Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 3. maí 1990 Tíminn 17 rbvivixo^ i Mnr Létt spjali á laugardegi Laugardaginn 5. maí kl. 10.30 verður létt spjall að Grensásvegi 44, þar sem rætt verður um staðsetningu Sorpböggunarstöðvarinnar. Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson ræðpa málin. Allir velkomnir. Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gar.gi, Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Skrifstofa kjördæmissambands Iframsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags ísafjarðar og ísfirðings að Hafnarstræti 8 á ísafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Framsóknarfólk Húsavík Umræðufundir um mótun stefnuskrár B-listans fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Húsavík verða haldnir í Garðari sem hér segir: Mánudaginn 30. apríl kl. 20.30. Umhverfis- og skipulaqsmál. Hafnarmál. Miðvikudaginn 2. maí kl. 20.30. Skólamál. Menningarmál. Fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30. Atvinnumál. Fjölmennum. Frambjóðendur. Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000. Akranes - Bæjarmál Athugið breyttan fundartíma vegna stefnuskrárvinnu í Framsóknar- húsinu, Sunnubraut 21. Fundur um atvinnumál verður 3. maí kl. 20,30. Fundur með eldri borgurum verður sunnud. 6. maí kl. 15.30. Allir áhugamenn velkomnir. Frambjóöendur. Sundbolur Marílyn Monroe á uppboði Það má vel vera að víetnömsku flóttamennirnir, hið svokallaða „bátafólk" sem er í flóttamannabúð- um í Hong Kong, hafi aldrei heyrt um Marilyn Monroe. En sundbolur hinnar látnu stjömu varð þó til að það bættust 3500 sterlingspund í hjálparsjóð þeirra. Það var popparinn Elton John sem gaf sundbolinn á uppboð sem haldið var til styrktar bátafólkinu. Marilyn Monroe klæddist bolnum í mynd- inni „There’s No Business Like Show Business“ en Elton John átti hann í safni sínu. Að þessu uppboði stóð hópur af popp-tónlistarfólki sem kallaði sig „Rokk gegn heims- endingu flóttafólks" (Rock Against Repatriation). Það var hin fræga fyrirsæta Jerry Hall, sambýliskona Mick Jaggers (Rolling Stones), sem stjómaði upp- boðinu. Sundbol kynbombunnar sýndi Jacqui Burbett, en hún þykir mjög lík Marilyn. Agóðinn af uppboðinu var 13.750 pund, svo að sundbolur Marilyn hefur verið einna dýrmætastur af uppboðsmunum. Sundbolinn keypti Martin Mars- Módelið Jacqui Burbett þykir lík Marilyn Monroe og því var hún fengin til aö sýna hann á uppboðinu, en uppboðshaldarinn, fyrirsætan Jerry Hall, erth. hall fyrir „Pukka“-hljómplötufyrir- tækið. Hann sagði að þeir væm að gefa út hljómplötu með nýrri 22 ára söngkonu, Pauline Bailey að nafni, og hún væri lýgilega lík Monroe. Pauline átti að koma fram í „Terry Wogan sjónvarpsþættinum” til að kynna nýju plötuna og þá átti hún að vera í þessum sögulega sundbol Marilyn. Debbye Turner, „Ungfrú Ameríka": „Þeir skulu ekki fara með mig eins og Vanessu Williams Debbye Tumer á sigurstundu sinni, þegar hún hieppti titilinn „Ungfrú Am- erika". Vanessa Williams (th.) hafði látið taka af sér fáldæddri nokkrar myndir fyrir tímaritið Penthouse, — en það gerðist löngu fyrir fegurðar- samkeppnina. Það þótti eitthvaö dónalegt við þessa mynd og var hún m.a. notuö til að fella þann dóm, — að hún yrði að afhenda sinn drottningartitil og verðiaun til keppenda sem varö nr. 2 Núverandi „Ungfrú Amerika", Debbye Tumer, hefúr staðið í miklu stappi vegna þess, að hún hefur verið kölluð „heilaþveginn trúarvingull“ og fleiri slíkum nöfn- um í blöðum ffá því að það fféttist, að hún tilheyrði sértrúarsöfnuði, sem er mjög umdeildur. Debbye Tumer, hin 24 ára fegurð- ardrottning, kom nýlega fram í blaðaviðtali og hélt uppi vömum fyrir sjálfa sig. Hún sagði m.a.: „Að hlotnast titilinn „Miss Amer- ica“ hefur verið draumur minn í mörg ár, og sá draumur minn rætt- ist. En nú em ýmsir að reyna að eyðileggja allt fyrir mér. Ég sé ekki annað en að hér fari fram nákvæm- lega það sama og gerðist þegar Va- nessa Williams varð fegurðar- drottning 1984. Þá risu upp einhverjir siðferðispostular sem sögðu að birst hefðu af henni nekt- armyndir í tímaritinu Penthouse. Myndimar vom ekkert mál, því að annað eins sést nú í blöðum á hverjum degi, en e.t.v. er hér verið að vinna á gegn því að þeldökkar stúlkur komist þetta langt í fegurð- arsamkeppni hér í landi.“ Debbye segist ekki ansa því að hún sé kölluð „heilaþveginn trúar- vingull“. Hún sé alls ekki neitt slíkt. Hún hafi gengið í trúflokk Maranatha kirkjunnar fyrir mörg- um ámm og fari eftir þeim reglum sem þar séu settar, en sé þó full- komlega ftjáls og sjálfstæð í sínum skoðunum. I yfirlýsingu frá CAN, sem er „Cult Awareness Network“ greinir ffá rannsóknum á ýmsum sértrúar- flokkum, um hvort þeir séu hættu- legir meðlimum sínum eða jafnvel hættulegir samfélaginu, — þar seg- ir að Maranatha-trúflokkurinn ein- angri fylgjendur sína. Stjómendur vilji helst að trúbræður og systur búi í saman í sérstöku trúarsamfé- lagi og hugsi og lifí samkvæmt ströngum reglum. Cynthia Kisser, sem hefur stjómað rannsóknum á Maranatha-flokknum, segir hann hættulegan þeim sem aðhyllist hann. Fólk geti fengið taugaáfall og orðið þunglynt. Þessi sérstaka innræting, sem foringjamir viðhafi, geti jafhvel leitt til geðveiki. Vinur hennar Debbye Tumer seg- ir þetta vera vitleysu. Debbye sé að vísu áhugasöm í trúflokknum, en hún lifi eins og hver önnur ung og falleg stúlka. Stundi sinn skóla, - - en hún er að nema dýralækning- ar,— og hún hafi gaman af að um- gangast annað fólk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.