Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, _____g 28822 ,gán«i‘au okkarf^ UERflBBÉFflVfBSKIPTI SAMVINNDBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SÍMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON-NEWYORK-STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 9 íimirm FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1990 Morðið í Stóragerðinu: Fjögur úrskurðuð í gæsluvarðhald Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur seint í gær- kvöldi í tengslum við rannsóknina á morðinu á bensínafgreiðslumanninum í Stóragerði. Tveir karlmenn voru ur- skurðaðir í gæsluvarðhald fram til 23. maí en konan og þriðji karl- maðurinn fram til 9. maí. Eins og komið hefur fram voru tveir menn og ein kona handtekin á mánudag og lögð fram krafa um gæsluvarð- hald yfir þeim í fyrrakvöld. Fjórði maðurinn var svo handtekinn í fyrrakvöld í framhaldi af yfir- heyrslum yfir þremenningunum. Hann var úrskurðaður í gærkvöldi í gæsluvarðhald fram til 23. maí. Helgi Daníelsson yfirlögreglu- þjónn hjá rannsóknarlögreglu ríkisins sagði í samtali við Tímann seint í gærkvöldi að mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru fram til 23. maí væru grunaðir um beina aðild að verknaðinum sem fram- inn var á bensínstöðinni í Stóra- gerði. Þau tvö sem úrskurðuð voru í gæsluvarðhald fram til 9. maí eru grunuð um auðgunarbrot sem upplýstist um við morðrannsókn- ina. Rannsóknarlögregla vildi ekki svara frekari spurningum um málið í gærkvöldi og bar því við að ekki væri búið að fullrannsaka málið. Þessir þrír aðilar eru ekki meðal þeirra fimm sem sérstaklega voru færðir til yfirheyrslu vegna málsins í síðustu viku. Sögusagnir um að skotvopni hafi verið beitt, eiga ekki við nein rök að styðjast. Fólkið sem nú hefur verið úr- skurðað í varðhald hefur áður komið við sögu lögreglu. -ABÓ mmm mmmm Samiðtilfimm áravið Blaðaprentsblöðin: Oddi keypti vélar og tæki Blaðaprents Prentsmiðjan Oddi hefur keypt vélar og tæki Blaðaprents. Oddi hefur jafnframt gert samning við Tímann, Þjóðviljann, Alþýðublaðið og Pressuna um prentun. Samning- urinn er til fimm ára. Að sögn Knúts Signarssonar, skrifstofustjóra Odda, er stefnt að því að flytja prentvélina í núverandi húsnæði Odda. Hann sagði jafnframt að með kaupunum vildi Oddi færa út kvíamar og að markmiðið væri að prenta í nýju prentvélinni fleiri blöð en þau blöð sem hingað til hafa verið prentuð hjá Blaðaprent. Hrafn Magnússon, stjórnarfor- maður Blaðaprents, sagði að á næstu vikum yrði tekin ákvörðun um framtíð Blaðaprents. Félaginu hefur ekki verið slitið, en eins og er hefur það engin verkefni. -EÓ Stálu tölvubúnaði úr eftirlitslausu sendiráði íslands Brotist var inn í sendiráð fslands í Washington í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Tveimur tölvum, prent- urum og ýmsum búnaði tengdum tölvum var stolið og síma og sím- svara tengdum honum. Móðurtölv- una létu innbrotsþjófarnir vera og hrósuðu sendiráðsmenn happi yfir því, en þar er geymt mikið safn upplýsinga er sendiráðið þarf að grípa til dags daglega. Það vekur óneitanlega athygli að ekkert þjófavarna- eða öryggis- kerfi var í sendiráðinu og áttu innbrotsþjófarnir því greiða leið inn. Jóna Valdimarsdóttir ritari í sendiráðinu sagði í samtali við Tímann í gær að hún hefði komið að brotinni útihurð þegar hún kom til vinnu sinnar í gærmorgun. Fljót- lega var haft samband við banda- rísku leynilögregluna, sem er sér- stakur tengiliður sendiráðsins ef mál af þessu tagi koma upp. Því næst var haft samband við almennu lögregluna. Jóna sagði að lögreglu- menn hefðu unnið mikið tæknistarf og lagt sig í líma við að ná fingra- förum, en hún vissi ekki hvort það hafði borið árangur. Tölvurnar tvær sem þjófarnir höfðu á brott með sér voru báðar af gerðinni IBM, PS tölvur. Jóna sagði þær hafa verið keyptar hér heima á íslandi. „Við gerðum það því við þurfum að hafa íslensku stafina á lyklaborðinu. Ég hugsa að þeir sem brutust hér inn hafi ekki áttað sig á því að lyklaborðið er öðruvísi en menn eiga að venjast í Bandaríkjunum.“ sagði Jóna. t gær var utanríkisráðuneytið þegar farið að gera ráðstafanir til að útvega tölvur fyrir sendiráðið, því ekki er hægt að komast að móðurtölvunni nema útstöðvar séu til staðar. Ekki er líklegt að röskun verði á starfsemi sendiráðsins, að neinu marki því skrifleg afrit eru tekin af öllum skjölum og þau geymd í skjalasafni sendiráðsins. -ES Þrotabú Saltsölunnar og Vikurskips: Kröfur 500 milljónir, eignir nánast engar Lýstar kröfur í þrotabú Saltsöl- unnar eru 237 milljónir króna, auk kröfu upp á 7 milljónir peseta frá spænskum aðila. Kröfur í þrotabú Víkurskipa eru vel yfir 300 milljónir króna þegar allt er talið. Víkurskip á nánast engar eignir og Saltsalan mjög litlar. Það er því ljóst að í þrotabúum þessara tveggja fyrir- tækja, sem bæði eru í eigu Finnboga Kjeld, hafa tapast yfir hálfur millj- arður króna. í gær var haldinn skiptafundur þar sem lögð fram skrá yfir lýstar kröfur. Ragnar Hall skiptaráðandi mun að- eins taka afstöðu til forgangskrafna vegna þess að eignir eru nánast engar. Ekki er búið að taka afstöðu til allra forgangskrafna, en ágrein- ingur er um einstakar kröfur. í Víkurskip er krafist forgangsréttar fyrir rúmum 49 milljónum og í Saltsöluna fyrir um 11 milljónum. Nýr skiptafundur verður haldinn eftir tvær vikur og þá verður fjallað um ágreining um forgangskröfur. -EÓ myndinni. T/mamynd Pjel „Engin ábyrgö tekin á pólitískum eftirmálum“: Að fara í buxur og brjóta lögin Islendingar í Bandaríkjunum gætu átt von á því að sjá fólk ganga um í stuttbuxum, gerðum úr íslenska fánanum. Lítill vafi er á því að samkvæmt íslenskum fánalögum er þessi notkun á fánanum óheimil, einkum vegna þess að buxurnar eru ekki einvörðungu í fánalitunum, eins og oft tíðkast um slíkar vörur, heldur er sjálfur fáninn sniðinn í buxur. í fánalögum segir m.a.: „Óheimilt er að nota fánann í firma- merki, vörumerki, eða á söluvarn- ing, umbúðir um eða auglýsingu á vörum.“ Samkvæmt orðanna hljóðan væri óheimilt að ganga í slíkum buxum á almannafæri á íslandi. Þessi tegund af stuttbuxum er framleidd í Bandaríkjunum undir vörumerkinu „Peace Frogs“ eða Friðar froskar af fyrirtæki sem heitir Crispies. Augljóslega gera fram- leiðendur sér grein fyrir að varning- urinn getur orkað tvímælis. í sér- stökum miða sem fylgir stuttbuxun- um er ábyrgðinni á því að einhver láti sjá sig í þeim varpað yfir á þann sem klæðist þeim hverju sinni. Fram- leiðendurnir taka sérstaklega fram að þar sem stuttbuxurnar séu búnar til úr íslenska fánanum og fyrirtækið taki enga ábyrgð á pólitískum eftir- málum, sem það kunni að hafa í för með sér að ganga í þeim. Rétt er að taka fram að fyrirtæki þetta býður upp á buxur gerðar úr þjóðfánum annara ríkja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.