Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. maí 1990 Tíminn 7 að líða. Fjölskyldukapitalismi sá, sem flokkur Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Sjálfstæðiflokkur- inn, vemdar annars undir regn- hlíf sinni, er stórlega varhuga- verður. Með honum er stefnt að þvi að fámennur hópur fjár- magnseigenda eignist flest at- vinnutæki í landinu og ráðstafi þeim að vild, ákveði staðsetn- ingu þeirra og lífdaga allt efitir eigin þörfum hins þrönga mið- stjómarvalds reykvískra pen- ingamanna, sem þeir vilja auk þess efla með því að ná beinu valdi yfir bankakerfinu eins og áformin um að breyta ríkis- bönkum í hlutafélög em skýrt vitni um. Að standa uppréttur I upphafí Tímabréfs var bent á að fyrirtækjarekstur hefur batn- að í kjölfar endurreisnaraðgerða ríkisstjómarinnar og batnandi markaðaðstæðna og viðskipta- kjara. Þetta þrennt ræður betri afkomuhorfum útflutningsfyrir- tækja og þjóðarbúsins í heild. Engin launung er, að efnahags- aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa í grundvallaratriðum miðast við að bæta rekstrarafkomu útflutn- ingsfyrirtækja út frá þeim aug- ljósu rökum að útflutningsstarf- semin sé meginstoð þjóðarbú- skaparins. Hvað sem öllum hagsmuna- ágreiningi liður, verka- og stéttaskiptingu og margbreytni atvinnulífsins, hljóta flestir að viðurkenna að drifkraftur at- hafna og umsvifa í íslensku þjóðfélagi kemur frá útflutn- ingsatvinnuvegunum, umffam allt sjávarútvegsgreinum. Það er undirstöðuatriði íslensks þjóð- arbúskapar að sjávarútvegurinn sé rekinn þannig að hann stand- ist erlenda samkeppni. Sjávarút- veg er ekki hægt að „styrkja“ með neinu öðm en að hann þoli þann kostnað sem það krefst að framleiða útflutningshæfa vöm. Efnahagsaðgerðir ríkisstjómar- innar hafa miðast við þessa frumþörf þjóðarbúskaparins og þær ber að dæma á þeim gmnd- velli. Nú liggur ekki annað fyrir en að útflutningsframleiðsla standi upprétt, hafi verið endur- reist eins og til stóð. Það má vafalaust lengi um það deila, hvort ekki hefði mátt gera betur, en eins og til hefur tekist er síst þörf á því að deila um slíkt. Nær stendur að ræða framtíðarhorfur atvinnurekstrar og efnahagslífs, ekki síst útflutningsframleiðsl- unnar, sem svo miklu máli skiptir fyrir þjóðarbúskapinn. Fjölbreytt vara og markaðir Um miðja síðustu viku héldu stærstu sölusamtök sjávarút- vegsins, sem að meginstofni em bundin frystiiðnaðinum, aðal- fúndi sína. Hér er átt við Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga ásamt Félagi Sambandsfiskframleið- enda. Þótt hér sé um aðskilin sölusamtök að ræða, sem með réttu em talin vera í samkeppni hvert við annað, má ljóst vera að þau sinna sams konar starf- semi og eru að fjalla um sömu hluti í öllum meginatriðum. Þegar lokið er á slikum fund- um nákvæmri upptalningu á hverjum reikningslið og saman- burði á magn- og verðtölum með tilheyrandi hlutfallsvið- miðunum, skilur slíkur lestur eftir þá ánægjulegu heildamið- urstöðu að útfluttar sjávarafurð- ir íslendinga em í rauninni afar fjölbreyttar. Þá kemur einnig í ljós að markað fyrir íslenskrar sjávarafurðir er að finna nær heimshomanna á milli. Er óhætt að fullyrða að fjölbreytni sjáv- arafurða er miklu meiri en áður var og mjög ofsagt þegar verið er að þrástagast á einhæfni ís- lenskrar útflutningsvöru og at- vinnulífs. Hitt er þó enn fráleit- ara þegar verið er að óskapast yfir tæpum markaðsmöguleik- um fyrir íslenskar sjávarafurðir. Að hlusta á skýrslur forstjóra og formanna fisksölusamtaka leið- ir í ljós að markaðslönd Islend- inga em mörg og þeim fer fjölg- andi. Það sýnir líka að eftir- spum eftir sjávarafurðum er mikil, hefur reyndar verið það óslitið árum saman og ekkert sent bendir til annars en að eftir- spum eftir fiskafurðum haldist eðlileg nema hún eigi eftir að stórvaxa sem er allt eins líklegt. Islenskur sjávarútvegur er óum- deilanlega traust atvinnugrein. Endurreisnartíminn er ekki liðinn Á aðalfundum sölusamtaka sjávarútvegsins kom auk þess í ljós sem vænta mátti, að afkoma frystiiðnaðar hefur gerbreyst til batnaðar frá því sem var 1988.1 máli framkvæmdastjóra Félags Sambandsfiskframleiðenda, Áma Benediktssonar, kom fram að halli Sambandsfrystihúsanna hefði minnkað úr 14,2% í 1,2% milli áranna 1988 og 1989 sem framkvæmdastjórinn lýsti svo sjálfur að væru mikil umskipti. Hér var þó ekki talað um hagn- að. Nú er það varlegast í þessu sem öðm að draga ekki stærri ályktanir af upplýsingum um stöðu og afkomu sjávarútvegs- greina en fært er að standa við. í því sambandi skiptir mestu máli að átta sig á að taprekstur fyrir- farandi ára skilur eftir sig skuldaslóðann, hvað sem allri endurreisn liður og afkomu- horfum i augnablikinu. Hafi verið þörf á því fyrir tveimur ár- um að gera róttækar ráðstafanir til bjargar útflutningsfram- leiðslunni, þá er jafnnauðsyn- legt að gera ekki eftirleikinn endasleppan. Of snemmt verður að teljast að ætla að fara að deila um hverjum beri „ágóðaaukn- ingin“ af bættum rekstrarhag út- flutningsfyrirtækjanna. Það er of snemmt vegna þess að um- skiptatíminn frá taprekstrar- ástandinu er ekki liðinn. Þótt þjóðin geti fagnað bjartari efnahagshorfum og endurreisn margra framleiðslufyrirtækja, verða ráðandi menn í landinu að sameinast um að eitthvert hald og langlífi sé í efnahagsbatan- um, eins og þeir sameinuðust um að greiða veg efnahagsbat- ans með samstilltum kröftum. Því fer fjarri að timabært sé að tala um einhvern gróða í þjóðar- búskapnum, sem nú sé til skipt- anna. Þegar betur er að gætt hef- ur ekki orðið nein framleiðslu- aukning í landinu, hvað sem líð- ur bættum rekstrarskilyrðum fyrirtækja. Að því leyti má segja að efnahagskerfið sé enn í lægð. Hversu lengi sú lægð varir er ekki unnt að sjá fyrir að svo komnu. Hvaðan koma þær raddir? Samt eru famar að heyrast raddir um að gera þurfi ráðstaf- anir gegn þenslu, sem allt í einu er farið að ógna þjóðinni með og talað um gengishækkanir og vaxtahækkanir, rétt eins og slíkt skipti engu máli fyrir það alls- herjarsamkomulag sem er í landinu um kyrrð og stöðug- leika á vinnumarkaði, þ.e. efna- hagskerfinu í heild. Fróðlegt væri að vita hvaðan þetta þenslutal er komið og þó öllu fremur hvaðan sú hugmynd er ættuð að brátt þurfi að fara að möndla með gengi og vexti, hækka gengið og hækka vext- ina. Hvaða þörf er á því að fara að raska því jafnvægi sem felst í kjarasamningum frá 1. febrúar sl.? Hér skal það fullyrt að slík þörf er ekki fyrir hendi. Kjara- samningamir eiga að gilda langt fram á næsta ár ásamt hliðarráð- stöfunum sem þeim tengjast. Víst er að vaxtahækkun var ekki meðal samningsatriða eða hlið- arráðstafana í þessu sambandi, heldur vaxtalækkun í samræmi við hjöðnun verðbólgu, sem launþegar hafa lagt sitt af mörk- um til að yrði á samningstíman- um. Gengishækkun hlýtur að teljast býsna fjarlægt umræðu- efni um þessar mundir. Ástæða er til að hvetja öll áhrif'aöfl þjóðarinnar til þess að virða þjóðarsáttina um kjara- og efnahagsmál og lofa áhrifum hennar að njóta sín á samnings- timanum án annarlegrar íhlut- unar valdhafa með vaxtahækk- unum og gengisbreytingum eða öðru sem er andstætt febrúar- samkomulaginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.