Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 3. maí 1990 AÐ UTAN Er æskubrunnurinn fundinn? LANG- LÍFIS- VÍNIÐ í KÍNA Þetta var áríð sem Abraham Lincoln var kosinn forseti Banda- ríkjanna og Viktoría Englandsdrottning sat sitt 23. ár í hásæti. Kína átti í ópíumstríði nr. 2 við England. Og í Bama, litlu fjalla- þorpi í suðurhluta Kína fæddist meybam .Einhvem veginn komst litla stúlk- an hjá þvi að verða drekkt við fæð- ingu, en algengt er að þau verði ör- Iög stúlkubama sem fæðast meðal kínversks bændafólks sem heldur vill eiga syni. A þessu ári verður þetta stúlkubam 130 ára. Hún er nú orðin ofurlítið völt á fótunum en enn býr hún til matinn og á von á því að lifa jafnvel til ársins 2060, þegar hún verður 200 ára, að því er hún sjálf segir. Þarer mesturfjöldi þeirra sem náð hafa 100 ára aldri saman kominn Luo Maxheng er ekki ein um það að virðast hafa verið gefmn leynd- ardómur langlífis. í þessum af- skekkta afkima Kína, í Guangxi- héraði í suðurhluta landsins við landamæri Víetnams, er saman- kominn mesti fjöldi þeirra sem náð hafa 100 ára aldri sem þekkist í heiminum, að því er opinberar hag- tölur herma. Þar er líka fjöldinn all- ur af fólki á níræðis- og tíræðis- aldri, flest með fúlla líkamskrafta og stundar vinnu sína á ökmnum eins og alla tíð. Lan Boping er 111 ára og í fúllu fjöri. Hann hefúr góðar fréttir að færa þeim sem óar við að neita sér um lífsins lystisemdir í þeirri von að öðlast langlífi í staðinn. Eins og aðrir þeir íbúar Bama sem komnir eru á aðra öldina hefur hann reykt mikið áratugum saman, sérstaklega síðan hann hætti í starfi sínu sem farandsali vegna aldurs fyrir 50 ár- um. Hann borðar mikið og drekkur glas af sterku gulbrúnu víni tvisvar á dag. Kaupsýslumenn á staðnum aug- lýsa þetta ramma hrísgtjónavín sem lykilinn að langlífi og kalla það „vín langlífisins". í leyniuppskriftinni aö víninu er m.a. að finna eitursnáka og eðlur Það er þó fremur ólíklegt að þetta vín verði sérlega útbreitt þar sem efnið sem í það fer minnir helst á það sem nomir Makbeðs notuðu í sinn seið. Þar má nefna eðlur, snáka, reði hunda og dádýra, auk 40 grasa og annarra jurta. Wang Shiying sér um að koma víninu á markað og matar- og drykkjarverksmiðjan hans í Bama framleiðir 300.000 flöskur af því á ári. Þó að hér sé um tiltölulega nýja vöm að ræða, em notuð í vínið efni sem fólkið í Bama hefúr etið og dmkkið áratugum saman, og em þar mest áberandi villtar, rauðdepl- óttar eðlur, sem verksmiðjan borgar staðarmönnum um 100 ísl. kr. fyrir stykkið. Rauðdílóttu eðlumar, með 5 tær á hveijum fæti í stað fjögurra sem al- gengast er, em sagðar vera sérstak- lega heilsusamlegar. Þær em látnar gerjast í hrísgrjónavínkútum í hálft ár. Sömu meðferð hljóta fjórar teg- undir eitursnáka og leyniblanda jurta og grasa. Þessu er svo öllu blandað saman og vínið hans Wangs er tilbúið til neyslu. Eða því sem næst. Viðbótarsnák eða eðlu er stungið í skrautlegustu flöskumar svo að gerjunin geti haldið áfram. Wang lætur þær leiðbeiningar fylgja vín- inu að til þess að það megi hafa sem best áhrif skuli neyta þess tvisvar á dag. Það er lítið gagn að því að fá sér glas og glas stöku sinnum. Wang ætlar að tvöfalda fram- Ieiðslu verksmiðjunnar í sameigin- legu átaki með stjómvöldum í hér- aðinu, í þeim tilgangi að auka útflutning á því. Enda vill hann gjama aðstoða þá sem sækjast eftir því að komast yfir 100 ára afmælið annars staðar í heiminum. Fréttir af víninu góða og gamla fólkinu í Bama berast seint En fréttir af langlífa fólkinu í Bama og víninu góða hafa ekki bor- ist hratt út. Það era ekki nema þrjú ár síðan í ljós kom að íbúar Bama kunni að búa yfir leyndardómi langlífis, en þá kom fram á mann- tali að á svæði þar sem bjuggu 220.000 manns voru 58 sem náð I afskekktum afkima f Kína ná óvenju margir afskaplega háum aldri. Margir þakka það „langlífi- svíni" sem bruggað er á staðnum höfðu 100 ára aldri. Þessar upplýs- ingar vöktu að vonum athygli en það hefúr tekið langan tíma fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar að komast til þorpsins Bama. Það er ekki heiglum hent að kom- ast þangað. Ef haldið er frá Peking, í 1300 mílna fjarlægð, tekur ferðin fyrst þriggja klukkustunda flug og síðan erfiða níu klukkutíma lestarf- erð. Loks er sex tíma bílferð eftir holóttum fjallavcgum. Svæðið er eitt það fátækasta í Kína og lokað útlendingum án sérstaks leyfis. Landið er fallegt en íbúar Bama búa við niðumíddar aðstæður og era illa undir það búnir að taka á móti útlendingum í leit að æsku- branninum. Þeir þvo þvottinn sinn í fjallalækjum og borða kjöt aðeins á hátíðum. Búpeningur á sitt aðsetur undir gólfijölum íbúðanna til að veita hita í híbýli manna í timburkofúnum, þar sem gægjugöt koma í stað glugga þar sem gler í rúður er svo dýrt. Bama er svo víðs fjarri Peking að fáir íbúar þar kunna nafnið á leiðtoga Kína. Fleira kann að hafa áhrifá langlífið en vínið góða Þó að kínverskir rannsóknarmenn gefi tregt samþykki sitt við langlífi- svíninu, eða a.m.k. þeim efnum sem í það fara, Ieggja þeir áherslu á aðra þætti, sem erfiðara er að gera að útflutningsvöra, því miður fyrir Wang. Þar má fýrst nefna umhverfið. Fjallaloftið er hreint og lækimir ómengaðir og að fólkinu í Bama steðja engin streituáhrif nútímans. Erfðir kunna líka að skipta máli en flest gamla fólkið tilheyrir Yao- þjóðinni, minnihlutaþjóðflokki sem líka á heimkynni sums staðar í Ví- etnam og Tælandi. En sjálfir kunna Bama-búar ein- faldari skýringu, þ.e. sú mikla lík- amsþjálfún sem felst í erfiðri vinnu. Huang Masheng fæddist 1886, að- eins 10 áram eftir að síminn var fúndinn upp, en hann er reyndar ókominn til þorpsins enn. Hún seg- ist alltaf hafa verið á hreyfingu. Hún dundar enn í garðinum sínum og borðar „hvað sem er“. Hún sér til þess að sonur hennar, 78 ára ung- lamb, skili góðu dagsverki á ökran- um. Hún er vel með á nótunum og létt á fæti. Henni er annt um klæðaburð sinn og klæðist vel pressuðum svörtum síðbuxum, svartri blússu og útsaumuðum skóm. Hún hefur líka nýlega tekið að sér nýtt starf, að líta eftir nýjasta langa- Iang- ömmubaminu sínu. En þegar talið berst að langlífi- svíninu segir hún umsvifalaust: „Ég hef aldrei bragðað dropa af því“! ÚR VIÐSKIPTALÍFINU SAMFELAGSG JALD A BRETLANDI Samfélagsgjald (Community Charge) nefhist á Bretlandi nýr skattur til bæjar- og sveitarfélaga sem kemur í stað eignarskatts á íbúðarhúsnæði, en manna á meðal er hann nefndur „poll tax“, nef- skattur. Skattur þessi var boðaður 1986. Bæjar- og sveitarfélög á Bretlandi hafa undanfama tvo áratugi nokk- um veginn haft fjórðung almanna- fjár með höndum. Ríkisstjóm Mac- millan skipaði nefnd snemma á sjöunda áratugnum til að fjalla um skattheimtu sveitarfélaga, nær ein- vörðungu eignarskatta, þótt „Royal commision", stór stjómskipuð nefhd, fjallaði þá um skipan sveit- arstjómarmála, en orð var þá á haft að skattur á íbúðarhúsnæði legðist hvað þyngst á fólk með Iágar tekjur. Ríkisstjóm Verkamannaflokksins, sem við tók 1964, féllst á niður- stöður nefndar þessarar og bjóst til að taka upp noklcra endurgreiðslu skatts á íbúðarhúsnæði. Nokkra fýrir kosningamar 1970 skilaði „Royal Commission“ þessi áliti sinu og íhaldsstjóm sú sem við tók gerði breytingar á skipan bæjar- og sveitarstjómarmála 1974 en þær tóku ekki til skattheimtu þeirra. Sakir kostnaðar af þeim breyting- um og verðbólgu hækkuðu sveitar- félög eignarskatta. Stjóm Verka- mannaflokksins, sem litlu síðar tók við, skipaði nefnd til að fjalla um fjárhag bæjar- og sveitarfélaga og var Sir Frank Layfield formaður hennar. Nefhd þessi skilaði langri álitsgerð 1976. Sagði nefndin að velja þyrfti á milli tveggja leiða: Að auka bein framlög ríkisins til bæjar- og sveitarfélaga (en það drægi úr sjálfræði þeirra) ellegar að heimila þeim aukna skattheimtu, þ.e. hækk- un fasteignaskatta f reynd. Stjóm Verkamannaflokksins hugðist fara millileið en kom ekki við löggjöf fýrir þingkosningamar 1979. Um það leyti námu bein framlög ríkis- ins 60% af tekjum bæjar- og sveit- arfélaga en eignaskattur um 40%. Ríkisstjóm Ihaldsflokksins — fra Thatcher — sem við tók eftir kosn- ingamar lét í fýrstu hækka fast- eignagjöld en lækkaði bein framlög rikisins til bæjar- og sveitarfélaga. A Skotlandi fór ffarn opinbert end- urmat fasteigna og síðan hækkun gjalda af þeún sem miklum mót- mælum olli. Breski forsætisráð- herrann, fra Thatcher, hét þá að fella niður fasteignaskatt af íbúðar- húsnæði á Skotlandi og síðan á Englandi og Wales. Eftir nokkra at- hugun afréð stjóm íhaldsflokksins að taka upp beina skatta í stað skatta á íbúðarhúsnæði. Gengu þeir í gildi í Skotlandi í fýrra, en á Eng- landi og Wales nú í vor. Hefúr þessi breyting orðið tilefhi mikilla mót- mæla. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.