Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 5. maí 1990 TÍMTNN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarftokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Síml: 686300. AuglýslngasM: 680001. Kvöidslmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttstjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Prentsmiðjan Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu ( 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Framtíð NATO Ymsir atburðir líðandi viku eru skýr staðfesting á þeim miklu breytingum sem orðið hafa í heims- málum á örfáum mánuðum. í kjölfar örra stjóm- málaumskipta í Austur- og Mið-Evrópu hafa for- sendur samskipta „austurs og vesturs“, eins og þær hafa verið í 45 ár, allt frá stríðslokum, misst gildi sitt. Þetta kom berlega í ljós á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkja í Briissel á miðvikudaginn. Þar fóm fram umræður um framtíðarstöðu Atlantshafs- bandalagsins í allt öðrum anda en hingað til hefur átt sér stað. Ráðgert er að halda leiðtogafund bandalagsríkjanna eftir 7-8 vikur til þess að ræða ffamtíðarmál NATO nánar og undirbúa í því sam- bandi ályktun um stefnumótun um þetta mikilvæga efni. Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsríkjanna að þessu sinni mótaðist ekki síst af ákvörðun George Bush Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin hætti við að endumýja skammdræg kjamavopn í Evrópu. Hér er um sögulegan viðburð að ræða sem líklegt er að muni lengi tengjast nafni Bush forseta. Hún end- urómar í þeirri samþykkt NATO fundarins að bandalagið muni ekki framkvæma fýrri stefnu sína að endumýja skammdræg kjamavopn í Evrópu. Þótt segja megi að Bush gefi Atlantshafsbanda- laginu tóninn í þessu máli, er hitt jafhvíst að með þessari ákvörðun er verið að nálgast hugmyndir sem ýmis önnur NATO ríki höfðu verið uppi með áður, þegar umræður um afvopnunarmál vom á döfinni fyrir einu til tveimur ámm. Það er því vafa- laust rétt að innan Atlantshafsbandalagsins sé ein- ing um að mæta breyttu stjómmálaástandi í austan- verðri álfunni með sýnilegum merkjum um slökun- arstefnu sem hæfir framtíðinni. Undir það má taka, að andinn sem var á nýaf- stöðnum utanríkisráðherrafundi NATO ríkjanna sé skýr vísbending um að kalda stríðið sé að syngja sitt síðasta. Verður fróðlegt að fylgjast með hvaða áhrif þessi þróun samskipta austurs og vesturs á eft- ir að hafa á stefnumótun Atlantshafsbandalagsins og þróun hemaðarbandalaga yfírleitt. Þótt grund- völlur Varsjárbandalagsins sé í raun brostinn hefur það ekki verið leyst upp formlega, og verður á því einhver bið. Innan NATO em ekki uppi neinar hug- myndir um að bandalagið verði lagt niður, þótt flestir sjái að hlutverk þess hlýtur að breytast. íslendingar þurfa að fylgjast vel með þessum málum vegna langrar aðildar að NATO, sem er samofm íslenskum innanlandsmálum og utanríkis- pólitík í meira en 40 ár. íslendingar hafa að fullu tengt tilveru sína heildarhagsmunum bandalagsins og staðið vel við sinn hlut í því sambandi. Hins vegar verða íslendingar að fylgjast með þróun þess og gera sér grein fyrir hverju framtíðin kann að breyta um skyldur og stöðu Islands innan Atlants- hafsbandalagsins. ÓTT VORIÐ KOMI hæg- um skrefum til íslands að þessu sinni sem stundum áður ríkir eigi að síður vaxandi bjartsýni um þjóðarbúskapinn og almenna afkornu í landinu. Að sjálfsögðu stendur eftiahags- batinn í sambandi við bætt rekstrarskilyrði útflutningsffam- leiðslunnar. Rekstrarafkoma í sjávarútvegsgreinum hefúr óumdeilanlega breyst til hins betra, bæði vegna þess að mark- aðsverð sjávarafúrða hefúr hækkað og almennar efnahags- aðgerðir af hálfú ríkisstjómar og Alþingis hafa komið að því haldi sem að var stefút. Markmiði náð Markmið efúahagsaðgerðanna var að bjarga útflutningsfram- leiðslunni ffá rekstrarstöðvun og gjaldþrotum, sem blöstu við haustið 1988. Engum getur dul- ist hversu mikilvægt það var að ná þessu markmiði, því að án þess hefði allt verið í óvissu um framtíð fjölmargra sjávarútvegs- fyrirtækja, einkum úti um lands- byggðina, og þar með þróun eignarhalds á undirstöðufyrir- tækjum landsmanna. Það hmn, sem blasti við fyrir u.þ.b. tveim- ur ámm, hefði getað gerbreytt á einni stundu eignarhaldi og yfir- ráðum yfír atvinnutækjum á þann hátt að færa þau í vaxandi mæli á hendur þeirra auðfélaga og auðmannafjölskyldna sem stefna að því að ná til sín sem mestu af íslensku ffamkvæmda- og atvinnulífi til lands og sjávar. Þessi auðmannasamtök hafa þegar náð miklu undir sig í flutningastarfsemi á sjó og í lofti. Þau ráða lögum og lofúm í fyrirtækjum sem öll þjóðin hef- ur fyrir rómantík og þjóðlega samstöðu um langan aldur bundið trúnað við, tekið tilfínn- ingalega afstöðu til vegna til- komu þeirra á sinni tíð og upp- runa í tengslum við sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar meðan hún skipti máli. Nú em þessi fyrir- tæki orðin að leikfangi fésýslu- manna með sínar sérþarfír og metnaðarmál, en orðstír fyrir- tækjanna og ljóma nafns þeirra er haldið uppi með auglýsinga- fjármagni, sem látið er renna hinar réttu leiðir, og skipulögð- um „almannatengslum“ eins og þau gerast i fjölmiðlamenningu nútímans. Þetta fésýslulið, sem eykur sífellt áhrif sín með ítök- um og áróðri, bíður í startholun- um eftir þvi að ná undir sig físki- flotanum og vinnslustöðvunum og gerbreyta eðli slíks rekstrar, umffam allt þannig að slíta upp- byggingu sjávarútvegs úr tengslum við byggðastefúu, þ.e. viðhald og þróun landsbyggðar- innar, sem er það ráð sem „ffam- sýnir“ kapitalistar telja áhrifa- mest í því að gera Island að borgríki. Hin nýja stétt Efnahagsaðgerðir Alþingis og ríkisstjómar síðustu misseri hafa fyrst og ffemst bjargað lands- byggðinni ffá hmni, komið í veg fyrir það sem auðvaldsgammar og þeirra þjónar hefðu vel getað hugsað sér, að ná undir sig at- vinnutækjum landsbyggðarfólks á nauðungamppboðum, ef ekki vill betur til. Slíkt ástand blasti við á sínum tíma, þegar nýkap- italistamir stöðvuðu raunhæfar efnahagsaðgerðir i forsætisráð- herratíð Þorsteins Pálssonar. Nýtt stjómarsamstarf haustið 1988 kom í veg fyrir að málin þróuðust í þá átt. Það er því ekki nema von að auðmannavaldið í landinu hamist gegn núverandi ríkisstjóm og sjái í henni and- stæðing sem leggja verði að velli sem fyrst. Þótt innan Sjálfstæðisflokksins kunni að vera hópar eða einstak- lingar sem innst inni vita af þeirri hættu sem hin nýja auð- hyggja gæti leitt yfír atvinnu- grundvöll landsbyggðarinnar, virðast þeir áhrifalausir um for- svar og stefnumótun í flokknum. Af þeirra hálfu er lítils viðnáms að vænta gegn viðhorfúm hinnar nýju forystusveitar sem er fjand- samleg byggðastefnu af því að hún telur hana ganga í berhögg við kenningar sínar um ávöxtun einkafjármagns og algeran yfír- ráðarétt þess yfír atvinnutækjum og uppbyggingu atvinnulífsins. Frammámenn kapitalistanna og fésýsluaflanna hafa ekki aðeins aukið ítök sín í Sjálfstæðis- flokknum heldur láta þeir í vax- andi mæli að sér kveða í opin- berum valda- og áhrifastofnun- um. Þess gætir ekki síst í banka- kerfinu. Þar hafa þessir menn m.a. beitt sér eftir mætti gegn fjárhagslegri endurskipulagn- ingu samvinnufyrirtækja, sem eðli máls samkvæmt hlaut að geiast í nánu samstarfi við Landsbankann. Ahugi þeirra á að vinna gegn samvinnuhreyf- ingunni á þeim vettvangi hefúr sem betur fer ekki heppnast en hefði vafalaust borið árangur ef búið væri að breyta rekstrar- formi þjóðarbankans í hlutafé- lag, þar sem fámennisvald rík- ustu manna landsins hefði náð undir sig yfirráðum og gæti val- ið sér viðskiptavini eftir eigin höfði. Miðstýring fj ármagnseigenda I ljósi þeirrar skipulögðu sókn- ar sem stærstu fjármagnseigend- ur í landinu halda uppi til þess að ná eignarhaldi á fyrirtækjum og fjármálastofnunum er með öllu ótímabært að breyta ríkis- bönkum í hlutafélög. Slík stefna er ekki í þágu almenns atvinnu- rekstrar né gerð fyrir almenning í landinu. Þvert á móti væri ver- ið að vinna gegn almannahags- munum. Það væri ekki verið að spoma gegn miðstýringarvaldi í bankakerfinu heldur búa til sér- stakt miðstýringarvald fárra, út- valdra hlutafjáreigenda, sem smáatvinnurekendur og almenn- ir borgarar yrðu ofúrseldir um bankaþjónustu, eðlilega lánafyr- irgreiðslu. Frá sjónarhóli lands- byggðarmanna blasir þá við það sem síst er á bætandi að mið- stjómarvald í fjármálum yrði hreint höfúðborgarvald, því að ráðamenn slíks banka yrðu fyrr en varir valdir úr hópi þeirra nýkapitalista og tæknikrata sem stefna að auknu þéttbýlisvaldi þar sem rætur fjármagnseigenda liggja og starfsvettvangur þeirra er. Þótt það sé Qarri Tímanum að agnúast út í hlutafélagarekstur er engin ástæða til að leggja svo mikinn átrúnað á það rekstrar- form að önnur komi ekki til greina. í því efni verður að meta hvert mál í ljósi aðstæðna. Sameining banka Það hefúr lengi legið fyrir að nauðsynlegt væri að fækka bönkum í landinu eða sameina þá sem starfað hafa sem óhag- stæðar rekstrareiningar og gera bankana með því samkeppnis- hæfari. En það er hins vegar ný kenning að endurskipulagning bankakerfísins verði að gerast með því að það samanstandi ein- göngu af hlutafélögum. í bili sýnist nóg að stofúaður hefúr verið öflugur hlutafélagsbanki, Islandsbanki hf, við sameiningu fjögurra banka, sem flestir vom vanmegnugir einkabankar í hlutafélagsformi, þótt Lands- bankinn og Búnaðarbankinn haldi því rekstrarformi sem þeir hafa haft, annar í 105 ár, hinn í 60 ár, og ekki komið að sök fyr- ir starfsemi þeirra og afkomu. Þvert á móti hafa þessir ríkis- bankar verið öflugir og óaðfinn- anlega reknir. Það hlýtur því að vera eitthvað annað en rekstrar- og fjárhags- nauðsyn sem rekur á eftir þeim hugmyndum að breyta eignar- haldi og rekstrarformi þessara banka. Ef undan er skilinn sá möguleiki að boðberar þessarar stefúu láti stjómast af sósial- demókratískum tískuhugmynd- um um bölvun alls ríkisrekstrar, eftir að kratar glötuðu oftrú sinni á þjóðnýtingu, liggur beinast við að skýra þennan ákafa til breyt- inga á bönkum sem ásókn fá- mennisveldis reykvískra auð- manna til að fá alræði yfír gjörv- öllum fjármagnsmarkaði og öll- um fjármálastofnunum í landinu. Ráðið til þess að spoma við slíkri miðstýringu auðmanna yfir lánamarkaði er að breyta í engu rekstrar- og eignarhaldi ríkisbankanna. Staðföst stefna Alþingis og ríkisstjómar í því efni er það eina sem hinir stór- ríku kapitalistar skilja. Látum þá vera velkomna að sínu fé, en þeir eiga ekki að ráða almanna- heill í skjóli peningaeignar sinn- ar. Ef þörf er á valdajafnvægi í þjóðfélaginu þá verður að gæta þess að það nái til fjármagns- og lánastofúana. Skoðun Eyjólfs Konráðs Hversu djöfúllegt sem alræði ríkisvalds getur orðið — sem engin dæmi em um að hafi verið á Islandi síðan á dögum kon- ungseinveldis og einokunark- apitalistanna fyrr á tíð - - er eng- in átæða til að hlaða undir fjöl- skyldukapitalisma hinna út- völdu undir því yfírskini að þá sé verið að gera viðskiptalífið frjálst. Um þess háttar fals kemst ekki hnifúrinn á milli skoðana Tímans og Eyjólfs Konráðs Jónssonar, hvað sem öðm kann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.