Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 3. maí 1990 Fimmtudagur 3. maí 1990 Tíminn 11 ■ 1 Drög að nýjum lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda og skyldur stjórnvaldshafa: HATMBRA EMBÆTTISMANNAKERFI ANU Drögum að tveim nýstárlegum stjóm- arfrumvörpum hefur nú verið dreift til kynningar á Alþingi. Annars vegar er um að ræða stjómsýslulagafrumvarp er segir til um rétt einstaklings að upplýsingum hjá hinu opinbera. Hitt frumvarpið tekur til réttar fjölmiðla (almennings) að opin- bemm gögnum. Frumvarpsdrög þessi eru til kynningar, en gert er ráð fyrir að þau verði send til umsagnar úti í þjóðfélaginu í sumar, leiðrétt ef með þarf og síðan lögð fyrir Alþingi í haust. Ekki er gert ráð fyrir að gerðar verði róttækar breytingar á efni þessara þingmála, en að þeim hefur ver- ið unnið um nokkurt skeið. Hér er að mörgu leyti um algerlega ný lagaákvæði að ræða er taka til réttar einstaklinga og fjölmiðla í hröðu upplýsingaþjóðfélagi nútímans. Viku frestur til þess aö gefa svör í mörgum tilfellum eru ákvæði um rétt að upplýsingum ströng og án efa mun koma fram andstaða við frumvörpin úr röðum embættismanna. I níundu grein fmmvarps um upplýsingaskyldu stjóm- valda segir: „Það stjómvald, sem fær beiðni um að- gang að gögnum, skal eins fljótt og unnt er taka ákvörðun um, hvort taka eigi beiðni til greina og hvort veita skuli þeim aðila er setur beiðnina fram, að- gang að gögnunum, annaðhvort með því móti að hann kynni sé gögnin á staðnum, eða með þeim hætti að honum verði af- hent endurrit eða ljósrit af þeim. Sé ekki orðið við beiðni eða henni hafnað innan viku frá móttöku, skal stjómvald til- kynna aðila um ástæðu fyrir því og hve- nær vænta megi að ákvörðun liggi fyrir.“ Óskabarn Tímans í burðarliönum Til þessa hefur þótt vanta skýr laga- ákvæði um upplýsingaskyldu opinberra stjómvaldshafa. Með þeim tillögum sem settar eru fram í frumvörpunum tveimur er lagt til að réttur einstaklinga gagnvart opinbemm aðilum verði aukinn vem- lega, svo og að réttur almennings til upp- lýsingaöflunar hjá stjómvöldum verði aukinn. I drögum að fmmvarpi um upp- lýsingaskyldu stjómvalda er gert ráð fyr- ir að íjölmiðlar og aðrir þeir sem eftir því sækja hafi aðgang að öllum málum, sem koma við máli er komið hefur til af- greiðslu stjómvalds. Þó að þingmál er varða þetta efni séu að koma fram fyrst núna á það sér nokkuð langan aðdrag- anda. Veturinn 1969 - 1970 flutti Þórar- inn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri Tímans, tillögu til þingsályktunar um að lagt skyldi fyrir Alþingi, fmmvarp um skyldu stjómvalda og ríkisstofnana til að skýra opinberlega frá störfúm sínum og ákvörðunum. Veita þeim sem þess æsktu aðgang að reikningum og skjölum sem OPNA FYRIR ALMENNINGI almenning vörðuðu. Tillagan var ekki út- rædd, en vorið 1972 var síðan samþykkt þingsályktunartillaga sama efnis þá flutt af Þórami og Ingvari Gíslasyni, núver- andi ritstjóra Tímans. Fmmvarp til laga um upplýsingaskyldu stjómvalda var síðan tvívegis lagt fyrir þing á árinu 1973, en var í hvomgt skiptið útrætt. Þrem ámm seinna skipaði þáverandi dómsmálaráðherra Ólafur Jóhannesson nefnd er samdi nýtt fmmvarp um upplýs- ingaskylduna, sem var nefnt „Um að- gang að upplýsingum hjá almannastofn- unum“. Fmmvarpið var lagt fyrir Al- þingi veturinn 1977 - 1978, en fékkst ekki útrætt. I haust verður því gerð fjórða tilraunin til þess að fá þetta mál afgreitt. Upplýsingaskyldan nær ekki til Alþingis Samkvæmt þeim hugmyndum sem birt- ar em nú nær upplýsingaskylda stjóm- valda ekki til Alþingis og stofnana þess, né heldur dómstóla og leyfilegt er að tak- marka aðgang að gögnum þegar mikil- vægir almannahagsmunir eru taldir vera í húfi. Þannig er stjómvöldum heimilt að takmarka eða meina aðgang að upplýs- ingum þegar um er að ræða öryggi ríkis- ins og vamarmál, samskipti við erlend ríki og Qölþjóðastofnanir og málum sem em til rannsóknar vegna meints afbrots. Jafnframt er heimilt að takmarka aðgang að upplýsingum þegar um er að ræða ráðstafanir stjómvalds til eftirlits með framkvæmd löggjafar og ef þau geyma upplýsingar um fýrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Snerti viðkomandi upplýsingar viðskiptamál fyrirtækja ríkis eða sveitarfélaga eða prófraunir sem fyrirhugaðar em á vegum ríkis eða sveitarfélaga er því opinbera heimilt að neita að láta þær í té. Almenningur hefur samkvæmt fmm- varpinu að öðm leyti aðgang að færslum í skjalaskrám og listum um málsgöng op- inberra stofnana. Jafnframt eiga allir rétt á að fá í hendur vinnuskjöl og bréf aðila innan sama stjómvalds ef þau geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki fást annars staðar. Það vekur nokkra athygli að í þeim drögum að fmmvarpi til laga um upplýs- ingaskyldu stjómvalda, sem dreift hefúr verið á þingi, er tekið fram að þau gildi ekki um gögn sem stjómvöld hafi samið eða tekið á móti fýrir gildistöku þeirra. Réttur almennings til upplýsinga í slík- um tilfellum er því bundinn við ákvæði eldri laga og reglugerð sem sett er af for- sætisráðherra þar sem kveðið er á um hve lengi skuli takmarka eða banna að- gang að gögnum. Nú er ráðherra skylt að víkja í málum sem tengjast honum Eftir Árna Gunnars- stjómsýslulaga er að fínna ákvæði um vanhæfi handhafa opinbers stjómunar- valds er tekur til persónulegra hags- muna, ættartengsla og annarra atriða. Jafnframt er tekin fyrir skylda stjóm- valda til þess að leiðbeina mönnum er til þeirra leita um rétt þeirra og skyldur. Með þessu frumvarpi er sagt til um hvemig brugðist skuli við vanhæfi ráð- herra og er það nýmæli. Ef ráðherra er aðili máls eða umboðsaðili, eigi per- sónulegra hagsmuna að gæta, sé hann skyldur eða mægður málsaðila eða varði málið stofnun hans eða fýrirtæki, svo eitthvað sé nefnt, telst hann vanhæfur samkvæmt fmmvarpinu. Er þá lagt til að hann víki sæti og skipar þá forseti ís- lands annan ráðherra til þess að taka ákvörðun í því máli sem til úrlausnar er. A svipaðan hátt er tekið til vanhæfi sveitarstjómarmanna, embættismanna og annarra. „Gengi“ Jóns Sveinssonar Sú nefnd sem unnið hefur að samningu frumvarpanna tveggja er skipuð af for- sætisráðherra og er undir stjórn aðstoðar- manns hans, Jóns Sveinssonar. Aðrir nefndarmenn em Ammundur Backman hrl., Guðmundur Agústsson, formaður þingflokks Borgaraflokksins, og Bjöm Friðfmnsson ráðuneytisstjóri. Þessir menn hafa áður starfað saman að verk- efnum sem lúta að breytingum á stjóm- kerfi landsins og reglum þar að lútandi. Skemmst er að minnast tveggja viðamik- illa frumvarpa um stofnun umhverfis- ráðuneytis og verkefni þess og í beinum tengslum við það mál var sömu aðilum, ásamt fleirum, falið að semja frumvarp um uppstokkun innan stjómarráðsins og fækkun ráðuneyta í leiðinni. í báðum til- fellum var Jón Sveinsson skipaður for- maður nefndanna. Þessi mál em bæði óafgreidd á Alþingi. Verkefni umhverfísráðuneytisins em eitt þeirra mála sem em á nýjasta forgangs- lista ríkisstjómarinnar yfír mál sem þarf að klára fýrir þingslit en það er nokkuð ljóst að hitt málið, sem tekur til fækkun- ar og sameiningar ráðuneyta, verður ekki tekið fýrir á þessu kjörtímabili. Árni Gunnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.