Tíminn - 04.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.05.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. maí 1990 Tíminn 3 Sveiflusextettinn kemur í fyrsta sinn fram á djasshátíðinni 6.-13. maí nk. Hann skipa gamalreyndir og eldklárir djasskappar. Frá vinstri Hrafn Pálsson píanó, Fríðrík Theódórsson bassa, Guðmundur Steinsson trommur, Bragi Einarsson klarínett og saxófón, Guðjón Einarsson bás- únu, Krístján Kjartansson trompet Norrænn útvarpsdjass og mikil djasshátíð í heila viku á íslandi: Djassinn ekki aldauóur enn Starfsmannafélag Stöðvar 2 og íslenska myndversins mótmæla brottrekstri framkvæmdastjórans: ÓRÓI Á STÖÐ 2 í ályktun fundar sem haldinn var í Starfsmannafélagi ísl. sjónvarps- félgsins og ísl. myndversins í fyrra- dag er harmað að Jóni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Stöðvar 2, skuli fyrirvaralaust hafa verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Félagsmenn hafi borið fyllsta traust til Jóns Sig- urðssonar. Hann hafi starfað af heil- indum og notið vinsælda samstarfs- manna. „Þetta er innanhússmál sem hefur greinilega eitthvað lekið út. Ég ætla helst ekkert að tjá mig um þetta enda hefúr nóg verið sagt um Stöð 2 í fjöl- miðlum að undantomu," sagði Krist- inn Karlsson, formaður starfsmanna- félagsins, þegar Tíminn spurði hann um málið. Hinir nýju meirihlutaeigendur Stöðvar 2 sögðu Jóni Sigurðssyni nýlega upp störfum og tekur upp- sögnin gildi um mánaðamótin næstu. Aður hefúr lögfræðingi stöðvarinnar, Jónasi J. Aðalsteinssyni, og endur- skoðanda, Helga V. Jónssyni, verið sagt upp störfum. I greinargerð með ályktun fundar starfsmannanna segir að Jón Sig- urðsson hafi verið ráðinn til erfiðra og óvinsælla starfa á Stöð 2. Koinið heíði í hans hlut að endurskipuleggja tjárhag fyrirtækisins og stórauka að- hald í rekstri fyrirtækis sem stóð illa. Þrátt fyrir mikið atfylgi hafi Jóni tekist að vinna hug samstarfsfólks síns. Hann hefði gengið heill að verkum sínum og kunni þá list öðr- um frernur að vinna með fólki. Félagsmönnum sé það því með öllu óskiljanlegt að jafnhæfúr maður og Jón sé látinn fara frá fyrirtækinu ein- mitt á þeim tíma sem það þyrfti mjög á að halda mönnum sem sinna störf- um sínum af sömu einurð og Jón ger- ir. Stöð 2 þarfnist frjórra starfskrafla, manna sem þora að takast á við ögr- andi verkefni. Sjónvarpsvinna sé fyrst og fremst fijóir starfsmenn að fást við ögrandi verkefni. Uppsögn Jóns Sigurðssonar sé með öllu óskiljanleg. Augljós og óþolandi valdabarátta innan Stöðvar 2 geti ekki leitt af sér annað en úlfúð og lé- legan starfsanda innan stöðvarinnar sem einmitt nú komi henni hvað verst. Valdabarátta þessi sé síst til þess fallin að halda fijóu fólki að ögrandi störfum. —sá Ríkisútvarpið stendur fýrír mikilli djasshátíð 6.-13. maí nk. þeirri mestu sem haldin hefur veríð hér á landi. Hátíðin er felld inn í sér- staka norræna útvarpsdjassdaga sem haldnir eru til skiptis á Norð- uriöndum á hverju árí með þátt- töku einnar hljómsveitar firá hverju landanna. Hljómsveit Ellenar Kristjánsdóttur er að þessu sinni fulltrúi íslands á norrænu djassdögunum en á sjálfa djasshátíðina koma auk þess til landsins 28 norrænir djassistar til að taka þátt í hátíðinni. Meðal þeirra má nefna Ole Kock-Hansen, Juukka Lin- kola, Egil Johansen og Haakan Wer- ling. Utvarpað verður beint á báðum rás- um Ríkisútvarpsins þau kvöld sem hátíðin stendur en hljómleikar verða á Hótel Borg, Duus húsi, Gauki á Stöng, Fimmunni, Óperukjallaran- um, Hominu, Kringlukránni og Iðnó. Fjölmargir listamenn og hljómsveit- ir, stórar og smáar, innlendar og er- lendar, koma fram og flestar tegundir tónlistar sem flokka má undir djass verður hægt að heyra. Hápunktur djassdaganna verða lokatónleikar sem haldnir verða í Borgarleikhúsinu. Þar leikur norræn stórsveit undir stjóm Juukka Linkola verk eftir hann, Ole Koch- Hansen, Gugge Hedrenius og Stefán S. Stef- ánsson. Sjö íslendingar verða í sveit- inni; þeir Ásgeir Steingrímsson, Ei- ríkur Öm Pálsson, Edvard Frederiksen, Rúnar Georgsson, Stef- án S. Stefánsson, Sigurður Flosason og Bjöm Thoroddsen. —sá Aðalfundur Rithöfunda- sambands íslands: Nýr samningur við LR og RÚV Nýir samningar við Leikfélag Reykjavíkur og Ríkisútvarpið voru bomir upp og samþykktir á óvenju- lega fjölsóttum aðalfundi Rithöf- undasambands íslands sem nýlega var haldinn. Jakobína Sigurðardóttir var einróma kjörin heiðursfélagi. I frétt frá fundinum er greint frá sérstökum umræðum um „það óvið- unandi ástand sem ríkir varðandi greiðslur fýrir afnot af bókum á bókasöfnum". Samþykkti fúndurinn eindregna áskomn á stjómvöld að hefja þegar endurskoðun þeirra úr- eltu laga og reglna sem nú gilda um greiðslur fyrir afnot af bókum á söfnum. Þá var lögð áhersla á nauðsyn þess að höfúndar bama- og unglingabóka sitji við sama borð og aðrir rithöf- undar hvað varðar styrkveitingar og annað er snertir kjör og starfsskil- yrði rithöfufída. En á þessu haft ver- ið misbrestur. Einar Kárason var endurkjörinn fprmaður Rithöfundasambandsins og Steinunn Sigurðardóttir varafor- maður. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.