Tíminn - 04.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.05.1990, Blaðsíða 5
Hvað varð um mótmæli íbúa Grafarvogs gegn sorpböggun í hverfinu? Umræða um sorpböggunarstöð utan dagskrár í borgarstjórn í gær. Alfreð Þorsteinsson: Af hverju faldi Davíd mótmæli Grafarvogsbúa? „Alveg síðan 16. sept. sl. hafa legið fyrir skýr mótmæli íbúasamtakanna í Grafarvogi. ibúarnir sendu borgar- stjóra rökstutt mótmælaskjal sem borgarstjóri stakk undir stól og hefur ekki haft fyrir að sýna borgarfulltrúum annarra f lokka. í þessum mótmælum kemur f ram skýlaus krafa íbúasamtakanna gegn sorpböggunarstöð í Gufu- nesi. Hverju sætir það að borgarstjóri kvs að fela bessi mótmæli? Voru þau ekki boðskapur til borgarstjórnar allrar svo hún fengi að vita hvern hug íbúasamtökin bera i þessu máli?“ Þetta voru orð Alfreðs Þorsteins- sonar í borgarstjóm Reykjavíkur í gær en Alfreð kvaiidi sér hljóðs utan dagskrár á fundi borgarstjórnar vegna kæru þeirra Sigrúnar Magnús- dóttur borgaríulltrúa Framsóknar- flokks og hans til félagsmálaráðherra út af staðsctningu sorpböggunar- stöðvarinnar í Gufunesi. Jafnframt kærunni krefjast þau þess að byggingaleyfi sorpböggunar- stöðvarinnar verði afturkallað á þeim stað sem stöðinni er ætlað að standa þar sem hún brjóti í bága við aðalskipuiag. Alfreð minnti á áðurnefnd mót- mæli Grafarvogsbúa og sagði: „I sjö mánuði hefur borgarstjóri lcgið á þessu mótmælaskjali og beitt vísvit- andi blekkingum í þá veru að í raun og veru sé hugur íbúanna í Grafar- vogi allt annar: Nefnilega sá að þeir séu hæstánægðir með staðsetningu stöövarinnar á þeim stað sem hún á að rísa.“ sagði hann. Um kæru þeirra Sigrúnar Magnús- dóttur til félagsmálaráðherra sagði Alfreð að hún ætti ekki að koma á óvart og vísaði í því efni til bókunar sinnar í skipulagsnefnd 25. sept sl. þar scm eðlilegast cr talið að sam- þykktir sem gerðar hafa verið í málinu verði afturkallaðar og að auglýstar verði breytingar á aðal- skipulagi til að íbúar Grafarvogs fái með formlegum hætti tækifæri til að gera athugasemdir eins og þeir eiga kröfu til. „Kjarni þessa máls snýst auðvitaö fyrst og fremst um það aö verið er að korna fyrir starfsemi í nágrenni fjölmennrar íbúðabyggðar sem íbú- arnir kæra sig ekki um og eiga ekki að þurfa að þoia, sé fariö að lögum.“ sagði Alfreð. Hann sagði að viðbrögð borgar- stjóra við kærunni væru mjög sér- kennileg. Hann hefði gcrt að aðal- atriði að kærufrestur samkv. 2. kafla byggingalaga grein 2, l .3. væri að- eins þrír mánuðir og kærufrestur því útrunninn. Málflutningur borgar- stjóra væri á misskilningi byggður því að kært væri á grundvelli 14. greinar byggingalaga þar sem segir að byggingaleyfi veiti ekki heimild til framkvæmda scm brjóta í bága við skipulag og ákvæði laga og reglugerða eða rétt annarra. Davíð Oddsson svaraði ekki neinu um afdrif mótmæla íbúa Grafarvogs gegn sorpstöðinni og þar með áfram- haldandi sorpmeðferð í hverfinu og umferð í tengslum við hana um ókomna tíð. Hann taldi kæru Al- freðs og Sigrúnar helst komna til vegna nálægra kosninga enda væri kærufrestur löngu liðinn. Auk Alfrcðs og borgarstjóra tóku Bjarni P. Magnússon og Sigurjón Pétursson lil máls við umræðuna um sorpböggunarstöðina í Grafarvogi. Bjarni minnti á tillögur sínar um að í stað sorpböggunar og urðunar yrði reist fullvinslustöð fyrir sorp. Hann kvaðst myndu styðja staðsetningu slíkrar stöðvar í Gufunesi. _sa Fyrsti áfangi Islenska stálfélagsins tekinn í notkun: Málmtætarinn ræstur Morðmáliö í Stóragerði: Kæra gæslu- varðhaldið Föstudagur4. maí 1990 Tíminn 5 í gær opnaði Júlíus Sólnes um- hverfisráðherra fyrsta áfanga málm- bræðslu íslenska Stálfélagsins í Kap- elluhrauni í Hafnarfirði. Síðari áfangar, þ.e. sjálf stálbræðsla félags- ins og búnaður hennar, verða teknir í notkun í endaðan júní næstkom- andi og er gert ráð fyrir að verk- smiðjan verði farin að framleiða með um 30 þúsund tonna ársafköst um mitt ár 1991. Kostnaður við verksmiðjuna fullbúna til rekstrar er áætlaður um 600 milljónir króna. í málmtætaranum, sem í gær var tekinn í notkun, fer fram forvinnsla Tlmamyndlr Árnl B|ama á þeim hluta hráefnis verksmiðjunn- ar, sem er úr þunnu stáli, svo sem bílflökum, heimilistækjum o.s.frv. Ætla má að þetta verði um 40% af innlendu hráefni til framleiðslunnar. Áður en bílflökin eru tekin til niður- rifs þarf að hreinsa þau af bensíni og olíu og taka úr þeim rafgeyma. Málmtætarinn flokkar einnig ann- að efni, sem í gegnum hann fer, og skilar öðrum málmum á einn stað og gúmmíi á annan, en afgangurinn, sem er gler, plast tróð o.s.frv. skilar sér sem mylsna í sérstaka geyma. Mylsnan frá tækinu er aðallega óvirkt efni og ekki ósvipað venjulegu heimilisryki að innihaldi. Hún er nýtanleg í ýmsum tilgangi, sem fyll- ingarefni. Við málmtætarann er mjögfullkomin hreinsibúnaður, sem fullnægir þeim skilyrðum sem sett eru varðandi mengunarvarnir. Þegar hefur safnast upp á lóð verksmiðjunnar myndarlegur haug- ur bílhræja og annars málmúrgangs, sem nú verður tekið til við að vinna í tætaranum. Með samningum, sem íslenska Stálfélagið hefur gert við Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins og Sorpeyðingu Suðurnesja, má ætla að félagið taki til vinnslu nálægt 70% alls málmúrgangs sem til fellur hér á landi og í undirbúningi er söfnun brotajárns í öðrum landshlutum í samvinnu við hlutaðeigandi sveitar- félög. Talið er að um 20 þúsund tonn af brotajárni falli til á ári hérlendis. Afkastageta verksmiðjunnar er hins vegar allmiklu meiri. Sá möguleiki er inn í myndinni að málmúrgangur verði fluttur inn en fyrst um sinn verður það ekki gert. Verið er að kanna þann möguleika að taka við stálskipum sem úrelt hafa verið og fram til þessa hefur verið sökkt í hafið. íslandi er nú eitt örfárra landa í heiminum sem farga skipum með þeim hætti. Enn er unnið að uppsetningu sjálfrar málmbræðslunnar á lóð fé- lagsins. Gert er ráð fyrir að því verki Ijúki í júnímánuði og þá verði unnt að hefja bræðslu á því hráefni, sem þá verður búið að vinna í tætaranum. Vinnan í bræðslunni fer fram með þeim hætti, að málmurinn er brædd- ur með rafstraumi og hann síðan steyptur á ný. Áætlað er að bræða 40 tonn í ofninum í einu og mun hver bræðsla taka um tvær klukkustundir. Markmiðið er að bræða þrjár ofn- hleðslur yfir daginn. Framleiðsla verksmiðjunnar verð- ur öll flutt út. Búist er við að 30-40 manns vinni hjá verksmiðjunni þeg- ar hún er komin f fullan rekstur. Framkvæmdastjóri fslenska Stálfé- lagsins er Páll Halldórsson. Félagið er að meirihluta í eigu erlendra aðila. -EÓ Tveir mannanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald til 23. maí í Sakadómi Reykjavíkur í fyrrakvöld, vegna morðrannsóknarinnar hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Eins og Tíminn greindi frá í gær voru hin tvö úrskurðuð í gæsluvarð- hald til 9. maí nk. Við húsrannsókn á heimili eins hinna handteknu fundust blóðug föt, en niðurstöður greiningar liggja ekki fyrir. Dregið hefur úr ábendingum al- mennings síðustu daga og sagði Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn hjá RLR að þeir væru afar þakklátir fyrir viðbrögð almennings. „Það er afskaplega gott að njóta aðstoðar almennings og trausts. Ég vonast til þess að þetta mál fái farsælan endi og við upplýsum það,“ sagði Helgi. -ABÓ Guðjón Teitsson, fyrrum forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. Guðjón Teits- son er látinn Látinn er Guðjón Teitsson, fyrr- um forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Hann fæddist að Grímarstöðum í Andakílshreppi árið 1906 og lauk Samvinnuskólaprófi árið 1926. Eftir að hafa starfað í nokkur ár erlendis hóf Guðjón störf hjá skipaútgerð ríkisins við stofnun hennar 1929 og var þar til 1977.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.