigna Eyjólfi hlutdeild í þessu máli. Hef- urðu áttað þig á því að Eyjólfur er unglingur innan við tvítugt þegar þau hjón flytja úr Ámeshreppi? Firrnst þér þú segja sannleikann? Mér finnst líka að það væri drengilegt af þér að biðja böm Sveinsínu Ágústsdóttur afsök- unar á að þú skyldir draga nafh þeirr- ar látnu heiðurskonu inn í þessa um- ræðu. Ég las bók þína. Eftir á fannst mér þeim tíma illa varið, en til að vita hvað í henni stendur varð ég að veija til þess tíma. Sagnffæðin í henni er hvorki verri né betri en í þessum greinum sem ég hef aðeins minnst á. Mig Iangar samt að kvitta fyrir lestur- inn með þvi að minnast á örfá atriði. Vonandi finnst þér það ekkert óeðli- . legt, þar sem bókin fjallar mikið um menn og málefni í Ameshreppi. Þið hjónin flytjið í Ameshrepp með það fyrir augum að Karl bóndi þinn hafi afkomu sína af vinnu á Djúpu- vík. Að fáum áram liðnum bregst þetta. Þú virðist ekki hafa ætlast til að atvinnurekendur þar hafi miklar skyldur við það fólk sem þama vann, það kemur a.m.k. ekki mikið ffam í bókinni. Um leið og umsvif leggjast af í Djúpuvík er eins og öll þín vand- ræði séu kaupfélaginu og vondum stjómendum þar að kenna. Tæpast minnst á það sem brást í áformum ykkar. Þú gefur málefhum Kaupfélags Strandamanna mikið rúm í bók þinni og baráttunni við stjómendur þess. Þú mætir á nokkra fundi í félaginu til, að mér skilst, að gera vont kaupfélag að góðu. Af ffásögn þinni virðist þú hafa átt það erindi eitt að særa einn fundarmanninn. Það var lítið erindi. Þetta með að Guðmundur í Bæ hafi viljað fá þig til að ganga í Framsókn- arflokkinn getur þú látið niður falla, því hafi Guðmundur einhvem timann vonast eftir að atkvæði þitt félli til Framsóknarflokksins þá hlýtur hann að vera löngu búinn að átta sig á að það er ekki flokknum til ffamdráttar. Ég held að þeir bjóði ekki í þig þar. Saltleysið verður þér ærið efni til umfjöllunar. Satt er það, saltflutn- ingamálin vora erfið viðfangs, ég þekkti það af eigin reynslu. Og illt ef saltlaust varð. Þú hefur greinilega ekki seft þig mikið inn í það. Það er svo að skilja að þú hafir byrgt þann brunn. Lítum nánar á það. Það era þrir kaupfélagsstjórar þau ár sem fhéttaflutningur þinn í Morgunblað- inu nær til. Eftir fféttabréfum þínum er saltlaust hjá þeim öllum. Það vora því miður fleiri slæmir í þessu efni en Eyjólfur Valgeirsson. Á bls. 92 í bók þinni stendur orðrétt, „En Gunnsteinn tekur á móti fiski og það hefur aldrei vantað salt.“ Á bls. 138 til 140 eru fféttir um að saltlaust sé hjá Kaupfélagi Strandamanna, þetta er í júní og júlí 1961, og kaffi- laust líka. Þá er Gunnsteinn Gíslason kaupfélagsstjóri. Er þetta góð sagn- ffæði? Á bls. 190 mega heita lokaorð bók- arinnar. Þetta er trúlega skrifað á sl. ári, þú lítur þá væntanlega yfir farinn veg. Þar stendur „Mér þótti bara gott að greinaskrifin og fféttamennskan skyldu verða til þess að ég skyldi komast á kaupfélagsfundinn forðum. Það hefur aldrei orðið saltlaust síð- an.“ Veistu það, Regína, að á seinni hluta sjöunda áratugarins og ffam á áttunda var slík ördeyða hér að ekki fékkst bein úr sjó, þá þurfti ekkert salt. Viltu ekki þakka þér aflaleysið líka? Þegar svo lifhaði yfir fiskigengd aftur var notuð allt önnur aðferð við saltflutninga en tíðkaðist um og fyrir 1960. Nú er ekki meiri vandi að flytja salt en hveija aðra vöru. Ég get varla verið svo hræsnisfullur að þakka þér tækniframfarimar. Það er allt í lagi að hafa þetta í huga þegar um þessi mál er fjallað. í bók þinni gerir þú mikið úr þeirri verslunaránauð sem hér er þegar þú flytur í Ámeshrepp. Veistu það ekki að um það leyti sem þú flytur hingað era fimm verslanir í Ámeshreppi? Ætli það hafi verið meiri fjölbreytni i öðram sveitarfélögum í þeim efnum. Lengi væri hægt að halda svona áffam, en ég held að ég láti staðar numið. Fréttapistlar þínir era ákaf- lega hæpnir sem sagnfræði, óná- kvæmar ffásagnir og oftast tilefhis- laus skætingur í garð fólks. Það sem upp úr stendur eftir lestur bókar þinn- ar og tveggja nýrra greina er þetta: Þegar þú flytur á Strandir finnst þér þú vera komin í umhverfi þar sem íbúamir eru skör lægra settir en þú. Nú á að taka til hendi og kenna þessu vesalings fólki hvemig á að standa uppi í hárinu á þeim sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Þú talar alltaf sem sá sem á hæstum situr tróninum. Þetta er mitt mat á skrifum þínum og ffam- komu, og ekki alltaf líkleg til árang- urs. Vertu sæl, Regína. Gunnstcinn Gíslason UR VIÐSKIPTALIFINU Otto Versand Annað 1000 megawatta kjamorkuvera sem verið er að byggja í Yonggwang í Suður-Kóreu. versand — helga Póstendingaverslunin Otto Vers- and, sem stofnuð var 1948, er önnur tveggja hinna stærstu í Þýskalandi (hin er Quelle), ein þriggja stærstu í Vestur-Evrópu og sú sem mest al- þjóðleg viðskipti hefur. Velta Otto Versand 1988-89 var 13,3 milljarðar DM. Gagnstætt Quelle hefur Otto Vers- and ekki „baktryggt sig“ með kaup- um á búðum eða uppsetningu. Aftur á móti hefur Otto Versand keypt upp póstsendingaverslanir utan Þýska- Iands, á meðal þeirra 3 Suisses, og þannig komist inn á markað í öðrum löndum. I 3 Suisses á Otto Versand a.m.k. 50% en í Frakklandi er 3 Su- isses önnur tveggja stærstu póst- sendingaverslana (hin er La Redoute). Að sínu leyti hefúr 3 Su- isses keypt stærstu póstsendinga- verslunina á Spáni. I Bandaríkjunum á Otto Versand póstsendingaverslun í Chicago, Spi- egel, sem einkum selur kvenfatnað, í nóvember 1989 seldi Philip Morris, bandaríska tóbaksfirm- að, hlut sinn, 24,9%, í Roth- mans Intemational, fjórða stærsta tóbaksfírma í heimi, til Richemont, fyrirtækis sem sett var upp í Sviss 1988 til að fá eignarhald á hlutum í Roth- mans utan Suður-Afríku. Hlut sinn keypti Philip Morris 1981 af Rembrandt, fjölþjóð- og Eddie Bauer sem selur fatnað á karlmenn og þekkt er fyrir „útivi- starfatnað" karla og „tómstunda". Velta Spiegel var 1,4 milljarðar dollara 1988. Snemma árs 1989 keypti Otto Versand þriðju stærstu póstsendingaverslunina á Italíu, Euronova Helvetia, en sala hennar 1989 var um 126 milljónir dollara. Og 1988 keypti Otto Versand 65% hlut í ModenMuller, þriðju stærstu póstsendingaversluninni í Austur- ríki. Loks hefur Otto Versand komið upp póstsendingaverslun í Japan í samvinnu við Sumitomo Corporati- on, en aðeins eru 10 ár síðan póst- sendingaverslanir tóku til starfa í Japan. Aukin rafmagnsvinnsla ,með kjarnorku í Suður-Kóreu I Suður-Kóreu eru 54% rafmagns legu fyrirtæki með aðalstöðvar í Suður- Afríku, en meirihluta í Rembrandt munu tvær fjöl- skyldur í Suður-Afríku eiga, Rupert og Hertzog. Rembrandt fer ekki með atkvæði i Richem- ont, en 50% af hlutabréfum þess eru í eigu Rupertfjölskyld- unnar. Richemont átti 43,8% hlut í Rothmans Intemational fyrir unnin í kjamorkuverum, en að und- anfomu hefúr notkun rafmagns ár- lega aukist þarlendis um 10%. Og verða 15 slík ver starfrækt þar um kaup sín á hlut Philips Morris í því, en hefur nú 68,7% hluta þess. Rothmans Intemationall hefur lögheimili á Bretlandi. Rothmans selur ýmsar tegund- ir vindlinga; Rothmans og Dunhill á Bretlandi, Lord Extra, Lux og Chesterfield í Vestur-Þýskalandi, Belga í Belgíu, Caballero i Hollandi, Peter Suyvesant og Pall Mall aldamótin og 55 alls 2031, ef fram fer sem horfir. Á suðvesturströnd landsins, við þorpið Yonggwang, er verið að smíða kjamorkuver og tvö Export á Frakklandi en Winfí- eld i Astralíu. Rothmans á enn- fremur 55% hlut í Dunhill Holdings sem selur munaðar- vaming og á ásamt Richemont mestallt hlutafé úragerðanna Cartier, Piaget og Baume & Mercier. Stígandi önnur eru í undirbúningi, en þar eru nú starfrækt tvö kjamorkuver. Eureka Hugmyndin að Eureka var fram sett 1985. Eureka era samtök um þróun, aukna ffamleiðni og sam- keppnishæfni iðnaðar. Að Eureka eiga EBE-ríkin og EFTA-rikin aðild auk Tyrklands og einnig 1600 fyrir- tæki og stofnanir. Og leggja aðilar Eureka henni fé, en um beina skatt- lagningu hennar er enn ekki að ræða. Eureka hyggst leggja sex milljarða sterlingspunda fram á næstu árum til ýmissa verkefna. Er umhverfisvemd ofarlega á baugi í Eureka. PHILIP M0RRIS SELUR HLUT SIHH í R0THMAHS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.